Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 41

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 41 Minning: Karl G. Karlsson Fæddur 21. júní 1921 Dáinn 6. mars 1992 Karl fæddist að Karlsskáia í Grindavík og ólst þar upp í hópi margra systkina, en hann eignað- ist 9 alsystkini og eina hálfsystur. Ungur að árum mun hann hafa byijað að stunda sjóinn og örugg- lega hefir hann þar verið snemma liðtækur, enda mikið hraustmenni. Hann vill þó ekki gera sjómennsk- una að ævistarfi og uppúr stríðsár- unum kaupir hann vörubíl og hefir atvinnu af flutningum í Grindavík. Smámsaman eykur hann umsvifin á þeim vettvangi og kaupir sér ámoksturstæki og fer nú að selja möl og sand og bruna um öll Suðurnes, auk þess að stunda aðra flutninga. Trúlega mun arðsemi af þessum atvinnurekstri smásaman hafa dregist saman, enda margir aðrir komnir í samkeppni í þessari þjón- ustu. Karl ákveður því að skipta um starf og það er síðla árs 1976, sem hann byijar að vinna hjá Hita- veitu Suðurnesja, sem vaktmaður í Svartsengi. Þar hefir hann rækt skyldur sínar af þeirri röggsemi, sem honum er í blóð borin. Tvö síðustu árin hefir hann ekki geng- ið heill til skógar, en hefir þó ekki látið bilbug á sér finna, þótt honum væri ljóst að hveiju stefndi. Með fádæma hörku við sjálfan sig, tókst honum að vinna fram undir síðustu áramót, en þá var hann kominn „á aldur“ eins og sagt er um starfs- menn opinberra fyrirtækja. Þar sem starfið í Svartsengi var vakta- vinna, lét að líkum að Karl yndi því ekki að sitja auðum höndum á milli vakta. Hans helsta tóm- stundaiðja var að róa til fiskjar og Unnur L. Jóhannes- dóttir — Minning Hún var fædd í Keflavík á Hell- issandi 3. september 1922. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Guðmundsdóttir og Jóhannes Jóns- son, sjómaður þar. Unnur Lilja ólst upp við venjuleg kjör þeirra tíma, lítil efni og nægjusemi og strax eftir fermingu fór hún í vist til hjónanna Guðmundu og Valde- mars Kristóferssonar, Skjaldartröð í Breiðuvík, og þar leið henni vel. Þá lá leiðin til Reykjavíkur og einn- ig í vist þar á ýmsum stöðum, en þá .var vistin eins og það var orðað aðalatvinnuvegur stúlkna og að komast í góða vist var mikil gæfa. Svo er það árið 1938 að hún fyrir tilstilli Guðmundar Berg- steinssonar, kaupmanns í Flatey, fer að Skálmarnesmúla á Barða- strönd til Bergsveins Skúlasonar, bónda og síðar rithöfundar, og konu hans og þar kynntist hún Sigurði Ólafssyni, síðar bakara- meistara, fæddum 1. nóvember 1917, en hann hafði áður flust til Flateyjar með móður sinni eftir lát föður síns og honum síðan komið fyrir hjá Skúla föður Bergsveins sem einnig bjó á Múla. Þau Lilja og Sigurður hófu bú- skap í Skáleyjum árið 1941, en þá var þar þríbýli og bjuggu þar til ársins 1945 að þau fluttu suður til Reykjavíkur, þar sem Sigurður gerðist starfsmaður í Björnsbak- aríi og lærði bakaraiðn. Þar starfaði hann lengi og eins við brauðgerð Mjólkursamsölunn- ( ar. Þá fluttu þau hjón til Stykkis- hólms þar sem Sigurður starfaði hjá Ágúst Eyjólfssyni bakara- ( meistara um hálfs annars árs skeið. Þá bauðst honum starf í Björnsbakaríi sem hann þáði og I vann þar allt til þess þau hjón fluttu hingað í Hólminn og hafa dvalið hér síðan. Hún seinustu árin í sjúkrahúsinu hér og þar lést Lilja 11. marz sl. eftir langvinn veikindi. Ég kynntist þeim hjónum vel eftir að þau fluttu hingað og best þó Lilju í hennar veikindum í sjúkrahúsinu hér. Urðu þau kynni mér mikils virði því þau hjón áttu yfir miklum fróðleik að ráða, áttu gott bókasafn og höfðu tekið vel eftir á lífsins leið og notfært sér það. Eitt af því sem Lilja hafði mest gaman af var að kynnast landinu og þær voru margar ferð- , irnar sem þau fóru um allt land, I tóku myndir og i vinahópi voru ferðirnar riíjaðar upp og þá gátum við borið saman bækur okkar. i Þau hjónin eignuðust 4 börn, misstu eitt í fæðingu en hin lifa . móður sína. I Lilja var sterk kona eða þannig kynntist ég henni og sterkust í veikindastrípi því er hún háði sein- ustu árin. Ég man ekki annað en hún sæi alltaf það bjarta í lífinu og þakkaði allt sem henni var gott gert. Gladdist eins og barn yfir hveijum áfanga og þess vegna var gaman að ræða við hana. Guð blessi