Morgunblaðið - 30.01.1992, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 30.01.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 13 Afmæliskveðja: Aðalsteinn Jóns- son, Eskifirði í dag, 30. janúar, er hinn lands- kunni og mikli athafnamaður þjóðar- innar, Aðalsteinn Jónsson á Eski- firði,-T0 ára. Aðalsteinn fæddist á Eskifirði og er næst yngstur 6 systkina. Foreldr- ar hans voru hjónin Jón Kjartans- son, bóndi og verkamaður í Eski- fjarðar-Seli, sem er í botni Eskifjarð- ar, og seinni kona hans, Eiríka Guð- rún Þorkelsdóttir. Jörðin sem fjölskyldan bjó á tald- ist ekki til stórbýla, enda var hún ekki meir en 6 hundraða harðbýlis- jörð, 200 í part. Bústofninn var ein- ungis ein kýr, 30 kindur og einn hestur. Kjörin voru því kröpp. Jón stundaði þá vinnu sem til féll í kaup- staðnum á Eskifirði, en fátæktin á þessum tímum var mikil. Vorið 1928 dó Jón Kjartansson eftir tveggja ára veikindi. Eftir stóð þá ekkja með 6 börn. Elstur var Sigurþór, 15 ára, þá Kristinn, 14 ára, Anna, 13 ára, Kristmann, 9 ára, Aðalsteinn, 6 ára, og yngst var Sigurveig, 5 ára. Eins og gefur að skilja þá var örbirgð þessarar fjölskyldu mikil. Engar voru almannatryggingamar, ekkna- eða barnabætur til á þessum árum. Haft er eftir gamalli ljósmóð- ur í sveitinni að þetta hafi verið fá- tækasta heimilið í hreppnum. Árið 1930 fluttist fjölskyldan í 40 fermetra kofahreysi, Haukaberg, sem var innarlega í kaupstaðnum á Eskifírði og voru þá elstu bræðumir fyrirvinna fjölskyldunnar. Kreppan skall svo á með langvarandi eymd og stóð til ársins 1939, eða þangað til „blessað" stríðið skall á. Þær em því ekki glæsilegar bernskuminningar Aðalsteins Jóns- sonar. Ekkja með 6 börn, fátækt og langvarandi eymd. En börnin fóm að stunda vinnu um leið og þau gátu vettlingi valdið, enda munaði um_ allt. Á sínum yngri árum vann Aðal- steinn alla þá vinnu, sem í boði var hveiju sinni, enda vantaði ekki áhug- ann og sjálfsbjargarviðleitnin var mikil. Mest var atvinnan í kringum vinnslu sjávarafla. En tímabundið atvinnuleysi var þó ætíð á Eskifirði yfir vetrarmánuðina og fór því marg- ur maðurinn á sjó, Aðalsteinn var einn þeirra. Hugurinn var þó ætíð á Eskifirði og í hugskoti hans blund- aði sú þrá að auka atvinnumöguleik- ana í átthögunum heima á Eski- firði, þannig að menn þyrftu ekki að líða þar atvinnuleysi, né sækja vinnu í aðra landsfjórðunga og vera fjarri fjölskyldum sínum og ástvinum mánuðum saman. Svo stiklað sé á stóru, þá er skemmst frá því að segja að Aðal- steini hefur svo sannarlega tekist að láta drauma sína rætast í þessum efnum. 24 ára fór hann að stunda útgerð, þegar hann eignaðist 'A hlut í fiskibáti. Upp frá því hefur hann unnið að útgerðarmálum með mynd- arbrag. Á sjötta áratugnum eignað- ist hann ásamt Kristni bróður sínum bátinn Jón Kjartansson SU 111 og einnig ráku þeir bræður síldarsöltun- arstöðvar á Eskifirði, Vopnafirði og Ólafsfirði. Þess skal þó getið að áður en þeir eignuðust þessi atvinnufyrir- tæki, þá lá að baki geysimikil vinna, eljusemi, sparnaður og útsjónarsemi þeirra bræðra. Árið 1960 eignast þeir svo meirihluta í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., fyrirtæki sem geng- ið hafði mjög illa og verið með tap- rekstur hvert árið á fætur öðru og allt í kalda koli. Nú var blaðinu snú- ið við, og sókn hafin í stað varnar. Þeirri framsókn hefur verið haldið áfram allt til þessa dags og grund- vallast á dugnaði og áræðni Aðal- steins og ekki síður óbilandi trú hans á landinu; á staðnum, og hinu duglega fólki sem þar býr. Óg árang- urinn er glæsilegur, því að fyrirtæki Aðalsteins Jónssonar er með stærstu sjávarútvegsfýrirtækjum landsins í dag, með fjölbreyttan