Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
13
Blautir bak við eyrun
eftir Bjarna
Olafsson
Sjónvarpsáhorfendur fylgdust ný-
lega með menntamálaráðherra eftir
að hann hafði heimsótt útifund skóla-
nema á Lækjartorgi. Stöð tvö sýndi
áhorfendum eggjablaut föt ráðherr-
ans og fylgdi honum upp í alþingis-
hús þar sem við fengum að sjá bak
við annað eyrað á honum. Hráblaut
eggjaklessa blasti við alþjóð.
Þetta eru daprir dagar fyrir ráð-
herrann. Hann hittir fyrir foreldra,
kennara og nemendur og enginn
virðist eiga hrósyrði í fórum sínum
handa þessum æðsta yfirmanni
menntamála. Þess vegna er það skilj-
anlegt að hann sé bæði sár og reiður
þegar hans lægstu undirsátar bijóta
á honum alla mannasiði á útifundi
sem hann lætur þó svo lítið að
ávarpa. Von er að menn í uppnámi
láti sér ýmislegt vanhugsað um munn
fara.
Enginn sá samt vanstillingu á hin-
um æfða stjórnmálamanni þegar
hann sneri sér að sjónvarpsvélunum.
Á leiðinni úr ræðustóli út að bíl sínum
hafði honum tekist að finna söku-
dólga: kennarana. Þeir áttu ekki
aðeins að hafa veitt börnunum rang-
ar upplýsingar um niðurskurð í skól-
um landsins heldur einnig gefið
æskulýðnum frí til þess að fara í
mótmælagöngu. Þess vegna bæru
þeir ábyrgð á eggjakastinu. Ráðherr-
ann lét þess getið að greinilega þyrfti
eitthvað að athuga kennaramenntun-
ina betur í ljósi þessara atburða.
Með orðum sínum gaf ráðherrann
tóninn í fordómafullum haturskór.
Nægilega margir virðast haldnir svo
beisku heiftarþeli í garð kennara að
dugar til að halda símalínum glóandi
klukkustundum saman á kjaftaþátt-
um útvarpsstöðvanna. Eftir gefnu
merki ráðherrans tókst að breyta
friðsamlegum mótmælum ungmenn-
anna í æsingar ila uppalins lýðs sem
kennarar hafa att til óhæfuverka.
Það er undarlegur starfsstíll sem
pólitískir forystumenn menntamála á
þessu landi hafa valið sér. Þegar
keppikefli venjulegra stjórnenda er
að halda frið við undirmenn sína
fara Ólafur G. Einarsson og aðstoð-
arráðherra hans með dylgjur og
svigurmæli í garð kennarastéttarinn-
ar hvenær sem færi gefst. Góðir
stjórnendur vilja efla samstarf við
sitt fólk en menntamálaráðherra læt-
ur betur að senda út tilskipanir
mönnum að óvörum.
Það fylgir lýðræðisskipulagi að oft
þarf að skipta um ráðherra. Nýkjör-
inn þingmaður getur staðið frammi
fyrir því — eftir ákvörðun flokks-
formanns síns eða makk í þingflokki
— að eiga að stjórna ráðuneyti sem
hann hefur aldrei leitt hugann að
fyrr. Þess hefur ekki ijeyrst getið
að tilvonandi ráðherra hafi beðist
undan tigninni vegna þess að hann
teldi sig ekki til þess bæran. En
nýliða í ráðherrahópi er í lófa lagið
að velja sér aðstoðarráðherra sem
væri öllum hnútum kunnugur í mál-
efnum ráðuneytisins. En Ólafur G.
hafði þann hátt á að hafa með sér
í ráðuneytið ungan starfsmann þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins. Þekking
hans á menntamálum er ekki áður
kunn en hann hefur þó verið óragur
við yfirlýsingar út og austur um þau
efni.
Menntamálaráðherra er í klípu.
