Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 29 Sveinsína G. Jórams- dóttir - Minning Fædd 20. júlí 1909 Dáin 5. febrúar 1992 Þegar sól af lofti líður, ljóminn víkur jörðu frá svali himinsælu fríður sólarþyrstri vökubrá. Leitið hærra! Leitið hærra! Lútið helgum lífsins dómi ljósið skráir valdboð hans. Sveipar drottins sólarljómi sorgarbrautir dauðlegs manns. Leitið hærra! Leitið hærra! Þetta eru orðin hans Stefáns frá Hvítadal. Við eigum ávallt að leita hærra, - frá sorgarbraut í sólar- ljóma. Og víst verður sólarljómi í minningu um elskulega tengdamóð- ur mína er lést eftir stutta sjúkra- legu 5. febrúar sl. Hún var af sunn- lensku bergi brotin, fædd í Litla- hólmskoti í Leiru, 20. júlí 1909. Foreldrar hennar voru Jóram Jóns- son og Ragnhildur Pétursdóttir og áttu þau 5 börn, þrjú þeirra eru nú látin. Jóram fórst er tengdamóðir mín var aðeins 9 mánaða gömul. Var hún þá tekin í fóstur af hjónun- um Valgerði Benediktsdóttur og Magnúsi Jónssyni.er bjuggu í Lóns- húsum í Garði. Áttu þau fyrir 5 börn; Jón, Ragnhildi, Elínu, Bene- dikt og Magnús er dó í bernsku. Geta má nærri um hjartagæsku þessara hjóna er þau tóku að sér ungbarn í viðbót barnahópsins, á þeim tímum er barist var hörðum höndum fyrir lífsbjörginni. Oft minntust þær systurnar þess, hve heppnar þær hefðu verið að eignast þessa fóstursystur með sína glaðværð og umhyggju. Gagnkvæm var tryggðin á báða bóga. Ekki tapaði Sveinsína þó tryggð við systkini sín né þeirra niðja og var ætíð kært með þeim. Heimili Valgerðar og Magnúsar gegnum árin var á Njarðargötu 41 í Reykjavík. Sannkallað skjól allra er þangað komu. Þessi fasti punkt- ur í tilverunni, sem öllum er svo nauðsynlegur. Árið 1932 giftist Sveinsína Lár- usi Sigurbjörnssyni, ungum sjó- manni ættuðum úr Dýrafirði,_ en hann fórst með togaranum Ólafi árið 1938. Bjuggu þau fyrst á Framnesvegi í Reykjavík, þar sem þeim fæddist sonurinn Bragi árið 1933. Áður eignaðist hún dóttur, Valgerði Magnúsdóttur, er nú kveð- ur móður og góða vinkonu. Sannar- legur sólarljómi er í minningu henn- ar og íjölskyldu hennar. Vaigerður ólst upp hjá þeim systkinum eftir lát fóstru sinnar og nöfnu, og er hún eignaðist soninn Lárus Berg Sigurbergsson var kominn þriðji ættliðurinn, sem þau ólu upp. Er lærdómsríkt að sjá, er árin líða hjá, umhyggju Valgerðar og fjölskyldu hennar við Ragnhildi, sem ein er eftir af Njarðargötusystkinunum, 95 ára gömul og dvelur nú á Hrafn- istu í Reykjavík. Á Njarðargötu 41 var gott að koma. Finna hlýjuna hjá þessu fólki og þessa rammísiensku gestrisni, þar sem sunnudagskaffiborðið svignaði undan veitingunum. En þeim fannst þetta bara lítilræði og báðu fyrirgefningar. Reyna að gera sér þetta að góðu. Gestrisni og glað- værð einkenndi þetta fólk og það tók hún tengdamóðir mín með sér í næsta nágrenni að Nönnugötu 8, þar sem hún bjó frá árinu 1960, er hún giftist æskuvini sínum, Þor- steini Þorsteinssyni forstjóra, þeim öðlingsmanni. Lést hann 13. mars 1970 og var sárt saknað. Áfram hélt hún heimili á Nönnugötu 8, þar sem ávallt ríkti glaðværð og hressileiki, sem einkenndu hana mest. Alltaf tii í einhveija tilbreyt- ingu. Fyrir fáum árum eignuðust þær mæðgur ofurlítið sumarhús vestur í Svínadal og þar var notið hverrar stundar og friðar í sveita- sælunni. Ferðalög og leikhús voru hugðarefni eða bíóferð með barna- barni. Ekkert kynslóðabil þar. Berglind sonardóttir kveður ömmu sína úr fjarlægð með söknuði og þakklæti. Bjó hún í nágrenni henn- ar sl. ár og naut umhyggju og ást- úðar. Já, við söknum, en leitum hærra. Leitum hærra með sólþyrstri vöku- brá, þar sem drottinn sendir okkur sólarljóma er við lútum lífsins dómi. Með þakklæti kveð ég elskulegá tengdamóður og tileinka henni vers úr 44. sálmi Hallgríms. Svo máttu verða viss upp á vilji þér dauðinn granda. Sæla þér mæti miskunn þá mildum Guðs fóðuranda. Sólveig Matthíasdóttir. Jóhanna Rósants Júl- íusdóttir — Minning Fædd 9. september 1905 Dáin 5. febrúar 1992 Hanna, Jóhanna Rósants Júlíus- dóttir, Tunguvegi 7, hefur fengið hvíldina eftir langa og viðburðaríka