rekstur í veið- um og vinnslu sjávarafurða. Vitanlega hafa skipst á skin og skúrir í gegnum árin, í rekstrinum, og hann ekki alltaf verið neinn dans á rósum, enda um áhættusama at- vinnugrein að ræða, þar sem afkom- an hefur grundvallast á veiðum og vinnslu sjávarfangs. Fiskistofnar hafa hrunið, verðfall orðið á fram- leiðslu o.s.frv. Á slíkum stundum fjölgar bölsýnismönnum ört, með til- heyrandi svartnættishjali. Við þær aðstæður er Aðalsteinn gjarnan ljós- ið í myrkrinu með óbilandi og rök- rétta bjartsýni. Styrkur hans hefur m.a. verið fóginn í trúnni á framtíð- ina og betri tíma þegar þannig lægð- ir hafa gengið yfir. Það hefur verið skoðun Aðalsteins að samdráttur í fiskveiðum, eða lágt verð á afurðum, sé eins og hvert annað náttúrulögmál, sem taka verður þegar svo ber undir. En kjarkinn má ekki missa, og honum hefur Aðalsteinn ætíð búið yfir enda þótt á móti blási um skeið. Oft hef- ur hann tekið áhættusamar, djarfar og umdeildar ákvarðanir, sem reynst hafa réttar þegar upp var staðið. Enda eru hvers konar músarholu- sjónarmið eða smásmuguháttur hon- um lítt að skapi. Næg atvinna og öflug atvjnnufyr- irtæki Aðalsteins hafa sl. 3 áratug- ina verið einkennandi fyrir Eskifjörð og borið glöggt vitni um stórhug hans og trú á staðnum, sem honum er ávallt svo kær. Þegar vel hefur gengið í rekstrinum, hefur hvert tækifæri, sem gefist hefur, verið nýtt til þess að leggja hornstein að frekari atvinnuuppbyggingu. Á þann hátt hefur byggðarlagið notið vel- gengninnar og ágóðinn því ekki far- ið frá staðnum. Aðalsteinn hefur ætíð verið reiðubúinn að leggja mik- ið undir þegar atvinnuskapandi tæk- ifæri eru annars vegar og skortir þá hvorki árvekni né þor. Á nýársdag 1988 sæmdi forseti íslands Aðalstein riddarakrossi fyrir störf að atvinnumálum. Er það mál manna að Aðalsteinn hafi verið vel að þeim heiðri kominn. Enda þótÞ Aðalsteini hafi vel til tekist að koma ár sinni fyrir borð hvað veraldlega sviðið snertir, þá hefur hann ekki gleymt þeim jarð- vegi, sem hann ólst upp í. Margoft hefur hann sýnt í verki að hjarta hans slær ,með þeim mörgu, sem minna mega sín. Drengskapur og mannvinátta hans eru alkunn. Fyrir utan að vera eins athafna- samur og verkin sanna, þá hefur Aðalsteinn átt mörg önnur áhuga- mál og tómstundaiðju. Hann er kunnur bridsmaður og hefur unnið til margra verðlauna og oft keppt á íslandsmótum í þeirri íþrótt. Og þeg- ar minnst er á spilin, þá eru mér í bernskuminni hinir mörgu spila- galdrar sem hann sýndi okkur Didda þegar við vorum litlir. Á þeim aldri var maður viss um að Alli væri göldr- óttur. Aðalsteinn er góður veiðimað- ur og nýtur þess vel að renna fyrir lax og ganga til ijúpna. Hann á gott með að stofna til kynna við fólk og er manna skemmtilegastur í góðra vina hópi. Manna fljótastur að hugsa og koma orðum að því sem hann meinar. Þannig er hann jafnan fyrstur til að sjá skoplegu hliðarnar á hveiju máli. Aðalsteinn kvæntist 26. júní 1948 Guðlaugu Stefánsdóttur frá Ólafs- firði, fædd 4. nóvember 1923. Guð- laug er mesta sóma- og mannkosta- kona, sem búið hefur Aðalsteini fal- legt og hlýlegt heimili á Bakkastíg 2, Eskifirði. Þeir eru ófáir, sem not- ið hafa gestrisni þeirra hjóna þar og höfðinglegrar og ekki síður hlý- legrar móttöku. Börn þeirra hjóna búa á Eskifirði og eru Eiríka Elfa, fædd 11. mars 1948, býr í foreldrahúsum. Björk, fædd 26. maí 1952 og er gift Þor- steini Kristjánssyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, fæddur 1. nóv- ember 1950. Eiga þau 3 börn. Krist- inn, fæddur 20. júní 1956, umboðs- maður og framkvæmdastjóri, kvæntur Öldu Vernharðsdóttur, fædd 9. júlí 1959. Þau eiga tvær dætur. Kjörsonur Aðalsteins og