Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.11.1991, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NOVEMBER 1991 35 Eining og Félag verslunar- og skrifstofufólks: Tvö stærstu verkalýðsfélögin afla sér heimildar til verkfallsboðunar TVÖ af stærstu verkalýðsfélögunum í Eyjafirði hafa boðað til funda þar sem fyrirhugað er að afla heimilda til stjórna og trúnaðarmannar- áða til verkfallsboðana. Þetta eru verkalýðsfélögin Eining og Félag verslunar- og skrifstofufólks. Forsvarsmönnum félaganna þykir hægt miða við gerð kjarasamninga og segja óþolinmæði farið að gæta á meðal félagsmanna. Rúmlega 5.000 manns eru félagsmenn í þessum tveimur verkalýðsfélögum. Björn Snæbjörnsson varaformað- ur Einingar sagði að haldnir yrðu fundir í öllum deildum félagsins á næstu dögum þar sem staða samn- ingamála yrði kynnt auk þess sem á dagskrá væri að afla heimildar til verkfallsboðunar. Fyrsti félagsfundur Einingar verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Hrísey, en eftir helgi verða haldnir fundir á Grenivík á mánudagskvöld, 2. desember, þá á Dalvík á þriðju- dagskvöld, á Akureyri á miðviku- dagskvöld og loks í Ólafsfirði á fímmtudagskvöld að viku liðinni. „Vlð höfum ekki áður boðað til svo margra funda af þessu tilefni, en ástæða þess að við gerum það nú er að við vilja fá fleira fólk á fundina, heyra sjónarmið þess og fá fleiri til þátttöku,” sagði Björn. „Það er sérstaklega nauðsynlegt fyrir okkur núna, að heyra hvað fólki fínnst um stöðuna.” Hann sagði að mönnum fyndist hægt miða í viðræðum um sérkjara- samninga, nauðsynlegt væri að fara að taka á málum og spurning hversu langan tíma ætti að gefa áður en til aðgerða kæmi. „Þó svo að við séum að afla heimildar til verkfalls- boðunar, þá munum við að sjáfsögðu ekki grípa til þess að boða verkfall meðal okkar félagsmanna nema að vel athuguðu máli,” sagði Björn. Fundur hefur verið boðaður í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöld VIKING Brugg hefur hafið fram- leiðslu á Löwenbrau Premium, en það er áttunda bjórtegundin sem framleidd er hjá fyrirtækinu. For- ráðamenn verskmiðjunnar segja það mikla viðurkenningu að Löw- enbrau í Þýskalandi skuli veita fyrirtækinu leyfi til að framleiða þennan bjór, en hann er flaggskip- ið í framleiðslu þeirra í Miinchen. Undirbúningur vegna framleiðslu á Löwevbrau Premium hefur staðið yfir frá því í maí síðastliðnum og hefur fyrirtækið fjárfest í nýjum tækjabúnaði til að gera framleiðsluna mögulega. Magnús Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Viking Brugg, sagði að fjárfestingar næmu um 25 milljónum króna í heild, en nauðsyn- legt hefði verið að kaupa þessi tæki til að unnt væri að framleiða um- ræddan bjór. í kjölfarið væri bjór- verksmiðjan orðin ein sú fullkomn- asta á landinu. þar sem leitað verður eftir heimild til stjórnar og fulltrúaráðs til verk- fallsboðunar. Jóna Steinbergsdóttir formaður félagsins sagði að mikillar óþolinmæði væri farið að gæta hjá félagsmönnum, fólki fyndist afar hægt miða við gerð kjarasamninga, en nú væri liðið á þriðja mánuðu frá því samningar voru lausir. „Okkar fólki fínnst það hafa farið afar illa út úr þjóðarsáttinni og það Hjá Viking Brugg starfar háskóla- menntaður þýskur bruggmeistari með víðtæka reynslu í bjórgerð, auk þess sem þar starfa matvælafræð- ingar menntaðir á sviði efna- og ör- veirufræði. Þjálfað starfsfólk, gott hráefni, nútímatækni og síðast en er óánægt, enda ekki skrýtið þegar kaupmáttur hefur að meðaltali auk- ist um 2,8%, en hvað afgreiðslukon- ur varðar hefur hann lækkað í kring- um 2%,” sagði Jóna. „Þetta fólk er með mjög lélega samninga og finnst það hafa setið eftir, aðrir hópar hafa ýmist bónus, premíu eða einhvern kaupauka að viðbættu taxtakaupi, en afgreiðslukonur sitja eftir með beinharðan taxta.” ekki síst hið hreina íslenska vatn gerði fyrirtækinu kleift að framleiða bjór í hæsta gæðaflokki, að sögn Magnúsar. Löwenbrau