Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
13
Fjármálaráðherra um vexti af afurðalánum:
Ahugi á að breyfa
fyrirkomulagi á
endurgreiðslu
FJÁRMÁLARÁÐHERRA segir að áhugi sé á að breyta núverandi
fyrirkomulagi endurgreiðslu ríkissjóðs á vaxtakostnaði afurðalána
vegna kindaly'ötsframleiðslunnar og í síðustu búvörusamningum
hafi verið opnaðar til þess leiðir frá næsta hausti. Segir hann koma
til greina að greiða sláturhúsunum fyrirframákveðna upphæð og
að bjóða afurðalánin út.
Helgi Valdimarsson
„Það er því raunhæft
og ákjósanlegt mark-
mið fyrir norrænt gigt-
arár að skapa fjárhags-
legan grundvöll hér-
lendis til þess að læknar
og líffræðingar geti
tekið frumkvæði í fjöl-
þjóðlegum rannsóknum
sem hafa það markmið
að leysa gigtargátuna.“
nokkur ár. Ef vel tekst til ætti þá
að verða hægt að fá erlent fjár-
magn til að halda þessum rann-
sóknum áfram.
Höfundur er forstöðumaður
Rannsóknastofu Háskólans í
ónæmisfræði
Við verðlagningu á kindakjöti í
heildsölu hafa fulltrúar neytenda í
fimmmannanefnd fundið að háum
afurðalánavöxtum bankanna, sér-
staklega Landsbankans sem fram
að síðustu vaxtaákvörðun tók
16,25% vexti af afurðalánum en
hefur nú lækkað þá um 1%. Búnað-
arbankinn er með 13% vexti á af-
urðalánum. Hafa neytendafulltrú-
amir einnig gagnrýnt fyrirkomulag
endurgreiðslnanna og segja að eng-
inn sem að þeim komi hafi áhuga
á að lækka vextina.
Fulltrúar viðskipta-, fjármála- og
landbúnaðarráðuneytis mættu á
fund fimmmannanefndar í gær til
að ræða vaxtamálin. Nefndin ákvað
að láta kanna þróun afurðalána-
vaxtanna á undanförnum árum og
óska síðan eftir fundum með fulltrú-
um bankanna.
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði, þegar gagnrýni neyt-
endafulltrúanna var borin undir
hann: „Um alliangt skeið hefur rík-
issjóður greitt vexti af afurðalánum
vegna framleiðslu kindakjöts í
gegnum niðurgreiðslulið fjárlaga.
Afurðastöðvar framvísa reikning-
um mánaðarlega til Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins á grundvelli
óseldra birgða. Greiðsluábyrgð lána
og vaxta gagnvart bönkum er því
á ábyrgð afurðastöðva þó ríkissjóð-
ur hafí samþykkt að endurgreiða
vextina. Þessi tilhögun hefur lengi
verið gagnrýnd vegna þeirrar sjálf-
virkni sem hún hefur í för með sér.
Um þetta var nokkuð rætt við gerð
síðasta búvörusamnings og þar var
opnað fýrir endurskoðun á fyrir-
komulaginu frá næsta hausti. Sú
endurskoðun gæti til dæmis falið í
sér að greidd yrði fyrirframákveðin
upphæð vegna vaxta afurðalána
sem miðaði við tiltekið söluferil
birgða á árinu. Önnur leið væri að
bjóða út afurðalánin en sú leið
myndi líklega þýða frekari aðild rík-
issjóðs og hugsanlega ábyrgð á af-
urðalánunum sjálfum.
Aðalatriðið er auðvitað að þeir
sem fara með opinbert fé geri það
með sem hagkvæmustum hætti en
láti ekki okra á sér einungis af því
að um er að ræða fé skattborgar-
anna,“ sagði fjármálaráðherra.
um útgjöldum. Fyrirtæki og stofn-
anir myndu spara peninga og
starfsgleði, starfsafköst og bættur
frítími starfsfólks fylgdu í kjölfarið.
Ódýrasta og skilvirkasta leiðin að
þessu marki eru fyrirbyggjandi að-
gerðir. Með fyrirbyggjandi aðgerð-
um er átt við fræðslu fyrir stjórn-
endur og starfsmenn fyrirtækja og
stofnana. Önnur leið er að bæta
óhentugt starfsumhverfí. Það er
gert t.d. með því að staðla vinnuað-
stöðu þeirra sem vinna við skjá.
Evrópubandalagið hefur nú þegar
samþykkt herta lágmarksstaðla
sem gilda munu um starfsumhverfí
og uppfræðslu þeirra sem starfa
við tölvuskjái. Eins og staðan er í
dag bendir allt til þess að framtíð
Evrópu verði tengd okkar framtíð
og því ættu allir sem bera ábyrgð
á skrifstofurekstri að þekkja til
þeirra reglna sem EB er að setja.
Framtíðin — EB staðlamir?
Staðlarnir sem EB samþykkti ná
yfir alla þætti starfsumhverfis sem
taldir eru skipta máli fyrir líðan og
heilsu starfsfólks. Má þar nefna
„starfsstöðina" (stóll, vinnuborð og
fylgihlutir svo og vélbúnaður og
hugbúnaður tölvunnar), ásamt lýs-
ingu, hita, raka o.s.frv. Það er skýrt
kveðið á um það í þessum reglum
að atvinnuveitendur beri ábyrgð á
því að þessum stöðlum sé fullnægt.
