Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
37. tbl. 80. árg.
FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
SÞ:
Friðargæslu-
lið til Króatíu
á næstunni
Belgrad, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
BOUTROS Boutros-Ghali, frara-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hefur samþykkt tillögu Cyr-
us Vance, sendimanns Sameinuðu
þjóðanna, um að 13.000 manna
friðargæslulið á vegum samtak-
anna verði sent til Króatíu sem
fyrst. Gert er ráð fyrir að öryggis-
ráðið samþykki það í næstu viku
og fyrstu SÞ-hermennirnir gætu
verið komnir til Króatíu hálfum
mánuði síðar. Stjórnvöld í Serbíu
og Svartfjallalandi, Montenegro,
hafa ákveðið að mynda nýtt júgó-
slavneskt sambandsriki.
Leiðtogar Króatíu og Serbíu hafa
fagnað tillögunni um friðargæsluliðið
enda er óttast að vopnahléið sem
hefur verið virt að mestu í fimm vik-
ur geti farið út um þúfur þá og þeg-
ar. Leiðtogar serbnesku byggðanna
í Króatíu eru þó eftir sem áður á
móti friðargæsluliðinu og segjast
ekki vilja það á sínu svæði.
Boutros-Ghali kvaddi saman til
fundar í gær talsmenn ríkjanna, sem
eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu,
Bandaríkjanna, Rússlands, Kína,
Bretlands og Frakklands, og sagði
talsmaður hans að fundinum loknum,
að hann hefði lýst yfir samþykki við
sendingu friðargæsluliðsins, þess
fjölmennasta á vegum SÞ síðan í
Kongó á sjöunda áratugnum.
Leiðtogar Serba og Svartfellinga
hafa náð samkomulagi um að mynda
nýtt júgóslavneskt sambandslýðveldi
á rústum þess gamla. Samkvæmt
því verður áfram notast við sama
fána og sama þjóðsöng en samin
verður ný stjórnarskrá. Makedóníu
og Bosníu-Herzegovínu verður boðin
aðild að sambandslýðveldinu en
stjómvöld í báðum lýðveldunum
stefna að fullu sjálfstæði. Leiðtog-
ar þjóðarbrotanna þriggja í Bosníu,
Króata, Serba og múslima, hófu við-
ræður í gær fyrir milligöngu Evrópu-
bandalagsins en tilgangurinn með
þeim er að koma í veg fyrir, að styij-
öld bijótist út í ríkinu. Múslimar og
Króatar vilja einnig stofna sjálfstætt
ríki en Serbar vilja vera áfram í júgó-
slavneska sambandsríkinu.
Kjarnaoddur dreginn á burt
Reuter.
Úkraínumenn vinna nú hörðum höndum að því að fjarlægja öll kjarnorkuvopn frá svæðinu í kringum Kiev,
höfuðborg lýðveldisins. A myndinni má sjá hóp úkraínskra hermanna draga burtu gám sem í er geymdur
kjarnaoddur. Vopnin verða flutt til Rússlands, en'þar verður þeim eytt. ' •
Bandaríkin:
Mesta tapár
í sögri bíla-
iðnaðarins
Dearborn. Reuter.
FORD Motor Company, næst
stærsti bifreiðaframleiðandi
Bandaríkjanna, greindi í gær frá
því að fyrirtækið hefði verið rekið
með 2,26 milljarða dollara halla á
síðasta ári eða sem samsvarar um
130 milljörðum íslenskra króna.
Er þetta mesta tap í sögu fyrir-
tækisins, en árið 1990 var rúmlega
860 milljóna króna hagnaður af
rekstrinum.
Bandarískir bifreiðaframleiðendur
hafa fundið mjög fyrir þeirri kreppu
í bandarísku efnahagslífi sem hófst
í júlí 1990. Chrysler-fyrirtækið til-
kynnti í síðustu viku að tap á rekstri
þess hefði numið 795 milljónum doll-
ara í fyrra og talið er að General
Motors, sem kynnir ársreikninga sína
fyrir 1991 síðar í mánuðinum , hafi
tapað um þremur milljörðum dollara
á árinu. Alls nemur því tap þriggja
stærstu bifreiðaframleiðendanna um
sex milljörðum dollara, eða rúmlega
345 milljörðum íslenskra króna, og
þar með yrði árið 1991 mesta tapár
í sögu bandarísks bílaiðnaðar.
Jeltsín knýr á um upp-
gjör við varaforsetann
Moskvu. Reuter.
BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, fyrirskipaði í gær Alexander Rútskoj
varaforseta, sem gæti síðar orðið hættulegur keppinautur hans, að
knýja fram umbætur í landbúnaðinum sem þykir harla vonlítið verk-
efni. Litið er á þetta sem ögrun við varaforsetann og búist er við að
uppgjör á milli þeirra sé óhjákvæmilegt. Jeltsín boðaði ennfremur
breytingar á efnahagsstefnu stjórnar sinnar sem miða að því að bæta
kjör fátækra og stuðla að efnahagsbata.
„Lífið tekur stöðugum breyting-
um. Það er eðlilegt og óhjákvæmi-
legt,“ sagði Jeltsín á rússneska þing-
inu er hann tilkynnti að bráðlega
yrðu lagðar fram tillögur um nýjar
efnahagsaðgerðir til að draga úr
óánægju almennings með minnkandi
kaupmátt eftir að verðlag var gefið
fijálst upp úr áramótum. Hann lýsti
aðgerðunum þó ekki nánar.
