Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1992
Minning:
Jóna L Jónsdóttir
Fædd 6. maí 1913
Dáin 6. febrúar 1992
í dag verður elsku amma mín
lögð til hinstu hvílu. Mér er þungt
í brjósti að horfa á eftir henni og
er ég ekki ein um það. Þegar ég
sagði syni mínum frá því að lang-
amma hans væri dáin varð hann
afar sorgmæddur og sagði meðal
annars að nú væri hann hræddur
um að fjölskyidan sín myndi minnka
og minnka og loksins hverfa svo
hann stæði einn eftir. Í þessum
orðum hans er að finna sannleiks-
korn. Vissulega er stór hluti fjöl-
skyldunnar horfinn með ömmu enda
finnst mér eins og hún hafi verið
höfuð ættarinnar og að enginn geti
fyllt það skarð sem hún skilur eftir.
. í kringum Jónu ömmu var alltaf
mikið fólk. Foreldrar hennar voru
Sigríður Friðbjörg Sigurðardóttir
og Jón Barðason skipstjóri frá
Siglufirði. Aðeins þriggja vikna
gamalli var henni komið fyrir í fóstu
hjá Halldóri Jónssyni og Margréti
Friðriksdóttur. Þar eignaðist hún
níu fóstursystkini sem hún mat
ávallt mikils. Þegar hún er um ferm-
ingu flytur hún til föður síns á
Isafirði sem þá var kvæntur. Jóna
talaði ávallt hlýlega um stjúpu sína;
Jónu Helgu Valdimarsdóttur sem
reyndist henni hin besta móðir. I
þessari fjölskyldu eignaðist amma
sjö hálfsystkini sem hún talaði aldr-
ei um öðruvísi en sem „systkini sín“.
Amma var alltaf þakkíát fyrir að
hafa eignast stjúpu sem vildi að hún
hefði tækifæri til að mennta sig,
líkt og drengirnir. Á uppvaxtar-
árum ömmu þótti gott að hafa barn-
askólapróf., Áðeins konur með mik-
inn menntunarþorsta komust í
gagnfræðaskólapróf og amma var
ein þeirra. Hún fór í gagnfræða-
skóla og síðan stefndi hugur hennar
til verslunarskólanáms en ömmu
þótti stærðfræði ávallt skemmtileg-
ust af því sem hún lærði. Þó ekki
Fædd 8. desember 1901
Dáinn 5. febrúar 1992
Okkur langar að minnast afa-
systur okkar, Unnar Finnbogadótt-
ur, sem lést í Landakotsspítala 5.
febrúar sl. eftir skamma sjúkdóms-
legu.
Sá einn sem reynir skynjar best og skilur,
hve skin frá vinarhug er gott að finna.
í hjarta þér bjó fegurð, ást og ylur,
sem innstu lífsins rætur saman tvinna
en kærleikurinn er það ljós á leið
sem lýsir skærast mannsins ævi skeið.
(Ág. Böðvarsson)
Unnur fæddist á Svínhóli í Mið-
| dölum, Dalasýslu, en fluttist ung
að Sauðafelli í sömu sveit. Hún ólst
þar upp í stórum systkinahópi. Eins
og títt var á stórum sveitaheimilum
á þessum árum hafði hún ung
skyldum að gegna og þurfti
snemma að fara að vinna fyrir sér.
Unnur fluttist ung til Reykjavík-
ur og stundaði margvísleg störf.
Meðal annars vann hún lengi á
saupiastofum enda var hún mjög
handlagin og hafði næmt auga fyr-
ir öllu handverki. Hún bjó lengst
af á Grettisgötu 76 ásamt systur
sinni, Herdísi, sem lifir systur sína.
Þær bjuggu saman á Grettisgötunni
þar til skömmu fyrir síðustu jól að
, veikindi Unnar urðu til þess að hún
varð að leggjast á sjúkrahús og
Herdís fluttist í Hafnarbúðir.
Heimili þeirra á Grettisgötunni
bar þess merki að þær voru báðar
mjög miklar hannyrðakonur. Þar
var ávallt vel tekið á móti gestum
' og ósjaldan hittum við ættingja
okkar þar, sem við hittum sjaldan
annars. Unnur og Herdís voru ötul-
ar við að segja okkur frá frænd-
yrði af því að hún kæmist í verslun-
arskólanámið tók hún sig til og
ákvað að læra hárgreiðslu fyrir
sunnan. Amma var ávallt raunsæ
og hugsaði sem svo að sama hversu
áraði illa hjá fólki myndu konur
alltaf láta Iaga á sér hárið.
