Morgunblaðið - 28.11.1991, Síða 39

Morgunblaðið - 28.11.1991, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER M91 ^39 VINNUVERND Áhrif hreyf- ingarleysis Má bjóða yður að standa á fætur? eftir Lárus Jón Guðmundsson „Til sængur er mál að ganga, sæt verður hvíldin eftir vegferð stranga,” orti Örn Arnarson og eru það orð að sönnu. Skáldið hefur þó vafa- lítið haft árris- ulan lesanda í huga, sem tekst á við amstur dagsins frískur og ferskur eftir næturhvíld. Þessi grein ljallar hinsvegar um þá sem hvíla sig of mikið og of lengi og of oft. Hvaða áhrif skyldi langvar- andi hreyfmgarleysi hafa á líkam- ann? Fölur og fár Með langvarandi hreyfingar- leysi er átt við rúmlegu svo vikum skiptir eins og gjarnan vill verða þegar lagst er á spítala eða þegar öldungur leggst í rúmið á elliheim- ili. Þeir heilbrigðu sem eru fram úr hófí værukærir og eru gefnir fyrir að „liggja á meltunni” ættu þó að lesa þessa grein af athygli. Til þess eru vítin að varast þau. Ein afleiðing hreyfíngarleysis er minnkað þol. Súrefnisupptaka blóðsins verður minni og hjarta- vöðvinn slappast. Viðkomandi ein- staklingur mæðist fyrr og hefur minna úthald til að sinna störfum sem hann sinnti áreynslulaust áður. Hann þreytist fyrr og er lík- legri til að gera fleiri mistök ef starfið sem hann sinnir er þess eðlis, t.d. ef um er að ræða ná- kvæmnisvinnu. Slappur hjartavöðvi leiðir til þess að hjartað þarf að erfíða meira til að skila sömu afköstum og áður. Starf hjartans er að dæla súrefnismettuðu blóði til vefja líkamans. Hjartavöðvinn dregst taktfast saman og því sterkari sem hann er því betur nær hann að tæma hjartahólfin sem hann umlykur. Vefir líkam- ans (hjartað meðtalið) vilja sitt súrefni og engar refjar og ef súr- efnismettun er minnkuð þá fer minna súrefni til vefjanna í hveij- um hjartslætti. Hjartað þarf því að slá fleiri slög til að skila sama súrefnismagni á tiltekinni tíma- einingu (venjulega miðað við mín- útu). i stuttu máli, hjartslátt- ur/minútu í hvíld verður hraðari. Blóðmagn í líkamanum minnk- ar, maður verður „blóðlaus” og fölur. Blóðið þykknar og rennur hægar og tregar. Þetta er meðal annars skýringin á ökklakreppum og -réttum sem legusjúklingar á spítölum eru látnir gera daginn út og inn. Þykkra blóð getur auk- ið líkur á blóðtappa og þeir eru ekki eftirsóknarverðir. Slappir vöðvar, stífir liðir Áhrif langvarandi hreyfinga- leysis eru augljósust þegar horft er á vöðva líkamans. Þeir sem hafa verið svo óheppnir að bijóta útlim, t.d. lærbein og voru í gifs- umbúðum í nokkra mánuði hafa væntanlega orðið fyrir áfalli þegar umbúðirnar voru fjarlægðar. Lær- vöðvar brotna lærbeinsins höfðu rýrnað umtalsvert. Langvarandi hreyfingarleysi hefur rýrandi áhrif á alla vöðva líkamans og eins og það sé ekki nóg þá vilja þeir gjarnan styttast, liðamót stirðna og viðkomandi einstakl- ingur á almennt erfiðara með að hreyfa sig. Svonefnd bláæðapumpa í fót- leggjum starfar verr sem aftur eykur hættu á blóðtappa því blóð- ið rennur hægar um bláæðarnar. Við samdrátt fótavöðva (sbr. ök- klakreppurnar og eins þegar mað- ur t.d. gengur) þá klemmast blá- æðar, sem liggja um vöðvana, saman og blóðið þrýstist áfram upp fyrir næstu æðaloku. Ef vöðv- arnir dragast ekki saman þá er ekkert sem ýtir blóðinu áfram nema þrýstingurinn í æðakerfinu og stundum dugir hann ekki til. Bilað púst Lungun þenjast mest þegar maður drengur andann uppréttur. í legu þá er hætta á að smæstu loftgöngin falli saman og öndun- arrýmdin verður minni. Öndunin verður grynnri. Það hefur svo í för með sér að hver andardráttur skilar minna súrefni til blóðsins sem streymir um lungun. Öndunin verður hraðari. Lungun hreinsa sig ver (þau eru sjálfhreinsandi eins og sumar tegundir bakara- ofna ...) og það slím sem mynd- ast losnar síður. Ef slímið er of lengi ofan í lungunum fer að „slá í’ða” og viðkomandi einstaklingur getur fengið sýkingu og lungna- bólgu. Lungnabólga ku vera eitt algengasta dánarmein á íslandi og því skulum við anda djúpt oft á dag og helst alltaf. Það lengir lífið. Þeir sem liggja lengi verða sumir afskaplega pirraðir og hafa allt á hornum sér. Þeim líður illa og langvarandi vanlíðan gerir engum gott. Einhveijirgætu lagst í þunglyndi og til fróðleiks má geta þess að sjúkraþjálfarar nota markvissa þoiþjálfun og hreyfingú til að draga úr einkennum þung- lyndis og geðlægðar. Hreyfing er vinnuvernd Áhrif langvarandi hreyfingar- leysis er slæm, þol minnkar, súr- efnisupptaka minnkar og hjartað