Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 12
*=¦ 12 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1992 BOSCH Sértilboð GBH 2/20 RLW Höggborvél „SDS Plus" með ryksugu. Þreplaus hraöastilling aflurábak og áfram. 500 W. Aukahlutir: Vinkildrif, meitil- stykki, meitlar. Höggborvél „SDS Plus". Þreplaus hraðastilling afturábak og áfram. 500 W. Gunnar Asgeirsson hf. Borgartún 24 Simi: 626080 Fax: 629980 Umboðsmenn um land allt Norrænt gigtarár 1992: Markmiðið er. íslenskt frumkvæði í rannsóknum til að fyrirbyggja gigt eftír Helga Valdimarsson Orsök gigtsjúkdóma Á nýliðnum árum hafa rann- sóknir leitt í ljós að flestir alvarleg- ir gigtsjúkdómar orsakast af trufl- un í ónæmiskerfinu. Hvítfrumur, sem eiga að vera til varnar gegn aðsteðjandi sýklum og útrýma framandi efnum úr líkamanum, ruglast í ríminu og ráðast líka gegn stoðyefjum og liðamótum gigtarsjúklingsins. Þessi vitneskja hefur orðið til þess að nú er ónæm- isbælandi lyfjum beitt til þess að halda í skefjum illvígum gigtsjúk- dómum sem áður urðu sjúklingum að fjörtjóni, og jafnframt er oft hægt að koma í veg fyrir að liðag- igtarsjúklingar verði farlama. Hins vegar hefur ekki ennþá tekist að komast að því hvers vegna ónæmiskerfi gigtarsjúkl- inga ruglast í ríminu, og þar með finna ráð til að fyrirbyggja gigt. Þessir sjúkdómar halda þess vegna áfram að valda ómældri þjáningu, og mörgum fjölskyldum og reynd- ar þjóðfélaginu öllu þungum bús- ifjum. En nú er lausn þessarar gátu að komast í sjónmál. Framf- arir f lífvísindum eru með þeim ólíkindum um þessar mundir að tímarit sem gera ítrustu kröfur um vísindalega nákvæmni birta nú ritverk, sem hefðu verið flokk- uð sem hreinræktaður vísinda- skáldskapur fyrir fáeinum árum. Lausn gátunnar og sérstaða Islands Þannig er það nú óðfluga að Ijúkast upp fyrir mannsvitundinni hvernig hið margslungna og sund- urleita samfélag fruma, sem myndar mannveru, fer að því að þroskast og starfa í því samvirka jafnvægi sem er forsenda heil- brigðis. Þessi vitneskja leggur jafnframt grundvöll að því að hægt sé að ráða í orsakir þeirra megin sjúkdóma, sem hefur ekki ennþá tekist að fyrirbyggja í menningarsamfélögum nútímans, nefnilega geðsjúkdóma, krabba- mein, æðahrörnun, ofnæmi og gigt. Þessi mein eiga það sám- merkt að vera afleiðing víxlverk- unar milli erfðaupplags og um- hverfisþátta. Slík orsakáferli eru vissulega flókin, en greining þeirra getur verið auðveldari viðfangs í fámennu og erfðafræðilega eins- leitu þjóðfélagi eins og íslandi, sem jafnframt býr yfir óvenjulega mik- illi ættfræðiþekkingu. KIRKJUHUSIÐ ER I KIRKJUHVOLI GEGNT DÓMKIRKjUNNI P«l -¦i . & ^ ^^^\ Fermingarvörur í úrvali - Fjölbreytt úrval gjafavöru og bóka Biblíur og sálmabækur með eða án gyllingar — Prentum á servíettur % Kirkjuhúsið Kirkjuhvoli, gegnt Dórnkirkjunni, Reykjavík þjónustusímar (91) 21090 - 621581 Fjölþjóðlegar fylkingar visindamanna Að undanf- örnu hafa verið að myndast fjöl- 'þjóðlegar fylk- ingar vísinda- manna, sem vinna saman að lausn tiltekinna viðfangsefna. Mikil áhersla er lögð á samstill- ingu af þessu tagi meðal Evrópu- þjóða um þessar mundir, og ver Evrópubandalagið miklum fjárm- unum til slíkra rannsókna. Venju- lega fær einhver einstaklingur eða rannsóknahópur, sem náð hefur athyglisverðum árangri, umhpð og fjárveitingu til að hafa frumkvæði og skipuleggja samvinnuna. Gerð er krafa um að allir þátttakendur hafi.góða aðstöðu til rannsókna og eitthvað sérstakt fram að færa. Meðal íslendinga eru margir hæfir vísindamenn, sem ættu að geta verið fullgildir þátttakendur í fjölþjóðlegum rannsóknum af þessu tagi. Hins vegar eru fjárveit- ingar til rannsókna hérlendis hlut- fallslega ekki nema tæplega helm- ingur af því sem flestar Evrópu- þjóðir