Morgunblaðið - 19.03.1992, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992
Pétur Einarsson
fulltrúi - Minning
Fæddur 6. júlí 1926
Dáinn 10. mars 1992
Sá einn sem reynir skynjar best
og skilur, hve skin frá vinarhug er
gott að finna.
Þess vegna er í huga mér sár
söknuður, er ég nú sendi vini mínum
Pétri Einarssyni hinstu kveðju mína
og með henni vil ég þakka honum
fyrir ágætt samstarf og bróðurhug,
bæði innan Oddfellowreglunnar og
þó ekki síður fyrir 19 ára ágæt störf
fyrir okkur í Hrafnseyramefnd, en
hann var bókari nefndarinnar allt
frá árinu 1973, lengst af án þess
að taka nokkrum þóknun fyrir störf
sín, sem þó vom oft umtalsverð.
Sýnir það vel hug hans til góðra
málefna ættjarðarinnar, en eins og
þjóðin veit, er það hlutverk nefndar-
innar að byggja upp og viðhalda
minningu Jóns Sigurðssonar, for-
seta og frumheija sjálfstæðis ís-
lands, á fæðingarstað hans, Hrafns-
eyri.
Pétur var Eyfirðingur, fæddur
að Hjalteyri 6. júlí 1926. Foreldrar
hans vom hjónin Kristín Kristjáns-
dóttir og Einar Jónasson. Þau eign-
uðust fimm böm og var Pétur þriðja
bamið í röðinni.
Pétur gekk fyrst í Laugaskóla í
Þingeyjasýslu, árin 1943—45, en
1947 útskrifaðist hann frá Sam-
vinnuskólanum.
12. maí 1951 kvæntist Pétur sín-
um ágæta lífsfömnaut Dagbjörtu
R. Bjamadóttur frá Berserkseyri í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Þau
eignuðust fimm böm og em fjögur
þeirra á lífi, en þau eru: Yngvi,
kvæntur Mörtu Konráðsdóttur,
Kristín, ógift, Ásta Bjarney, gift
Nicolai Jónassyni, og Linda Björk,
heitbundin Stefáni Baldurssyni.
Bamabömin era orðin sex.
Ég mun ekki rekja sögu Péturs
né lífsstarfs hans frekar, því það
munu aðrir kunnugri gera, en þeg-
ar ég lít til baka, er svo ótal margs
að minnast, sem ekki verður rakið
hér.
Vegna starfa sinna fyrir Hrafns-
eyrarnefnd, kom Pétur stundum
með mér til Hrafnseyrar á haustin,
þegar við lokuðum Minningarsafni
Jóns Sigurðssonar 1. september, en
safnið er aðeins opið um sumartím-
ann. Þá fékk ég stundum þá ánægju
að gista hjá hjónunum Pétri og
Dagbjörtu í sumarbústað þeirra á
Berserkseyri, en þar býr Hreinn
Bjamason, bróðir Dagbjartar,
rausnarbúi og hefur byggt ágætt
íbúðarhús, svo þegar foreldrar
þeirra féllu frá, fengu þau Dagbjört
og Pétur gamla bæinn, þar sem þau
hafa útbúið sér indælan sumarbú-
stað og þar naut ég ánægjustunda,
sem ekki gleymast.
Fyrir hin ágætu kynni okkar á
langri leið, þakka ég Honum, sem
fyrstur réð tilvist okkar í þennan
heim og ég veit að ég geri það með
samhug eiginkonu og bama hans
er ég segj:
Drottinn, vér þökkum þína miklu náð,
í þinni kærleikshönd er allt vort ráð.
Þökk fyrir leiðsögn þína’ um lífsins braut,
Ijós þitt, er skín í gep um hverja þraut.
Þökk fyrir ást, er tengir hönd við hönd
og hjartaþel, er knýtir bræðrabönd.
Þökk fyrir góðan vin, er var oss kær,
vináttu’, er lífi dýrast gildi fær.
