Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 Staða afurða- lána óbreytt Afurðalán vegna saltsíldar fyrir Rússlandsmarkað voru ekki af- greidd i Landsbankanum í gær. Sverrir Hermannsson bankastjóri segir málið enn í sömu stöðu og áður varðandi greiðsluábyrgðir. „Málið er óleyst enn og stendur fast,“ sagði Sverrir Hermannsson við Morgunblaðið. „Við hér í bank- anum fáum ekki afgreiðslu hjá ábyrgðadeildinni sem talað er um að búið sé að opna,“ sagði Sverrir. Hann sagði það að skilja á for- stöðumanni ríkisábyrgðasjóðs, að Rússar væru ekki búnir að koma sínum málum í lag varðandi síldar- kaupin. Engar útflutningsheimildir væru komnar fyrir vörur sem greiða ætti síldina með og síldarkaupa- samningurinn, sem gerður var við Rússa, sé því ekki enn orðinn virk- ur. „Þess vegna er þessi ábyrgða- sjóður okkur lokaður," sagði Sverrir. —....■■■♦ ♦ ♦--- Könnun Hagvangs fyrir Umferðarráð: Flestir vilja aka á nagla- dekkjum V*r j « VVTTT /** T Morgunblaðið/KGA Utvegsbankaklukkan fjarlægð Starfsmenn ístaks hafa að undanfömu unnið að því að breyta gamla Útvegsbankahúsinu við Lækjartorg í Dómshús. Breytingarnar hafa aðal- lega verið innan dyra en nauðsynlegt reyndist að brjóta niður búnað á þaki vegna nýrrar og stærri lyftu. í leiðinni var Útvegsbankaklukkan fjarlaigð en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort henni verður aftur komið fyrir á þakinu. Aætluð verklok við Útvegsbankahúsið eru 15. júní. "•'v ÞRÍR af hverjum fjórum öku- mönnum kjósa heldur að aka á negldum en ónegldum hjólbörð- um að vetrarlagi, samkvæmt skoðanakönnun, sem Hagvangur vann fyrir Umferðarráð um mán- aðamótin nóvember-desember sl. í könnuninni kváðust 73,6% að: spurðra kjósa neglda hjólbarða. í hliðstæðri könnun fyrir um ári voru 70,9% sama sinnis. 18,8% vildu held- ur aka á ónegldum hjólbörðum nú, en 7,6% tóku ekki afstöðu. í könnuninni var fólk einnig spurt hveija það teldi hæfílega sekt fyrir að aka yfír á rauðu Ijósi. Flestir, eða 30,6% töldu eðlilegt að sú upphæð væri á bilinu 5-10 þúsund krónur. 23,1% vildu hafa sektina 10-15 þús- und krónur og tæp 5% nWndu 15-20 þúsund krónur. Tæplega 4% nefndu 20-30 þúsund krónur, 1% nefndi 30-50 þúsund og 2,2% 50 þúsund eða meira. Sekt vegna þessa umferð- arlagabrots nemur nú 7 þúsund krónum. I úrtakinu voru eitt þúsund manns, valdir af handahófí úr þjóð- skrá. Svarhlutfall var 77,2%. Auglýsingakostnaður fjármálaráðuneytis 75 milljónir 1990 og fyrri hluta árs 1991: Hvíta húsinu greiddar 62,7 milljónir vegna auglýsinga Auglýsingastofan Hvíta húsið fékk 62,7 milljónir árið 1990 og fyrstu fimm mánuði ársins 1991, til ráðstöfunar vegna auglýsinga og kynning- ar fyrir fjármálaráðuneytið. Alls nam auglýsinga- og kynningarkostn- aður ráðuneytisins 75,2 milljónum á þessu tímabili. Þetta kom fram I svari fjármálaráðherra við fyrirspum Árna Mathiesens alþingis- manns á Alþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu var tæplega 1/3 hluti þessarar upphæðar, eða 17 milljónir án vsk. vegna verkefna fyrir fjármálaráðuneytið sjálft, en afgangurinn vegna verk- efna fyrir embætti ríkisskattstjóra. í fréttatilkynningu frá Hvíta hús- átak vegna notkunar sjóðvéla kostað inu kemur fram, að Hvíta húsið fékk 