Guð- laugar, sonur Bjarkar, er Elvar Aðal- steinsson, fæddur 1. júní 1971. Elvar stundar nám í Verslunarskóla ís- lands. Þau hjón, Aðalsteinn og Guðlaug, taka á móti gestum kl. 20 í kvöld í félagsheimilinu Valhöll, Eskifírði. Ekki er að efa að þar verði glatt á hjalla, og fjölmenni til að árna Aðal- steini allra heilla í tilefni merkra tímamóta í ævintýralegu lífshlaupi hans. Við Bára sendum afmælisbarninu hjartanlegar hamingjuóskir með merkisafmælið. Emil Thorarensen. Það er ískyggilegt hvað tíminn æðir áfram. Mér finnst eins og það hafi verið á dögunum sem Aðal- steinn vinur minn varð sextugur. En glapsýn er það og staðreyndir tala öðru máli. Þó er enginn minnsti vafi á að maðurinn hefur verið að yngjast upp síðustu tíu árin þótt hann bæri að vísu aldurinn einnig vel_ þá. I þessum línum verður lífshlaup Aðalsteins ekki rakið enda verið gert skilmerkilega í heilli bók. Víst er um það þótt Aðalsteinn geti litið yfir langan og gleðilegan feril fram- kvæmdamannsins, er hann áreiðan- lega ekki seztur í helgan stein. Enda eru ekki þeir tímar nú að hann kysi að draga sig í hlé þegar gefið hefir á bátinn um langa hríð og erfiðleikar steðja _að fiskvinnslu og útgerð á íslandi. Ég býst við að vinur vilji heldur standa vaktina þar til sæmilega öruggri höfn er náð og jafnvel lengur. Aðalsteinn Jónsson er dæmigerð- ur fyrir þá sem hafizt hafa af sjálf- um sér í íslenzkri útgerð. Byijar með báðar hendur galtómar, á ekk- ert nema dugnað, kjark og áræði sem endast honum til þeirra verka sem lengi munu óbrotgjörn standa um Eskifjörð og raunar í íslenzkri sjávarútvegssögu. Ef einhver held- ur að það verði tekið út með sitj- andi sældinni að eiga alla ævina í því stírnabraki þá er það djúpur og mikill misskilningur. Að vísu er gaman þegar vel gengur og árang- ur erfiðsins sést, en oftar segir sag- an okkur að þurft hafi að beijast um á hæl og hnakka að halda velli því sjálfsagt er enginn atvinnuveg- ur í víðri veröld jafn sveiflugjam og íslenzkur sjávarútvegur. En aldrei hefi ég séð Aðalsteini brugðið á hveiju sem hefur gengið. Hefir hann þó marga fjöruna sopið og gatna ekki alltaf greiðfær. Mér hefir verið til þess hugsað síðustu daga þegar ráðamenn þjóðarinnar sýna kjark- og ráðaleysi í síldarsölu- málunum, að við hefðum þurft að eiga þeirra á meðal einhveija með áræði Aðalsteins Jónssonar. Og raunar er það augJjóst mál, að hefðu íslenzkir útgerðarmenn ekki tekið mikila áhættu, stöðugt og frá önd- verðu, byggi engin Iifandi sála í útskeri þessu. Það er mikið áhyggjuefni ef forráðamenn þjóðar- innar missa öll tengsl og hætta að þekkja sig um bekki í aðalatvinnu- vegum landsmanna. Islenzk þjóð stendur í óborgan- legri þakkarskuld við þá fram- kvæmdamenn og fullhuga, sem sitja við stjórnvöld í íslenzkum sjáv- arútvegi. Ekki er ofmælt að telja Áðalstein Jónsson einn fremstan meðal jafningja í þeim hópi. Megi sigling hans á þeim sjó vara sem lengst, honum og okkur hinum til aukins gengis. Við Greta sendum honum og hans góðu konu Guðlaugu okkar innilegustu kveðjur og árnaðaróskir með þakklæti fyrir órofa vináttu. Sverrir Hermannsson HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ •k Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? * Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? k Vilt þú lesa meira af góðum bókum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax. Næsta námskeið, sem laust er á, hefst miðvikudaginn 5. febrúar. Skráning í síma 641091. Ath.: Óbreytt verð frá síðasta vetri. VR og flest önnur félög styrkja félaga sína til þátttöku á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN I E I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.