Morgunblaðið - 30.01.1992, Blaðsíða 26
Ferðamálafélag Eyjafjarðar:
Oskað eftir stnðningi
Héraðsnefndar við
upplýsingamiðstöð
FERÐAMÁLAFÉLAG Eyjafjarðar sem stofnað var fyrir nokkru mun
á næstunni eiga fund með fulltrúum ferðamálafélaga í Þingeyjarsýsl-
um þar sem rætt verður um hugsanlega stofnun ferðamálasamtaka
á Norðurlandi eystra. Megintilgangur Ferðamálafélags Eyjafjarðar
er að beita sér fyrir eflingu ferðaþjónustu sem atvinnugreinar.
Starfssvæði félagsins er Eyjafjarðarsýsla, Akureyri, Dalvík, Olafs-
fjörður og Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur I
Suður-Þingeyjarsýslu.
Jón Gauti Jónsson, Akureyri, var
kjörinn formaður félagsins, en aðrir
í stjórn eru Hreiðar Hreiðarsson,
Eyjafjarðarsveit, ritari, Stefán
Kristjánsson, Grýtubakkahreppi,
gjaldkeri og meðstjórnendur eru
Sigurður Aðalsteinsson, Akureyri,
og Júlíus Snorrason, Dalvík.
Stofnfundur félagsins var vel
sóttur og skráðu sig í félagið tæp-
lega 60 manns, en hægt er að ger-
s ast stofnfélagi til 1. mars næstkom-
andi með því að skrá sig hjá ein-
hveijum stjómarmanna.
Jón Gauti sagði að fyrsta verk-
efni hins nýstofnaða félags væri
þegar farið af stað, en farið hefði
verið fram á að Héraðsnefnd Eyja-
fjarðar stofni þriggja manna starfs-
hóp til að kanna á hvern hátt megi
efla upplýsingamiðstöð fyrir ferða-
menn á Ákureyri. Félagið teldi það
mikið framfaramál fyrir Eyjafjarð-
arsvæðið.
„Þetta er ekki bara hagsmuna-
mál fyrir þetta svæði heldur fyrir
landið allt, því Akureyri er ein af
fjórum innkomuleiðum erlendra
ferðamanna til landsins," sagði Jón
Gauti.
Fleiri skipakomur til Akureyrar:
Landaður afli jókst um rúm
11 þúsund tonn milli ára
Tekjuaukningin nemur rúmum 10 milljónum króna
LANDAÐUR afli á Akureyri jókst um rúm 11 þúsund tonn á síð-
asta ári miðað við fyrra ár. Þá fjölgaði skipakomum til hafna á
Akureyri nokkuð, en þetta gerði það að verkum að tekjur Hafnar-
sjóðs urðu rúmum 10 milljónum króna meiri en áætlað hafði verið.
Skipakomur á síðasta ári urðu
872, en voru 825 á árinu 1990.
Nokkru fleiri fiskiskip komu til
hafna hér á liðnu ári, eða 438 á
móti 413 á árinu á undan. Komum
vöruflutningaskipa fækkaði nokk-
uð, en þær voru 311 á móti 327,
en jafnmörg skemmtiferðaskip
komu til Akureyrar árin 1990 og
1991, eða 18 talsins. Mikil aukning
varð í komu feija, en feijur, eink-
um Sæfari komu alls 100 sinnum
til hafna á liðnu ári miðað við 47
árið á undan. Aftur á móti fækk-
aði komum annarra skipa, s.s.
varðskipa og rannsóknarskipa úr
20 í 5 á milli ára.
