Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 57

Morgunblaðið - 28.11.1991, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1991 57 IÞROTTIR UNGLINGA Skíði: Hún hefurlagáað gera æfingamar skemmtiíegar - segir Egill Jóhannsson, um „Gosku” þjálfara hjá Ármanni „EFTIR tíu ár sem atvinnumað- ur á skíðum uppgötvaði ég það hér á íslandi að það er líka hægt að skíða ánægjunnar vegna,” sagði hin 27 ára gamla skíðakona, Malgorzata Mog- ore Talka, einn þjálfara skíða- deildar Ármanns sem hófu störf hjá félaginu í vor. Talka sem er fædd í Póllandi en er franskur ríkisborgari kom fyrst hingað til lands í fyrra, þá nýkrýndur heims- Frosti meistari stúdenta í Eiðsson alpaþríkeppn. Hún skrífar var gestur Ármenn- inga á móti í sam- hliðasvigi. Einnig tók hún þátt í alþjóðlegu FlS-mótunum hér á landi og sigraði í samanlagðri keppni og hlaut Flugleiðabikarinn. Fyrir brottför lýsti hún yfir áhuga á að koma hingað aftur til að þjálfa. Ármenningar höfðu samband við hana áður en gengist var í að ráða þjálfara fyrir skíðadeildina. Alls eru níu þjálfarar starfandi við deildina. Mikill áhugi „Erlendis fara menn ekki á skíði nema við bestu aðstæður en hér á Malgorzata Mogore Talka, eða „Goska” er þjálfari skíðadeildar Ár- manns. landi láta menn það ekki á sig fá þó að veðrið sé ekki sem best. Ef möguleiki er á því að fara upp á fjall þá fer fólk og það segir mér að áhugi sé fyrir hendi hjá krökkun- um.” „Goska” eins og hún er kölluð hér á landi hefur vakið athygli fyr- ir nýstárlegar þrekæfíngar og kom- ið með margar nýjungar. „Hún hef- ur lag á að gera æfíngar skemmti- legar. Þetta eru ekki lengur eintóm hlaup eins og í gamla daga, hún leggur meira upp úr snerpu enda segist hún ekki vera að æfa lang- hlaupara heldur skíðafólk,” segir Egill Jóhannsson form. skíðadeild- arinnar. Meðal þeirra æfínga sem „Goska” leggur fyrir skíðamenn eru t.d. hlaup á milli stanga auk þess sem hún hefur sett skíðafólkið á skauta til að bæta jafnvægið. - En hvernig skyldi henni lítast á veturinn? „Mér líst vel á aðstæður og það er gaman að vinna með fólkinu. Þetta er fyrsta árið mitt sem þjálf- ari og að sumu leyti veit ég ekki við hverju ég á að búast. En ég treysti á Guð og lukkuna um að veturinn verði árangursríkur, bæði fyrir mig og Ármann.” Morgunblaðið/Frosti Bræðurnir Kristján og Janus hrepptu báðir gull á Reykjavíkurmótinu í keilu. Keila: Sigursælir bræður Bræðurnir Kristján og Janus Sigurjónssynir úr KR, hrósuðu sigri á Reykjavíkurmótinu í keilu sem fram fór í Keilusalnum í Öskjuhlíð fyrir skömmu. Kristján, sem er fjórtán ára sigraði í þriðja flokki. Fjórir efstu menn í flokknum kepptu til úrslita og sigraði Kristján andstæðinga sína. Hann hlaut 505 stig samanlagt úr úr- slitaleikjunum þremur. Janus bróðir hans, sem er ellefu ára, sigraði í fjórða flokki með nokkrum yfirburðum. Tvö keilufélög eru starfrækt í Reykjavík, KFR og KR. PHILIPS SLÆRIGEGN Philips myndbandstækin hafa sannarlega slegið í gegn á íslandi. Tæknilega fullkomin, auðveld í notkun og frábær myndgæði eru nokkrar af ástæðum vinsældanna. En verðið er ein aðalástæðan hjá Philips. • Fjarstýring á upptökuminni. HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði. Mjög góð kyrrmynd. Leitarhnappur. Fullkomin sjálfvirkni í gang- setningu, endurspólun og útkasti snældu. Sjálfvirk endurstilling á teljara. 30 daga upptökuminni. Upptökuskráning í minni samtímis fyrir 8 dagskráriiði. Sextán stöðva geymsluminni. 20 mínútna öryggisminni. Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á. Verið örugg með tvær stöðvar um jólin TREYSTIÐ PHILIPS Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515« KRINULUNNISÍMI6915 20 ' SOftUUH^UHC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.