Morgunblaðið - 30.01.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992
Fyrirtækið
býður aukna
þjónustu við
innflytjendur
FLUGFRAKT Flugleiða er um
þessar mundir að flytja starf-
semi sína á athafnasvæði Toll-
vörugeymslunnar að Héðins-
götu, Tollstjóraembættið er að
setja upp útibú í húsi fyrirtækis-
ins og Landsbanki Islands er
að stækka við sig og auka þjón-
ustuna á svæðinu. Þetta gerist
nú um það leyti sem fyrirtækið
á 30 ára afmæli.
Að sögn Helga K. Hjálmssonar,
framkvæmdastjóra, mun það nú
heyra sögunni til að innflytjendur
þurfí að elta pappíra bæjarhluta í
milli, því að í framtíðinni munu
þeir fá lausn allra sinna mála á
athafnasvæði Tollvörugeymslunn-
ar.
Þá segir Helgi að Tollvöru-
geymslan bíði nú eftir leyfisveit-
ingu fyrir frísvæði frá ijármála-
ráðuneytinu, en nú þegar hefur
Reykjavíkurborg gefið’ heimild til
frísvæðis á athafnasvæði Tollvöru-
geymslunnar. Þegar slíkt leyfi er
í höfn eykur það enn möguleika
innflytjenda á svæðinu.
HelztU nýjungar í þjónustu Toll-
vörugeymslunnar við innflytjendur
eru flutningur Flugfraktar á at-
hafnasvæðið, ráðgjöf og aðstoð
vegna samninga við erlenda aðila,
stór, nýtískuleg og fullkomin hillu-
hús, þar sem aðeins er greidd leiga
fyrir það magn vöru sem er inni
hveiju sinni, fullkomin tollstöð,
beintenging við tölvubirgðabók-
hald og ný tækifæri við tilkomu
frísvæðis.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Lögreglustjóri ásamt yfirmönnum og lögreglumönnum í Grindavík.
Fyrir framan talið f.v.: Sigurður M. Ágústsson aðst. yfirlögregluþjónn,
Jon Eysteinsson lögreglustjóri og Þórir Maronsson yfirlögregluþjónn.
Fyrir aftan talið f.v.: Ásgeir Eiríksson aðalfulltrúi, Ægir Agústsson
varðstjóri, Karl Hermannsson aðst. yfirlögregluþjónn, Sigurður Berg-
mann varðstjóri og Hjálmar Hallgrímsson lögregluþjónn.
Grindavík:
Bæjarfógeti og lög-
regla í nýtt húsnæði
Grindavík.
NÝTT húsnæði undir starfsemi bæjarfógetans og lögregluna í Grinda-
vík var formlega vígt í hófi sem var haldið í nýja húsnæðinu á Víkur-
braut 25 nýlega.
Jón Eysteinsson bæjarfógeti
ávarpaði gesti í upphafi og rakti for-
sögu þess að ríkissjóður keypti fast-
eignina sem áður hýsti útibú Lands-
bankans í Grindavík. Það var árið
1986 sem sú hugmynd kom upp að
flytja starfsemi lögreglu og skrif-
stofu bæjarfógeta af Víkurbraut 42
og í núverandi húsnæðí og 1988 var
gengið frá kaupum í byijun apríl.
Húsnæðið stóð síðan ónotað þar
til á síðasta ári að fjárveiting fékkst
til nauðsynlegra breytinga á neðri
hæð hússins og verkið var boðið út.
Þórður Waldorff byggingameistari í
Grindavík var ráðinn til verksins og
skilaði verkinu í ágúst á síðasta ári
en þá var ekki hægt að flytja inn
■ Á BORGARVIRKINU um ár-
amótin urðu þær breytingar að
kántrý-bandið Amigos tók til
starfa. Amigos skipa þeir Viðar
Jónsson sem er söngvari og gítar-
leikari hljómsveitarinnar og Þórir
Úlfarsson sem leikur á hljómborð.
I febrúar kemur svo góður liðsauki
sem er stálgítarleikarinn Pat Tenn-
is. Pat var hér á íslandi á síðasta
ári og kom þá fram með Björgvini
Halldórssyni og lék inn á plötu með
Geirmundi Valtýs. Borgarvirkið er
með lifandi tónlist frá fimmtudegi
til sunnudags og er eingöngu leikin
kántrý-tónlist.
Dúettinn Amigos, f.v. Viðar Jóns-
son og Þór Úlfarsson.
