Morgunblaðið - 11.02.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.02.1992, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992 Riddararnir hugumstóru skattleggja barnafólk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „í stefnuyfirlýsingu ríkisstj órnarinnar „Vel- ferð á varanlegum grunni“, er ekki einu orði eytt á þær aðstæð- ur sem búa þurfi börn- um og fjölskyldum í landinu þannig að þær fái þrifist og gegnt sínu hlutverki. Sú aðgerð að leggja sérstakan skatt á barnafólk kemur því ekkert á óvart.“ og jöfnuðar eins og allt annað sem ríkisstjórnin tekur sér fyrir hendur. Því var óspart haldið á lofti að ver- ið væri að lækka barnabæturnar til að ná þeim af hátekjufólkinu en barnabótaaukinn væri svo hækkað- ur á móti til hagsbóta fyrir lágtekju- fólkið. En hvað skyldi réttlæti ríkis- stjórnarinnar t.d. færa einstæðri láglaunakonu með 2-3 börn á framfæri? Heil ósköp eins og sjá má á því að ráðstöfunartekjur henn- ar hækka um 450- 850 kr. á mán- uði eða 5.400- 10.200 kr. á ári!! (Þetta er ekki prentvilla). Þessi hækkun er ekkert annað en ómerki- legt áróðursbragð því það er hvorki hægt að lifa fyrir þessa upphæð né deyja. Þessir aurar breyta í besta falli engu fyrir einstæðar mæður en í versta falli eru þeir til að næra ranghugmyndir þeirra sem halda að ríkið hlaði undir einstæðar mæð- ur á kostnað hjóna- og sambúðar- fólks. Þegar ríkisvaldið vill sýna sér- staka hjartagæsku þá slettir það nokkrum krónum til framfærslu þeirra barna sem ekki búa hjá báð- um foreldrum og kallar það styrk til einstæðra foreldra (les: mæðra). En mín skoðun er sú að nær sé að kalla þessa aura hins opinbera nið- urgreiðslu á framlagi meðlags- skyldra foreldra (les: feðra) til barna sinna. Ég er sannfærð um að meðlagsskyldir feður sem borga 7.425 kr. í meðiag á mánuði með hveiju barni hafa mun minni kostn- að af framfærslu barna sinna en feður í sambúð eða hjúskap. Hlutur þeirra í framfærslu barnsins er nefnilega niðurgreiddur af ríkinu og þessi niðurgreiðsla er ranglega kölluð stuðningur við einstæðar mæður. Stuðningurinn við þær er, þegar öllu er á botninn hvolft, stuðningur við þá. Svona er hægt að snúa hlutunum á hvolf og telja fólki trú um það árum og áratugum saman að svart sé hvítt og rangt sé rétt. Hornsteinninn hornreka Höfundur er þingkona Kvennalislans íReykjavík. * I I Fjölskyldan, hornsteinn samfé- lagsins á hátíðarstundum, á sér formælendur fáa í ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, „Velferð á var- anlegum grunni", er ekki einu orði eytt á þær aðstæður sem búa þurfi börnum og fjölskyldum í landinu þannig að þær fái þrifist og gegnt sínu hlutverki. Sú aðgerð að leggja sérstakan skatt á barnafólk kemur því ekkert á óvart. En þeir sem þannig standa að málum eru ekki að hugsa um velferð, þeir eru að hugsa um það eitt að ná sér í aura þar sem auðvelt er að ná í þá. Það er verðugt verkefni fyrir herskáa riddara að ráðast gegn sérgæsku og forréttindum sem þríf- ast í skjóli valds og samtryggingar, eins og dæmið frá Sameinuðum verktökum sýnir. En þetta hefur ríkisstjórnin ekki gert og hugum- stórir geta þeir tæpast talist sem láta hina voldugu óáreitta en reyta aurana af ellilífeyrisþegum, barna- fólki, öryrkjum, sjúklingum og öðr- um sem auðvelt er að hlaupa uppi. ► » » » i Sidney Holt. eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Krossfarariddarar á ráðherrastóli verða ekki sakaðir um að hafa sleg- ið vindhöggin síðan þeir fengu völd og mannaforráð - þeir hafa þvert á móti slegið högg sem marga svíð- ur undan. Þessi högg hafa fremur komið