Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 George Bush Bandaríkjaforseta klappað lof í lófa við upphaf stefnu- ræðu hans í fyrrakvöld. Að baki forsetanum eru Dan Quayle varafor- seti (t.v.) og Thomas Foley, þingmaður demókrata. Viðræður boðaðar um örlög Procordia Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNSKA ríkisstjórnin, sem á þriðjudaginn lagðist gegn samruna fyrir- tækjanna Procordia og Volvo, ákvað í gær að boða forystumenn þeirra til viðræðna um framtíð Procordia. Ríkið og Volvo eru bæði stórir hluthafar í Procordia en innan þeirrar samsteypu er meðal annars að finna lyfjafyrirtæki og umsvifamikil matvælaframleiðslufyrirtæki á borð við Felix og Pripps. Það sem ríkisstjórnin vill ræða við þá P.G. Gyllenhámmar, 'stjórn'ar- formann Volvo, og Sören Gyll, for- stjóra Procordia, er hvernig standa beri á kaupum á hlutum í Procordia. Á sama tíma er í gangi umræða inn- an Volvo um hvort fyrirtækið eigi að auka samstarf sitt við franska Renault-fyrirtækið og jafnvel flytja alla bifreiðaframleiðslu sína til Frakklands. Carl Bildt forsætisráðherra hefur hvatt Gyllenhammar til að leggja öll spil á borðið þegar viðræðurnar um framtíð Procordia heíjast eftir nokkr- ar vikur. Gyllenhammar sjálfur er staddur á fundi í Washington þessa stundina og vill ekki tjá sig frakar um málið eins og stendur. Bush Bandaríkjaforseti kynnir fjárlagafrumvarp sitt: Utgjöld til vamarmála lækka um 50 milljarða dollara á fimm árum Ekkert lát á raunum Bills Clintons og fjölskyldu: Kallaði Cuomo „mafíuforingja“ og mógðaði unnendur sveitatónlistar gefa út nýjar reglugerðir sem hindri hagvöxt. Lagt er að alríkisstofnun- um að hraða sem mest þær mega útgjöldum sem stuðla að hagvexti. Áf öðrum aðgerðum sem Bush boðar má nefna að Bandaríkjastjórn muni áfram reyna að fá afnumda tolla og niðurgreiðslur sem koma niður á bændum og verkafólki. Stefnt er að bættu skólakerfi og er lagt til að skólayfii-völdum verði veitt aukið svigrúm til að ákveða New York. Ileuter. EKKERT lát virðist vera á raunum Bills Clintons, sem til skamms tíma var talinn sigurstranglegastur þeirra demókrata er sóttust eftir útnefningu sem forsetaframbjóðandi flokksins. Clinton hefur síðustu daga átt í vök að verjast vegna staðhæfinga konu, að nafni Gennifer Flowers, þess efnis að hún hafi staðið í tólf ára löngu ástarsambandi við hann. Og nú bætist við að hann hefur fengið Mario Cuomo, ríkissljóra í New York, og söngkonuna Tammy Wynette upp á móti sér og þar með stóran hóp bandarískra kjós- enda. Flowers hefur gert opinberar segulbandsupptökur af símtölum sem hún og Clinton áttu saman þar sem Clinton lætur m.a. þau orð falla að Cuomo sé „árásar- gjarn, illa innrættur andskoti“ sem hagi sér eins og „mafíuforingi". Cuomo, sem er demókrati líkt og Clinton, varð að vonum æfur þegar þetta kom fram í dagsljósið. „Ef þú talar svona dags daglega um Bandaríkjamenn af ítölskum upp- runa, hvemig talar þú þá um svertingja, hvemig talar þú um gyðinga, hvemig talar þú um kon- ur . . . ,“ spurði hann Clinton í gegnum ljölmiðla. Clinton sjálfur neitaði ekki að hafa látið þessi ummæli falla en sagði þau ekki hafa verið illa meint. I fyrstu reyndi hann að biðj- ast afsökunar með því að segja að hann hefði átt við að Cuomo væri „verðugur andstæðingur og harður í horn að taka“ en það gerði Cuomo bara enn æfari. Sagð- ist ríkisstjóri New York ekki