Þökk sé þér Guð!
Lof sé þér Guð, sem veitir ljós og líf,
líknandi höndum býrð oss skjól og hlíf,
Lof sé þér fyrir vinar traust og tryggð,
trú, von og kærleik, lífsins æðstu dyggð.
Lof sé þér fyrir lögmál sannleikans,
er leggur þú í vitund sérhvers manns.
Lof sér þér fyrir gengin gleðispor,
gæfurík minning fyllir hjörtu vor.
Lof sé þér Guð.
(Ágúst Böðvarsson „Ljóð og lausavísur".)
Um leið og ég flyt Dagbjörtu,
börnum hennar og fjölskyldu mínar
innilegustu samúðarkveðjur, bið ég
Guð að blessa þau og styrkja.
Ágúst Böðvarsson.
í dag verður til moldar borinn
Pétur Einarsson. Hann lést á Land-
spítalanum 10. mars sl. eftir erfiða
sjúkdómslegu. Pétur var sonur
hjónanna Kristínar Kristjánssonur
og Einars Jónassonar, en þau era
bæði látin. Hann fæddist 6. júlí
1926 á Hjalteyri við Eyjafjörð og
var þriðji elstur í fimm systkina
hópi.
Ungur að ámm gekk hann að
eiga Dagbjörtu Bjarnadóttur frá
Berserkseyri og varð þeim fjögurra
bama auðið. Þau em Yngvi, Krist-
ín, Ásta Bjamey og Linda Björk.
Pétur og Dæja byggðu sér fallegt
og hlýlegt heimili á Rauðalæk 21
og þar var ávallt tekið á móti okk-
ur af þeirri hlýju og einlægni sem
einkenndi þau hjónin. Minnisstætt
er hversu alla hlakkaði alltaf til
jólaboðanna sem haldin vom á
Rauðalæknum. Þar skemmtu sér
allir, bæðir ungir og aldnir og bám
þau húsráðendum vitni um gest-
risni, alúð og vandaðan undirbún-
ing.
Við þökkum einlæglega fyrir þá
vegferð sem okkur hlotnaðist að
ganga með Pétri, hann er nú horf-
inn til nýrra heimkynna en minning-
in um hann lifir í hugum okkar.
Þér, elsku Dæja mín, börnum
ykkar Péturs og bamabörnum,
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ebba.
Kynni okkar Péturs hófust fyrir
25 ámm er hann gerðist félagi í
Oddfellowreglunni, þá starfsmaður
hjá Hafskip hf. Eftir fullnaðarpróf
frá Samvinnuskólanum 1947 hóf
hann störf hjá Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga þar sem hann vann í
sjávarafurðadeildinni við sölu og
sendingu á fiskafurðum, m.a. til
Bandaríkjanna. Vann hann á veg-
um þess í 20 ár samfleytt eða til
ársins 1967. Pétur hafði gott vald
á enskri tungu og mun það hafa
stuðlað að því að hann var sendur
til Bandaríkjanna til vinnu við dótt-
urfyrirtæki SÍS, Coldwater við sölu
og dreifíngu á íslenskum fískafurð-
um. Dvöldust þau hjónin þar um 6
ára skeið en komu svo heim aftur
1967. Hann hélt áfram fyrra starfi
sínu hjá SÍS en við heimkomuna
frá Bandaríkjunum mun honum
hafa fundist hagur sinn þrengjast
frá því, sem var vestra og því leit-
aði hann fyrir sér að breyta til og
fékk starf sem flutningastjóri hjá
Hafskip hf. Munu þeir Hafskips-
menn hafa tálið sér feng í að fá
til starfa jafn reyndan og kunnugan
mann sem Pétur var. Þar vann
hann svo í fimm ár en þá flutti
hann sig aftur um set og hóf störf
hjá Baader-þjónustunni 1973 og
nokkm síðar hjá fyrirtækinu Vélar
og stýri (Atlas hf.) uns hann réðist
sem aðalbókari tií Kreditkorta hf.