slappast. Blóðið þykknar og vöðv- ar týrna, liðir stirðna og öndur- rýmd minnkar. Við verðum geðst- irð og streit,t. Það er því mikil- vægt að vera sem hreyfanlegast- ur, láta það ekki eftir sér að lúra lon og don, t.d. yfír stórhátíðir eins og jól og páska. Góð göngu- ferð fyrir svefninn, sundsprettur að morgni eða létt skokk eftir vinnu getur breytt mikiu og gert okkur hæfari til að mæta daglegu amstri með bros út í bæði. Okkur líður betur í starfi og leik og höf- um meiri orku afgangs til að gera það sem er skemmtilegast í lífinu. Höfundur ersjúkraþjálfarí og starfarað vinnuvernd. Jólastarfa- miðlun stúdenta JÓLASTARFAMIÐLUN hefur tekið til starfa á skrifstofu stúd- entaráðs Háskóla íslands. Próf fara fram í háskólanum í fyrsta sinn fyrir jól og almennu prófa- tímabili lýkur um 20. desember. Margir stúdenta hafa því tæki- færi til að auka ráðstöfunartekjur sínar með vinnu því skólinn byijar aftur á bilinu 7.-15. janúar, segir í fréttatilkynningu frá stúdentaráði. Þar segir að með þessari þjónustu vilji skrifstofa stúdentaráðs koma til móts við þá stúdenta sem tre- ysta sér til að vinna í jólafríinu. Fjöldi starfskrafta sé þegar kominn á skrá með margs konar reynslu og menntun. Laugav*gi 45 - s. 21 255 í kvöld: Tónleikar IN mmim Sigurvegararnir í músíktilraunum '91 Föstudagskvöld: Hörku dansleikur SÍÐÁN SNEIN SÚL... Ekki klikka ó því aó mæta Lárus Jón Guð- mundsson rAdac/gí ysingar TIL SÖLU Tölvubúnaður til sölu Orkustofnun vill selja notað VAX-11/750 tölvukerfi frá DEC, að hluta eða í heild. Þar á meðal eru skjáir af ýmsum gerðum, skjá- tengi, diskar og kælikerfi. Verð og greiðslukjör eru eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar um kerfið gefur Einar Kjartansson í síma 696000 milli kl. 9 og 16. HÚSNÆÐIÓSKAST Selfoss Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Suðurlandi leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir vistheimili barna á Selfossi. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð, 160-200 m2 að stærð að meðtalinni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár og -efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og sölu- verð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. des- ember 1991. ......... Fjarmalaraouneytio, 26. nóvember 1991. I mmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmm .•mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm Garðyrkjustöð Til sölu er garðyrkjustöð í nágrenni Reykjavík- ur. Stöðin er 2250 fm í góðu ásigkomulagi. Vökvakerfi og áburðarblandari er í húsunum, og lýsingarlampar fyrir uppeldi á grænmeti. Brunabótamat stöðvarinnar er um kr. 26.000.000,-. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum á stöðinni, vinsamlegast leggi inn nafn og síma til aug- lýsingadeildar Mbl. fyrir 6. desember nk. merktan: „Garðyrkja - 45”. Einbýlishúsalóðir Til sölu og afhendingar strax stórar einbýlis- húsalóðir á besta stað í Setbergshlíð í Hafn- arfirði. Frábært útsýni. Einstaklega hagstætt verð og greiðsluskilmálar. SH VERKTAKAR Stapahrauni 4, Hafnarfirði, sími 652221. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5= 1731128872 = E.T. 2 - SK. St.St.599111287VII Skipholti 50b, 2. hæð. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomn- ir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli 11 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður: Kristinn P. Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn í Domus Medica við Egilsgötu fimmtudaginn 5. desember kl. 20.00. Dagskrá- in er fjölbreytt að vanda: Fluttur verðurskemmtiþáttur. Danssýn- ing. Glæsilegt jólahappdrætti. Flutt verður jólahugvekja. Kaffi- hlaðborð. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ágóði rennur til liknarmála. -----, / KFUM V AD KFUM Fundur í kvöld kl. 20.30 á Holta- vegi. „Á ferðalagi með sirkus". Willy Petersen segir þá sögu i máli og myndum. Hugleiðing: Gunnar J. Gunnarsson. Kaffi eft- ir fund. Allir velkomnir. I.O.O.F. 11 = 17311288V2 = E.T.2. Hjálpræðisherinn Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Majór Liv Astrid Krötö talar. Verið velkomin. VEGURINN V Kristið samfélag Gúttó, Hafnarfirði Opin samkoma verður haldin í Gúttó, Suðurgötu 7 i kvöld kl. 20.30. Lofgjörð, predikun orös- ins, fyrirbænir. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Vegurinn. Samkoma verður i kapellunni í Hlaðgerðarkoti i kvöld kl. 20.30. Umsjón Gunnbjörg Óladóttir. Samhjálp. ■C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.