Eitt af því sem breytti áformum
um verslunarskólanám var að ástin
kom inn í líf ömmu. Þegar hún fór
til Neskaupstaðar að vinna sumarið
1933 kynntist hún mannsefni sínu
og þann 29. júní 1934 giftist hún
Jóni Svani Sigurðssyni, síðar at-
hafnamanni í Neskaupstað og eign-
aðist með honum fimm börn: Jón
B., sem nú býr í Svíþjóð, Sigrúnu,
Sigurð (Bonna) sem nú býr í Banda-
ríkjunum, Grétar Halldór og Jónu
Svönu. Barnabörnin eru íjórtán að
tölu og barnabarnabörnin samtals
níu.
Lengst af ævinni bjuggu amma
og afi í Neskaupstað - í húsi sem
þá var oftast kölluð Stjarnan. Fyrir
utan það að reka stórt heimili og
ala upp fimm börn var amma mikið
í félagsmálum alla tíð og lét meðal
annars mikið til sín taka í slysa-
varnamálum á Norðfirði. Núna síð-
ast í nóvember sýndi hún tískuföt
á tískusýningu í Seljahlíð enda með
afbrigðum glæsileg kona. Amma
saknaði ávallt Norðfjarðar eftir að
hún flutti þaðan en fyrst og fremst
leit hún á sig sem Siglfirðing. Henni
leið sjaldnast eins vel og þegar hún
var úti í náttúrunni. Þetta var eitt
af því sem við amma áttum sameig-
inlegt - náttúruástina.
Ég man eftir ömmu og afa í
Drekavoginum, á Dalbrautinni, á
Aðalgötunni á Sauðárkróki, á Star-
haganum og á Kleppsveginum.
Reyndar leið henni hvað best á
Kleppsveginum því þar sá hún fjöll-
in eins og á Norðfirði og Siglufirði
forðum daga. Ég heimsótti ömmu
og afa oft enda aufúsugestur eins
og öll hin barnabömin. Oft var
mikill hasar hjá okkur krökkunum
fólki okkar sem við höfðum lítil
kynni af. Þannig fengum við fregn-
ir af mörgum ættingjum okkar í
heimsóknum á Grettisgötunni. Þær
systur fæddust kringum aldamótin
og hafa því lifað þær mestu þjóðfé-
lagsbreytingar sem átt hafa sér
stað með þjóðinni. Þær höfðu því
mörgu að miðla og eigum við ljúfar
minningar úr stofunum þeirra þar
sem þær sögðu okkur frá liðnum
tímum. Þær upplýstu okkur m.a.
um ættingja okkar sem voru marg-
ir hveijir látnir, löngu áður en við
fæddumst. Þannig fengum við
margar myndir af daglegu lífi fólks
fyrr á þessari öld í gegnum frásagn-
ir þeirra.
Unnur var mjög atorkusöm og
drífandi kona. Hún fylgdist vel með
öllum þjóðfélagsbreytingum, var
ákvðin í skoðunum og var gaman
að ræða við hana um málefni líð-
andi stundar. Við hugsuðum oft um
hversu víðsýn hún var og jákvæð
gagnvart viðhorfum og breytni okk-
ar sem yngri vorum. Hún vildi gera
gott úr öllu og tókst á við hvers-
dagsleikann með jákvæðu hugarf-
ari. Vegna þessa jákvæða og glað-
lega viðmóts hennar var ætíð gam-
an að hitta hana. Hún hafði áhuga
á hvað við vorum að aðhafast og
var ávallt boðin og búin að styðja
okkur og hvetja á alla lund. Hún
vildi hag okkar allra sem bestan
og bar mikla umhyggju fyrir frænd-
fólki sínu.
Unnur var glæsileg kona og hafði
til að bera reisn og tign. Hún var
alltaf ung í anda og frá henni geisl-
aði hlýju og krafti. Við dáðúmst
að hve minnug hún var alla tíð,
ekki bara á gamla tímann heldur
einnig á atburði líðandi stundar.
