Morgunblaðið - 11.02.1992, Blaðsíða 27
m
27
vþpi Vi^ní]í|^ia jj MffðAdíJljfflíf'í ðlt'íAiíöíí-UöflOlí
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 1992
Fjármál
Ýmislegt mælir
með Islandi sem
fjármálamiðstöð
— segir Michael Lafferty, forstjóri Lafferty
Group sem er umsvifamikið útgáfufyrirtæki á
sviði banka- og fjármála
„ÞAÐ er ljóst að smæðin er engin hindrun í vegi fyrir árangri á fjár-
málamörkuðum. Lúxemborg, Liechtenstein og aðrar alþjóðlegar fjár-
málamiðstöðvar eins og eyjan Mön hafa byggt upp fjármálaþjónustu
með góðum árangri. Hagstætt umhverfi í skatta- og lagalegum skiln-
ingi hefur m.a. átt þátt í þessu. Það er engin ástæða til þess að ísland
geti ekki fylgt fordæmi þeirra,“ segir Michael Lafferty, forstjóri Laf-
ferty Group London. Hann hefur dvalið hér á landi undanfarna daga
til að kanna kosti þess að halda hér alþjóðlega fjármálaráðstefnu með
um 200-500 þátttakendum en einnig hefur hann áhuga á að athuga
möguleika á að ísland verði alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Fyrirtækið Lafferty Group sér-
hæfír sig í útgáfu á fréttabréfum,
bókum og uppsláttarritum um
banka- og fjármál auk þess sem það
heldur árlega fjölda ráðstefna um
þetta efni víða um lönd. Lafferty er
löggiltur endurskoðandi að mennt
en hann starfaði sem blaðamaður
Tryggingar
*
Ahugi á
íslenskum
trygginga-
markaði
Það er víðar en á Norðurlönd-
um, að áhugi er á vakna á ís:
lenska tryggingamarkaðnum. í
nýlegu aukablaði Financial Ti-
mes um fjárfestingarmöguleika
erlendis er það haft eftir fram-
kvæmdastjóra breska trygg-
ingafélagsins Oaklife Assur-
ance, að íslenski líftrygginga-
og lífeyrisakurinn bíði þess að-
eins að vera erjaður.
í fréttinni er sagt undan og
ofan af aðstæðum hér á landi og
meðal annars, að þjóðin sé ekki
nema 260.000 manns og því verði
að vega málið og meta mjög vand-
lega áður en ákveðið verður að
hefja starfsemi hér. Á það er hins
vegar minnt, að íslensk lög og
reglur um fjármagnsflutninga
landa í millum séu miklu frjáls-
legri en áður var.
„Við yrðum líklega að kenna
Islendingum að þekkja ýmsa
„vöruflokka“ eða tryggingar, sem
algengar eru í Bretlandi,“ sagði
Dan Dane, framkvæmdastjóri
Oaklife, en hans hugmynd er sú,
að rekstur og fjárfestingarstjórn
verði í Bretlandi en íjórir eða fímm
sölumenn verði að störfum í
Reykjavík og öðrum helstu bæjum.
IMGK rafkerti
um árabil hjá Financial Times og
sérhæfði sig í banka- og fjármálaf-
réttum. Michael Lafferty kynnti
hugmyndir sínar fyrir ýmsum ís-
lenskum athafnamönnum á fundi sl.
þriðjudag m.a. um þær hræringar
sem framundan eru á evrópskum
fjármálamörkuðum en einnig ræddi
hann möguleika íslands til að verða
alþjóðleg fjármálamiðstöð.
Hann sagði að enda þótt sam-
keppnin milli fjármálamiðstöðva ætti
eftir að aukast væru engir sérstakir
annmarkar á því að setja upp slíka
starfsemi hér á landi umfram aðra
staði og að sumu leyti mælti ýmis-
legt með Islandi. Benti hann á að
sums staðar gætu slíkar fjármál-
amiðstöðvar ekki tekið við auknum
viðskiptum eða væru nálægt því
marki þrátt fyrir að líklega myndi
eftirspurnin fara enn vaxandi. Það
væru takmörk fyrir því hversu lítið
land gæti annað miklum viðskiptum.
FJÁRMÁL — Michael
Lafferty, forstjóri Lafferty Gro-
up London. Hann hefur dvalið
hér á landi undanfarna daga til
að kanna kosti þess að halda
hér alþjóðlega fjármálaráð-
stefnu með um 200-500 þátt-
takendum en einnig hefur hann
áhuga á að athuga möguleika
á að ísland verði alþjóðleg fjár-
málamiðstöð.
Lafferty kvaðst telja að þróað nki
eins og ísland þar sem stöðugleiki
ríkti og menntun væri á háu stigi
gæti tekið við hluta af þessari um-
frameftirspurn.
Lafferty var inntur eftir því hvort
sá óstöðugleiki í verðlagi sem ríkt
hefur hér á landi gæti ekki verið
hindrun í vegi fyrir því að alþjóðleg
fjármálastöð yrði sett á laggirnar.
Hann kvað svo ekki vera þar sem
fjárfestar myndu fyrst og fremst
fjárfesta í eignum í öðrum myntum
en íslensku krónunni og væru því
ekki háðir efnahagslífinu hér á landi.
