Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 32
32
MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTÚDAGúk 14. FÉBRÚAR 1992
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) **
í dag er tilvalið fyrir þig að
ræða við yfirmenn þína um
mikilvæga þætti í starfinu.
Hyggðu að langtímahagsmun-
um þínum og færðu þér frum-
leika þinn í nyt.
Naut
(20. april - 20. maí)
Þú vinnur með maka þínum að
því að leysa ákveðin mái sem
snerta ykkur bæði. Samvinna
ykkar tekst með ágætum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú hefur brjóstvitið í verki með
þér í starfi þínu í dag. Þú af-
kastar miklu og átt auðvelt
með að tjá skoðanir þínar.
Krabbi
(21. júni - 22. júlí) >“$£
Þú átt einkar gott samfélag við
maka og böm í dag. Þú skrifar
undir samning. I kvöld bregður
þú þér bæjarleið með fjölskyldu
þinni og þið eigið skemmtilega
stund saman.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú hefur mikinn áhuga á
ákveðnu verkefni og vinnur
einnig að því utan vinnutíma.
Einnig sinnir þú ýmsu smálegu
heima fyrir.
Meyja
(23. ágúst - 22. seplember)
Þú finnur fyrir innblásnum
sköpunarkrafti núna. Byrjaðu
á listrænum viðfangsefnum og
sinntu mikilvægum símtölum.
Þú ákveður allt í einu að fara
í útivistarferð.
VOg
(23. sept. - 22. október)
Þú tekur mikilvægar ákvarðan-
ir sem snerta heimilið. Eitthvað
óvenjulegt verður á vegi þínum
þegar þú ferð út að versla.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) ^0
Hugsun þín er innblásin. Þú
átt auðvelt með að tjá þig og
ert sannfærandi. Þú kynnir
nýjar hugmyndir og mælska
þín nýtur sín til hins ýtrasta.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember) m
Einkaviðræður sem þú tekur
þátt í núna styrkja mjög fjár-
hagsstöðu þína. Lestu, skrifaðu
og svaraðu pennavinum þínum.
Þú þarft á næði að haida til
að geta áttað þig á aðstæðun-
um.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú færð allla þá uppörvun sem
þú telur þig þurfa á að halda.
Samtal þitt við einn vina þinna
örvar þig til að leggja inn á
nýjar brautir. Taktu þátt í hóp-
starfi og félagslífi.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Byijaðu á undirbúningi undir
mikilvægt verkefni. Eitthvað
er að gerast á bak við tjöldin.
Andinn kemur yfir þig þegar
þú færð tækifæri til að vera í
einrúmi.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) tSj*
Þú ferð að finna vini þína í dag
og tekur þátt í menningarvið-
burði með þeim. Góðar fréttir
berast úr fjarlægð. Þú gerir
ferðaáætlanir núna. í kvöld
kynnist þú nýjum og spennandi
hugmyndum.
Stj'örnuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessie tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
FERDINAND
SMÁFÓLK
Það rigndi í gærkvöldi Jæja, við þurfum þá ekki að þvo
bílinn ...
BRJDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Sjálfsmorðsþvingun" er það
kallað í bridsbókmenntunum
þegar annar vamarspilarinn
kemur félaga sínum í kastþröng.
Þar eð þvingunin beinist að
makker stenst nafngiftin ekki
ströngustu nákvæmniskröfur,
en athöfnin sjálf lítur svona út:
Suður gefur: AV á hættu.
Norður
♦ 84
¥ ÁD87
♦ Á6543
♦ K2
Austur
.. *G53
¥G962
♦ D87
♦ DG10
Suður
♦ K106
¥K3
♦ K92
♦ Á9754
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf
Pass 1 tígull Pass 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
Útspil: spaðasjö.
Útspilið tryggir vörninni fjóra
slagi á spaða, svo sagnhafi hefur
ekki efni á að fríspila tígulinn.
Þess í stað spilar hann spaða
um hæl í öðrum slag.
Austur lendir í þriggja lita
þvingun þegar vestur tekur næst
síðasta spaðann. Hann má ekk-
ert spil missa. Þvingunin virkar
jafnvel þótt vestur geti staðið
vörð um laufið, svo framarlega
sem vörnin taki alla slagina á
spaða. Austur verður þá um síð-
ir að sleppa valdinu af öðrum
rauða litnum. í þeirri legu getiir
vömin hins vegar haft betur með
því að ráðast strax á laufíð í
stað þess að taka spaðaslagina.
Þó þannig að vestur eigi trygga
innkomu á lauf í lokin.
Vestur
♦ ÁD972
¥1054
♦ G10
♦ 863
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Immopar atskákmótinu í
París í haust kom þessi staða upp
í viðureign hinna kunnu stórmeist-
ara Valerís Salovs (2.655), Rúss-
landi og Vyswanathans Anands
(2.670), Indlandi, sem hafði svart
og átti leik.
31. - Rxb2l, 32. h4, (32.Hxb2?
- Hdl+ 33. Bel - Hxel+ 34.
Kf2 — Hxe5 var enn vonlausara)
32. - Hdl+, 33. Kh2 - Rd3,
34. hxg5 — hxg5, 35. Kh3 —
Hfl, 36. Bd4 - Rf5, 37. Hd2 -
Re3 og Salov gafst upp. Þetta var
seinni skákin í viðureign þeirra
tveggja. í þeirri fyrri þurfti Ánanð
aðeins að nota þrjár mínútur til
að knýja Salov til uppgjafar.
Atskákmót íslands er haldið urn
helgina ( félagsheimili TR: Sextán
skákmenn tefla útsláttareinvígi.
Þeir eru: Jóhann Hjaitarson, Helgi
Ólafsson, Jón L. Ámason, Friðrik
Ólafsson, Karl Þorsteins, Hannes
Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórj
hallsson, Róbert Harðarson, Sævf
ar Bjamason, Halldór Grétar Ein.
arsson, Guðmundur Gíslasonl
Magnús Sólmundarson, Haukur
Angantýsson, Andri Áss Grétars-
son, Gunnar Bjömsson og Ög-
mundur Kristinsson.
Eftir kvöldið í kvöld verða fjór-
ir skákmenn eftir. Undanúrslitin
fara fram á morgun og úrslitin I
sjónvarpssal á sunnudaginn.