Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 Mótmæli grunnskólanemenda á Lækjartorgi: Þrðstur Gestsson. Lovísa Hannesdóttir og Helga Jónsdóttir eru nemendur í 8. bekk Snælandsskóla. „Okkur fínnst það ekki rétt að niðurskurðurinn bitni á okkur. Við viljum hafa skólann eins og hann er núna,“ sögðu þær. Þær sögðu að ef skóladagurinn yrði styttur myndi heimanám auk- ast. „Þá væru meiri líkur á að fólk næði ekki nógu góðum einkunnum og menntunin yrði ekki eins góð. Það á að gefa öllum tækifæri á framhaldsnámi. Það er allt í lagi NEMENDUR í 8., 9. og 10. bekkj- um grunnskóla í Reykjavík fóru í mótmælagöngu frá Miklatúni að Lækjartorgi í gær, þar sem Olafi G. Einarssyni, menntamála- ráðherra, var afhentur undir- skriftarlisti vegna mótmæla grunnskólanemcnda við niður- skurði í menntakerfinu. Þegar menntamálaráðherra hafði veitt listunum viðtöku varð hann fyrir eggjakasti nokkurra úr hópnum en stjórnendur fundarins báðu hann þegar^ afsökunar á þessum verknaði. Á milli 500 til 700 manns tóku þátt í mótmælunum. í bréfi til ráðherra, sem fylgir undirskriftarlistunum, segir m.a. að grunnskólanemendum finnist að í tillögum til breytinga á menntakerf- inu felist niðurskurður á þeim mannréttindum sem grunnskóla- nemendur á íslandi hafi notið og eigi að njóta. Ennfremur segir að nemendur óttist afleiðingar þess ef kennarastöðum verði stórlega fækkað og ef sett verði lágmarks- einkunn til inngöngu í framhalds- skóla. Eftir að skólafólkið hafði óskað eftir nærveru ráðherrans með hróp- um í um hálfa klukkustund kom hann til fundarins og voru honum afhentar um 4.000 undirskriftir. Hann sagði að niðurskurðaraðgerð- irnar væru ekki eins slæmar og látið væri í ljós, þær væru aðeins tímabundnar og ekki væri hjá þeim komist. Nokkrir einstaklingar úr fjöldanum köstuðu eggjum í mennt- amálaráðherra er hann vék af fundi. Þorri nemenda virtust þó vera reið- ir vegna þessa og var ráðherrann beðinn afsökunar. Á ekki að skera meira niður Þröstur Gestsson, nemandi í 10. bekk Vogaskóla, tók þátt í mótmæl- unum í gær. Hann sagði að nú þegar væru nemendur í færri tímum en þeir vildu. „Það er mjög lítið val hjá okkur nú og það á eftir að verða miklu verra ástand ef meira er skor- ið niður, sérstaklega hjá minni skól- unum,“ sagði Þröstur. Hann sagði að það ætti frekar að sameina minni skóla í sömu hverfum en að minnka kennslu enn meira. „Nú þegar hefur sæmræmd- um prófum verið fækkað niður í aðeins tvö og við viljum vera betur undirbúin fyrir framhaldsnám en þetta,“ sagði Þröstur. Viljum hafa skólann eins og hann er að hafa einhver skilyrði til inngöngu í framhaldsskólanna en þau mega heldur ekki vera of mikil,“ sögðu þær. Lovísa og Helga tóku jafnframt fram hversu leiðinlegt þeim þótti eggjakastið á menntamálaráðherra. „Svona framkoma er ekki rétt og verður til þess að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það voru aðeins örfá- ir sem stóðu fyrir þessu," sögðu þær. herra tekur við undirskriftarlist- unum. Á innfelldu myndinni víkur hann af fundi með eggjaslettur á föt- um sínum. lísadagar Fallegar flísar prý5a hvert heimih. Þær eru ekki bara fallegar, heldur líka sterkasta efni á veggi, sem völ er á. Vi5 seljum næstu daga mikiö gólf- og veggflísum á heimsþekktum öendum^ me5 10-50% afslætti. Mimií> KYggiiigavelliiiia. 25% iiI og <kílirsiöö\;ii' í alll að 2 ár. ■% málmngarPLJ pjðnastan hf akranesi M METRO í MJÓDD G.Á. Böðvarsson hf. SELFOSSI Grensásvegi 11 • Reykjavik • Simi 83500 Eggjum var kastað í menntamálaráðherra Menntamálaráð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.