Hann situr í ríkisstjórn sem gerir sér
ekki grein fyrir því að síst af öllu
má kollvarpa menntakerfi ef efna-
„Góðir stjórnendur
vilja efla samstarf við
sitt fólk en mennta-
málaráðherra lætur
betur að senda út til-
skipanir mönnum að
óvörum.“
hagserfíðleikar eru í uppsiglingu og
jafnvel atvinnuleysi. Sjálfur vonast
hann eftir því að skrefíð aftur á bak
verði ekki til frambúðar. En hann
veit varla hvort „sparnaði" í mennta-
málum þarf að ná á hálfum vetri eða
einum. Yfírherrar hans í ríkisstjórn-
inni halda honum í óvissu svo að
ekki er við því að búast að hann
tali skýrt til forráðamanna skóla,
kennara, foreldra eða nemenda. Og
hvetjir eru hans faglegu ráðgjafar?
Bjarni Ólafsson
Aðstoðarráðherra hefur menn í
lagagrúski í von um að finna leiðir
til þess að neita fjölda 16 ára ungl-
inga um skólavist næsta haust.
Stundum er sagt um nýgræðinga
í starfi að þeir séu „blautir bak við
eyrun“ og mun það líkingamál eiga
að minna á hálfkarað ungviði. Það
er ljóst að þetta á við menntamálafor-
ystuna í fleiri en einum skilningi.
Sambandsleysi hennar við fólk og
stefnuleysi í menntamálum verður æ
berara eftir því sem ráðherra og
aðstoðarráðherra koma víðar á
mannamót. Hér má spyija hvort þeir
góðu herrar hafi gert það upp við
sig hver verði dreginn til ábyrgðar
ef nokkur hundruð unglingar verða
gerðir afturreka þegar þeir sækja
um skólavist næsta haust. Væntan-
lega verða þeir sem slakastan náms-
árangur sýna á grunnskólaprófi
fyrstir til að „fá frí“ til að stunda
götuna og sækja um atvinnuleysis-
bætur. Þá getur hugsast að þeir
kumpánar, sem áður deildu borði á
þingflokksskrifstofu Sj álfstæðis-
flokksins, fái eitthvað biýnna að iðja
en að stunda skítkast í garð kennara.
Höfundur er
framhaldsskólakennari.
HONDA ACCORD ER I FYRSTA
. . . sæti í Bandaríkjunum sem
söluhæsti fólksbíllinn undan-
farin þrjú ár og var heiðraður
sem sá bíll sem eigendur voru
ánægðastir með. Accord hlaut
einnig verðlaunin um Gullna
stýrið í sínum flokki í Þýska-
landi.
Það er ekki hægt að segja að
Accord sé sportbíll, en hann er
eins nálægt því.og hægt er að
komast sem fjöl-
skyldubíll. Það má
því kannski segja
að Accord sé fjöl-
skyldusportbíll.
Utlitshönnun
Accord er sérlega
vel heppnuð og
innréttingar í alla
staði vel úr garði
gerðar.
Accord er með
sextán ventla,
tveggja lítra vél og
nýja hönnun á
Isveifarás sem
dregur mjög úr titringi.
Accord er stórgóður bíll sem
uppfyllir ströngustu kröfur sem
gerðar eru til
fjölskyldubíla.
Accord ár-
gerð 1992 er
til sýnis að Vatnagörðum 24,
virka daga kl. 9:00 - 18:00 og
laugardaga kl. 11:00 - 15:00.
Verð frá: 1.548.000,- stgr.
Greiðslukjör við allra hæfi.
'árétín
USMt'
SIEMENS
g
Með SIEMENS heimilistcekjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar
• Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
• Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
• Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála.
• Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
• Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
• Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
• Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
• ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
• Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
• Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
• Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
• Akureyri: Sír hf., Reynishúsinu, Furuvöllum 1.
eru víðs vegar um landið!
• Húsavík: Öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaöur: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
• Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
c co
ZJ
gi:
0*0
3<Q
1=8
3 O*
ÍS
3S:
oS
JSs
Q Q'
3
qS
=50
3
a