skilja hvemig það gæti farið saman að tengjast mafíunni og vera „verðug- ur andstæðingur“ og bætti við að tilraun Clintons til afsökunar væri meira móðgandi en upphaflegu ávirðingarnar. Þegar leið á daginn rann hins vegar reiðin af Cuomo og hann tók afsökunarbeiðni Clintons loks til greina. En þar með var ekki raunum Clintons lokið því á sama tíma og honum hafði tekist að móðga alla Bandaríkjamenn af ítölskum upp- runa gekk eiginkona hans Hillary fram af hinum ófáu unnendum sveitatónlistar í Bandaríkjunum. Washington. Reuter. I RÆÐU sem George Bush Bandaríkjaforseti flutti í fyrrakvöld boðaði hann 50 milljarða dala (2.900 milljarða ÍSK) niðurskurð á útgjöldum til varnarmála á næstu fimm árum. Jafnframt boðaði hann ýmsar aðgerðir til að glæða efnahagslífið, bæta skólakerfið og lækka álögur á fjölskyldufólk. Næsta fjárlagaár hefst 1. október og skorar Bush á Bandaríkjaþing að afgreiða fjárlagafrumvarpið fyrir 20. mars. Bush tilkynnti að hætt yrði fram- léíðslu á torséðu sprengjuflugvél- inni B-2 eftir að 20 slíkar hefðu verið smíðaðar. Gert hafði verið ráð fyrir að 75 flugvélar af þessari teg- und vrðu 'smíðaðar. Þetta mun spara 14,5 milljarða dala á fímm árum. Frestað verður framleiðslu lítílla langdrægra kjarnaflauga sem mun spara einn milljarð dala á fimm árum. Hætt verður framleiðslu hýrra kjarnaödda í Trident lang- drægar flaugar í kafbátum. Fréstað verður gerð „sæljónsins", sem er árásarkafbátur, og mun það spara 17,5 milljarða dala á fimm árum. Jafnframt sagði Bush að ef Sovét- ríkin myndu eyða öllum fjölodda langdrægum kjarnaflaugum á ía.ndi þá væru Bandaríkjamenn reiðubún- ir til eftirfarandi niðurskurðár: Eyða öllum MX-flaugum en þær eru fimmtíu talsins. Þessi vopn eru nýtískulegustu langdrægu kjarna- flaugar Bandaríkjamarina á lahdi. Fækkað yrði kjarnaoddum úr þrern- ur í einn í Minuteman-3 flaugunum sem eru 500 talsins. Ennfreinur yrði fækkað um þriðjung kjarna- oddum í kjarnaflaugum á hafi. :' Samkvæmt frumvarpinu verða útgjöld Bandaríkjanna til varnar- mála 285,9 milljarðar daþa frá 1. okt. 1992 til 1. okt 1993. Útgjöldin eru áætluð 295,2 milljarðar dala á yfirstandandi fjárlagaári. Skattaívilnanir til fjölskyldufólks Aðgerðir þær sem Bush boðaði í efnahagsmálum eru m.a.: Stærri ráðuneytum og alríkisstofnunum er bannað á næstu þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins að útgjöld. Hlúð verði að rannsóknum og þróun nýrra atvinnugreina með 76 milljarða dala framlági og skattaívilnunum. Skattafrádráttur til barnafjölskyldna er hækkaður í 500 dali á barn. Skattur á fjár- magnstekjur vegna sölu hlutabréfa og annarra eigna er lækkaður úr 28% í 15,4%. Jafnframt fá þeir sem kaupa húsnæði í fyrsta sinn 5.000 dala skattaafslátt. Gert er ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar að ríkis- sjóðshallinn á næsta fjárlagaári verði 351,9 milljarðar dala en hann verður að því er talið er 399,4 millj- arðar dala á yfirstandandi fjárlaga- ári. Heildarupphæð fjárlagafrum- varpsins er 1.520 milljarðar dala. Stefnuræða Bush gagnrýnd: Megni vart að stöðva efnahagskr eppuna Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti gerir sér von um að efnahagsráð- stafanir sem hann boðaði í stefnuræðu sinni í fyrrinótt tryggi honum endurkjör í forsetakosningunum í nóvember nk. en sérfræðingar í efnahagsmálum sögðu í gær að ráðstafanirnar myndu vart duga til þess að stöðva