Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Rúmlega 300
atvinnulausir
ATVINNULEYSI á Akureyri er nú með mesta móti og voru skráð-
ir atvinnuleysisdagar í janúar 6.722. Þetta samsvarar því að rúm-
lega 300 manns hafi verið atvinnulausir allan mánuðinn. Af þessum
þrjú hundruð voru konur 116 talsins.
Sævar Frímannsson, formaður
verkalýðsfélagsins Einingar, segir
að atvinnuleysið nú sé með því
mesta á undanförnum árum.
„Staðreyndin er svo sú að atvinnu-
leysi hefur á undanförnum árum
alltaf verið mikið á Akureyri yfir
háveturinn og það er lítið framund-
an sem gefur til kynna breytingar
á því ástandi," segir Sævar. „Okk-
ar félagsmenn eru að vonum
óhressir með þetta ástand og hafa
stöðugt vonað að atvinnutækifær-
um hér á staðnum fjölgaði en þær
vonir hafa enn ekki gengið eftir.“
Til samanburðar má geta þess
að atvinnulausir á Akureyri um
áramótin voru 244, 160 karlar og
84 konur. í upphafí ársins 1990
voru 212 atvinnulausir, þar af 130
karlar og 82 konur og í upphafi
ársins 1989 var fjöldi atvinnu-
lausra 238.
Varðandi árið 'framundan sér
Sævar ekki mikla ástæðu til bjart-
sýni. „Atvinnuástandið hér hefur
að vísu alltaf batnað mikið á sumr-
in þótt unglingamir hafi komið á
markaðinn," segir Sævar. „En það
er ekki mikil ástæða til bjartsýni
um að það gangi eftir í ár miðað
við stöðu mála í þjóðfélaginu."
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar:
Sýningar á Góða
tannhirðinum
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akur-
eyrar mun sýna myndina Góði
tannhirðirinn á sunnudag og
mánudag í Borgarbíói. Sýningin
á sunnudag er kl. 17 en á mánu-
dag kl. 19. Mynd þessi var sýnd
á Kvikmyndahátíð Listahátíðar í
október sl. og fékk þá umsögnina
„að mynd sem þessi væri krydd
kvikmyndahátíða...“
Myndin fjallar um farandtann-
lækni nokkurn sem leikinn er af
Daniel Day Lewis. Hann helgar líf
sitt hugsjóninni um fegurra og
betra mannlíf en bandarísk upplýs-
inga-og fræðslustofnun hefur gert
hann að sériegum sendimanni sín-
um í Patagóníu. Þar kemst hann í
kynni við stúlkuna Estelle sem er
að búa sig undir brúðkaup sitt.
Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni um Fegurðardrottningu Norðurlands í ár eru Sunna Sigurðar-
dóttir, Akureyri, Svanhildur Margrét Ingvarsdóttir, Akureyri, Lovísa Sveinsdóttir, Akureyri, Rut
Tryggvadóttir, Akureyri, Anna Sigríður Jóhannesdóttir, Dalvík, Heiðný Helga Stefánsdóttir, Dal-
vík, Bergþóra Rós Lárusdóttir, Hauganesi, Ragnheiður Vala Arnardóttir, Akureyri, Hólmdís Bene-
diktsdóttir, Akureyri, Berglind Skarphéðinsdóttir, Akureyri, Pálína S. Halldórsdóttir, Tjörnesi og
Unnur Anna Valdimarsdóttir, Ólafsfirði.
Sjallinn:
F egnrðardísir kynntar í kvöld
í KVÖLD, föstudagskvöld,
verður kynning á stúlkunum
sem taka þátt í Fegurðarsam-
keppni Norðurlands 1992.
Kynningin verður í Sjallanum
þar sem stúlkurnar 12 taka
þátt í tískusýningu fyrir versl-
unina Perfect. Hljómsveitin
Vinir og synir leikur síðan fyr-
ir dansi. Sjálft krýningarkvöld-
ið verður síðan í Sjallanum
þann 28. febrúar.
A laugardagskvöldið verður
frumsýnd í Sjallanum ný söng-
skemmtun sem ber nafnið „Það
er svo geggjað — saga af sveita-
balli“ og eins og nafnið ber með
sér er þar sögð lítil saga af sveita-
balli með leik, söng og dansi,
krydduð sveitaballaslögurum frá
síðustu 25 árum.