Á liðnu ári var landað 17.029
tonnum af bolfiski á Akureyri, sem
er nokkru minna en var á árinu á
undan, þegar landað var 17.489
tonnum. Aukning varð hvað fryst-
an fisk varðar, en árið 1990 var
landað 6.890 tonnum á móti 9.827
tonnum í fyrra. Þá var einnig land-
að meira af rækju, eða 2.910 tonn-
um á móti 2.050 tonnum, en mestu
munar um loðnuna. Á síðasta ári
var landað 9.077 tonnum af loðnu
á Akureyri á móti 1.272 tonnum
árið 1990. Samtals var landað
38.843 tonnum á síðasta ári, en á
árinu á undan var landað 27.701
tonni.
„Þetta gerir það að verkum að
tekjur okkar sem áætlaðar voru
66,3 milljónir króna á liðnu ári
urðu 76,5 milljónir. Þessa tekju-
aukningu má einkum þakkað því
að frystum fiski er landað hér í
auknum mæli og má segja að
bæði Samheiji og Útgerðarfélag
Akureyringar eigi þar hlut að
máli. Togarar Samheija hafa land-
að meira hér heima en áður og
eins hefur bæst við nýtt frystiskip
í flota ÚA,“ sagði Guðmundur
Sigurbjörnsson hafnarstjóri.
Kammerhljómsveit Akureyrar:
Tvennir Yínartón-
leikar í febrúar
TVENNIR Vínartónleikar verða á vegum Kammerhljóinsveitar Akur-
eyrar í febrúar, en slíkir tónleikar hafa hlotið góðar undirtektir og
metaðsókn áheyrenda á Akureyri síðustu tvo vetur.
mmmíM
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Spáð í spilin
Nokkuð fjölmennur hópur eldri borgara hittist reglulega í Húsi
aldraðra á Akureyri til að spila og er þá ævinlega glatt á hjalla.
Eldri borgurum stendur til boða fjölbreytt félagsstarf sem bæði fer
fram í Húsi aldraðra og í þjónustumiðstöðinni við Víðilund, en á
þessa staði sækir fólk gjarnan og á saman góða stund við ýmsa
tómstundaiðju.
Lítur hljómsveitin og stjórn henn-
ar svo á að vinsældir Vínartónleik-
anna endurspegli áhuga Norðlend-
inga fyrir slíkum tónleikum sem
árvissum þætti skemmtanalífsins.
Því er í ráði að gefa fleirum kost
á að njóta Vínartónlistar og halda
tvenna tónleika, þá fyrri í félags-
heimilinu Ýdölum laugardaginn 15.
febrúar kl. 16 og þá síðari í Iþrótta-
skemmunni á Akureyri sunnudag-
inn 16. febrúar kl. 17.
Hljómsveitin er skipuð 55 hljóð-
færaleikurum og verður stjórnandi
hennar eins og á síðasta vetri, Páll
Pampichler Pálsson. Hann er löngu
landsþekktur sem stjórnandi Sin-
fóníuhljómsveitar íslands og Karla-
kórs Reykjavíkur, auk þess að vera
afkastamikið og eftirsótt tónskáld.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða þau Sigríður Gröndal, sópran
og Óskar Pétursson, tenór. Sigríður
stundaði söngnám í Reykjavík og
síðar í Hollandi um 9 ára skeið og
hefur víða komið fram bæði hér
heima og erlendis. Óskar er búsett-
ur á Akureyri og söng m.a. með
hljómsveitinni á Vínartónleikum
síðasta vetur.
Á tónleikunum verða fluttir eld-
fjörugir Vínardansar auk léttra og
sígildra laga úr óperettum eftir
Strauss, Offenbach, Schneider, Zi-
ehrer, Romberg, Zeller, Lehar og
fleiri. Forsala aðgöngumiða hefst
10. febrúar í Bókabúð Jónasar á
Akureyri.
(Fréttatilkynning)
------» ♦ ♦------
Rætt um hlut-
verk lögreglu
við dauðsföll
DANÍEL Snorrason lögreglufull-
trúi heldur fyrirlestur á fundi
Samtaka um sorg og sorgarvið-
brögð í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju í kvöld, fimmtudags-
kvöld kl. 20.30.
