Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór H. Jónsson borinn tíl grafar ÚTFÖR Halldórs H. Jónssonar, arkitekts og stjómarformanns Eimskipafélags íslands, fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Auður Eir jarðsöng, en biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, fór með lokabæn, kastaði rekunum og flutti blessun. Líkmenn voru Davíð Oddsson, Jóhannes Nordal, Hörð- ur Sigurgestsson, Óttarr Möller, Indriði Páls- son, Konráð Guðmundsson, Baldvin Jónsson og Erlingur Þorsteinsson. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 14. FEBRUAR YFiRLIT: Um 300 km suðaustur af landinu er 975 mb laegð sem þok- ast austur og grynnist en fyrir norðaustur strönd Grænlands er 1017 mb hæð. Við Hvarf er nærri kyrrstæð 960 mb laegð. SPÁ: Suðaustanátt. Skúrir með suðurströndinní, en bjart veður ann- ars staðar fram eftir degi. Hiti 0-5 stig víðast hvar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Suðlæg átt og fremur milt veður. Smá skúr- ir eða slydduél sunnan- og vestanlands en léttir til norðanlands og austan. HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustanátt, hvöss og slydda eða rigning sunnanlands og vestan, en hægari og þykknar upp norðaustanlands. Htýnandi veður í bili, en kólnar aftur með kvöldinu. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað / / / / / / / / Rigning * / * * / / * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og flaðrimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld s Þoka itig.. FÆRÐ A VEGUM: Greiðfært á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Fært er um Hellisheiði og Þrengsli og Mosfellsheiði er fær. Vegir á Suðurtandi eru greiöfærir og í dag var mokaður snjór af veginum með Suðausturströndinni og er nú fært öllum bílum austur á Austfirði. Á Austfjörðum er fært um Fagradal og Fjarðarheiði og jeppafært um Vatnsskarð. Oddsskarð er ófært en verður mokað á morgun. Greiðfært er fyrir Hvalfjörð og um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dalí og vestur í Reykhólasveit. Bratta- brekka er fær. Fært er frá Patreksfirði til Tálknafjarðar en Kleifaheiði og Hálfdón aðeins fær jeppum og stórum bílum. Ágæt færð er yfir Holtavörðuheiði og til Hólmavíkur og Drangsness, en Steingrímsfjarðar- heiði er aðeins fær jeppum og stórum bílum. Þaðan er svo fært til ísafjarðar en hálka er á þeirri ieíð. Breiðndalsheiði er ófær en fært á miili Þingeyrar og Flateyrar og einnig ísafjarðar og Súgandafjarðar. Vegir á Norðurlandi eru færir, t.a.m. til Siglufjarðar og Akureyrar og þaðan til ólafsfjarðar. Einnig eru vegir í Þingeyjarsýsium færir, þar é meðal í Mývatnssveit og með ströndinni til Þórshafnar, en þaðan er fært jeppum og stórum bílum til Vopnafjarðar. Vegagerðin w* VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hití veður Akureyri 3 hálfskýjað Reykjavík 3 skýjað Bergen 7 halfskýjað Helsinkl 0 skýjað Kaupmannahöfr 8 alskýjað Narssarasuaq 2 skafrenningur Nuuk -r10 alskýjað Ósló 2 súld Stokkhólmur 1 slydda Pórshöfn 6 léttskýjað Algarve 15 heiðskirt Amsterdam 8 hálfskýjað Barcelona 14 skýjað Beriín 11 rigning Chicago 42 snjókoma Feneyjar vantar Frankfurt ð rigning Glasgow 7 skýjað Hamborg 8 skýjað London 9 skýjað LosAngeles 14 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Madrid 11 léttskýjað Malaga 17 léttskýjað Mailorca 16 tóttskýjað Montreal *18 skýjað NewYork -r4 alskýjað Oriando 12 þoka París 10 skýjað Madeira vantar Róm 14 þokumóða Vfn 11 tóttskýjað Washington 44 snjókoma Winnipeg 410 snjókoma IDAGkt. 12.00 Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) 9 manns sagt upp í Þjóðleikhúsinu Um sama fólk að ræða og í fyrra STEFÁN Baldursson, Þjóðleikhússtjóri, hefur sagt upp níu fastráðnum starfsmönnum leikhússins og taka uppsagnirnar gildi frá 1. september næstkomandi. Uppsagnirnar taka til tveggja leikstjóra, sex leikara og eins annars starfsmanns leikhússins. Fólkinu var áður sagt upp á síð- asta ári, en uppsagnirnar voru dregnar til baka af fráfarandi þjóðleik- hússtjóra, Gísla Alfreðssyni. Stefán sagði að þarna væri um að ræða sömu ákvörðun og í fyrra og eins og hann hefði lýst yfir í fyrra- vor stæði sú ákvörðun óhögguð. Stef- án sagði að haft hefði verið samráð við ríkislögmann um hvernig staðið væri að uppsögnunum nú. Um væri að ræða rökrétt framhald af fyrri ákvörðun. „Þetta er ákveðin upp- stokkun á samsetningu starfsmanna- hópsins sem fylgir leikhússtjóra- skiptum. Það eru fyrst og fremst list- rænar forsendur sem búa þarna að baki. Það er ekki verið að fækka starfsfólki," sagði Stefán. Hann sagði að eins og komið hefði fram hjá honum í fyrra væri sam- setning leikarahópsins aldurslega orðin fremur óhagstæð og með þessu móti væri verið að breyta samsetn- ingu leikhópsins út frá listrænu mati hans og jafnframt í ákveðnu hagræð- ingarskyni. Hann sagði að búið væri að ráða fólk í stað þess sem sagt hefur verið upp að hluta til. Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri, var meðal þeirra sem fengu uppsagn- arbréf. Hún segir að bréfin hafí kom- ið óvænt í ábyrgð og með hraðpósti á laugardaginn. „Þau voru að mestu leyti samhljóða uppsagnarbréfunum frá því í fyrra sem verðandi Þjóðleik- hússtjóri sendi áður en hann varð fullmektugur í embættinu. Eini mun- urinn var sá að í þetta skipti þakk- aði hann okkur fyrir unnin störf svo nú geta allir séð að um er að ræða fullbæran embættismann en ekki einhvem venjulegan dóna eins og í fyrra. Sérstaklega ef tekið er tillit til þess að hann getur ekki verið að þakka okkur störf undir sinni stjóm þetta árið því hann hefur gætt þess vandlega að enginn þeirra sem hann reyndi að segja upp í fyrra fengi nýtt verkefni þó við værum á launum þennan tíma,“ sagði Brynja og bætti við að í þessari stöðu, sem fastráðin við Þjóðleikhúsið, hefði hún eðlilega ekki getað tekið að sér ábyrgðarmik- il verkefni s.s. leikstjórn áramótas- kaupsins og hátíðarsýningu Halldórs Laxness á Akureyri. Brynja var spurð hvort hún hygð- ist gera eitthvað sérstakt í málinu og sagðist hún þá aðeins geta svarað fyrir sig og Benedikt Ámasson leik- stjóra. „Þar sem Bandalag háskóla- manna hefur með okkar mál að gera og fór strax fram á miskabætur þeg- ar ólöglegu uppsagnimar áttu sér stað vegna þess að þá strax var starfsheiður okkar og starfsvett- vangur svertur eftir áratuga farsælt- starf við Þjóðleikhúsið," sagði hún. „Við munum sannarlega gera eitt- hvað í samvinnu við okkar stéttarfé- lag því það á ekki að fara svona með fólk.“ -----*--------- Umferðar- slysum fjölg- aði um 31% Umferðarslysum hér á landi fjölgaði mikið á síðasta ári. Slys voru 758 í fyrra og þá létust eða slösuðust samtals 1153. Árið 1990 slösuðust eða létust 881 í 564 slysum. Fjölgunin er 31%. Tala látinna er svipuð í fyrra og undanfarin ár. Árið 1990 létust 24 í 19 slysum, en 27 í 24 slysum í fyrra. Fjölgun slasaðra er langmest meðal þeirra, sem verða fyrir minni háttar meiðslum, en meira slösuð- um fækkar hlutfallslega miklu minna. Mikið slasaðir voru 229 í fyrra, en voru 324 að meðaltali á ári næstu ellefu ár þar á undan. 897 teljast lítið slasaðir í fyrra, en voru 646 árið á undan. Það er 39% fjölgun. Ferðaskrifstofurekstur Flugleiða: Samkeppnin erfíð fyrir aðrar ferðaskrifstofur - segir Helgi Jóhannsson, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa „ÞETTA er auðvitað erfið samkeppni fyrir aðrar ferðaskrifstofur, en rúmlega 80 millj. kr. tapi hjá Úrvali-Útsýn árið 1990 var öllu sópað inn til Flugleiða. Úrval-Útsýn byrjaði síðan árið 1991 með þvi að lækka verð sitt um 20% og bjóða vildarkjör á öllum hlutum. Þetta er óheiðar- leg staða að vera í, og það geta ekki aðrar ferðaskrifstofur unnið svona,“ segir Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar og formað- ur Félags íslenskra ferðaskrifstofa. íslaug Aðalsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, segist telja að þarna sé um orettmæta viðskiptahætti að ræða. Eins og fram kom í viðtali við Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, í Morgunblaðinu í gær, var tap á ferðaskrifstofurekstri Flugleiða hf. á árunum 1985-1990 alls um 191 millj- ón króna á verðlagi í dag, og kom langmestur hluti þess til á árinu 1990. Hann vísaði því hins vegar á bug að Flugleiðir hafi niðurgreitt ferðaskrifstofureksturinn með því að greiða upp tap af honum. Helgi Jóhannsson sagði að ef ein- hver önnur ferðaskrifstofa en Úrval- Útsýn hefði orðið að bera rúmlega 80 millj kr. tap þá héfði það fyrsta sem hún hefði getað gert ekki verið það að bjóða 20% verðlækkun á öllum ferðum. „Það er hins vegar hægt ef þú getur alltaf hreinsað til á meðan aðrar ferðaskrifstofur verða að búa við þennan vanda og reyna að klóra sig út úr honum. Þetta er sannarlega erfið samkeppni og óheiðarleg staða að vera í,“ sagði hann. Aðspurður hvort éigendur Sam- vinnuferða-Landsýnar hefðu lagt fyrirtækinu til fé sagði Helgi svo alls ekki vera. Þeir hefðu tilkynnt að ef ekki tækist að reka ferðaskrif- stofuna án þess að illa gengi yrði henni lokað. „Það er engin miskun í þessu og þannig hefur þetta verið með aðrar ferðaskrifstofur," sagði hann. íslaug Aðalsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Reykjavíkur, sagði að ef svo væri að Flugleiðir hefðu greitt upp tap Úrvals-Utsýnar þá væri um órétt- mæta viðskiptahætti að ræða. „Það verður hver að sníða sér stakk ’éftir vexti, og það verðum við að gera sem stöndum í einkarekstrinum, en mun- urinn hjá Úrvali-Útsýn er að móður- félagið getur alltaf hlaupið undir bagga. Þegar einhver fer að selja undir kostnaðarverði gerir það þeim auðvitað afskaplega erfitt fyrir sem eru að selja svipaða vöru,“ sagði hún. I I I \ I / / I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.