A skemmtuninni koma fram
margir landsþekktir söngvarar og
má þar nefna Rúnar Júlíusson,
Karl Örvarsson, Jakob Jónsson
og Díönu Hermannsdóttur. Dans-
arar frá Dansskóla Sibbu koma
fram og hljómsveitin Vinir og
synir leika undir og á dansleik
að skemmtuninni lokinni.
Kristján Bjarnason,
Akureyri - Minning
Fæddur 27. ágúst 1911
Dáinn 5. febrúar 1992
Kristján var fæddur á Leifsstöð-
um í Kaupangssveit, sonur þeirra
Bjama Benediktssonar og Snjó-
laugar EyjólfSdóttur, en þau voru
bæði þingeysk.
Kristján ólst upp á Leifsstöðum
ásamt systrum sínum, þeim Guð-
björgu, Margréti og Guðrúnu, uns
faðir þeirra lést um aldur fram, en
vorið 1929 eftir lát hans flutti Snjó-
laug ásamt börnunum til Akur-
eyrar.
Kristján undi sér þó ekki vel í
bænum því búskapur og sveitastörf
áttu hug hans allan.
Hann lauk námi frá Alþýðuskól-
anum á Laugum í Þingeyjarsýslu
eftir 3ja vetra nám og stundaði síð-
an ýmis störf á Akureyri, en dvaldi
síðan um eins árs skeið á Sámsstöð-
um í Fljótshlíð og var þar í senn
til að kynna sér komrækt, en Klem-
ens Kristjánsson var frumkvöðull
hennar, svo og vann Kristján þar á
búinu. Síðar meir vann hann í Klauf
í Öngulsstaðahreppi, er þar var þá
verið að gera kornræktartilraunir á
vegum KEA og kom í því þekking
hans að góðu haldi.
Árið 1939 festi Kristján kaup á
hálfri jörðinni Gröf í Kaupangs-
sveit, en sú jörð var bæði landlítil
og illa hýst. Bjó hann þar í fyrstu
einn, en 1943 réðst til hans sem
ráðskona Mekkín Guðnadóttir frá
Skuggabjörgum í Dalsmynni
(Fnjóskadal) og leiddu þau kynni
þeirra til hjónabands, sem stóð
nærfellt 50 ár.
Ég var stuttfættur sveinstauli í
skjóli móður minnar, Huldu, systur
Mekkínar, er við mæðginin fluttum
til þeirra og næstu árin vann móðir
mín á búi þeirra, fyrst í Gröf en
síðan á Sigtúnum á Staðarbyggð í
Öngulsstaðahreppi (nú Eyjaíjarðar-
sveit) en vorið 1944 festu þau
Kristján og Mekkín kaup á þeirri
jörð.
í Gröf og á Sigtúnum ólst ég upp
nærfellt alveg til sex ára aldurs en
síðar sem liðléttingur og kaupmað-
ur til 15 ára aldurs á summm, en
stundaði skóla á Akureyri á vetmm.
Á þessum mótunarárum áttu þau
Kristján og Mekkín sinn þátt í upp-
eldinu og er þessi kveðja til hús-
bóndans aðeins lítil tilraun til að
gjalda fósturlaunin og til umhugs-
unar um þann mann, sem e.t.v.
mér óafvitandi á þessum ámm
mótaði mig að ýmsu, þótt upplaginu
verði líklega vart breytt.
I bernsku og síðan sem unglingur
fylgdist ég með uppbyggingu á jörð-
inni, en hún var húsalítil, aðeins
lítið steinhús tvílyft, sem þau hjónin
bjuggu í allan sinn búskap, en að
öðm leyti urðu þau að byggja upp
öll hús og rækta og vélvæða jörð-
ina, eins og tíðarandinn bauð.
Það vissi ég að þessi uppbygging
var erfið, skuldir allmiklar og á
sama tíma talsverð ómegð, en á
Sigtúni fæddust börnin 5 talsins.
Síðar varð þó brotist úr skuldun-
um og þá léttist að því leyti, en
þyngdist hins vegar fyrir fæti, þar
sem Kristján átti við slit í mjöð að
stríða, sem síðar varð þó ráðin tals-
verð bót á með uppskurði, en var
orðinn slitinn af erilsömum búskap.
Kom því þar, að 1980 bmgðu þau
búi, seldu jörðina og fluttu til Akur-
eyrar, þar sem Kristján var lengst
síðan starfsmaður Útgerðarfélags
Akureyringa hf.