verja í þessu skyni. Fáir andmæla því að farnaður þjóða muni í náinni framtíð ráðast af menntun þjóðfélagsþegnanna og mætti þeirra til að skapa þekk- ingu. íslensk stjórnvöld hafa ný- lega markað stefnu í samræmi við þessa forskrift, en samt eru fjár- veitingar til rannsókna skornar niður. íslenskt frumkvæði er raunhæft Gigt fellur gjarnan í skugga lífs- háskasjúkdóma eins og krabba- meins og kransæðasjúkdóma. Þjónusta fyrir gigtveika er þó merkilega góð hérlendis miðað við það fé sem hefur verið til ráðstöf- unar. Hún hefur verð byggð upp af mikilli atorku og hagsýni. Jafn- framt hafa brautryðjendurnir safnað merkum gögnum um gigt- sjúkdóma, upplýsingum sem gætu orðið grundvöllur að því að íslend- ingum verði falið að byggja upp fjölþjóðlega rannsóknasamvinnu, sem hefur það markmið að finna ráð til að fyrirbyggja gigt. Að- stæður fyrir slíkar rannsóknir eru sem fyrr segir mjög góðar á ís- landi. Það er því raunhæft og ákjósanlegt markmið fyrir norr- ænt gigtarár að skapa fjárhags- legan grundvöll hérlendis til þess að læknar og líffræðingar geti tekið frumkvæði í fjölþjóðlegum rannsóknum sem hafa það markmið að leysa gigtargátuna. Þessu markmiði verður hins vegar ekki náð nema íslenskir vísinda- menn geti unnið saman og ein- beitt sér að þessu viðfangsefni í VINNUVERND Vinna við tölvu- skjái og staðlar EB eftír Harald A. Haraldsson Nú til dags hafa flest fyrirtæki og stofnanir tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Fyrir 30-40 árum var tölvunotkun hartnær óþekkt nema meðal stórra og vel stæðra fyrirtækja. Sérfræðingar sáu um tölvurnar og gata- spjöld voru notuð til að koma nauð- synlegum upplýs- ingum til þeirra. Skrifstofufólk kom hvergi nærri tölvunni. Upplýs- ingaöflun fór þá gjarnan fram með mannlegum sam- skiptum, sem þýddi að menn urðu að standa upp og rjúfa kyrr- setuna. Hin geysiöra þróun tölvurin- ar hefur nú gjörbylt þessari mynd. Nú á tímum sér skrifstofufólkið oftast um að koma nauðsynlegum upplýsingum til tölvunnar og fær þær upplýsingar sem það vanhagar um á skjá sem staðsettur er fyrir framan það. Við þetta bætist að samskiptin fara í æ ríkari mæli fram í gegnum tölvukerfið sem dregur úr tilefni til hreyfinga. Áhrif tölvunnar á starfsumhverfi Áhrif tölvunnar á skrifstofuvinnu Haraldur A. Haraldsson eru margslungin og ráðast af ýms- um þáttum. Flest þekkjum við hina jákvæðu fylgifiska tölvunnar. Sum- ir telja að líkja megi áhrifum henn- ar við iðnbyltinguna. í iðnbylting- unni drógu vélar og tæki úr líkam- legu erfiði samfara því að bæta við líkamlega getu mannsins til fram- kvæmda. Tölvubyltingin á hinn bóginn dregur úr hugrænu erfiði mannsins og eykur við vitsmuna- lega getu hans. Þrátt fyrir augljósa kosti tölvunnar sýna rannsóknir að kvartanir frá skrifstofufólki hafa (hlutfallslega) aldrei verið fleiri en eftir innreið tölvunnar. Vinna sem unnin er á tölvu er mismunandi og hentar mannslíkamanum og mannshuganum þar af leiðandi mis- vel. Engu að síður á flest tölvuvinna það sammerkt að binda hendur starfsmanna við hnappaborð tölv- unnar, einskorða athygli þeirra við tölvuskjáinn og dragá úr hreyfi- möguleikum líkamans. Algengt er að kvartað sé um höfuðverk, óþæg- indi í úlnliðum, bakverk og augn- þreytu. Nú þykir sannað að rekja megi þessa kvilla til skrifstofu- og skjávinnu og sífellt fjölgar þeim til- fellum þar sem dómstólar hafa gert atvinnurekendum að greiða illa hrjáðu starfsfólki háar fjárhæðir (> 100.000 pund). Auk þess kosta þessir fylgikvillar þjóðfélagið mikl- ar fjárhæðir ár hvert bæði í gegnum heilbrigðiskerfið og í fjarvistum starfsmanna. Það er því til mikils að vinna fyrir alla þá er hlut eiga að máli að draga sem mest úr þess- 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.