Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 40
Rétti
val- _
kosturitmi
SJÓVÁnflALMENNAR
MORGUNBLADID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
Sím 601100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FOSTUDAGUR 14. FEBRUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Kópavogur:
Gangandi
vegfarandi
beið bana
MAÐUR á áttræðisaldri beið
bana í umferðarslysi í Kópavogi
í gær. Hann var á gangi yfir
Hafnarfjarðarveg þegar hann
varð fyrir bifreið.
Slysið var tilkynnt til lögregl-
unnar í Kópavogi kl. 16.21. Mað-
urinn gekk út á Hafnarfjarðarveg,
rétt sunnan við brúna yfir Kárs-
nesbraut, og varð fyrir bifreiðinni.
Hann var fiuttur á slysadeild, en
’var látinn þegar þangað kom.
Ekki er unnt að birta nafn
mannsins að svo stöddu. Sjónar-
vottar eru beðnir um að snúa sér
til lögreglunnar í Kópavogi.
Ríkisskattanefnd:
1.400 mál
bíða úr-
skurðar
125 mál afgreidd
frá áramótum
UM 1.400 kærur bíða nú
úrskurðar hjá Ríkisskatta-
nefnd að sögn Gunnars Jó-
hannssonar formanns
nefndarinnar. Nefndin hef-
ur afgreitt samtals 125 mál
frá áramótum.
Að sögn Gunnars eru yfir-
leitt kveðnir upp úrskurðir í
20-30 málum í hverri viku
en hann segir að takmarkað-
ar fjárveitingar og mannafli
á skrifstofu nefndarinnar geri
ekki kleift að hraða málsmeð-
ferð meira en verið hefur.
Gunnar hafði ékki upplýs-
ingar um hvort kærumálum
vegna skattaálagningar hefði
fjölgað að undanförnu.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson
Jón Kjartansson SU búinn að fylla og gefur Hólmaborgu SU afganginn af kastinu á miðunum við
Vestmannaeyjar í gær.
Mjög mikil
loðnuveiði
Vestmannaeyjum.
MOKVEIÐI var í gær á
loðnumiðunum 25 mílum
vestan við Vestmannaeyjar,
eftir eins og hálfs sólar-
hrings brælu. Loðnan hefur
gengið hratt vestur í austan-
brælunni og hefur farið 70
mílur á þessum eina og hálfa
sólarhring. Bar skipstjórnar-
mönnum á miðunum saman
um að loðnan gengi óvenju
hratt og eins væri hún komin
óvenju vestarlega miðað við
árstíma.
Eftir hádegið voru um 20
bátar að á miðunum og voru
allir að vinna. Sumir voru að
kasta, nýkomnir á miðin, en
aðrir að klára að dæla og bún-
ir að fylla. Lítið löndurnarrými
er nú hjá flestum loðnuverk-
smiðjum og verða margir bát-
anna að sigla norður fyrir land
eða til Færeyja til löndunar.
Grímur
Þrotabú íslenska stálfélagsins hf.:
Heildarkröfur í búið rúm-
lega 1,8 milljarðar króna
Ekkert kemur til úthlutunar upp í 783 millj. kr. launakröfur og almennar kröfur
LÝSTAR kröfur í þrotabú íslenska stálfélagsins hf. nema samtals
1.806.225.663 krónum. Kröfulýsingarfrestur rann út 29. janúar sl. og
í gær Iagði bústjóri þrotabúsins fram kröfuskrá búsins í skiptarétti
Hafnarfjarðar. Nær einu eignir þrotabúsins eru stálbæðsluverk-
smiðja og verksmiðjubúnaður á Markhellu 4 í Hafnarfirði sem eru
að fullu veðsettar en þessar eignir hafa verið auglýstar til sölu á
tíu milljónir dollara eða 580 milljónir íslenskra króna.
Samtals nema lýstar veðkröfur
1.023.553.672 kr. og að sögn Helga
Jóhannessonar bústjóra er því ljóst
að veðkröfuhafar munu tapa veru-
legum fjárhæðum en það ræðst af
hvað sala hinna veðsettu eigna mun
skila veðhöfum. Ljóst er að ekkert
mun fást upp í launakröfur og aðr-
ar forgangskröfur að sögn Helga
en þær nema samtals 85.083.787
kr. eða upp í almennar kröfur sem
nema samtals 697.588.204 kr.
Heildartap kröfuhafa getur því orð-
ið nokkuð á annan milijarð kr.
vegna gjaldþrotsins samkværnt
upplýsingum bústjóra.
Veðkröfur í búið eru frá innlend-
um og erlendum bönkum og lána-
stofnunum og voru allar samþykkt-
ar af bústjóra. Stærsta krafán er
frá hollenska bankanum Bank Me-
es & Hope að fjárhæð 404.996.338
kr. Búnaðarbankinn lýsti tveimur
kröfum í búið vegna skuldabréfs
og lánssamnings á fyrsta veðrétti,
samtals að fjárhæð 130.480.149
kr. Iðnþróunarsjóður gerði kröfu
að upphæð 67.334.651 kr. Krafa
SE Banken í Svíþjóð er að upphæð
268.014.531 kr. og krafa frá Nord-
banken í Svíþjóð að upphæð
152.728.000 kr.