í jólaboðunum hjá ömmu. Eitt sinn
sá ég hræðilega kvikmynd í sjón-
varpinu um Dýrlinginn og risaköng-
ulær. Það var þegar amma bjó á
Dalbrautinni. Þá var gott að skríða
upp í til ömmu þegar ímyndunaraf-
lið fór að gera manni grikk. Það
er að segja ef mér tókst að sofna
fýrir hrotunum í henni!
Nú á tímum gæðakapphlaups og
tengslaleysis verður tiifinningin um
fjölskyldubönd æ mikilvægari og
ég er henni ömmu þakklát fyrir að
hafa veitt mér ríkulega af þeirri
tilfinningu. Iiún skynjaði vel og
talaði oft um hvað gæfi sér gildi í
lífinu og tengsl innan fjölskyldunn-
ar voru eitt af því. Amma var glögg
á margt í samtímanum og víðsýn
að eðlisfari. Eitt sinn sagði hún
mér að rauðsokkurnar hefðu farið
vitlaust að í kvenréttindabarátt-
unni. Fyrir það fyrsta hefðu þær
átt að láta meta starf húsmæðra.
Nokkuð til í því enda þekkti Jóna
af eigin raun hvað störf húsmóður-
innar er mikilvægt. Væri starf hús-
móðurinnar metið sem skyldi þyrft-
um við ef til vill núorðið ekki á
tveimur fyrirvinnum að halda.
Eftir því sem árin liðu urðu tengsl
mín og ömmu meiri og sterkari.
Samskipti okkar allra síðustu árin
gáfu mér mikið því amma stappaði
Hún hélt sinni andlegu reisn og lífs-
krafti til hinstu stundar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við þökkum Unni afasystur okk-
ar fyrir allar stundirnar sem við
áttum með henni; allt það sem hún
miðlaði okkur, allt það sem hún gaf
af sér, þá takmarkalausu umhyggju
og þann mikla kærleika sem hún
sýndi okkur alla tíð. Við munum
alltaf minnast hennar með hlýhug,
þakklæti og virðingu. Blessuð sé
minning Unnar afasystur okkar.
María og Elsa.
oft í mig stálinu þegar á móti blés
á þeim starfsvettvangi sem ég hafði
valið mér. Amma hafði lúmskt gam-
an af því þegar fólk hringdi í hana
og hélt að það væri að tala við mig
en heyrði þess í stað hása rödd
gamallar konu. Gat þessi rödd kom-
ið úr barka kynfræðingsins?! Hún
var nefnilega af þeirri kynslóð sem
lærði að flíka ekki sínum innra
manni - hvað þá þeim tilfinningum
sem vörðuðu nánustu samskipti
hjóna. Ömmu skorti hins vegar ekki
framsýni og skilning. Þess vegna
varð eindreginn stuðningur hennar
við starf mitt mér mikil hvatning
að gefast ekki upp. Þrátt fyrir tíð
veikindi síðustu árin náði amma sér
alltaf á strik og var þá viðræðugóð
og spræk í alla staði. Ég á eftir að
sakna þess að koma til ömmu í
spjall á sunnudögum til að ræða
heima og geima. Það verður erfitt
að sætta sig við það en ég hef þó
góðar minningar til að ylja mig við
þegar söknuðurinn mun gera vart
við sig. Kærar þakkir sendi ég elsku
bestu ömmu fyrir liðnar samveru-
stundir. Hvíldu í friði.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættaijörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þár minn anda’í hendur.
Foldin geymi fjötur sinn.
Faðir lífsins, Drottinn minn
hjálpi mér í himin þinn
heilagur máttur, veikum sendur.
Faðir lífsins, faðir minn,
fel ég þér minn anda’í hendur.
(Sig. Jónsson frá Arnarvatni.)
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir,
dótturdóttir.
Kveðja frá Seljahlíð
Við íbúar vistheimilisins Selja-
hlíðar minnumst í dag eins af okkar
góðu sambýlisfélögum. Á slíkum
stað þar þar margir aldurhnignir
búa saman er oft stutt milli kveðju-
stunda. „Einn og einn er kvaddur.
Æðri dýrð og sælu gladdur." Bless-
uð sé minning þeirra.