niður á réttlátum en rangiát- um, þau hafa rofið skörð í það skjól sem samfélagið hefur lagt metnað sinn í að veita þegnum sínum og þau hafa verið svo handahófskennd að rignulreið hefur hlotist af. Skattur á barnafólk Þessi ringulreið hefur gert það að verkum að margir hafa enn ekki áttað sig til fulis á þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur þegar sam- þykkt eða boðað. Ég er t.d. sann- færð um að fjölmargir vita ekki um þann 500 milljón króna skatt sem lagður var á barnafólk í desember sl. Þessi skattlagning samsvarar því að skattbyrði hjá hjónum með með- altekjur ogtvö börn aukist um 1,3%, eða um tæp 36 þúsund á ári, og hjónum með þrjú börn um 1,7%, eða um tæp 47 þúsund á ári. Því miður var þessari skattlagningu ekki mætt með sömu hörku og raunin hefði orðið ef skattbyrði hefði verið aukin jafn mikið á öllum öðrum skattgreiðendum. Þá hefðu hin sterku hagsmunasamtök í land- inu, Verslunarráðið, VSÍ, íjárfest- ingarfyrirtækin, Morgunblaðið o.fl. rekið upp ramakvein og snúist til varnar fyrir skattgreiðendur og kallað skattahækkunina óréttláta. En nú bar svo við að þau þögðu þunnu hljóði. Pólitískur kaupskapur Barnabætur hafa alltaf verið notaðar sem skiptimynt í pólitískum kaupskap. Hægt væri að nefna mörg dæmi en það nærtækasta er frá fjárlagagerðinni fyrir árið 1988. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokk- ur voru þá í ríkisstjórn ásamt Fram- sóknarflokknum og lögðu talsvert á sig við að koma á hinum illræmda eftir Sidney Holt Mér fannst mjög áhugavert að lesa grein Þórðar Ásgeirssonar sem birtist í Morgunblaðinu 9. janúar. Ég verð að taka það fram að í grein- inni, og í tilkynningu ríkisstjómar- innar 27. des. um úrsögn úr Álþjóða hvalveiðiráðinu, eru margar „gervi- staðreyndir", eða „factoids", en þær skilgreinir bandarískur blaðamaður nýlega sem „rangar staðhæfingar sem fjölmiðlar (og/eða yfirvöld) taka upp og endurtaka þar til þær öðlast eigið líf“. Hér er ekki við Þórð Ásgeirsson að sakast, held ég, þar sem hann tekur skýrt fram að hann hafí ekki tekið þátt í störfum hvalveiðiráðsins undanfarin tíu ár. Reyndar, eins og ég hef áður skrif- að í Morgunblaðið, hafa yfírlýsingar íslenzkra embættismanna sem hafa tekið þátt í störfum Alþjóða hval- veiðiráðsins (IWC) undanfarið gefíð mjög villandi mynd af ákvörðunum ráðsins og stjórnarháttum. Eftir því sem ég fæ séð hefur þetta verið mjög áberandi undanfari yfírlýsing- arinnar frá 27. desember, svo ekki er að undra þótt aðrir hafi gert sér rangar hugmyndir. Ení grein Þórð- ar Ásgeirssonar komu fram atriði matarskatti. Þá lá ljóst fyrir að matarreikningur fjölskyldunnar myndi hækka nokkuð í kjölfar þeirr- ar skattlagningar, ekki síst barna- fólksins. Til að vega upp á móti þessu og kaupa sér frið, ákvað ríkis- stjórnin að hækka barnabætur og barnabótaauka um 320 milljónir kr. á árinu 1988. Jón Baldvin Hanni- balsson var þá fjármálaráðherra og af þessu tilefni sagði hann á Al- þingi: „Með þessum viðbótarað- gerðum til tekjujöfunar er því enn frekar dregið úr áhrifum hækkunar á matvælaútgjöld að þessu sinni hjá barnmörgum og tekjulágum fjöl- skyldum. Þetta eru staðreyndir málsins...