5,05 milljónir króna án vsk. á ofan- greindu tímabili fyrir eigin vinnu, aðkeypta vinnu og efniskostnað fyr- ir fjármálaráðuneytið. Þar af hafí 2,6 milljónir og upplýsingar um rík- isflármál, þar á meðal bæklingurinn í hvað fara skattamir, 2 milljónir. Þá kemur fram að dreifíng auglýs- inga til fjölmiðla fyrir fjármála- ráðuneytið hafí kostað 11,85 millj- ónir án vsk. Þar af hafi landsmála- blöð fengið greiddar 2,6 milljónir, Ríkisútvarpið, sjónvarp og útvarp, 2,2 milljónir, íslenska útvarpsfélag- ið, sjónvarp og útvarp, 900 þúsund krónur. Morgunblaðið 2 milljónir, DV 1,5 milljónir, Tíminn og Þjóðvilj- inn 650 þúsund hvort blað, Pressan 520 þúsund, Alþýðublaðið 250 þús- und og Dagur 550 þúsund krónur. Hvíta húsið segist ekki hafa tök á að birta tölur úr samstarfí sínu við ríkisskattstjóra sökum trúnaðar- skyldu, en í hlutarins eðli liggi, að Áætlað að yfir 100 félagslegar íbúðir í Reykjavík séu leigðar ólöglega út: Hagnaður leigusala getur num- ið tugum þúsunda á mánuði NOKKUÐ er um að fólk leigi út á ólöglegan hátt félagslegar eignar- íbúðir (verkamannabústaði) sem það hefur fengið úthlutað. Húsnæðis- nefnd Reykjavíkur hafði afskipti af 80-100 slíkum málum á síðasta ári og hefur verið beðið um útburð leigjenda í nokkrum tilvikum. Framkvæmdastjóri nefndarínnar telur að yfir 100 íbúðir séu leigðar út á ólöglegan hátt. Eigendur þessarra íbúða geta haft verulegan hagnað af útleigunni, í sumum tilvikum tugi þúsunda króna á mánuði. Tekjulágt fólk fær úthlutun fyrir félagslegum eignaríbúðum (áður verkamannabústöðum) með ákveðnum kvöðum og fær hagstæð lán fyrir meginhluta kaupverðsins. Eigendum er ekki heimilt að Ieigja íbúðirnar nema að fenginni skrif- legri heimild húsnæðisnefndar. Að sögn Ríkarðs Steinbergssonar, framkvæmdastjóra Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur, eru slík leyfi veitt að undangengnu mati á að- stæðum. Hann segir að einkum séu veitt leyfi vegna tímabundinnar fjarveru fólks vegna atvinnu, náms eða heilsufars. Hann segir algeng- ast að fólk fái leiguleyfi til eins eða hálfs annars árs og heimilt sé að framlengja leyfíð en þó þannig að samfelldur leigutími fari ekki yfír þijátíu mánuði. Ríkarður segir að nú séu 40-50 félagslegar eignaríbúðir af alls um 3.000 í Reykjavík í leigu samkvæmt heimild Húsnæðisnefndar. Talið er að mun fleiri íbúðir séu leigðar út og segir Ríkarður að samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið á undanfömum árum megi búast við að yfír 100 íbúðir séu í ólöglegri leigu. Segir hann starfsmenn Hús- næðisnefndar í sífelldri baráttu gegn þessum brotum en erfitt sé við að eiga. Málin viðkvæm og auk þess þungt í vöfum að koma við þeim úrræðum sem heimilt er að grípa til. Hann segir að á síðasta ári hafí starfsfólk nefndarinnar haft afskipti af 80-100 málum vegna ólöglegrar útleigu. Málin eru á öllum stigum, þar á meðal nokkur sem em komin á það stig að óskað hefur verið eftir útburði Ieigjenda en heimild til slíks var veitt með lagabreytingu á árinu 1990. Að sögn Ríkharðs hefur enn ekki kom- ið til útburðar leigjenda enda væri reynt að semja við fólkið áður en til slíks kæmi. Leigjendur sem verða fyrir tjóni vegna þess að húsnæðis- nefnd hefur rift ólöglegum