kreppuna. Hann muni þó altént geta álasað þinginu eigi bati sér ekki stað. Segja stjórnmálaskýrendur innihald ræðu Bush í hróplegu ósamræmi við það sem þjóðin hefði verið búin und- ir að undanförnu. Þijá mánuði hafði tekið að semja tillögur Bush og þykja þær hófsam- ar. Þungamiðjan í þeim eru tillögur um skattalækkun sem þingið hefur ítrekað hafnað, svo sem lækkun skatta á fjármagnstekjur. „Ég fæ ekki skilið hvers vegna reynt var að skapa svo mikla eftirvæntingu," sagði Stephen Hess, stjórnmála- skýrandi við Brookings rannsóknar- stofnunina í Washington. „Þetta eru aðallega gamlar lummur,“ sagði hann um tillögur Bush. David Mason, stjórnmálaskýr- andi hjá Heritage-stofnuninni sem kunn er fyrir pólitíska íhaldsssemi, sagði að tillögurnar væru ótrúlega veigalitlar. „Bush hefur haldið góð- ar ræður í þijú ár en boðað vonda stefnu. Það breyttist ekki að þessu sinni,“ sagði hann. „Ráðstafanir til þess að lækka skatta miðstéttarfólks gætu hafa orðið og hefðu átt að vera þungam- iðja tillagna forsetans. í staðinn var þeim bætt aftan við hinar tillögurn- ar, svona eins og hann hefði fengið bankþanka," sagði Stuart Eizen- stat, fyrrum ráðgjafi Jimmy Carters forseta í innanríkismálum. Síðustu dagana fyrir stefnuræð- una dreifðu aðstoðarmenn Bush minnisblaði þar sem sagt var að ræðan myndi marka þáttaskil á forsetatíð hans. Til þess að aðstoða við ræðuskrifin hafði verið kallað á tvo menn sem höfðu lykilhlutverki að gegna í kosningabaráttu hans 1988, Roger Ailes, sérfræðing í kynningarmálum, og ræðuritarinn Peggy Noonan. Háttsettur repúblikani sem tók þátt í kosningabaráttu Bush 1988 og óskaði nafnleyndar sagði eftir stefnuræðuna að það hefði vantað í hana allan innblástur, „þá örvun sem ég held að þjóðin hafi beðið eftir,“ sagði hann. „Ef Bush væri í framboði til nemendaráðs þá held ég að þessi ræða hefði ekki dugað honum til að ná kosningu," bætti hann við. Stjórnmálaskýrendur voru sam- mála að með því að setja þinginu frest til að afgreiða frumvarpið hefði Bush opnað fyrir þann mögu- leika að skella skuldinni á þingið yrði enginn efnahagsbati. Demó- kratar hafa meirihluta í báðum þingdeildum. Ymsir hagfræðingar hafa spáð því að líklega hjarni efna- hagslífið við með vorinu eða í sum- ar af sjálfu sér og óháð sérstökum aðgerðum, en verði sú ekki reyndin hafi forsetinn tryggt sér undankom- uleið í kosningabaráttunni. „Þingið lætur sig tímatakmörkin engu varða og því fær Bush ef til vill tækifæri síðar meir til þess að beina athyglinni frá því hvernig hann heldur sjálfur á efnahagsmál- unum,“ sagði Eizenstat. Bill Clinton á kosningafundi. Á myndinni sést einnig eiginkona hans Hillary. Hillary studdi dyggilega við bakið á bónda sínum þegar ásakanirnar um meint framhjáhald hans komu fram og sagði hún í einu viðtali að hún væri ekki „einhver lítil kona sem stæði við hlið eigin- manns síns líkt og Tammy Wy- nette“. Vísaði hún þar með til frægasta lag söngkonunnar Wy- nette sem ber heitið „Stand by your man“ eða „Stattu við hlið mannsins þíns“. George Wynette, eiginmaður Tammy, sagði hana hafa tryllst eru hún heyrði þessi ummæli Hill- ary og neitað að taka gilda afsök- unarbeiðni sem kona stjórnmála- mannsins bar fram í einkasamtali. „Konan mín og aðdáendur hennar voru mógðuð á opinberum vett- vangi og þar á afsökunarbeiðnin einnig að koma fram,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.