“ Staðreynd málsins í dag er hins vegar sú að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur eru að taka aftur hveija einustu krónu sem þeir settu í hækkaðar barnabætur á árinu 1988. Svo hlálega vill nefnilega til að það sem voru 320 milljónir kr. árið 1988 eru nákvæmlega 500 milljónir kr. í dag. Þessar krónur þykir þeim ómaksins vert að sækja en ekki hinar sem kæmu inn í ríkis- sjóð með álagningu hátekjuskatts. Fjármálaráðherra hefur ekki áhuga á slíkum smáaurum og reynir að sýna fram á fáránleika hugmyndar- innar með því að tala um nýtt tekju- skattsþrep við 125 þúsund' króna mánaðarlaun r einstaklings. Menn þurfa að hafa sæmilega villt ímynd- unarafl tii að tala um slíkar tekjur sem hátekjur - en ráðherrarnir hafa það. Það sannast best á því að þeir telja sig hafa náð til hátekju- fólksins með skerðingu barnabót- anna! Við megum því kannski þakka fyrir meðan þeir fara ekki að leggja á hátekjuskatt með öfug- um klónum. Börn eru líka fólk Barnabætur eru aðferð skatta- kerfisins til að jafan þann aðstöðu- mun sem er milli barnafólks og hinna sem ekki hafa börn á fram- færi sínu. Það er sanngirnismál að tekið sé tillit til framfærslu barna í skattalöggjöfinni ekki síður en þeirra sem fullorðnir eru. Þegar þetta tillit er minnkað, eins og nú varðandi fyrri starfsemi IWC, og þar sem ég hef verið tengdur störf- um ráðsins samfellt frá árinu 1960, og verið fulltrúi á nærri öllum fund- um ráðsins, langaði mig til að svara þeim. Fyrsta „gervistaðreyndin" er að ákvörðunin um veiðistöðvun, og ýmislegt sem síðar gerðist, eigi rætur að rekja til þess að mörg ríki sem eigi engra hagsmuna að gæta varðandi hvalveiði hafi gerzt aðilar að hvalveiðiráðinu til þess eins að ná fram hvalveiðibanni. Mörg ríki gerðust aðilar að Alþjóða hvalveiði- ráðinu á áttunda áratugnum og byrjun þess níunda, en ástæðan sem Þórður Ásgeirsson segir að liggi þar að baki er röng, og sömuleiðis það að þjóðirnar hafi ekki haft neinna hagsmuna að gæta varðandi hval- veiðar. Þjóðum heims hafði verið bent á þá alvarlegu hættu sem hval- astofnarnir voru í þegar Umhverfis- málaráðstefna Sameinuðu þjóðanna árið 1972 sendi hvalveiðiráðinu at- hugasemdir, sem svo ráðið tók ekki nægilega til greina. Það átti því ekki að koma neinum á óvart þótt mörg ríki sem áður töldu sig ekki hafa hagsmuna að gæta teldu rétt að láta til sín t'aka. Það gerðu þau meðal annars með því -að gerast hefur verið gert, er það ekkert ann- að en skattahækkun rétt eins og lækkaður persónuafsláttur fullorð- inna væri tvímælalaust skatta- hækkun. Persónuafsláttur hinna fullorðnu tryggir öllum einstaklingum skatt- lausar tekjur upp að vissu marki. Öll hagsmunasamtök landsins eru á varðbergi ef hróflað er við þessum afslætti og grannt er fylgst með því að hann taki hækkunum í sam- ræmi við verðlagshækkanir. Á sama tíma þykir sjálfsagt og eðli- legt að ríkisvaldið sé sífellt að krukka í þær upphæðir sem ætlaðar eru til framfærslu barna. Margir telja það líka sanngirnismál að þær séu misháar eftir tekjum foreldra þó að aldrei sé það orðað að per- sónuafsláttur fullorðinna tengist tekjum, hvað þá aldri. Það er iöngu tímabært að menn venji sig á að hugsa um börn eins og annað fólk og gangi ekki á þann rétt hjá þeim sem talinn er heilagur þegar fullorðnir eiga í hlut. Börn njóti persónuafsláttar I skattalöggjöfínni væri réttur barna best tryggður með því að breyta barnabótum á þann veg að hveiju barni fylgi ákveðinn per- sónuafsláttur sem sé fast hlutfall af persónuafslætti fullorðinna. Nei- kvæður persónuafsláttur barna, sem ekki nýtist til skattalækkunar vegna lágra tekna, yrði í slíku kerfi greiddur út í formi barnabóta. Eftir sem áður væri sjálfsagt að hafa tekjutengdan barnabótaauka sem hugsaður væri til að létta undir með þeim sem hafa lágar tekjur og þunga framfærslu vegna barna. Með kerfi sem þessu væri dregið úr hættunni á því að barnafólk væri gert að útmetinni matarholu fyrir ríkisvaldið þegar það þarf að sækja sér aura í gegnum skatta- kerfið. Þá