Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 10
* r
KAUPSTAÐUR /miklioirdur
I MJODD ALLAR BÚÐIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992
Kaup á laxveiðileyfum færð sem rísna:
Mat ræður hvort
hægt er að gjald-
færa kostnað
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
FJÁRMÁLARÁÐHERRA efast um að kaup stjórnenda fyrirtækja
og stofnana á laxveiðileyfum sem færð eru sem risna fyrirtækjanna
og þar með til frádráttar frá tekjum hafi mikil áhrif á verð laxveiði-
leyfa. Gylfi Pálsson segir í grein um stangveiði, sem birtist í síðasta
sunnudagsblaði Morgunblaðsins, að þessi kaup laxveiðileyfa skekki
viðskiptamyndina og spenni verðið upp. Segir Gylfi ljóst að „Jón
Jonsson meðallaunamaður" keppi ekki við þessa aðila um laxveiði-
leyfin á jafnréttisgrundvelli. Friðrik segir að mat á eðli kaupa á
Iaxveiðileyfum ráði því hvort fyrirtæki, hvort heldur það er opin-
bert eða í einkaeign, geti fært það sem risnu og rekstrarkostnað.
Friðrik Sophusson sagði í samtali
við Morgunblaðið af þessu tilefni
að hann vissi ekki hvaða áhrif þessi
kaup á laxveiðileyfum hefðu á verð-
ið en efaðist um að þau væru mik-
il. „Verðið ræðst af markaðnum og
held ég að útlendingarnir ráði miklu
um verðið á besta veiðitímanum í
bestu laxveiðiánum," sagði Friðrik.
„Það sem skiptir máli þegar litið
er á veiðileyfi sem rekstarkostnað
fyrirtækja er hvort um er að ræða
skattskyld fyrirtæki eða ekki,“ sagði
Friðrik þegar hann var spurður um
í hvaða tilvikum hægt væri að færa
kaup á veiðileyfum sem frádráttar-
bæra risnu. Hann sagði að skattayf-
irvöld hefðu engin afskipti af opin-
berum fyrirtækjum sem ekki væru
skattskyld. „Það eru eflaust nokkur
dæmi um að viðskiptavinum stofn-
ana er boðið í laxveiði. Eftirlit með
því hvort eðilegt sé að telja útgjöld-
in rekstrarkostnað er hjá því ráðu-
neyti sem stofnunin heyrir undir og
Ríkisendurskoðun. Ef talið er að um
sé að ræða óeðlilega risnu eiga þess-
ir eftirlitsaðilar að gera athuga-
semdir.
Ákvæði skattalaga gilda hins
vegar um skattskyld fyrirtæki,
hvort sem þau eru opinber eða í
einkaeign. Samkvæmt skattalögum
má draga rekstrarkostnað frá tekj-
um og rekstrarkostnaðurinn er skil-
greindur þannig að hann sé þau
gjöld sem ganga til að afla tekn-
anna, tryggja þær og halda þeim
við. Þess vegna skiptir öllu máli að
hægt sé að sýna fram á að sá kostn-'
aður sem fyrirtækin leggja í sé þess
eðlis. Hægt er að hugsa sér mörg
dæmi um kaup á veiðileyfum sem
flokkast óumdeilanlega undir frá-
dráttarbæra risnu. Til dæmis ef fyr-
irtæki býður erlendum aðila sem það
á mikil viðskipti við í veiði. Einnig
er hægt að hugsa sér dæmi um hið
gagnstæða, til dæmis þegar yfir-
menn tveggja fyrirtækja bjóða hvor
öðrum í veiði til skiptis á kostnað
fyrirtækjanna án þess að fyrirtækin
eigi með sér veruleg Viðskipti.
Kjarninn er sá hvort líta megi á
þessi útgjöld sem eðlilegan þátt í
að afla fyrirtækinu tekna. Það gætu
verið ástæður til að líta á svipaðan
hátt á fyrirtæki og stofnanir sem
ekki eru skattskyld. Hugsum okkur
að ráðherra komi til íslands í opin-
beru boði einhvers ráðherra og einn
þáttur i dvölinni væri að fara í lax-
veiði, nú eða sjóstangaveiði. Ef talið
er að þetta sé liður í eðlilegum sam-
skiptum ráðherranna og til þess
gert að styrkja stöðu landsins er
væntanlega ekki gerð athugasemd
við slík útgjöld. Ef hins vegar starfs-
menn ráðuneyta eða stofnana kaupa
veiðileyfi til eigin nota eða gesta
sinna án þess að það skili sér með
þeim hætti sem ætlast er til hjá eink-
afyrirtækjum, hlýtur viðkomandi
starfsmaður sjálfur að eiga að
greiða veiðileyfið," sagði Friðrik.
Kammertónlist í Bústaðakirkju
FJÓRÐU tónleikar á 35. starfsári
Kammermúsíkklúbbsins verða í
Bústaðakirkju sunnudaginn 16.
febrúar og hefjast þeir klukkan
20,30. Flutt verða verk eftir Benj-
amin Britten, Hafliða Hallgríms-
son og Franz Schubert. Flytjend-
ur á tónleikunum er Mistry-kvart-
ettinn frá London.
Þeir, sem leika í Mistry-kvartett-
inum eru Jagdish Mistry, fiðla, Char-
les Sewart fíðla, Caroline Henbest
lágfiðla og Sarah Butcher knéfiðla.
Ennfremur leikur Hafliði Hallgríms-
son á knéfiðlu. í fréttatilkynningu
frá Kammermúsíkklúbbnum færir
hann Bristish Council bestu þakkir
fyrir fjárstuðning til þessa tónleika-
halds.
Verkið eftir Britten, sem fiutt
verður er Strengjakvartett nr. 3, op.
94 (1975) og verkið eftir Franz Sc-
hubert, sem flutt er eftir hlé, er
Kvintett fyrir 2 fiðlur, lágfiðlu og 2
knéfiðlur í C-dúr, op. 163, D.956
(1828)
Verk Hafliða Hallgrímssonar heit-
ir Fjórir þættir fyrir strengjakvartett
(In memoriam Bryn Turley
(1990-91).
Kiúklingar 10
í ks. kr. kg.
Pizza Jambon 300 g.
Gróf Samsölu-
samlokubrauð
MS bruður 250 g.
MAARUD skrúfur,
salt og P'Par 70 9-
Danskt marmelaði
/inn n
Sinalco 1,5 lítri
SCHOLTES OFNAR - ALDREI GLÆSILEGRI!
Með fullkominni hitastjórn
og nákvæmu loftstreymi
nærðu þeim árangri við
baksturinn sem þig hefur
alltaf dreymt um.
Ofnsteiking 11
Með innrauðum hita og
margátta loftstreymi færðu
steikina safaríka og fallega
brúnaða.
» * » i • i i i i i i i i
»»»*»» » « i i * i i
tttttjtttttjtt
Glóðsteiking
Með innrauðum hita og
loftstreymi, sem líkir eftir
aðstæðum undir beru lofti,
nærðu útigrillsáhrifum allan
ársins hring.