1985 og þar vann hann meðan
heilsan leyfði.
Pétur mun á skólaámm sínum
hafa verið góður námsmaður. Hann
lagði ríka áherslu á enska tungu
og var mjög fær í henni. Eitthvað
mun hann hafa iðkað íþróttir á
ámnum 1946—1953, einkum
hlaup, og gerðist virkur félagi í
íþróttaklúbb í Bandaríkjunum.
Hann gekk að eiga eftirlifandi
konu sína, Dagbjörtu Ragnheiði
Bjamadóttur, sjúkraliða, frá Ber-
serkseyri, Eyrarsveit, 12. maí 1951
og eignuðust þau fimm börn. Eitt
misstu þau en fjögur lifa föður sinn,
allt mannvænlegt og dugmikið fólk.
Pétur gerðist félagi í Oddfellow-
reglunni 1966 með inngöngu sinni
í stúkuna Þorgeir. Það kom brátt
í ljós að hér var kominn góður og
traustur félagi og voru honum brátt
falin þýðingarmikil störf fyrir stúk-
una, sem hann leysti af hendi með
prýði. Hann var hrókur alls fagnað-
ar í félagslífínu og stundaði stúku-
starfíð af alúð. Reglunni, okkur
Þorgeirsbræðram svo og öðmm
þeim, er þekktu Pétur og unnu með
honum, er harmur kveðinn að frá-
falli hans. Stúkubræður hans senda
eiginkonu hans, börnum og öðmm
ættingjum innilegustu samúðar-
kveðjur með fullvissu um að minn-
ing um góðan dreng muni lifa út
yfir gröf og dauða.
Kona mín og ég vottum frú
Dagbjörtu og börnum þeirra okkar
dýpstu samúð og biðjum þeim
huggunar Drottins.
Erlingur Dagsson.
Fæddur 11. júní 1955
Dáinn 8. mars 1992
Þegar starfsfólk Sláturhúss KEA
mætti til vinnu mánudagsmorgun-
inn 9. mars barst okkur sú sorgar-
fregn að einn vinnufélagi okkar
hefði látist kvöldið áður.
Ásgeir Jónasson fæddist 11. júní
1955 og var því aðeins þrjátíu og
sex ára er hann lést. Foreldrar hans
vom hjónin Þrúður Gunnarsdóttir
og Jónas Aðalsteinsson og vár hann
þriðji í röð átta systkina.
Ásgeir hóf störf við Sláturhúsið
haustið 1976 og má því segja að
starfsvettvangur hans hafi að
mestu verið þar, enda maður sem
allir vildu hafa vegna heiðarleika,
dugnaðar og þeirrar hlýju sem frá
honum stafaði.
Utan vinnu voru hans gleðigjafar
eiginkona hans Halla Árnardóttir
og bömin þeirra, Silley Hrönn, fædd
1. maí 1978, og Fannar Geir, fædd-
ur 6. desember 1980, og nutu þau
í ríkum mæli umhyggju hans og
ástúðar.
Halla mín, við á Sláturhúsinu
biðjum Guð að veita þér, bömunum
og fjölskyldunni allri styrk. Við vit-
um að seinna meir verða það ljúfar
minningar liðins tíma sem eiga eft-
ir að ylja ykkur um ókomin ár.
Megi gæfa og gengi fylgja ykkur.
Björg Finnbogadóttir.
Öðlingurinn hann Ásgeir er allur.
Hvílík sóun á því besta sem vor
jörð hefur uppá að bjóða, kornung-
ur maður í blóma lífsins, hraust-
menni sem aldrei gaf eftir, maður
sem bar með sér heilbrigði hollra
lífshátta. Þegar okkur barst sú
fregn, laugardaginn 7. mars, að
Ásgeir hefði veikst hastarlega og
verið fluttur á sjúkrahús gmnaði
Ég vil minnast með nokkrum
orðum vinar míns og samstarfsfé-
laga Péturs Einarssonar.