kæra vinkonu á nýj- um vettvangi. Árni Helgason. Sortnmo, Þæqilegir kuldajakkar fyrir iðnaðarmenn = -■ RAFVER HF= VkoHtm 3 • 108 Roykjamk • Simor: 91-81 ?4 !5og81 21 17 viðhalda þannig nánum tengslum við sjó og sævarfang. Ég minnist gjörla frásagna hans af útgerð- inni, þar kom við sögu ýmisskonar brask og bátakaup. Þær frístundir sem hann átti þó bestar voru í sumbarbústaðnum í Grímsnesi. Þar stundaði hann blóma- og tijárækt. Áhugi hans í blómaræktinni var ekki einskorðaður við sumarbú- staðinn, en hann lét sér mjög um- hugað um skrautjurtir og blóm í nágrenni orkuversins í Svartsengi og tók að sér að annast gróðursetn- ingu og umhirðu blómabeðanna síðustu árin. Karl kvæntist eftirlifandi konu sinni Eyrúnu Árnadóttur 1942. Hún er ættuð frá Garði í Grinda- vík. Þau eignuðust þijár dætur, þær eru: Ásta fædd 1943, hár- greiðslumeistari, gift Jens Cristian Lauritsen. Þau búa í Kaupmanna- höfn. Edda fædd 1944, forstöðu- maður félagsstarfs hjá dvalarheim- ilum aldraðra, gift Finnboga Björnssyni oddvita og fram- kvæmdastjóra. Þau búa í Garði. Ástrún fædd 1955, húsmóðir, gift Kristjáni Kristjánssyni. Þau búa í Reykjavík. Alls eru barnabörn 8, en barnabarnabörn 3. Karl var óneitanlega að ýmsu leyti eftir- minnilegur persónuleiki. Hann gat ósjaldan verið nokkuð hijúfur á yfirborði, en undir því leyndist glettni og gamansemi, sem var þó hljóðlát og lítt áberandi þar til við nánari kynni. Með línum þessum vil ég fyrir hönd okkar samstarfsmanna hans þakka samfylgdina og óska honum Guðs blessunar í landi ljóss og frið- ar. Eiginkonu og öllum aðstand- endum votta ég innilega samúð mína. Útför Karls G. Karlssonar var gerð frá Grindavíkurkirkju á laug- ardag 14. mars síðastliðinn. Ingólfur Aðalsteinsson. Fjárhagsöryggi til framtíðar: TAKTU SKATTAFSLÁTTINN 0G LÍFEYRINN ÞINN MEÐ í REIKNINGINN! Oil BÚSTÓLPI HÚSNÆÐISREIKNINGUR Bústólpi, húsnæðisreikningur Búnaðarbankans, er kjörinn fyrir þá sem vilja safna í varasjóð og b'yg&ia sér íjárhagslegt öryggi í framtíðinni. Há ávöxtun, 25% skatt- afsláttur og húsnæðislán gerir húsnæðisreikning Búnaðarbankans að einum besta sparnaðarkosti sem völ er á. Taktu 25% skattafslátt og lífeyrinn þinn með í reikninginn. BESTU ÁVÖXTUNARKJÖR Húsnæðisreikningur er verðtryggður spari- reikningur og ber ávallt hæstu vexti almennra innlánsreikninga bankans hverju sinni. 25% SKATTAFSLÁTTUR Húsnæðisreikningur Búnaðarbankans veitir rétt til skattafsláttar sem nemur einum (jórða af árlegum innborgunum á reikninginn. Við álagningu skatla kemur afslátturinn til lækkunar á tekju- og eignarskatti eða útsvari álagningarársins. Um skattafsláttinn gilda sömu reglur og um persónuafslátt. SVEIGJANLEGUR BINDITÍMI - EIGIN LÍFEYRISSJÓÐUR Binditími húsnæðisreiknings er að lágmarki 3 ár og að hámarki 10 ár. Heimilt er að taka út af liúsnæðisreikningi þremur árum eftir að sparnaður hefst ef eigandi reiknings ráðstafar inneigninni til byggingar, kaupa eða verulegra endurbóta á eigin íbúðarhúsnæði. Einstakling- ar sem orðnir eru 67 ára eða eru 75% öryrkjar geta tekið út af reikningnum í heild til frjálsrar ráðstöfunar eftir 5 ára sparnaðartíma. Eftir 10 ára sparnaðartíma er innstæðan laus til útborg- unar án skilyrðá. Þannig nýtist húsnæðisreikn- ingur sem eins konar lífeyrissjóður. Um húsnæðisreikning gilda lög nr. 49/1985. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi Búnaðarbankans. Kynntu þér Bústólpa! DÆMI UM SPARNAÐ OG ÁVÖXTUN Á HÚSNÆÐISREIKNINGI Forsendur: 3. Fast verölag. 1. Lagðar eru inn 10.000 kr. í lok hvers mánaðar. 4. Skattafsláttur 25% 2. 6.75% raunvextir sem leggjast við höfuðstól í árslok. af heildarinnleggi hvers árs. Sparnaðartímabil 3 ár 5 ár 10 ár Samtals innborgað 360.000 600.000 1.200.000 Vextir 36.752 107.898 489.216 Samt. innborgað + vextir 396.752 707.898 1.689.216 Skattafsláttur 90.000 150.000 300.000 Meðal raunávöxtun 21.85% 15.76% 10.76% RETTUR TIL LAN roKU Sparnaðartími Margfeldi af höfuðstól Hámarksupphæð láns 3 ár 2 1.000.000 4 ár 3 1.500.000 5 - 8 ár 4 2.000.000 9- 10 ár 4 2:500.000 Innborgun á hverjum ársfjórðungi er nú að lágmarki kr. 10.790 og að hámarki kr. 107.090. BÚNAÐARBANKINN - Traustur baitki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.