Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR1992
9
STORUTSALAN
enn í fullum gangi.
Enn lægra verð á ýmsum titlum
Allt að 96% afsláttur.
Opið virka daga frá
kl. 9-18 og laugardag
frá kl. 10-16.
Bökaúlgðfa
/HENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7. REYKJAVlK
SÍMI 6218 22
BILLIARDTILBOÐ
Billiardborð með kjuðum, kúlum, stigatöflu, krít og
þríhyrningi. Verð með öllu aðeins:
2 fet.......................kr. 2.600,-
3 fet......................kr. 3.700,-
4 fet...................frá kr. 4.900,-
5 fet....kr. 14.900,- stgr. kr. 13.965,-
6 fet ...frá kr. 20.900,- stgr. kr. 19.855,-
Ármúla 40,
símar 35320 og 688860. I f I
Kerslunin W
/V44RKID
Mótmæli sveit-
arfélag’anna
Viltyálmur Þ. Vil-
hjálmsson skrifar for-
ystugrein í Sveitarstjóm-
armál sem fer hér á eftir:
„Við afgreiðslu fjár-
laga ríkisins og sérstakra
efnahagsráðstafana í því
sambandi ákvað ríkis-
stjórmn einhliða og án
alls samráðs við Sam-
band íslenzkra sveitarfé-
laga að leggja þungar
álögur á sveitarfélögin.
Lagðar voru fram tillög-
ur um breytingar á
tveimur af veigamestu
tekjustofnum sveitarfé-
laganna, útsvari og Jöfn-
unarsjóði sveitarfélaga,
auk breytinga á verka-
skiptum rikis og sveitar-
félaga, þar sem sveitarfé-
lögin áttu að yfirtaka
liluta af málcfnum fatl-
aðra. Þessar tillögur
höfðu í för með sér 700
m.kr. útgjaldaauka hjá
sveitarfélögunum, m.a.
vegna aukinnar hlut-
deildar í félagslega íbúð-
arkerfinu.
A fundi sínum þann 11.
desember mótmæld
stjórn Sambands ísl.
sveitarfélaga harðlega
áformum ríkisstjóm:ir-
innar um 700 m. kr. skatt
á sveitarfélögin og bentí
á, að ineð þessum vinnu-
brögðum væri verið að
bijóta sainkomulag ríkis
og sveitarfélaga, sem lá
að baki lögum um verka-
skiptingu þcssara aðila,
svo og lög um tekju-
stofna sveitarfélaga, sem
tóku gildi þaim 1. janúar
1990. Auk þess var mimit
á, að með þessu háttar-
lagi sínu væri ríkisstjórn-
in að ganga á svig við
samningsbundiö og lög-
formlegt samstarf ríkis
og sveitarfélaga og það
einskis virt.
í framhaldi af mót-
mælum sijórnar sam-
bandsins vom haldnir
nokkrir fundir forráða-
manna sambandsins og
einstakra ráðherra. A
þessum fundum mót-
mæltu forsvarsmemi
sambandsins þessum
vinnubrögðum harð-
lega."
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Sveitarfélögin og út-
gjaldaaðhaldið
Sveitarfélögin verða að axla sinn hlut í nauð-
synlegu eyðsluaðhaldi. Núverandi aðstæður
í þjóðarbúskapnum gera það óhjákvæmi-
legt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagn-
rýnir hins vegar vinnulag ríkisstjórnarinnar,
að því er varðar samstarf ríkis og sveitarfé-
laga í aðhaldi og hagræðingu, í forystugrein
Sveitarstjórnarmála. Staksteinar viðra þau
sjónarmið í dag.
„Bein fjár-
hagsaðstoð
sveitarfélaga
við ríkiásjóð“
Síðar í forystugrein-
úmi segir:
„Þegar ríkisstjómin
áttaði sig á, hversu fram-
komnar hugmyndir um
auknar álögur á sveitar-
félögin vom illa undir-
búnar og óskynsamlegar,
var breytt um aðferð og
settar fram nýjar tillögur
um hlutdeild sveitarfé-
laganna í löggæzlukostn-
aði ríkisins í formi gjalds
á hvem íbúa, sem er í
raun ekkert annað en
bein Qárhagsaðstoð
sveitarfélaganna við rík-
issjóð. Við umfjölliui
málsins á Alþingi lækk-
aði skatturimi í 600
m.kr., en þar af skyldu
100 m.kr. renna sem við-
bótarframlag í Jöfnunar-
sjóð sveitarfélaga til jöfn-
unarframlaga. Auk þess
var fallið frá að skatt-
leggja lánasjóð sveitarfé-
laga, en skattgreiðsla
sjóðsins vegna ársins
1991 hefði numið nálægt
140 m.kr.
Ríkisstjórninni ætti að
vera fullljóst, á sama
tíma sem hún hyggst
sækja u.þ.b. 750 m.kr. í
sjóði sveitarfélaga, að
mörg þeirra búa við mjög
erfiða Qárhagsstöðu,
ekki sízt vegna erfiðleika
í atviimulífi og gjald-'
þrota fyrirtælga. Enn-
fremur er ástæðan aukn-
ar skuldbindingar vcgna
félags-, fræðslu- og um-
hverfismála. Hér er um
að ræða brýn skyldu-
verkefni, en ekki sívax-
andi óþarfaeyðslu, eins
og sumir fulltrúar at-
vinnurekenda telja. Auð-
vitað hafa atvinnurek-
endur sára reynslu af
eyðslu og óarðbæmm
framkvæmdum ýmissa
atvinnufyrirtækja á und-
anförnum ámm, sem því
miður hafa oftast leitt til
gjaldþrots þeirra með
ófyrirséðum afleiðingum
fyrir cinstaklinga og
sveitarfélögin."
Virða verður
samninga og
samskipta-
reglur
Lokaorð leiðarans em
þessi:
„Sú staðreynd blasir
við, að ríkisstjómin hef'.u-
þverbrotíð allar gmnd-
vallarreglur um sam-
skiptí og samráð ríkis og
sveitarfélaga í aðdrag-
anda þessa máls. Ríkis-
valdið virðist líta svo á,
að undir vissum kring-
umstæðum getí það ein-
hliða sniðgengið allar
yfirlýsingar um samráð,
samstarfssáttmála og
ákvæði í sveitarstjómar-
lögum um samstarf ríkis
og sveitarfélaga. Slík
vinnubrögð leiða til al-
varlegs trúnaðarbrests
milli sveitarfélaganna og
ríkisvaldsins.
Nú liggja fyiár nýjar
hugmyndir um samein-
ingu sveitarfélaga og
endurskoðun á verkefn-
um og tekjum þeirra,
sem ályktað var um á 47.
fundi fulltrúaráðs Sam-
bands ísl. sveitarfélaga
23. nóvember sl. Fram-
tíðarskipan þessara mála
getur varðað þjóðarhag
miklu. TU að fulltrúum
ríkis og sveitarfélaga sé
unnt að ræða þessi mál
þannig að árangur náist
verður trúnaður að ríkja
milli aðila og sveitarfé-
lögin að geta treyst því,
að ríkisvaldiö hagi sér í
samræmi við þá samn-
inga, sem það hefur gert
við sveitarfélögin.
Það ræðst á næstu vik-
um og mánuðum, hvort
ríkisstjórnin telur það
einhvers virði."
SfMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
^föstiidagurtilfjA 1SPEGLAFLÍSAI | í DAG 1 Á KOSTNAÐARVERÐI i*''1 JSSFf'á r| ipl
I byggtÖbuiö 1 KRINGLUNNI rkjA 1 r i I
\