Alls gerðu 157 aðilar forgangs-
kröfur í þrotabúið. Um er að ræða
kröfur starfsmanna vegna launa,
skyldusparnaðar og orlofs og kröf-
ur frá verkalýðsfélögum og lífeyris-
Sambandið gerði Kúveitum tilboð:
Kuwait Petroleum íhugar
kaup á 31% í Olíufélaginu
- segir Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Kuwait Petroleum (Q8) í Danmörku
KÚVEISKA olíufélagið Kuwait Petroleum, sem jafnan gengur undir
"^nafninu Q8, er nú með til skoðunar þær upplýsingar sem fulltrúar
félagsins öfluðu sér hér á landi í síðustu viku um Olíufélagið h.f.,
þar sem félagið íhugar kaup á 31% eignarhlut Sambandsins í Olíufé-
laginu. Að sögn Margrétar Guðmundsdóttur, sem er framkvæmda-
stjóri Kuwait Petroleum í Danmörku, er ekki við því að búast að
félagið geri upp hug sinn hvað kaupin varðar, fyrr en að nokkrum
tima liðnum.
Margrét sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að fyrir skömmu
hefði verið haft samband við Q8,
til þess að kanna hvort félagið hefði
áhuga á að kaupa hlut Sambands-
ins í Olíufélaginu. „Q8 safnar upp-
lýsingum um viðkomandi félög ú
öllum þeim tilvikum sem því er
boðið að kaupa önnur olíufélög eða
hlut í þeim. Félagið metur alla slíka
möguleika af fullri alvöru. Að
gagnasöfnun lokinni er farið yfir
allar upplýsingar og það síðan met-
ið hvort viðkomandi félag er þess
virði að það sé keypt, eða ekki,“
sagði Margrét.
„Þessar viðræður hafa átt sér
stað og Q8 er nú að meta þetta
tilboð Sambandsins og það hvort
það er þess virði að skoðast nán-
ar,“ sagði Margrét.
Margrét sagði að eina leiðin fyr-
ir olíufyrirtæki til þess að vaxa,
væri að kaupa upp fyrirtæki sem
fyrir væru á markaðnum. Á síðustu
árum hefði Q8 keypt upp olíufyrir-
tæki um alla Evrópu. Fyrst á meg-
inlandi Evrópu, síðan smáfyrirtæki
í Englandi og í Danmörku keyptu
fyrirtækið BP árið 1987.
Sjá viðtal við Margréti Guð-
mundsdóttur á miðopnu.
sjóðum vegna iðgjalda. Bústjóri
samþykkti flestar kröfurnar.
Stærstu samþykktu kröfurnar gera
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks
vegna iðgjalda, samtals að upphæð
12.554.385 kr. Lífeyrissjóður
málm- og skipasmiða vegna ið-
gjalda að upphæð 2.135.797 kr.,
og Lífeyrissjóður verslunarmanna
samtals 2.014.627 kr. Samþykktar
launakröfur nema samtals
33.020.098 kr. Kröfur móðurfyrir-
tækis Stálfélagsins, Ipasco Steel &
Holding, að upphæð 2.347.905 kr.
vegna leigu var hins vegar hafnað
af bústjóra.
Bústjóri tekur ekki afstöðu til
168 almennra krafna sem gerðar
eru í búið og eru samtals að upp-
hæð 697.588.204 kr. Stærstu kröf-
urnar eru frá Ipasco Ltd. samtals
296.092.005 kr., Furu hf. að upp-
hæð 88.368.970 kr., Mannesmann
Handel samt. 82.091.741 kr., Fin-
ans Scandic UK samt. 33.625.753
kr. Bæjarfógetanum í Hafnarfirði
vegna opinberra gjalda samt.
16.296.833 kr., Eimskipafélagi ís-
lands hf. samt. 11.691.324 kr.,
Team Meca-Transfert SA samt.
11.568.213 kr., Krönum BS samt.
9.732.590 kr., Raftækjavinnustofu
Skúla samt. 8.668.037 kr., Bæjar-
sjóði Hafnarfjarðar vegna
ógreiddra fasteignagjalda o.fl.
samt. 7.703.287 kr., íslenska járn-
blendifélagjnu hf. samt. 7.635.014
kr., Sparisjóði Hafnarfjarðar samt.
6.367.542 kr., Foseco samt.
6.149.378 kr., Jóhanni Rönning hf.
samt. 5.888.330 kr., Hepworth
Refractories samt. 4.470.255 kr.,
Gámaþjónustunni hf. samt.-
4.452.539 kr., Landsbanka ísl. á
Selfossi samt. 4.308.600 kr., Hirti
Torfasyni samt. 4.400.000 kr. og
Landsvirkjun samt. 4.059.298 kr.