ævi. Hún var fædd á Kálfshamars- nesi í Húnaþingi 9. september 1905. Að fæðast upp úr síðustu aldamót- um á íslandi og lifa fram á daginn í dag, er mjög ólíkt því sem við unga fólkið þekkjum í dag. Amma giftist afa okkar, Stefáni Jónssyni bifreiðastjóra, hinn 9. september 1944. Þau byggðu sér þá strax í upphafi heimili á Tungu- vegi 8 í Hafnarfirði. Þar hefur amma búið alla tíð síðan, en afi lést 3. ágúst 1973. Þau eignuðst ijögur börn, elst er Ingibjörg síðan Siguijón, Guðbjörg og yngst Guðný. Amma var fyrst og fremst góð kona. Öll eigum við mjög skemmti- legar minningar frá okkar samvist- um, ekki síst í stuttum ferðum sem á Þingvelli, þar átti amma það til að spila fótbolta við okkur jafnvel síðast þegar hún var orðin 83 ára gömul. Fengum við einnig tækifæri til að vera saman með henni í Dan- mörku í heimsókn hjá Guðnýju dótt- ur hennar og frænku okkar, og voru það ógleymanlegar stundir. Alltaf þegar komið var á Tungu- veginn var tekið á móti okkur með kökum og öðru góðgæti, hrísgijóna- grautur var eldaður um miðjan dag þegar hún átti von á okkur, því hún vissi sem var, að sum okkar voru mikið fyrir að fá graut. Amma vann lengst af utan heim- ilis, í yfir tvo áratugi vann hún sem vökukona á elli- og hjúkrunarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði, áður hafði hún unnið á ýmsum stöðum svo sem Laugarnesspítala, Landa- koti og Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Höfum við alltaf heyrt að amma hafi verið vel liðin í vinnu jafnt sem af samferðafólki. Við kveðjum ömmu í dag með þakklæti í huga og þökkum fyrir að hafa átt hana að. Við biðjum góðan guð að geyma elsku ömmu, og þökkum fyrir allt sem hún veitti okkur. Hanna Dóra, Olafur Stefán, Helgi og Skúli. Elsku amma okkar hefur nú fengið sína hinstu hvíld. Við viljum þakka henni fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Amma fæddist á Kálfshamars- nesi í Vindhælishreppi í A-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru þau Ingibjörg Jónsdóttir og Júlíus Jósepsson. En Ingibjörg móðir hennar lést er amma var nokkurra mánaða gömul. Amma var um tveggja ára aldur sett í fóstur hjá Guðbjörgu og Ólafi að Björgum í Vindhælishreppi. Hún var yngst 7 systkina. Amma giftist afa okkar, Stefáni Jónssyni, 1944. Þau byggðu húsið á Tunguvegi 7 í Hafnarfirði og bjuggu þar til æviloka, en afi lést 1973. Árið 1975 kynntist amma Jóni Sandholt Jónssyni vini sínum og bjó hann síðan hjá henni. Amma á Tunguveginum, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, var steik, hiý og létt í lund. Hún var alltaf hraust og hafði góða heilsu þar til nú síðasta ár. Við eig- um ótal minningar um ömmu sem við munum varðveita. Þegar við vorum yngri og komum í heimsókn til ömmu vorum við vön að sitja, ásamt öðrum frændsystk- inum okkar, á gólfinu og öll vildum við vera góðu börnin hennar ömmu. Þar sem amma var ung í anda, fannst okkur hún aldrei vera gömul þó hún væri komin á níræðisaldur. Ekkert okkar barnabarnanna mun nokkurn timann gleyma því er hún spilaði við okkur fótbolta á Þingvöll- um 83 ára gömul. Við vorum vön að hittast öll fjöl- skyldan á jóladag heima hjá ömmu og borðuðum við alltaf ljúffengt hangikjöt. Þó að heilsa hennar hafi verið orðin léleg núna um jólin vildi hún samt halda þetta árlega jóla- boð, sem hún og gerði með góðri aðstoð Jóns Sandholts vinar síns. Við sendum honum samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir ömmu okkar. Jóhanna, Evert, Karlotta. t Vinkona mín, móðir okkar, tengdamóð- ir, amma og langamma, JÓHANNA RÓSANTS JÚLÍUSDÓTTIR, Tunguvegi 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag, föstudaginn 14. febrúar, kl. 15.00. Jón Sandholt, Ingibjörg Stefánsdóttir, Jens Evertsson, Sigurjón Stefánsson, Margrét Björgvinsdóttir, Guðbjörg Stefánsdóttir, Magnús Ólafsson, Guðný Stefánsdóttir Baumann, Alan Baumann, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Klara Neilsen Fædd 5. júní 1905 Dáin 9. febrúar 1992 Elsku amma okkar, Klara Neil- sen , er látin 86 ára að aldri. Amma var gift Sigurði Eiríkssyni og bjuggu