í huga mínum var Kistján þó
aldrei annað en bóndi og það í bestu
merkingu þess orðs, næmur á
skepnur og natinn við þær, enda
átti hann góðar ær og kýr og þótt
búskaðurinn væri alltaf meginþátt-
urinn, held ég að hann hafi ekki
síður notið sín við féð, en hann átti
vænar ær, gjarnan hvítar og kollótt-
ar. Man ég einnig, að þegar bámst
í tal góðar sauðjarðir einhvers stað-
ar á landinu átti hann til að segja,
að þar gæti hann hugsað sér að búa.
Kristján var í meðallegi hár,
grannholda og léttur á fæti, með
rauðljóst hár og heiðan svip. Mér
þótti ætíð, sem hann hefði erft
skaplyndi móður sinnar, eftir því
sem ég man hana og þekkti, en hún
var grönn og snör og teinrétt í
baki, síðast silfurhærð og alltaf
ákveðin í tali, em umhyggjusöm um
sína.
Oft gat fokið í Kristján, kannski
helst ef eitthvað gekk illa, eða
slæpst var, en slíkt þoldi hann illa.
Hins vegar rann honum jafnskjótt
reiðin og hló þá manna hæst og
innilegast.
Kristján naut þess, er gesti bar
að garði, var fróður um menn og
málefni og allt eins víða um land,
enda las hann alltaf mikið, eftir því
sem tími leyfði og seint fæ ég full-
þakkað, að þegar gestir voru feng-
um við krakkarnir ætíð að fylgjast
með og var margt sem lærðist af
því. Voru þau Mekkín mjög gestris-
in eins og íslensku sveitafólki var
títt og veittu vel.
Ég held, að Kristjáni hefði vafa-
lítið verið létt að studna langskólan-
án hefði hann átt þess kost, eða
kært sig um.
Ýmsum þótti Kristján vinnuharð-
ur, en við sjálfan sig var hann þó
harðastur og slíkt er þá líka fyrir-
gefið af þeim, sem stjómað er.
Hann kenndi mér að vinna líkam-
lega vinnu og slá ekki mjög af, en
jafnframt komu þær stundir, að
hann gat frætt mig og gjarnan elsta
son sinn, Bjarna, sem var tveim
árum yngri en ég, um jurtir og
grös og naut slíks og var líka mik-
ill áhugamaður um skógrækt. Hann
var þannig maður ræktunar lands
og lýðs.
Éftir að Kristján og Mekkín
fluttu til Akureyrar var hann um
nokkurra ára skeið með fé, átti hús
og leigði land til grasnytja. Stund-
um falaðist hann aðstoðar minnar,
sem mér var ánægja að, en þegar
honum fannst hann þurfa æ meiri
hjálpar við vildi hann ekki vera upp
á aðra kominn og lagði allan bú-
skap af.
Þessi síðustu ár gátu þau hjónin
loks leyft sér að ferðat talsvert um
landið og nutu þess mjög og fyrir
allmörgum árum fóru þau til Nor-
egs, er Bjarni sonur þeirra dvaldi
þar við nám ásamt fjölskyldu og
var það þeim ógleymanleg ferð.
Svo var komið allra síðustu árin,
að heilsunni hrakaði mjög og var
þessum eljusama manni þá mjög
brugðið. Þó stundaði hann sér til
hugarhægðar bókband og sló ekki
af í því.
Kristján og Mekkín eignuðust
sem áður sagði 5 börn: Bjarna
Benedikt, framkvæmdastjóra á
Akureyri, en kona hans er Elísabet
Guðmundsdóttir skrifstofumaður,
en áður hafði hann verið kvæntur
Selmu Jónsdóttur; Gunnar Árna,
húsasmíðameistara í Reykjavík, en
kona hans er Oddný Vatnsdal,
sjúkraliði; Jón Guðna, fréttamann
í Reykjavík, sem er ókvæntur; Sig-
rúnu læknaritara á Akureyri, en
maður hennar er Haraldur Hauks-
son skurðlæknir; og Gunnlaug
byggingatæknifræðing í Mosfells-
bæ en kona hans er Hulda Ingi-
marsdóttir skrifstofumaður. Barna-
börnin eru 8.
Börnum sínum veittu þau Krist-
ján og Mekkín þá menntun, sem
þau kusu og studdu þau í því. Var
þeim þessi barnahópur, tengdabörn
og barnabörn hugleikinn og til mik-
illar ánægju og vel fylgst með öllum
framgangi þeirra.
Að leiðarlokum vil ég færa Krist-
jáni þakkir mínar fyrir fóstrið og
allan hlýjug til mín og minna og
færi Mekkín, börnum og öðrum
aðstandendum innilegustu samúð-
arkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar.
Hreinn Pálsson.