Pétur réðst til starfa sem bókari
hjá Kreditkorti hf. í september 1985
og starfaði hjá fyrirtækinu síðan.
Pétur var einstakur starfsmaður,
trúr og tryggur og starfskraftur
slíkur að undmn sætti á stundum.
Hann mætti yfirleitt fyrstur manna
og var þá jafnvel búinn að fara í
sund áður. En á sínum yngri ámm
var hann mikill íþróttamaður og
keppti m.a. í hlaupi á Ólympíuleik-
um fyrir íslands hönd. Það var
mikið kapp í honum og kom það
vel fram í öllu starfi hans og síðar
veikindum. Ég tel það hafa verið
mikla gæfu að fá að kynnast honum
Pétri, slíkir vom mannkostir hans.
Hann lét ekki mikið yfir sér en af
einlægni og góðvild hafði hann nóg
og naut samstarfsfólkið þess. En
þau hjónin Pétur og Dagbjört, hans
elskulega eiginkona, áttu sér sælu-
reit en það er að Berserkseyri þar
sem Dagbjört er fædd. Þar dvöldu
þau mörgum stundum og þar er
gott að koma. Minnumst við hjónin
þess er við heimsóttum þau sumar-
ið 1990 og áttum saman ógleyman-
lega helgi. Það er sárt að sjá á eft-
ir vinum sínum en það er aðeins
okkur síst hvílík alvara væri á ferð-
um, sólarhring síðar var hann allur.
En það er nú svo að eigi má
sköpum renna og þó okkur finnist
það sárt og óskiljanlegt þegar klippt
er á svo trausta strengi eins og nú
er gert þá er ekki um annað að
ræða en lúta höfði og treysta á
skapara lífsins, að hann hafí þau
rök sem réttlæta það að taka hann
Ásgeir til sín.
Kynni mín af Geira hófust fyrir
fímmtán árum eða svo þegar þau
Halia mágkona mín hófu samvistir.
Hann var ekki maður sem tranaði
sér fram eða lét mikið á sér bera
en traustið og dugnaðinn bar hann
svo augljóslega með sér að við hjón-
in töluðum strax um það okkar á
milli að traustari lífsfömnaut gæti
hún Halla vart fundið. Ekki höfðu
þau lengi búið saman þegar þau
af stórhug og bjartsýni festu kaup
á stórri raðhússíbúð sem var í bygg-
ingu og þau fengu afhenta fok-
helda. Þá tók við þáttur Ásgeirs sem
var ótrúlegur, hann múraði og smíð-
aði og lagði pípur og rafmagn með
algjörri lágmarksaðstoð því þó hann
væri allra manna greiðviknastur þá
féll honum ekki vel að biðja aðra
að hjálpa sér. Þama komu þau sér
upp yndislegu heimili sem alltaf var
gott að koma á, því hlýleiki, og
snyrtimennska réðu þar ríkjum. Nú
hin seinni árin eftir að við hjónin
fluttum með börn og bú austur í
Neskaupstað og fórum að koma
sem gestir til Akureyrar stóð ævin-
lega allt opið í Steinahlíðinni hjá
Höllu og Geira, þar var allt jafn
sjálfsagt. Ekki metum við síður
þann vinskap og ættrækni sem fólst
í öllum heimsóknum þeirra austur
til okkar, t.d. þegar sonur okkar
var fermdur og fáir ættingjar ná-
lægir. Þá lögðu þau á sig langa
einn sem öllu ræður og við hann
þýðir ekki að deila.
Dagbjört mín, ég bið góðan guð
að styrkja þig og börnin í ykkar
miklu sorg, en minningin um góðan
dreng mun létta ykkur sorgarstund-
ir.