þar sem ekki var fjármagn til kaupa
á húsgögnum, í uppsetningu síma
og fjarskiptatækja svo og til þess
að flytja starfsemi bæjarfógeta á
efri hæð hússins um leið og lögregl-
an flytti. JÓn gat þess að með hjálp
góðra manna hafí tekist að útvega
fjármagn til að ljúka við innréttingar
og til kaupa á húsgögnum og tækjum
til lögreglunnar þannig að hægt var
að flytja í húsnæðið 19. desember á
síðasta ári.
Húsið er á tveimur hæðum og er
skrifstofa bæjarfógeta á efri hæðinni
ásamt aðstöðu fyrir rannsóknarlög-
reglu, litlum dómsal og skrifstofu
fyrir löglærða starfsmenn. Þar er
gert ráð fyrir að lögskráning sjó-
manna fari fram. Þá verður aðstaða
fyrir Almannavamanefnd Grindavík-
ur á efri hæðinni. Á neðri hæðinni
er lögreglan til húsa og eru þar varð-
stofa, skrifstofa aðstoðaryfirlög-
regluþjóns, skýrslugerðarherbergi
auk annarrar aðstöðu fyrir lögreglu-
menn og 3 fangaklefar. í kjallara
eru síðan snyrtiaðstaða fyrir lög-
reglumenn og skjalageymsla.
Embættinu bárust gjafír í tilefni
tímamótanna og m.a. færði Eðvarð
Júlíusson forseti bæjarstjómar í
Grindavík lögreglunni loftmynd af
Grindavík frá bæijastjóm til að lög-
reglumenn ættu hægar með að rata
um plássið.
Nýja húsnæðið er bjart og vist-
gott og er ekki að efa gamla Lands-
bankahúsið mun gegna sínu nýja
hlutverki með sóma. FÓ
Tollvörugeymslan 30 ára:
Fiskmarkaður Vestmannaeyja:
Fyrsta fiskuppboð-
ið verður á morgnn
STEFNT er að fyrsta fiskuppboðið hjá nýstofnuðum Fiskmarkaði
Vestmannaeyja hf., verði síðdegis á morgun, föstudag, að sögn
Þorsteins Árnasonar, framkvæmdastjóra markaðarins.
Fiskmarkaður Vestmannaeyja
hf. var stofnaður 1. nóvember sl.
Er stofnun markaðárins nú önnur
tilraun til að koma á fót fiskmark-
aði í Eyjum því markaður með
sama nafni var stofnaður fyrir
nokkrum árum en lagði fljótt upp
laupana. Þrátt fyrir það er Þor-
steinn bjartsýnn á starfsemi mark-
aðarins nú.
Fiskmarkaður Vestmannaeyja
verður bæði gólf- og fjarskipta-
markaður og eins er ætlunin að
verða með fískmiðlun. Verður
markaðurinn í Eyjum í sambandi
við markaðina á landinu, Faxa-
markað og Fiskmarkað Hafna-
Qarðar.
Fiskmarkaðurinn verður til
húsa í Friðarhöfn, þar sem eitt
sinn var Skipaafgreiðsla Vest-
mannaeyja. Starfsmenn verða
tveir fyrst um sinn en stefnt er
áð ráðningu þess þriðja þegar
starfsemin verður komin á fullan
skrið. Fyrst um sinn verður fískur-
inn boðinn upp síðdegis og er
stefnt að uppboði daglega.
- Grímur
ij íJ-fU
í grillsteikum
Nautasteik.........kr.790.-
m/bak. kartöflu, ‘kryddsmjöri og hrásalati
Lambagrillsteik....kr.790.-
m/sa/na
Svínagrillsteik....kr.760.-
m/sama
KRINGLUNNI - SPRENGISANDI
Ath. Hádegistilboð alla daga
\WJ
Jaríinn
'■VEITINGASTOFA-
Fresturinn er að renna út!
Skandia
r
Island
Ef þú ert með endurnýjunardag
bifreiðatryggingar þinnar 1. mars
ættir þú að segja upp núverandi
tryggingu skriflega i síðasta lagi
í dag eðaþ morgun!
I Þannig hefur þú 4 vikur til að bera
i saman iðgjöld tryggingafélaganna.
Að sjálfsögðu er bíllinn tryggður
á meðan!
Við erum við símann 12 tíma á dag, frá 9 til 21.
Sími 629011. Grænt númer 99 6290.