Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.02.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1992 h----- 37 i 1 < 4 í í 4 I I i f 4 SUNDGARPAR A ÞORRA Útselnum bregður ekki við þó kalt sé í veðri enda vel í skinn kominn. UTSALAA DESCAMPS handklæðum og sloppum á alla fjölskylduna. 40-50% afslátiur KíRIMlA GLUGG/ITJÖLD Síðumúla 35 og Kringlunni, sími 680333. .<* Hætt verði við fönna Áskorun til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra: frá Sveini Rúnari Haukssyni: I MIÐJUM önnum við að skera ís- lenska velferð niður við trog hefur Davíð Oddsson ákveðið að þiggja boð Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- herra ísraelska aðskilnaðarríkisins, og dvelja hjá honum í þrjá daga. Ekki hefur verið upplýst hver til- gangur ferðarinnar er. Ýmislegt er við þessa ferð að athuga, sem við þegnar Davíðs get- um velt fyrir okkur. Ljóst er, að ísraelska ríkisstjórnin gerir allt hvað hún getur til þess að rjúfa einangrun sína á alþjóðavettvangi og freista þess að fá beina og óbeina viðurkenningu á aðskilnaðarstefnu sinni og hernámi í Palestínu. Hver er þessi Shamir sem Davíð vill vingast við? Shamir var um árabil eftirlýstur hryðjuverkamað- ur, m.a. fyrir morðið á Bernadotte greifa, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna í Palestínu árið 1948. Hryðjuverkasveitir zíonista, Irgun og Stern, voru undir forystu Sham- irs og Begins, sem átti einnig eftir að verða forsætisráðherra í Israel. Hryðjuverkasveitir þeirra frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum og einnig á breskum hermönnum og stjórnarerindrekum, er þeir sprengdu Hótel Davíðs konungs (King David Hotel) í Jerúsalem í loft upp. Atburðir þessir vöktu óhug um allan heim. Annars er óþarft að leita langt aftur í tímann til að skoða feril þess hryðjuverkamanns sem valist hefur til forystu ísraelsríkis. Sham- ir ber í dag höfuðábyrgð á barna- morðum og misþyrmingum á íbúum herteknu svæðanna. Hvers eðlis er það ríki sem Davíð vill gera eitt af þeim fyrstu sem hann heimsækir sem forsætisráð- herra okkar? Sjálf löggjöf ísraelsríkis mismun- ar íbúum á grundvelli trúarbragða og uppruna. Rétturinn er gyðinga, hvaðan sem þeir koma úr heimin- um. Aðrir verða að víkja, íbúar Palestínu sem fyrir eru, kristnir arabar, múslimar og aðrir. Þetta er grundvallaratriðið í framkvæmd zíonismans. Heimurinn hefur horft upp á þá grimmd sem leiðir af slíkri stjórnar- VELVAKANDI KEPPNIS- ÍÞRÓTTIR Einar Vilhjálmsson frá Seyðisfirði: ÞEGAR hnefaleikar voru bann- aðir, var mjög gumað af því, að Island væri eina landið sem það gerði. Mikið var talað um skaðsemi þessarar íþróttar, íþróttamannanna sjálfra vegna. Fátítt var að þeir gættu ekki handa sinna utan hrings- ins._ Á síðari tímum hafa verið teknar upp hermannaíþróttir Asíumanna, þar sem högg, spörk og margs konar önnur fantabrögð eru iðkuð. Svo virð- ist að iðkun þessara íþrótta hafi færst í ríkum mæli til skemmtistaða og í grennd þeirra, þar sem hinn airnenni borgari og lögreglumenn eru beittir þessum hermennsku- brögðum. Kunnátta og þjálfun þessara manna jafngildir því, að þeir gangi vopnaðir gegn vopnlausum og varnarlausum manni. Knattspyrna og handknatt- leikur eru keppnisíþróttir, þar sem andstæðar fylkingar ganga hart fram í óvægnum leik og slys eru tíð. Fróðlegt væri að fá álit lækna um þessi mál, til dæmis slysatíðni hinna ýmsu íþrótta- greina og hvers eðlis slysin eru, hve alvarleg lyfjaneyslan er í greinunum og hvers má vænta í skapgerðareinkennum iðkenda hverrar hreinar. Eins er nauðsynlegt að lög- regluyfirvöld gefí því gaum, hvort rekja megi aukið ofbeldi til vissra iðkenda einstakra íþróttagreina og hafa þá í huga hvort þar eru menn sem ekki eiga þar heima. Margir stjórnmálamenn sækja atkvæði í hóp íþrótta- manna, með því að ausa al- mannafé í hinar ýmsu stofnan- ir og félög þeirra. Almannafé væri betur varið til þarfari hluta en ofurkapps í stríðs- íþróttum, sem færa- þjóðinni fjölda slasaðra manna á hverju ári. Skammt er að minnast þess að forsætisráðherra tafð- ist frá störfum vegna gamalla meiðsla, sem hann hlaut í íþróttum á yngri árum. Er ekki nær að beina þeim fjármunum sem í dag renna til þessara slysaíþrótta til þarfari verkefna, til dæmis mætti efla heilbrigðisþjónustuna og menntamálin, eða létta byrð- inni af skattgreiðendum. stefnu. Hrottaskapur ísraelskra hermanna á herteknu svæðunum er afleiðing hennar, einnig landrán ísraelsstjórnar. Meira að segja Bandaríkjastjórn hefur snúist gegn landráni ísraela á herteknu svæð- unum, sem og öll önnur ríki heims. ísraelsher veitir svokölluðum „land- nemum" fulltingi til að leggja undir sig land. Palestínumanna og reisa þar víggirtar byggðir. Áframhald þessarar stefnu,' sem brýtur í bága við öll alþjóðalög og rétt, bendir ekki til þess að ísraels- stjórn sé minnsta alvara með þátt- töku í friðarviðræðum. Ég skora á Davíð Oddsson að láta ekki verða af heimsókn til ísra- els við óbreyttar aðstæður. Ef ekki verður við snúið, skora ég á Davíð að láta ekki Shamir einan um að leiða sig í sannleika um ástandið þar eystra, heldur heimsækja einnig herteknu svæðin og kynna sér milli- liðalaust sjónarmið Palestínu- manna. Annað væri honum og ís- lensku þjóðinni til vansæmdar. SVEINN RÚNAR HAUKSSON formaður Félagsins Ísland-Palestína LA Húsgögn - stólar, sófar, Montana hillueiningar. Gluggatjaldaefni, bútar gólf mottur, lampar o.fl. Góður qxil I Faxafeni7, s , sími 687733. BILDSHOFÐA 10 HtfíT KAFR- MYNDBA NDAHORN FYRB i ÓTRÚLEfiT VBffl Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtækja hefur stór-útsölumarkarðurinn svo sannarlega slegið í gegn og stendur undir nafni. Fjöldi fyrirtækja - gífurlegt vöruúrval STEINAR, hljómplötur - geisladiskar - kasettur • KARNABÆR, tiskufatnaður herra og dömu • SONJA, tiskufatnaður • PARTÝ, tískuvörur • BOMBEY, barnafatnaður • BLÓMALIST, allskonar gjafavörur • KAPUSALAN, kvenfatnaður • STRIKIÐ, skór á alla fjölkylduna • KJALLARINN/KÓKÓ, a/rj//ða tiskufatnaður • STÚDÍÓ, fatnaður • SAUMALIST, allskonar efni • ÁRBLIK, peysur • Xog Z, barnafatnaður • ÉG OG ÞÚ, undirfatnaður og margt fleira _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.