Jeltsín sagði þetta er hann flutti
skýrslu um árangur ferðar sinnar
til Lundúna, Parísar, Ottawa, Sam-
einuðu þjóðanna og Washington á
Samningarnir um EES:
Úrslitatilraun til að ná samkomvdagi
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Yfirsamninganefndir Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA) gera í dag úrslitatilraun til að ná samkomu-
lagi um Evrópskt efnahagssvæði (EES). Margir heimildarmanna
Morgunblaðsins efast um að hægt sé að halda lengi áfram og telja að
þolinmæði samningsaðilanna sé á þrotum. Flest bendir því til þess að
samningafundurinn í dag geti ráðið úrslitum um það hvort samningar
takist. Þingmenn á Evrópuþinginu telja að senda eigi niðurstöður
samninganna Evrópudómstólnum að nýju til umsagnar. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra sagði við Morgunblaðið í gær að þeir
textar sem legið hefðu fyrir fyrri hluta dags í gær hafi verið óaðgengi-
legir fyrir EFTA í heild. Hann segir lagasérfræðinga EB hafa verið
n\jög ósveigjanlega í textasmíð og ólíklegt að samkomulag náist fyrir
helgi.
Segja má að samningamenn
bandalaganna hafí lagt nótt við dag
undanfarið til þess að ná samkomu-
lagi um fyrirkomulag dómstóla og
eftirlitsstofnana með framkvæmd
EES-samningsins en umtalsverður
árangur hefur náðst í öðrum úti-
standandi málum. Samkvæmt heim-
ildum í Brussel er staðan í samning-
unum mjög brothætt en flestir telja
að einlægur samningsvilji allra við-
komandi muni ríða baggamuninn.
Ljóst þykir að ekki verði kleift að
staðfesta samkomulagið í dag en
stefnt er að því að gera það fyrri-
hluta næstu viku þegar gengið hefur
verið frá samningstextanum.
Fastafulltrúar aðildarríkja EB
fjölluðu um stöðuna í samningavið-
ræðunum á fundi í gær. Samkvæmt
heimildum í Brussel áréttuðu þeir
pólitískan áhuga aðildarríkjanna á
að ná samkomulagi þrátt fyrir aug-
Ijósa erfiðleika sem að þeirra mati
væru ekki óyfirstíganlegir. Þess
vegna væri ástæða til hóflegrar
bjartsýni um árangur samningafund-
arins í dag.
Frans Andriessen sem fer með
EES-samningana innan fram-
kvæmdastjórnar EB sagði í Strass-
borg í vikunni að lögð væri áhersla
á að ljúka samningunum sem fyrst.
Hann sagði að ekki kæmi til greina
af hálfu framkvæmdastjórnarinnar
að senda samninginn Evrópudóm-
stólnum til umsagnar að nýju þar
sem það útilokaði að hann gæti tek-
ið gildi 1. janúar 1993 en allt kapp
væri lagt á að svo gæti orðið. Flest-
ir þingmenn á Evrópuþinginu sem
tóku til máls í umræðum um EES
töldu að leita ætti eftir umsögn Evr-
ópudómstólsins að nýju þegar niður-
stöður EES-samkomulagsins liggja
fyrir.
Gert var ráð fyrir að þingmenn
greiddu atkvæði um ályktun þessa
efnis seint í gærkvöldi eða í morgun.
Alyktunin er í engu bindandi hvorki
fyrir ráðherraráð né framkvæmda-
stjórn en óttast er að þingmenn kunni
að nota hana sem tilefni til að snið-
ganga atkvæðagreiðslur um EES-
samninginn eða jafnvel fella hann
þegar samningurinn kemur til af-
greiðslu þingsins. Það yrði þá á þeirri
forsendu að framkvæmdastjórn og
ráðherrar hafa hundsað vilja þingsins
í þessu máli.
Sjá samtal við Jón Baldvin á
bls. 19
dögunum. Þingmennirnir hlýddu
þöglir á skýrsluna en létu síðan
spurningum rigna yfir hann um
stefnu hans í innanríkismálum.
„Kæri Borís Níkolajevítsj, við fylgj-
umst af áhuga með veigamiklum
þætti þínum í mótun nýrrar utan-
ríkisstefnu," sagði einn ræðumanna,
„en samt sem áður eru erfiðleikarn-
ir hérna í Rússlandi það miklir og
efnahagsvandinn svo mikill, að við
verðum að fá að vita um tengsl for-
setans við varaforsetann."
Jeltsín svaraði því til að þeir
Rútskoj hefðu rætt saman í tvær
klukkustundir í fyrrakvöld og komist
að samkomulagi. „Honum hefur ver-
ið falið að hafa umsjón með umbót-
um í landbúnaðinum - og það ætti
að taka allan hans tíma,“ sagði hann.
Ljóst var að þingmenn litu á þetta
sem klækjabragð af hálfu forsetans
því þeir ráku upp skellihlátur.
Varaforsetinn á að gefa forsetan-
um skýrslu um framkvæmd umbót-
anna á tveggja vikna fresti og þing-
inu mánaðarlega.
Margir telja að Rútskoj kunni að
reynast Jeltsín hættulegur keppi-
nautur í framtíðinni. Rútskoj hefur
ítrekað gagnrýnt þá ákvörðun Jelts-
íns að gefa verðlag algjörlega frjálst
og mótmælti einnig einkavæðingar-
áformum forsetans á ferð sinni um
hergagnaverksmiðjur nýlega. Þá
hafði dagblaðið Nezavísímaja Gaz-
eta eftir varaforsetanum í dag að
Rússar mættu ekki útloka „stofnun
eins lýðræðisríkis á evró-asíska
svæðinu öllu“. Umbótasinnar óttast
að hann eigi hér við öll fyrrverandi
lýðveldi Sovétríkjanna.
/