Morgunblaðið - 30.01.1992, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 30.01.1992, Qupperneq 43
43 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1992 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Kristján Arason sýndi enn einu sinni hversu öflugur hann er FH-INGAR héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deildinni og nú voru það Eyjamenn sem lágu, 28:25, eftir bráðfjörugan og skemmtilegan leik í Hafnarfirði ígærkvöldi. FH heldur tveggja stiga forskoti sínu á Víking í deildinni, en Víkingar eiga einn leik til góða. Gróttusigur Grótta lagði Breiðablik, 14:17, í miklum baráttuleik, sem var lítið fyrir augað. Blikarnir byrjuðu betur, en þegar Pétur staðan var 3:1 datt Hrafn botninn úr leik Sigurðsson þeirra og skoruðu skrifar þeir ekki nema eitt mark í 15 mín. Gróttumenn náðu yfirhöndinni, sem þeir héldu út leik- inn. Ásgeir Baldurs var besti leik- maður Breiðabliks - varði 18/1 skot, en Revine varði einnig-vel hjá Gróttu, eða 14/2 skot. Eyjamenn komu FH-ingum í opna skjöldu á upphafsmínút- unum, spiluðu sterka 4-2-vörn og komu vel út á móti Kristjáni Arasyni og Þorigils Óttari ög tók það FH-inga smá tíma að ná tök- um á sóknarleiknum. Um miðjan fyrri hálfleik hafði FH eins marks forystu 6:5, en þá tóku Eyjamenn, eða öllu heldur Ungverjinn Zoltan Belaniy, til sinna ráða og gerði fimm mörk í röð og breytti stöðunni i 6:10. Með góðum endaspretti tókst FH að jafna leik- inn fyrir hlé. Eitthvað virtist teið, sem leik- menn fengu í hálfleik, hafa farið betur í FH-inga en Eyjamenn því þeir tóku leikinn strax í sínar hend- ur. Eftir það var ekki aftur snúið og Eyjamenn áttu ekkert svar við góðum leikkafla FH. Mestur var munurinn 6 mörk, 27:21, þegar skammt var til leiksloka og leyfðu FH-ingar þá varamönnum að spreyta sig. Eyjamenn voru fljótir að ganga á lagið og skorðu 4 mörk í röð og náðu að minnka muninn í tvö mörk, 27:25, en tíminn var of naumur. Sigur FH var öruggari en lokatölurnar, 28:25, gefa til kynna. FH-ingar léku vel en enginn þó_ betur en þjálfari þeirra, Kristján Arason. Hann sýndi enn einu sinni hversu öflugur hann cr. Bergsveinn varði vel í markinu og Sigurður Sveinsson átti góða spretti. Sigmar Þröstur átti mjög góðan dag í marki Eyjamanna og hélt þeim á floti undir lokin með glæsi- legri markvörslu. Zoltan Belaniy sýndi einnig góð tiiþrif og Erlingur Richardsson nýtti vel þau færi sem hann fékk. Ómar Jóhannsson skrifar Morgunblaöið/Bjarni Gunnar Andrésson, leikstjórnandi Framara, freistar þess að komast í gegnum vöm Vals. Það var ekki greið leið i gærkvöldi og hér eru það Brynjar Harðarson, til hægri, og Ármann Sigurvinsson sem eru til varnar. Klaufaskapur Framara - voru tveimur mörkum yfir þegar sex mínúturvoru til leiksloka, en töpuðu KLAUFASKAPUR leikmanna Fram kom í veg fyrir að þeir legðu Valsmenn að velli í gær- kvöldi. Þeir voru tveimur mörk- um yf ir þegar sex mínútur voru til leiksloka er þeir þoldu ekki spennuna og Valsmenn gerðu síðustu fimm mörkin og sigr- uðu 23:20. Framarar léku illa í lokin ög það var eins og þeir þyldu ekki spennuna. Við lékum reyndar illa á tímabili í síðari hálf- Skúli Unnar leik en sem betur fer Sveinsson tókst okkur að rífa skrífar okkur upp,“ sagði Þorbjöm Jensson þjálfari Vals eftir leikinn og var að vonum kátur