leigu- samningi á rétt á bótum hjá leigu- sala. Þá hefur Byggingasjóður verka- manna heimild til að hækka vexti lána, sem nú em 1%, upp í vexti almennra kaupleiguíbúða sem nú em 4,5% en Ríkarður segir að það úrræði komi að litlu gagni ef íbúð- irnar eru gamlar og lítið eftir af lánunum. Fólk ber ýmsu við þegar það er staðið að ólöglegri útleigu. Ríkarður segir algengt að fólk sé komið í sámbúð og segist ekki vilja brjóta allar brýr að baki sér ef sambúðin gangi ekki. Þá em dæmi um að fólk sé komið i annað eigið húsnæði. Samkvæmt reglum um félagsleg- ar eignaríbúðir má mánaðarlegt leigugjald ekki vera hærra en 0,4% af reiknuðu endursöluverði íbúðar- innar. Það eru 24 þúsund krónur á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð sem metin er á 6 milljónir króna. Ríkarður segir töluvert um að fólk okri á leigunni í ólöglegum leigusamningum, dæmi væm um leigu slíkra íbúða fyrir um eða yfír 50 þúsund á mánuði. Kostnaður fólksins sé ekki nema hluti af því en hann fer eftir því hve gömul íbúðin er. í mörgum tilvikum hafa lán verið óverðtryggð og er það fólk að greiða örfá þúsund fyrir íbúð en hefur tugi þúsunda króna í hagnað á mánuði. kynningarátak vegna t.d. upptöku virðisaukaskatts og dreifing margs konar skilaboða um skattkerfismál sé stærsti hluti umræddra viðskipta. I umræðu á Alþingi í gær gagn- rýndu nokkrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins Ólaf Ragnar Gríms- son, sem var fjármálaráðherra á þessum tíma, fyrir mikil viðskipti við Hvíta húsið og bentu á að auglýs- ingastofan hefði einnig séð um kosningabaráttu Alþýðubandalags- ins sl. vor. Ólafur Ragnar sagði að þegar hann kom í fjármálaráðuneyt- ið hefði legið fyrir samningur frá tíð fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins um að Hvíta húsið annaðist kynn- ingar og auglýsingar vegna skatta- mála. Þegar ákveðið hefði verið að efna til kynningarátaks vegna virðis- aukaskatts hefði verið útboð meðal auglýsingastofa og ríkisskattstjóra- embættið hefði lagt til að Hvíta húsið yrði ráðið. Bjami Sigtryggsson var upplýs- ingafulltrúi fj ármálaráðuneytisins árið 1988. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið, að starfandi hefði verið nefnd, skipuð af fjármálaráð- herra, sem átti að undirbúa breyt- ingu úr söluskatti í virðisaukaskatti og kynningu á því. GBB, forveri Hvíta hússins, hefði þá séð um aug- lýsingar og kynningar fyrir ríkis- skattstjóraembættið, og fyrirtækið hefði haft mikil verkefni vegna um- fangsmikilla skattkerfisbreytinga fyrr á því ári og í Iok ársins 1987. „Nefndin taldi ekki rétt að sama auglýsingastofan starfaði fyrir ráðu- neytið og ríkisskattstjóræmbættið, meðal annars vegna umfangs þessa verkefna," sagði Bjarni. Hann sagðist því hafa rætt við auglýsingastofur til undirbúnings lokuðu útboði á verkefninu fyrir fjár- málaráðuneytið en Hvíta húsið hefði ekki átt að vera þar á meðal. „Þeg- ar Ólafur Ragnar kom inn í ráðu- neytið í október 1988 var mér hins vegar tjáð að ég ætti ekki lengur að hafa með þessi mál að gera. Þá hafði ekki verið talað við Hvíta hús- ið um þetta verkefni og nánast lá fýrir að það yrði ekki gert.“ Sjá ennfremur þingsíðu bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.