þau lengst af á Norður- götu 30, Akureyri. Þar bjó líka lang- afi okkar, Magnús Vilmundarson, sem lést á Kristneshæli 1976. Mangi afi eins og hann var kallaður gekk mömmu okkar Sólveigu í föð- ur stað en hana átti amma áður en hún kyntist Sigga afa. Amnia og Siggi afi áttu 4 börn, Magnúsínu, Siguróla, Valgarð og Ingu. Ólu þau síðan upp dóttur Magnúsínu, hana Klöru. Okkur systrum var alltaf til- hlökkunarefni að heimsækja afa og ömmu á Akureyri. Þar vorum við alltaf velkomnar. Oft var þröng á þingi þegar allur skarinn birtist, og kom það fyrir að tjaldað var í garð- inum. Helsta áhugamál ömmu voru Friðbjarnarhúsið, og stúkustörf sem hún stundaði með æskuvinkonu sinni, afasystur okkar, Þórhildi Hjaltalín, sem nú er látin. Amma var mjög dugleg að pijóna á okkur og barnabarnabörn sín og þá helst ullarsokka og vettlinga sem komu að góðum noturn. Fyrir 3 árum fluttu afi og amma á dvalar- heimilið Hlíð en afi lést þar fyrir tæpum tveimur árum. Við eigum góðar minningar um ömmu okkar sem var okkur mjög kær. Guðrún, Ingibjörg, Magnea, Erla, Þórhildur, Klara Ósk. Amma mín, Klara Neilsen, lést að morgni 9. febrúar eftir ströng veikindi. Hún fæddist 5. júní 1905 í Gamla-Lundi á Akureyri, dóttir Sólveigar Stefánsdóttur og Nielsar Hanke, norsks skipstjóra. Sólveig- giftist síðar Magnúsi Vilmundar- syni sem ól Klöru upp sem sína eigin dóttur við mikið ástríki og andlegan auð þó að hinn veraldlegi auður hafi ekki verið mikill. Amma var aðeins tólf ára þegar móðir hennar lést og tók þá Magnús lang- afi minn alfarið við uppeldi hennar, sem hún síðar launaði honum ríku- lega þegar hann var orðinn gamall maður. Hinn 4. október 1930 giftist amma afa, Sigurði Pétri Eiríkssyni, en hafði þá þremur árum áður eign- ast dóttur, Sólveigu, með Steindóri Hjaltalín. Sólveig ólst upp hjá ömmu og afa, sem voru samhent hjón og bjuggu allan sinn búskap í Norður- götu 30 þar sem yndislegt var að koma. Þar eignuðust þau sín börn. Elst er eins og áður er talið Sól- veig, gift Gunnari Bjartmarz, Magnúsína, gift Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, Siguróli, kvæntur Sig- urlaugu Jónsdóttur, Valgarður, kvæntur Öldu Aradóttur, Steinþór, sem lést nokkurra mánaða, Inga, gift Finni Óskarssyni. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, dóttur Magnúsínu, Klöru Sveinbjörnsdótt- ur, gift Helga Valgeirssyni, sem þau tóku sem fjórðu dóttur. Amma helgaði heimilinu alla sína starfskrafta og hlúði þar að ungum sem öldnum. Pijónaði á öll sín börn, barnabörn og íangömmubörn fram á síðustu mánuði, þótt hún væri orðin hálfblind. Einnig lét hún mál templara mikið til sín taka, starfaði af miklum dugnaði_ og var heiðurs- félagi í Stórstúku íslands og stúk- unni ísafold Fjallkonan nr. 1. Afi og amma fluttu á Dvalar- heimilið Hlíð 1988, þar sem afi lést snögglega 13. október 1989 og varð það ömmu þungt áfall, þar sem afi var augu hennar meira og minna. Eftir það bjó hún ein í íbúð á dvalarheimilinu þar til hún fór í sjúkrahús í janúar sl., illa farin eft- ir baráttu við sjúkdóm sinn. Við þökkum elsku ömmu fyrir allt og biðjum góðan Guð að styrkja ástvini hennar. Regína og Linda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, ÞORVALDAR ÞORLEIFSSONAR, Siglufirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Siglufjarðar. Guð blessi ykkur öll. Guðný Þorvaldsdóttir, Hans Þorvaldsson, Elias Þorvaldsson og fjölskyldur. t Okkar innilegustu þakkir fyrir þá sam- úð, vináttu og hlýhug, sem okkur var sýndur, við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, EYBJARGAR ÁSKELSDÓTTUR, Flókagötu 63. Valdimar Guðmundsson, Guðmundur Valdimarsson, Elísabet Valmundsdóttir, Flosi Valdimarsson, Bragi Valdimarsson, Helga Valdimarsdóttir, Sigrún Valdimarsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Laufey Valdimarsdóttir, Valdís Valdimarsdóttir, Erna Valdimarsdóttir, Anna Gisladóttir, Gunnfríður Sigurðardóttir, Lýður Benediktsson, Sigurður Benediktsson, Þór Gunnarsson, Árni Jóhannesson, Rudolf Nielsen, Stefán Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.