Premium er 5% sterk- ur og mun hann koma á markaðinn innan skamms. Á leið í langferð Þessum myndarlegu kindum hafði greinilega verið vel fyrir komið í bifreið og líklegt þótti að þær væru á leið í langt ferða- lag. Hvert nákvæmlega förinni var heitið er ekki vitað, en gets- pökum mun eflaust detta-slát- urhús í hug. Jón Oddgeir Guð- mundsson á Akureyri tók þessa mynd á flugvellinum í Reykja- hlíð í Mývatnssveit fyrir nokkru. Lokasýning' á O, Carmela 0, Carmela verður sýnd á vegum Kvikmyndaklúbbs Akureyrar í Borgarbíói í dag, fimmtudag, kl. 18.30. Þetta er lokasýning á myndinni. Leikstjóri myndarinnar er Carlos Saura, en spænska leikkonan, Carmen Maura, er hjartað og sálin í myndinni. Hún leikur titilpersónu myndarinnar, söng- og leikkonu, sem ferðast um og skemmtir lýð- veldissinnum ásamt Paolino og málleysingja sem þau hafa hirt upp af þjóðveginum. (Úr fréttatilkynningu) Viking Brugg: Framleiðsla hafin á nýrri tegund bjórs Morgunblaðið/Rúnar Þór Löwenbrau Premium er áttunda bjórtegundin sem Viking Brugg á Akureyri framleiðir. Af þessu tilefni var haldin sérstök kynning á bjórnum á veitingastaðnum Fiðlaranum í gær. ísland og Evrópubandalagið: Breytt viðhorf Breytt viðhorf í viðræðunum um Evrópskt efnahagssvæði voru rædd utan dagskrár í gær. Stjórnarandstaðan telur að Jón Baldvin llannibalsson utanríkis- ráðherra hafði kynnt ófrá- gengna hluti sem niðurstöður og óttast að fleiri dæmi eigi eftir að koma fram. Það var Steingrímur J. Sigfús- son (Ab-Ne) sem fór fram á þessa umræðu. Tilefnið var þau tíðindi að Evrópubandalagið muni ekki fallast á tilboð íslendinga í viðræð- um um gagnkvæmar veiðiheimildir. I hlut Islendinga eiga að falla 30.000 tonn af loðnu. En á móti skal bandalagið fá 3.000 tonn af karfaígildum. Bandalagið hafnar því að veiðiheimildir þess skuli verða að 70% til veiða á langhala og 30% á karfa. Efnahagsbandalag- ið vill fá að veiða karfa upp í allan kvótann. Steingrímur J. Sigfússon greindi frá því að samstarfsnefnd atvinnu- rekenda í sjávarútvegi hefði sent frá sér fréttatilkynningu, þar kæmi m.a. fram að samtökin féllu frá stuðningi við samninga um Evr- ópskt efnahagssvæði þangað til all- ar upplýsingar lægu fyrir í rituðu máli. Steingrímur sagði að hlutirnir sem gengið hefði verið útfrá sem gefnum hefðu reynst með öðrum hætti heldur en látið hefði verið í veðri vaka. Hann óttaðist að þess mætti vænta að svo kynni einnig að reynast í fleiri hlutum. Hann innti eftir því hvort nýjustu tíðindi breyttu afstöðu ríkisstjórnarinnar. Einnig vildi hann hann fá að vita hvers vegna utanríkisráðherrann hefði ekki greint utanríkismála- Ummæli Davíðs Oddssonar í fjölmiðlum síðastliðinn þriðjudag voru m.a. á þá leið að slæmt væri að menn féllu í þá freistni að ræða þyrlukaup og slá sig þar með til ridd- ara í skugga þeirra hörmungarat- burða er urðu við Hópsnes. Aðspurð- ur sagði forsætisráðherra að þar væri t.a.m. átt við Inga Björn Al- bertsson (S-Rv) og margt af því sem hann hefði sagt hefði verið afspyrnu smekklaust og ekki viðeigandi. í upphafi 35. fundar Alþingis í gær kvaddi Ingi Björn Albertsson (S-Rv) sér hljóðs um þingsköp og greindi frá „þeim leiða atburði að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefði viðhaft „ósmekkleg, ódrengileg og óviðeigandi” ummæli í sjónvarps- og útvarpsstöðvum. Þar hefði for- sætisráðherrann vegið að æru nok- kurra þingmanna, og sérstaklega að hans. Undir þessu gæti hann ekki setið. Ingi Björn sagðist hafa farið fram nefnd frá þessu reiptogi sem hefði verið háð um nokkurt skeið. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra vísaði því að bug að hann hefði gefið villandi upplýs- á utandagskrárumræðu um þessi ummæli. Salome Þorkelsdóttir, for- seti Alþingis, hafði samband við for- sætisráðherra sem taldi ekki vera efni til umræðu utan dagskrár. Ingi Björn vísaði til þingskapalaga þar sem ekki er neitt kveðið á um ákvörðunarvald ráðherra um slíka umræðu. Þingmaðurinn sótti það fast að fá þessi ummæli og önnur atriði sem fram hefðu komið í máli forsætisráðherra rædd. Var hann studdur í þessu af nokkrum öðrum þingmönnum í kröftugri umræðu undir liðnum þingsköp. Salome Þor- kelsdóttir þingforseti leysti að lokum þennan vanda, með því að fresta fundi stundarkorn og nýtti þann tíma til viðræðna við málsaðila. Varð það að ráði að Ingi Björn skyldi mæla fyrir máli sínu síðar um dag- inn. í máli sínu lagði Ingi Björn Al- bertsson (S-Rv) áherslu á að hann hefði allar götur síðan 1987 unnið ingar. Viðhorf reáðherrans koma nanar fram í viðtali á miðopnu blaðsins í dag. Halldór Ásgrímsson (F- Al) lét í ljós áhyggjur um að fleiri þræðir kynnu að rakna. Óttaðist hann að næstu fréttir yrðu þær að ekki lægi fyrir nein niðurstaða varðandi salts- íldarflökin. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði hafa verið ljóst að samningsaðilar hefðu nokkuð gagnstæðar óskir og það væri eðlilegt að gera út um þau atriði í samningum og til þess myndi nokkurt tóm gefast. Nánar er rætt við ráðherra um málið í miðopnu í að því að fullkomin björgunarþyrla yrði keypt. Hann rakti ummæli sem forsætisráðherra lét falla í viðtali við fjölmiðla og óskaði eftir því að ráðherra gerði grein fyrir þeim. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að honum hefði þótt og þætti enn að framkoma þingmannsins í umræðunum sem fram fóru síðastl- iðinn mánudag hefði verið þing- manninum til vansa. Ingi Björn Albertsson (S-Rv) sagði ummæli forsætisráðherra dæma sig sjálf. Þessu næst vildi þingmaðurinn bénda á að í umræðum á mánudegin- um hefði fagráðherrann, Þorsteinn Pálsson, sagt að stefnan í þyrlukaup- amálinu væri að fylgja eftir starfi þyrlunefndar. En forsætisráðherr- ann hefði verið með aðra stefnu í viðtali á Stöð 2. Talið þyrlukost Landhelgisgæslunnar og varnarliðs- ins nægjanlegan. Að hugsanlega mæti breyta herþyrlunum til þess að þær uppfylltu skilyrði Landhelgis- gæslunnar. Og í þriðja lagi hefði forsætisráðherrann sagt að það mætti skoða hvort ekki mætti fresta þyrlukaupum. Þetta væri allgjörlega blaðinu í dag. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) fagnaði þessari bráðnauð- synlegu umræðu. Hann lagði áherslu á það sem hann hefði reynd- ar fyrr bent á. í tilkynningunni frá samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi segði m.a. að: „í ljós hefur komið að eitt mikilvægasta atriði sem lagt var til grundvallar, þ.e. skipti á veiðiheimildum, er nú túlkað með ítrustu hagsmuni Evr- ópubandalagsins í huga.” Og það væri ljóst að langt væri í land að við fengjum allar upplýsingar til að taka ákvarðanir. á skjön við það sem dómsmálaráð- herra hefði sagt. Ingi Björn kvaðst bera virðingu og fyllsta traust til; dómsmálaráðherrans. Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv) vakti athygli á því að það hefði ekki verið Ingi Björn Albertsson sem hefði farið fram á utandagskrárum- ræðuna um þyrlukaupamálið, heldur hún, og það hefði hún gert af hjart- ans einlægni. Guðrún spurði hvort hún hefði þar með verið þinginu til vansa. Steingrímur Hermannsson (F-Rn) taldi ómaklega vegið að Inga Birni og þinginu. Hann hefði ekkert það heyrt í utandagsskrárumræðum mánudagsins sem hefði verið ósæmi- legt. Davíð Oddsson forsætisráðherra ítrekaði að ummæli Þorsteins Páls- sonar dómsmálarráðherra væru stefna ríkisstjórnarinnar. Ingi Bjöm Albertsson segðist bera fullt traust til dómsmálaráðherra. Það gerði hann líka. En þingmaðurinn hefði í umræðunum síðastliðinn mánudag fordæmt málflutning dómsmálaráð- herrans; þess manns sem hann segð- ist nú treysta. Eftirmáli umræðna um þyrlukaup: Stj órnarþing'maður telur að sér vegið Ingi Björn Albertsson (S-Rv) telur að Davíð Oddsson forsætisráð- herra hafi vegið að æru hans í viðtölum í fjölmiðlum. í gær voru ummæli forsætisráðherrans rædd utan dagskrár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.