Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 1

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 66. tbi. 80. árg. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Úkraína: Líta á Rússa sem hugsanlega óvini Kíev. Reuter. Ukraínumenn verða að gera ráð fyrir, að þeim geti stafað hernaðar- leg ógn af Rússum og það er full ástæða til að tortryggja leiðtoga þeirra. Koin þetta fram hjá pólitískum ráðgjafa Leoníds Kravtsjúks, forseta Úkraínu, í gær en í dag hefst í Kíev, liöfuðborg Úkraínu, leið- togafundur samveldisríkjanna. Úkraínustjórn tilkynnti í gær, að hún ætlaði að taka aftur til við að senda kjarnavopn til Rússlands til eyð- ingar. Míkola Míkhaltsjenko, ráðgjafi Kravtsjúks, sagði í viðtali við Reut- ers-fréttastofuna, að samskiptin við Rússa væru erfið. „í varnarmálunum höfum við gefið eftir á flestum svið- um en á sama tíma vex hernaðar- máttur Rússa dag frá degi,“ sagði Míkhaltsjenko. „Við viljum, að vest- ræn ríki hafi eftirlit með flutningi kjarnavopnanna enda er ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur af því ef Bretland: Sviptingar í skoðana- könnunum London. The Daily Telegraph. SAMKVÆMT tveimur skoð- anakönnunum sem birtar voru í gær hefur Verka- mannaflokkurinn nokkurt forskot en íhaldsflokkinn í þeirri þriðju. Skoðanakannanirnar birt- ust í dagblöðunum Times og The Guardian og voru niður- stöður þeirra samhjóða. Verkamannaflokknum var spáð 43% atkvæða í kosning- unum 9. apríl næskomandi, íhaldsflokknum 38%. í Daily Telegvaph hafði hins vegar íhaldsflokkurinn 2% umfram Verkamannaflokkinn. Þeir sem stóðu að könnununum túlkuðu niðurstöðurnar þann- ig að Verkamannaflokkurinn fengi níu sæta meirihluta á þingi. flaugunum er safnað saman í Rúss- landi.“ í síðustu viku ákvað Úkraínu- stjórn að hætta að senda kjarnavopn til eyðingar í Rússlandi en í gær var skýrt frá því í Moskvu, að náðst hefði samkomulag milli Kravtsjúks og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, um að Úkraínumenn stæðu við fyrri samninga um flutninginn. Míkhaltsjenko kvaðsþ ekki líta á Rússa sem óvini en Úkraínumenn yrðu samt að gæta að sér. „Þeir hafa beitt okkur þvingunum í hern- aðarlegum og efnahagslegum efnum og þeir eru með landakröfur á hend- ur okkur á Krím. Að vera vopnlaus við þessar aðstæður er ekki mjög uppörvandi. Eg veit ekki hvað fyrir ráðamönnum í Moskvu vakir en ég held, að þeir stefni að nýju, rússn- esku stórveldi.“ Reuter F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, lék á als oddi þegar ljóst var, að stefna hans hafði verið samþykkt með miklum meirihluta. Hér gefur hann sigurmerki fyrir framan þinghúsið í Höfðaborg. Argentína: Heilagt stríð segist ábyrgt Beirút. Reuter. LÍBÖNSKU samtökin Heilagt stríð, sem íranir styðja, segjast bera ábyrgð á sprengingunni við ísraelska sendiráðið í Buenos Air- es í fyrradag, en hún varð 10 manns að fjörtjóni og slasaði 135. Segjast þau hafa verið að hefna dauða Hizbollah-leiðtogans Abbas Musawis, en Israelar drápu hann ásamt konu og barni. I tilkynningu Heilags stríðs, sem gefin var út í Beirút, segir, að Abu Yasser, sá sem ók bílnum með sprengjunni, hafi dáið píslarvættis- dauða í stríðinu við síonísku hryðju- verkamennina. Sagði þar ennfremur, að umræddur Yasser hefði verið Argentínumaður, sem hefði snúist til íslamskrar trúar. Unnið var að því í alla fyrrinótt og í gær að leita í rústum sendiráðsins og var talið, að enn væru þar allt að 10 manns á lífi. í gær höfðu ver- ið borin kennsl á sex hinna látnu og voru tveir þeirra Israelar en hinir Argentínumenn. Carlos Menem, for- seti Argentínu, sagði í gær, að Arg- entínumenn hefðu um það samvinnu við bandarísku og ísraelsku leyni- þjónustuna að hafa uppi á hryðju- verkamönnunum. Úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Suður-Afríku fagnað um allan heim: „Tímabil aðskilnaðarstefn- unnar er endanlega liðið“ Umbótastefna de Klerks forseta samþykkt með um 70% atkvæða hvítra manna Höfðaborg. Reuter. „TÍMI aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku er endanlega lið- inn,“ sagði F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, þegar ljóst var, að nærri 70% hvítra manna í landinu höfðu gefið honum umboð til að halda áfram viðræðum við meiri- hluta blökkumanna um nýja stjórnarskrá og binda enda á al- ræði hvíta minnihlutans. Var sig- ur de Klerks og stjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni miklu stærri en nokkurn hafði órað fyr- ir og hefur verið fagnað hvar- vetna um lönd. Hafa sum ríki þegar ákveðið að aflétta efna- Finnar hafa lagt fram umsókn um EB-aðild Helsinki. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Lars Lundsten. FINNAR lögðu í gær inn umsókn um aðild að Evrópubandalaginu í höfðustöðvum bandalagsins í Brussel. Mauno Koivisto Finnlandsfor- seti undirritaði umsóknina rétt fyrir hádegi að loknum sérstökum þjóðþingsfundi þar sem 108 þingmenn af 200 greiddu atkvæði með tillögu ríkisstjórnarinnar um umsókn. í raun voru tveir þriðju þing- manna fylgjandi EB-aðild en vegna þess, að tillagan fól einnig í sér traustsyfirlýsingu á stjórnina var stjórnarandstaðan á móti. Esko Aho forsætisráðherra held- ur í dag til Lissabon í Portúgal til að hitta starfsbróður sinn, Hanibal Cavaco Silva, en Portúgalar fara með formennsku í EB. Ætlast Finnar til, að ráðherraí'undur EB geti fjallað um umsókn Finna þegar í byijun aprílmánaðar. Þótt meirihluti þingmanna hafi tekið afstöðu með EB hefur málið margar pólitískar hliðar. I kjölfar málsins hefur komið til togsteitu milli fqrseta og þings en samkvæmt stjórnarskránni, sem var samþykkt árið 1919, hefur forseti einn umsjón með utanríkismálunum. Aðild að EB mun hins vegar breyta þessu að verulegu leyti og allmargir mála- flokkar, sem áður hafa verið taldir innanríkismál, koma til umfjöllunar á milliríkjavettvangi. Mauno Koivisto Finnlandsforseti skýrði frá því í gær, að hann ætl- aði sjálfur að hafa æðstu umsjón með framvindu samningaviðræðna við EB en ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á byggða- og landbúnaðar- mál. Formennska í utanríkismála- nefnd þingsins er hins vegar í hönd- um jafnaðarmanna, sem eru á móti því að dreifbýlið og málefni bænda verði í brennidepli í viðræðunum við EB. hagslegum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku og önnur ætla að huga að því á næstunni. Blökku- menn í Suður-Afríku eru að sjálf- sögðu fegnir og niðurstaðan er mikill léttir fyrir atvinnulífið í landinu. Óánægðir eru aftur á móti þeir, sem börðust fyrir áframhaldandi aðskilnaði kyn- þáttanna, og þeir hafa uppi illspár um framtíðina. „Kaflanum um aðskilnaðarstefn- una í sögu okkar er lokið,“ sagði de Klerk þegar hann fagnaði sigrin- um en úrslitin urðu þau, að 68,7% kjósenda sögðu ,já“ við áframhald- andi viðræðum við fulltrúa blökku- manna, 26 milljónir manna, um endalok aðskilnaðarstefnunnar. Hvítir menn á kjörskrá voru 3,3 milljónir og var kosningaþátttakan rúmlega 85%. Andries Treurnicht, formaður Ihaldsflokksins, sem barðist gegn umbótum de Klerks ásamt nýnasist- um, sagði í gær, að meirihlutastjórn svartra manna væri nú óhjákvæmi- leg og myndu hvítir menn brátt kom- ast að því hvað það þýddi í raun. Stjórnmálaskýrendur telja raunar, að bandalag íhaldsflokksins og ný- nasista hafi átt sinn þátt í að stefna de Klerks sigraði með jafn miklum yfirburðum og raun bar vitni. Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela og Afríska þjóðarráðið' fögnuðu úrslitunum í gær og de Klerk getur nú sest aftur að samn- ingaborðinu með óbundnar hendur. Hann lagði þó á það áherslu í gær, að viðræðurnar yrðu erfiðar vegna þess, að Mandela og Afríska þjóðar- ráðið krefjast meirihlutastjórnar í einu ríki en de Klerk vill, að hvítir menn og svartir deili með sér völd- unum og enginn einn hópur eða flokkur ráði öllu. Kvaðst de Klerk vera reiðubúinn að leita álits hvítra manna öðru sinni ef á það yrði ekki falljst. Úrslitum þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar hefur verið fagnað mjög er- lendis og danska stjórnin ákvað strax að aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Suður-Afríku. Svíar og Ástralir hafa það einnig til athugunar og Ruud Lubbers, forsæt- isráðherra Hollands, þaðan sem Bú- arnir komu upphaflega, sagði niður- stöðuna ánægjulega. I sama streng hafa frammámenn víða um heiin tekið og leiðtogar blökkumannaríkj- anna í sunnanverðri Afríku varpa öndinni léttara. Þeir óttuðst borgara- styijöld í Suður-Afriku hefðu hvítir menn sagt „nei“ en öll nágrannaríki Suður-Afríku er mjög háð landinu efnahagslega. Fulltrúar atvinnulífs- ins í Suður-Afríku voru líka kampa- kátir með útkomuna enda hefur efnahagslífið liðið fyrir refsiaðgerðir og einangrun á alþjóðavettvangi. Sjá „Forsetinn á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.