Jóna í. Jónsdóttir, sem í dag er
kvödd var einstök. Henni fylgdi dag
hvern friður og fijálsborinn andi
er stráði _ geislum og hlýju í um-
hverfið. í léttu viðmóti bar hún
háttvísi, bauð viðmælanda sínum
til nýrra hugðar.efna. Var kvik í
hreyfingum, þótt sjálf bæri hún
þungan sjúkdóm í eigin bijósti. Hún
gaf birtu og yl þeim er skugga ein-
manaleikans færðist yfir, þeim er
ljós auglitis þeirra vildu daprast í
viðhorfi til morgundagsins.
Jóna var af svokallaðir Barðaætt
sem voru miklir skipstjórnarmenn.
Hún fæddist á Ólafsfirði, ólst upp
á Siglufirði. Eftir fermingaraldur-
inn liggur leiðin í nýstofnaðan
Gagnfræðaskóla á ísafirði. Lærir
þar meðal annars söng. Syngur í
kórurn, til dæmis hinum þekkta
Sunnukór undir handleiðslu tón-
skáldsins Jónasar Tómassonar.
Til Reykjavíkur kemur Jóna svo
1930 og tekur að nema hárgreiðslu
hjá Kristólínu Kragh, sem rak hár-
greiðslustofu og kenndi hárgreiðslu.
Þar kynnist hún dóttur frú Kragh,
Agnesi Kragh, sem var á líkum
aldri. Með þeim tókst vinátta, sem
aldrei bar skugga á. Báðar glaðar,
nutu fegurðar og drauma. Dáðu og
lásu vaxtarsprota er uxu í golunni
við hnjúkaþey á morgni lífsins. Fjór-
um árum síðar skiljast leiðir. Jóna
flytur á Neskaupstað, giftist góðum
manni sem hefur trúnaðarstarf með
höndum, Jóni Svan Sigurðssyni.
Hann andaðist 27. nóvember 1986
eftir langvarandi erfið veikindi.
Að baki eru 54 sambúðarár.
Hingað að Seljahlíð flytur Jóna á
vordögum 1986, ein af fyrstu íbúum
þessa heimilis. Hér mætast á ný
hinar gömlu vinkonur, hún og
Agnes Kragh, sem einnig flyst
hingað á sömu vordögum 1986.
Eftir 50 ára aðskilnað eru gamlar
minningar endurnýjaðar, þó við-
horfin séu önnur. „Hin gömlu kynni
gleymast ei.“ Nýjar fjölskyldur,
börn, bamabörn er draumur morg-
undagsins. Við hér á heimilinu
minnumst laugardagsins 23. nóv-
ember sl., þá var frátekinn gleði-
dagur á heimilinu. Jóna var þá glöð.
Fagnandi gekk hún hér um sali,
naut þess er fram fór og gaf af
sjálfri sér, án tillits til eigin heilsu.
Frá þeim degi var sjúkrabeðurinn
hennar athvarf. Hún andaðist
fimmtudaginn 6. febrúar, lögð til
hinstu hvíldar í dag, 15. febrúar.
Löngu og björtu lífsstarfi er lokið.
Hún dáði land sitt, fossa, fjöll þess
og dali. Af hárri heiðarbrún gat hún
sungið: „Yndislega ættaijörð, ást-
arkveðju heyr þú mína.“
Með trega og þökk kveðjum við
Jónu Jónsdóttur. Hún hvíli í friði.
Heimilisfólkið í Seljahlíð.
t
Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, afi og tengdafaðir,
JÓN KRISTJÁNSSON,
Eyrargötu 5,
Súgandafirði,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 12. febrúar.
Rannveig Magnúsdóttir,
Sigrfður S. Jónsdóttir,
Magnús S. Jónsson, Ágústa Gísladóttir
og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HALLDÓR JÓNSSON
fró Ey,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 12. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Halldórsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Elsa Halldórsdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Sváfnir Sveinbjarnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Seljahlið,
er lést að morgni 6. febrúar sl., verður jarðsett frá Seljakirkju í
dag, föstudaginn 14. febrúar, kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag Is-
lands.
Grétar Jónsson, Ágústa Olsen,
Sigurður Jónsson, Guðlaug Benediktsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
Jóna Svana Jónsdóttir,
Jón B. Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Unnur Finnboga-
dóttir - Minning