ætti ríkisvaldið erfiðara með að fara þá bakdyraleið í skatta- hækkunum sem nú er farin og ekki kölluð skattahækkun. Niðurgreitt meðlag Auðvitað var skattahækkunin á barnafólkinu gerð í nafni réttlætis aðilar að IWC og þátttöku í Ráð- stefnu um alþjóðaverzlun með dýra- tegundir í útrýmingarhættu (Con- vention on International Trade in Endangered Species, CITES). En það dró úr áhrifum þessara ríkja að mörg hvalveiðiríki gerðust aðilar að IWC um svipað leyti - 1979 til 1982 - í tvennskonar tilgangi: að reyna að hamla gegn því fylgi við veiðibann, sem hafði farið vaxandi um heim allan frá árinu 1972, og uppfylla þau Iagalegu skilyrði sem gerðu Japönum kleift að halda áfram að flytja inn hvalkjöt þeirra. Samkvæmt reglum IWC höfðu at- kvæði hvers hvalveiðiríkis við ákvarðanatöku þrefalt gildi miðað við atkvæði hvers ríkis sem ekki stundaði veiðarnar. Vegna mótvægis frá nýjum aðil- um hvalveiðiþjóða, hefði innganga nýrra þjóða sem ekki stunduðu veið- ar ekki getað leitt til veiðistöðvunar ef ekki hefði komið til stefnubreyt- ing hjá mörgum „upphaflegu" aðild- arríkjunum (þar voru fremst í flokki Argentína, Ástralía, Frakkland, Holland, Nýja-Sjáland, Bretland og Bandaríkin). Það er athyglisvert að úrslitaatkvæðið um hvalveiðistöðv- un greiddi eitt af nýju hvalveiðiríkj- unum - Spánn. Rétt er að benda á að fyrir utan ísland eru öll þau ríki sem stunduðu hvalveiðar árið 1982 og féllust svo á ákvörðunina um hvalveiðistöðvun - hvort sem þau greiddu atkvæði með eða á móti - áfram aðilar að Alþjóða hvalveiðir- áðinu, og sum þeirra, til dæmis Chile, Brasilía og Spánn, taka nú þátt í verndaraðgerðum til lengri tíma. Ég verð að segja að ásakanir Þórðar Ásgeirssonar um að mörg ríki hafi gerzt aðilar að IWC á fölsk- um forsendum vegna þess að „hval- veiðar hafi að þeirra áliti verið óafs- akanlegar frá siðferðislegu sjón- armiði" eru mjög villandi. Aðeins tvö ríki höfðu tekið þá afstöðu árið 1982: Indland og Ástralía. Önnur „gervistaðreynd" í grein Þórðar Ásgeirssonar er að þrátt fyrir misbresti hjá IWC í byijun hafi hvalavernd og stjórnun veiða verið í mjög góðu lagi á síðari hluta áttunda áratugarins. Staðreyndin er að árið 1981 höfðu margir vísind- amenn og flestar ríkisstjórnir komizt að þeirri niðurstöðu að þetta væri blekking. Frá árinu 1982 hefur endanlega verið sýnt fram á það á vegum Vísindanefndar IWC að veið- ikvótareglurnar sem samþykktar voru árið 1972 og giltu á árunum 1976 til 1985 leiddu í mörgum til- fellum til áframhaldandi eyðingar hvalastofnanna. Þetta fékkst stað- fest í tölvueftirlíkingum á veiðunum á vegum Vísindanefndarinnar, sem sýndu að til lengri tíma litið gætu nýju reglurnarjafnvel leitttil útrým- ingar hvalastofna. Þótt Þórður Ásgeirsson hafi í þessu sambandi á réttu að standa þegar hann segir að fyrstu árin hafi veiðikvótar oft verið ákveðnir „samkvæmt veikum vísindalegum rökum", er það rangt þegar hann gefur í skyn að fullnægjandi vísinda- leg rök hafí verið fyrir veiðunum árin áður en veiðistöðvunin tók gildi. Alþjóða hvalveiðiráðið setti engin takmörk á veiðar ýmissa hvalateg- unda í Norður-Atlantshafi fyrr en i árið 1976, og jafnvel eftir þann tíma voru engir veiðikvótar ákveðnir á vísindalegum grundvelli. Þannig i voru veiðikvótar sem réðu hvalveið- um íslendinga, án skerðingar, þeir sömu og giltu áður þar sem ekki voru neinar sannfærandi sannanir lýrir því að veiðaraar hefðu skert -hvaiastofnana. Þessar sannanir lágu ekki fyrir meðal annars vegna þess Gervistaðreyndir um Alþjóða hvalveiðiráðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.