enda hafði lið hans þurft að leggja sig allt fram til að sigra. Jafnræði var lengst af leiksins en í upphafi síðari hálfleiks náði Valur undirtökunum 17:14. Vörrt Fram, sem hafði verið mjög slök, hrökk þá í gang og þeir gerðu fimm mörk í röð og komust 19:17 yfir. Lokakaflinn var síðan afieitur hjá þeim og Valsmenn gerðu síðustu fimm mörk leiksins og þar af fjögur úr hraðupphlaupum. Valur lék 3-2-1 vörn með ágæt- um árangri en 6-0 vöm Fram var afleit og markvarslan í samræmi við það. I fyrri hálfleik varði vörnin eitt skot og markverðirnir saman- legt jafn mörg skot. Hinum megin varði Guðmundur ágætlega og gerði það gæfumuninn. Hjá Val var Guðmundur ágætur í markinu og allir léku vel í vörn- inni. I sókninni var Valdimar ógn- andi að venju og þeir Ólafur og Dagur voru einnig sprækir. í sóknaraðgerðum Fram var Karl sterkur, sérstaklega í fyrri hálfleik og Gunnar stóð fyrir sínu. Ragnar var ágætur á línunni en Finnur gætti hans þó mjög vel. Leikmenn liðsins gerðu sig seka um skot úr afleitum fæmm undir lokin og hefðu með skynsamlegum leik átt að ná að sigra. Þeir eru með ungt lið og ef þeir lenda í svipaðri að- stöðu eftir tvö ár verður þéssi leik- ur þeim vonandi minnisstæður — þeirra vegna. Sigurð- urlék við hvem sinn ' fingur SELFYSSINGAR höfðu sæta- skipti við Stjörnuna í 1. deild eftir að hafa unnið þá síðar- nefndu 26:24 í Garðabæ í gær- kvöldi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, en barátta Selfyssinga reið baggamuninn ílokin. Selfoss byrjaði leikinn betur og hafði oftast frumkvæðið í fýrri hálfleik, en Garðbæingar voru aldr*»- ei langt undan. Þeg- ValurB. ar innan við sjö mín- Jónatansson útur voru til leiks- skrifar loka var staðan jöfn, 22:22 og allt á suðu- punkti. Garðbæingar gerðu þá af- drifarík mistök í sókninni hvað eft- ir annað og Selfyssingar nýttu sér það og gerðu fjögur mörk á móti einu marki heimamanna. Patrekur og Skúli voru bestu leikmenn Stjörnunnar og unnu vel saman. Patrekur gerði sjö mörk og^. átti fjórar línusendingar á Skúla sem gáfu mörk. Magnús Sigurðsson átti ágætan leik og Einar Einarsson lék vel í fyrri hálfleik. Garðbæingar verða að gera betur ætli þeir sér að vera með í toppbaráttunni. Það var eins og alla leikgleði vanaði í liðið og það kann ekki góðri lukku að stýra. Sigurður Sveinsson fór á kostum í þessum leik, gaf línusendingar eins og honum einum er lagið og gerði falleg mörk. Hann skoraði 9 mörk, átti fimm línusendingar sem gáfu mörk og fiskaði eitt vítakast. Það er gremjulegt að geta ekki notið krafta hans í íslenska landslið- inu. Gústaf Bjarnason, Einar Guð-^. mundsson og Einar Gunnar Sig- urðsson voru góðir og Stefán Hall- dórsson, sýndi gamla góða takta. Selfoss er með stemmningslið og á góðum degi ætti það að geta unnið hvaða lið sem er í deildinni. „Við unnum þennan leik fyrst og fremst á baráttunni og með skynsamlegum leik,“ sagði Sigurð- ur Sveinsson. „Við þurfum að laga vamarleikinn því við skorum alltaf okkar mörk. Ef það tekst þá ættum við að eiga möguleika á að vinna efstu liðin og vel það.“ Aðspurður sagðist Sigurður vera búinn að gefa landsliðssætið alveg upp á bátinn. „Ég er alveg pass. Það verður að gefa ungu mönnunfc- um tækifæri,“ sagði Sigurður. Sigurganga FH heldur áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.