Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 25

Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 25 Það er mjög einstaklingsbundið hve mönnum hættir til að verða fíknir. Sumir eru nær alveg lausir við þá tilhneigingu en aðrir hafa hana í ríkum mæli og eru þá oft fíknir í margt. Slíkir einstaklingar eru oftast fíknir í áfengi en einnig ýmiss konar ólögleg efni. Þeir mis- nota jafnframt ýmis lyf, sérstaklega þau sem virka á huga og líðan. Þeir misnota m.a. kvíðastillandi lyf og svefnlyf. Áfengi er þó það efni sem flestir eru haldnir fíkn í og flestir misnota. Kvíðastillandi lyf eru nauðsynleg Kvíðastillandi lyf eru ekki ávana- lyf eða fíknilyf og þau eru sjaldan misnotuð. Þau hafa enga sérstöðu hvað varðar ávana. Þau eru nauð- synleg til að draga úr sjúkdómsein- kennum margra sjúkdóma, sérstak- lega kvíðasjúksóma. Siðferðileg rangindi Orsakir kvíðasjúkdóma eru margþættar, líkamlegar og sálræn- ar. Það á einnig við um fjölda ann- arra sjúkdóma. Kvíðasjúkdómar eru erfiðir og oft Iangvarandi. Þeir valda alltaf verulegri vanlíðan og oft alvarlegri fötlun. Að þessu leyti eru þeir i engu frábrugðnir öðrum sjúkdómum, t.d. hjartasjúkdómum eða gigtsjúkdómum. Það er siðferði- lega rangt að láta þá sem þjást af kvíðasjúkdómum bera meiri kostn- að af nauðsynlegri lyfjameðferð en þá, sem líða af öðrum sjúkdómum. Höfundur er yfirlæknir á geðdeild Landspítalans. ■ FJÖL VA ÚTGÁFAN hefur gefið út kristilega barna- og ungl- ingabók, sem hún kallar Sköpun heimsins - Undrasýn. Þetta er svokölluð hreyfimyndabók. I kynn- ingu Fjölva segir m.a.: „Fylgt er réttilega í bókinni sköpunarsögu hinnar helgu ritningar en með einni hreyfingu gerbreytist myndin sem fylgir og sýnir þannig kraftaverkið. Þannig er jörðin auð og tóm, en allt í einu klæðist Iandið jurtum og grænum grösum. Eins situr Adam einmanna innan um dýrin, en eins og við kraftaverk stendur Eva for- móðir okkar allra allt í einu hjá honum.” Textinn er tekinn úr Bibl- íunni, Þorsteinn Thorarensen rit- stýrði. Michaela Reiner mynd- skreytti. Bókin getur kallast 14 bls. en hver þeirra er innihaldsríkari en venjulegar blaðsíður. Bókin er framleidd í Hong Kong og Kína. Fjölvaútgáfan gefur líka út barna- bókina Tinna litla er þæg og góð. Bókin er samin og unnin í Peking, höfuðborg Kína. Hún er eins konar ávöxtur þíðunnar sem varð í þessu fjölmennasta ríki veraldar fýrir nokkrum árum, en þá komu fram fijálslyndir höfundar eins og He Yanrong, höfundur þessarar bókar, og var reynt að afla henni markaða á Vesturlöndum. Tinna er lítil og snotur telpa sem fer í leikskóla og er sýnt í gegnum alla bókina hvað hún er kurteis og hjálpsöm og hirðu- söm og gæti hún þannig orðið fyrir- mynd allra barna. Bókin er 24 bls. með fjölda litmynda. Þosteinn Thorarensen þýddi en hún er framleidd í Peking. • • I Teppalandi færöu teppið sem þú leitar aö • Yfir 3300 gerðir af teppum sem ýmist eru til á lager eða við sérpöntum. • Mörg teppanna eru hönnuð af frægum listamönnum - sjón er sögu ríkari. Þú sérpantar og í flestum tilfellum er teppið komið á gólfið hjá þér eftir þrjár til fjórar vikur. • Það sagði enginn að það væri auðvelt að velja rétta teppið en það er auðvelt að velja réttu búðina. • • Teppaland - landið þar sem leitin endar. Grensásvegi 13, sími 813577

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.