Megi minning hans lifa, hans er
sárt saknað.
Gunnar R. Bæringsson.
Pétur Einarsson, gamall íþrótta-
félagi úr ÍR á fimmta áratugnum,
lést í Reykjavík 10. mars sl. eftir
árs hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Hann varð aðeins 65 ára
gamall, fæddist 6. júlí 1926.
Kynni okkar Péturs hófust á
gamla góða Melavellinum árið 1946,
þar sem við æfðum hlaup og aðrar
fijálsar íþróttir. Hann var ljúfur og
jákvæður drengur, sem gott var að
kynnast.
Pétur komst fljótt í fremstu röð
íslenskra hlaupara á millivegalengd-
um en aldrei ofmetnaðist hann af
velgengninni á hlaupabrautinni.
Hann var mikill keppnismaður og
seint gleymist einvígi hans við hinn
heimsfræga danska hlaupara Gunn-
ar Nielsen í 800 m hlaupi á Melavell-
inum árið 1950. Við fráfall Péturs
Einarssonar er fyrsta skarðið höggv-
ið í hina frábæm keppnissveit Is-
lands á Evrópumeistaramótinu í
Briissel 1950.
Það var gaman að iðka fijálsar
íþróttir á síðustu ámm fimmta ára-
tugarins. Áhugi mikill og árangur
góður. Þetta vom guilaldarár fijáls-
íþrótta. Árið 1947 efndi ÍR til Norð-
urlandafarar frjálsíþróttamanna fé-
lagsins. Ferðin heppnaðist með mikl-
um ágætum. Við Pétur vomm meðal
þátttakenda í ferðinni og þá kynnt-
ist ég enn betur hinum góðu hliðum
og kostum hins látna félaga. Pétur
er sá fyrsti, sem fellur frá af þeim
fimmtán manna flokki.
Fyrir hönd gamalla ÍR-inga og
annara íþróttavina votta ég eigin-
konu, börnum og öðmm ættingjum
samúð mína. Blessuð sé minning
Péturs Einarssonar._
Orn Eiðsson.
ferð í snjó og fannfergi til að gleðja
okkur. Eins vil ég nefna sérstaka
ræktarsemi hans við tengdaföður
sinn, Árna Kristjánsson, sem alltaf
átti traustan vin þar sem Ásgeir
var.
Ekki voru þau alveg laus við
mótlæti því frá blautu barnsbeini
hafði Halla barist við fötlun og
þurfti oft að leggjast inn á sjúkra-
hús. Þá gætti Geiri bús og bama
og fórst vel úr hendi. Þeim Ásgeiri
og Höllu varð tveggja barna auðið.
Þau heita Silley Hrönn, fædd 1.
maí 1978, hún á að fermast núna
á pálmasunnudag, og Fannar Geir,
fæddur 16. desember 1980. Þau
sakna nú sárt góðs föður sem gaf
þeim svo mikið og var þeim svo
góður félagi.
Elsku Höllu, Silleyju og Fannari,
foreldram Ásgeirs, systkinum og
fjölskyldum þeirra, Árna, tengda-
föður, börnum hans og fjölskyldum
þeirra sendum við hjónin okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að varðveita þau og
blessa. Á þessum vegamótum skilja
leiðir um stund en endurfundir
verða um síðir.
Fari okkar kæri vinur í friði.
Bogga og Steini.
Erfidrykkjur í hlýlegu
og notalegu umhverfí
Við höfum um árabil tekið að okkur að sjá um erfídrykkjur fyrir
aih að 300 manns. I boði eru snittur með margvíslegu áleggi.
brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með
rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur,
rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fl.
Með virðingu,
FLUGLEIDIR
HÖTEL LOFTLEIDIR
R e Y KJ A V IK U R F L U G V E L L I. IOI REYKJAVlK
SlMI: 9 1-12122
Ásgeir S. Jónas-
son — Minning