Tryggja skal að starfsumhverfí
skjávinnufólks samrýmist stöðlun-
um að fullu eftir 31. desember
1996. Þetta gefur fyrirtækjum, að
því er talið er, nægan
aðlögunartíma. Öll þau
tæki og húsgögn sem
keypt eru eftir 31. des-
ember 1992 verða að
fylgja þessum stöðlum.
Með tilliti til þess að
ending venjulegs skrif-
stofustóls er að jafnaði
10 ár er ljóst að-íslensk-
ir atvinnurekendur,
sem hyggja á kaup á
skrifstofubúnaði, geta
að öllum líkindum spar-
að sér miklar fjárhæðir
með því að gefa þessum
stöðlum gaum. En víkj-
um nánar að stöðlunum. Þannig
segir í 2. kafla, grein 3.1 að at-
vinnuveitanda beri skylda til að láta
fara fram greiningu á „starfsstöð"
með tilliti til öryggis og heilsu sem
af notkun hennar hlýst. Sérstaklega
ber að kanna áhættuþætti sem snúa
að sjón, líkamlegum kvillum og
andlegu álagi notenda. í framhaldi
af þessu er atvinnuveitenda gert
skylt að grípa til viðeigandi aðgerða
til að draga úr þeim áhættuþáttum
sem í Ijós kunna að koma við áður-
nefnda greiningu. Þeim er einnig
skylt að koma öllum upplýsingum
er fram koma við greininguna og
varða öryggi og heilsu til hlutaðeig-
andi starfsmanna. Það sem á eftir
kemur er í raun nánari útfærsla á
þriðju greininni.
7. grein gerir atvinnuveitanda
skylt að búa til starfsáætlun þannig
að daglegri vinnu við tölvuskjá sé
raskað með vinnuhléum eða breytt-
um verkefnum sem draga úr skjá-
vinnu.
9. grein gerir atvinnuveitenda
skylt að sjá starfsfólki fyrir viðeig-
andi augnskoðun og sjónprófí sem
framkvæmt er af hæfum aðila:
— áður en starf við tölvuskjá hefst.
— með reglulegu millibili eftir það
— ef upp koma sjónkvillar sem
stafað gætu af skjávinnu.
Það er einnig í höndum atvinnu-
veitanda að sjá starfsmönnum, þeim
að kostnaðarlausu, fyrir nauðsyn-
legum úrbótum hvort sem það eru
gleraugu eða annað.
Tölvuforrit eru að verða ákaflega
mikil hluti þess vinnuumhverfís sem
starfsfólk hrærist í. EB staðlarnir
ná til þeirra en það sést á stöðlunum
hversu erfitt er að gefa einhveijar
einhlítar reglur um hönnun hugbún-
aðar. Atvinnuveitendum ber engu
að síður skylda tl að styðjast við
ákveðnar meginreglur þegar hug-
búnaður sem byggir á skjánotkun
er valinn, hannaður eða lagaður að
aðstæðum. í fyrsta lagi verður hug-
búnaður að henta verkefni. í öðru
lagi þarf hann að vera auðveldur í
notkun og hægt að laga hann að
kunnáttu og reynslu notandans, þar
sem við á. Ekki má nota forrit eða
annán búnað til að afla upplýsinga
um gæði vinnu eða afkasta starfs-
manns án vitundar hans.
Lokaorð
Þessar reglur hljóta að vera
fagnaðarefni fyrir þá sem starfa :
við tölvur um alla Evrópu sem og
þá sem vinna að bættu vinnuum-
hverfí. Þær eru skref í átt til betra
lífs. Það er mikilvægt að atvinnu-
rekendur sem bera kostnaðinn af
þessum breytingum hafí í huga að
sá kostnaður skilar sér a.m.k. að
einhveiju leyti til baka. Má þar
nefna minni fjarvistir starfsmanna,
meiri starfsgleði og bætt heilsa
sem leiða til aukinna afkasta og
gæða þjónustu og framleiðslu.
Vandamálið er að erfítt er að
reikna út þennan sparnað í bein-
hörðum peningum. Með því að at-
huga þessi mál í tíma og innleiða
nauðsynlegar breytingar á skyn-
samlegan og ódýran hátt sparast
fé samfara því að lagalega verða
menn með sitt á hreinu. Spurning-
in ssem eftir stendur er því einung-
is; Hvenær munu þessir staðlar
taka gildi á íslandi?
Myndin er tekin úr bókinni:
Vinnuvistfræði. Birt með góðfús-
legu leyfi höfundar.
Heimildir:
EC Directive 270 combined with EC
Directive 391. Grandjean, E., (1987) Erg-
onomics in Computerized Offices. VDU
Directives 1992. Spring 1991. Office Secret-
ary.
Höfundur er vinnuvistfræðingur.
Kœru vinir!
Allir þið, sem glödduð mig á 70 ára afmœli
mínu með heimsóknum, gjöfum, símskeytum,
samtölum og á annan hátt gerðuð mér daginn
ógleymanlegan, fœri ég alúðarþakkir fyrirþann
hlýhug sem ég fann svo glöggt.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Aðalsteinn Jónsson,
Eskifirði.
Á1 K It/TT tft
EKKI AÐEINS HEITT,
HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ
HATTING brauðið er fryst áður en það er
fullbakað. Settu HATTING brauðið í
bökunarpokanum í ofninn og
stundarfjórðungi síðar er ostabrauðið
tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið.
ÖRKIN1012-