í fyrirlestri sínum mun Daníel
ræða um hlutverk lögreglunnar
þegar dauðsföll bera að höndum.
Er öllum velkomið að sækja fundi
og fyrirlestra sem samtökin standa
fyrir, en starfsemi þeirra hefur ver-
ið öflug allt frá því þau voru stofn-
uð fyrir fáum árum.
Viðamikið
vinabæja-
mót hald-
ið í sumar
VIÐAMIKIÐ vinabæjamót
verður haldið á Akureyri í
sumar, dagana 22. til 26. júní,
og er áætlað að um 200 gestir
frá norrænu vinabæjunum
Randes í Danmörku, Alasundi
í Noregi, Vasteras í Svíþjóð,
Lathi í Finnlandi og Narssaq
í Grænlandi sæki mótið.
Meginviðfangsefni vinabæja-
vikunnar, sem kölluð er
„NOVU ’92“ er bókmenntir.
Nú standa yfir ijóða- og smá-
sagnasamkeppnir í hveijum vina-
bæjanna fyrir sig og munu sigur-
vegarar verða á meðal fulltrúa á
vinabæjavikunni. Þátttakendur
verða flestir á aldrinum 14 til
20 ára, nema í bókmenntahópn-
um þar sem þeir verða 16 til 25
ára. Þeim sem þátt ætla að taka
í samkeppninni er bent á að skila
þarf inn ljóðum og smásögum
fyrir 10. febrúar næstkomandi
til skrifstofu menningarmála,
Strandgötu 19B á Akureyri.
Auk bókmenntahóps taka þátt
í vinabæjavikunni leik- og tónlist-
arhópur, myndlistarhópur og
hestamennskuhópur. Þá munu
einnig mæta til leiks fulltrúar frá
norrænu félögunum og fulltrúar
bæjarstjórna í vinabæjunum og
verður sérdagskrá fyrir þá með
umræðufundum, kynnisferðum
og fleiru.
í upphafi vikunnar og í tengsl-
um við hana verður opnuð sýning
í Minjasafninu á prentiðnaði fyrr
og nú. Öll kvöld vikunnar verður
eitthvað um að vera í miðbænum
fyrir þátttakendur sem og alla
unglinga í bænum.
----» ♦ ♦---
Listasmiðja
hefur starf-
semi í Hrísey
LISTASMIÐJA er að hefja starf-
semi sína í Hrísey eftir helgina
og verða í boði ýmiss konar nám-
skeið. Aðsókn er góð og þegar
hefur fjöldi fólks skráð sig á
námskeiðin.
Jón Örn Bergsson er leiðbeinandi
á námskeiðum Listasmiðjunnar, en
hann útskrifaðist úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands á síðasta ári.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að m.a. yrði boðið upp á
námskeið í teiknun, málun og mót-
un ýmissa efna, grafík og ljós-
myndun.
„Viðbrögðin eru mjög góð, betri
en ég átti von á,“ sagði Jón Örn.
Verður fólki skipt niður í hópa og
má segja að eitthvað verði um að
vera í Listasmiðjunni á hveiju
kvöldi; en auk námskeiðanna mun
Jón Örn einnig kenna börnum í
Barnaskóla Hríseyjar myndmennt.
Það er að frumkvæði Hríseyjar-
hrepps sem Listasmiðjunni er kom-
ið á fót og óhætt að fullyrða að
eyjabúar hafi tekið þessu náms-
framboði á heimaslóðum fagnandi.
„Þetta er Listasmiðja sem ætti að
verða stærri með hveiju árinu, hún
er ætluð íbúum eyjarinnar sem
tómstundagaman og þá er nauð-
synlegt fyrir hreppinn að eiga góð
tæki,“ sagði Jón Örn, en smiðjan
hefur aðstöðu í húskynnum skól-
ans.
I lok námskeiðanna er stefnt að
því að efna til sýningar á verkum
þátttakenda.