Það væri hins vegar lykilatriði að
hér á landi ríkti stöðugleiki í stjórn-
málum. Þá taldi hann að aðilar á
fjármagnsmarkaði ættu að'standa
að því undirbúa stofnun alþjóðlegrar
fjármálamiðstöðvar fremur en full-
trúar hins opinbera. Þá varaði hann
sterklega við því að Seðlabankinn
kæmi nærri slíkum undirbúningi.
ENDURSKIPULAGNING
OG
SPARNAÐUR
Endurskipulagning og spamaður eru
lykilorð hjá vel reknum fyrirtækjum og
stofnunum.
SECURITAS h/f, ræstingardeild, hefur á
annan áratug tekið að sér ræstingar fyrir
fyrirtæki og stofnanir á stór-
reykjavíkursvæðinu. I viðskiptmn við okkur
em mörg virtustu fyrirtæki á íslandi.
Þjónusta okkar nær yfir alla þætti ræstinga.
Ræstingardeildin býður fram þjónustu sína
til endurskipulagningar á ræstingarmálum
fyrirtækja. Þjónusta sem örugglega skilar
árangri.
Við gerum þér tilboð án
skuldbindinga!
RÆSTINGARDEILD
Sími 687600
Sorphirða
Kaupmenn semja við
Gámaþjónustuna
Stefnt að lágmarksúrgangi og
endurvinnslu sorps
KAUPMANNASAMTÖK ís-
lands hafa gert samning við
Gámaþjónustuna um ráðgjöf og
þjónustu við losun sorps félags-
manna á sérstökum kjörum, auk
leigu á geynislugámum fyrir
sorp. Helsta markmið samtak-
anna með samningnuin við
Gámaþjónustuna er að stuðla
að lágmarks úrgangi og auka
endurvinnslu sorps, skv. því er
kemur fram í frétt frá samtök-
unum.
Innan ramma þessa heildar-
samnings verður hver og einn fé-
lagsmaður Kaupmannasamtak-
anna og gera sérstakan þjónustu:
sámning við Gámaþjónustuna. í
staðinn fá kaupmennirnir afslátt
en ráðgjöf er veitt samningsaðilum
endurgjaldslaust.
I frétt frá Kaupmannasamtök-
unum segir að þau hafi látið sig
umhverfismál miklu varða og hafi
þau til dæmis stofnað til sam-
starfs við Landverd um sölu á
plastburðarpokum á þann hátt að
helmirigur af _ söluvirði pokanna
rennr í sjóð. Úr þeim sjóði hefur
verið úthlutað til umhverfis- og
gróðurverkefna um land allt.
Veröld
Eigna- og
skuldastaða
ekki ljós
INNKÖLLUN í þrotabú Ferðam-
iðstöðvarinnar Veraldar hf. var
birt fyrir nokkru. Engum kröfum
hefur enn verið lýst í búið en
Brynjólfur Kjartansson bústjóri
þrotabúsins sagði í samtali við
Morgunblaðið að reynslan væri
sú að kröfur kæmu yfirleitt seint
á innköllunartíma.
Eigna- og skuldastaða fyrirtæk-
isins liggur ekki fyrir fyrr en um
miðjan apríl að sögn Brynjólfs og
þá jafnframt hveijir verða helstu
kröfuhafar. Þeir sem telja sig eiga
kröfu í búið hafa 2 mánuði til að
lýsa kröfu en skiptafundur verður
haldinn 27. apríl nk.
2 LADA UMB0ÐIÐ
VETRARSK0ÐUN
1. Athuga ástand ökutækis.
2. Athuga olíu á vél, stýrisvél og vökva á rafgeymi,
kælikerfi, rúðusprautum, bremsum og kúplingu.
3. Mæla frostlög og bæta á efþarf.
4. Mæla rafgeymi og hleðslu og hreinsa
geymasambönd.
5. Hreinsa síurí bensíndælu og blöndungi.
6. Athuga og skipta um, efþarf, þétti, platínur,
kveikjuhamar, kveikjulok, kertaþræði, '*'
kerti, loftsíu og viftureim.
7. Athuga ventlalokspakkningu.
8. Strekkja tímakeðju og tímareim efþarf.
9. Stilla kveikju og blöndung.
10. Athuga sviss, startara, mæla, kveikjana,
þurrkur og miðstöð.
11. Athugaöll Ijós.
12. Stilla Ijós.
13. Athuga hurðir og smyrja læsingar.
14. Stilla kúplingu og herða á handbremsu.
15. Stilla slag í stýrisgangi og hjólalegu efþarf.
16. Hemlaprófa.
Varahlutir sem notaðireru við almenna vetrarskoðun eru
seldirmeð 10%afslætti.
Verðá vetrarskoðun
Lada Samara 8.183 kr.
Aðrir Lada bíiar 9.443 kr.
ofangreinl verð miðast við velrarskoðun án eíniskostnaðar.
Einnig tökum við Lada bíla íreglulegar 10.000 km. skoðanir
BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF.
Suðurlandsbraut 14108 Reykjavík Símar 6812 00 & 312 36
Beinn sími á verkstæði 3 97 60