Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 49

Morgunblaðið - 19.03.1992, Side 49
49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 1*1 IgJ gg|§)g| ikl LÉTTLYNDAROSA Sýnd kl. 5,7,9 og 11. KASTALIMOÐUR MINNAR Sýnum þessa stórkostlegu fjölskyldu- mynd, sem sló öll met í aðsókn í Frakkl- andi. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Heiður föður míns. Framleiðandi: Yves Robert. Aðahlutverk: Natalie Roussel, Philip Caubére og Didier Pain. Sýnd kl. 5,7,9 0911. EKKISEGJA MOMMU AÐ BARNFÓSTRAN SÉ DAUÐ Sýnd kl. 5,7,9 og 11. FUGLASTRIÐIÐÍ LUMBRUSKÓGI Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 500. HOMOFABER Sýnd kl. 5,7,9 og 11. BARATTAN V1ÐK2 Sýnd kl. 7 og 11. REGNBOGINN SÍMI: 19000 STÓRA SVIÐIÐ kl. 20: • ÞRÚGUR REIÐINNAR byggt á sögu JOHN STEINBECK. Leikgerð: FRANK GALATI. Sýn. í kvöld, uppselt. Sýn. fös. 20. mars, uppselt. Sýn. lau. 21. mars, uppselt. Sýn. fim. 26. mars, uppselt. Sýn. fös. 27. mars, uppselt. Sýn. lau. 28. mars, uppselt. Sýn. fim. 2. ap'ríl, uppselt. Sýn. lau. 4. apríl, uppselt. Sýn. sun. 5. apríl, uppselt. Sýn. fim. 9. apríl. Sýn. fös. 10. apríl, uppselt. Sýn. lau. 11. apríl, uppselt. Sýn. mið. 22. apríl, fáein sæti laus. Sýn. fós. 24. apríl, fáein sæti laus. Sýn. lau. 25. apríl, fáein sæti laus. Miðar óskast sóttir fjórum dögum fyrir sýningu, annars seldir öðrum. ÓPERUSMIÐJAN sýnir f samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur: • LA BOHÉME eftir Giacomo Puccini STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00 Hátíðarsýning vegna 60 ára afmælis Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis föstud. 3. aprfl uppselt. Frumsýning mið. 8. apríl. Sýn. sunnud. 12. apríl. Sýn. þri. 14. apríl. Sýn. annan páskadag 20. apríl. LITLA SVIÐIÐ KL. 20: KAÞARSIS - leiksmiðja sýnir á Litla sviði: • HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen Sýn. sun. 22. mars. GAMANLEIKHÚSIÐ sýnir á Litia sviði kl. 20.30 • GRÆN)AXLAR eftir Pétur Gunnarsson og Spilverk þjóðanna. Sýn. fös. 20. mars. Lau. 21. mars. Miðasalan opin aila daga frá ki. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12, sími 680680. NÝTT! Leikhúslínan, sími 99-1015. Muniö gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf! Greiöslukortaþjónusta. BORGARLEIKHÚSIÐ VAGNHÖFÐA 11, REYKJAVÍK, SÍMI 685090 í KVÖLD KÁNTRÝVEISLA meö hljómsveit Önnu Vilhjálms frá kl. 22-1 Aðgangur ókeypis Ný stjórn til starfa í vináttufélaginu Italía NÝ STJÓRN vináttufélags Ítalíu og íslands tók til starfa í lok janúar sl. Hana skipa: Bryndís Schrarn, formaður, Karl J. Steingrímsson, gjaldkeri, Kolbrún Sveinsdóttir, ritari, Björgvin Pálsson, Jóhanna G. Möller, Sigurður Demetz og Friðrik Ásmundsson Brekkan, meðstjórnend- ur. Félagið vinnur að nánari kynnum íslendinga og ítala á menningarsviðinu og hyggst í framtíðinni ná þeim markmiðum m.a. með fræðslukvöldum og tónleik- um. Þá skal nefnt að fyrir skömmu var í fyrsta sinn út- hlutað úr menningarsjóði fé- lagsins og hlaut þann styrk ungfrú Susanna Nocchi, sem stundar íslenskunám við Há- skóla Islands. Sunnudaginn 22. mars nk. heldur vinafélagið Ítalía skemmtikvöld á ítalska veit- ingastaðnum Italía á Lauga- vegi 11. Snæddur verður ít- alskur matur en að því loknu mun dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnun- ar, flytja erindi um pílagríma- ferðir í páfagarð fyrr og nú. Samkoman hefst kl. 19.30 og tekið er á móti borðapöntun- um í veitingahúsinu Italíu. Ennfremur vill stjórn ítal- íufélagsins vekja athygli á hádegistónleikum sem Caput- hópurinn gengst fyrir í sam- vinnu við félagið laugardag- inn 21. mars nk. í Norræna húsinu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.30. Á dag- skrá verða tónverk eftir ýmsa af þekktustu núlifandi tón- skáldum Ítalíu, en einnig splunkunýtt verk eftir ís- lenskt tónskáld búsett á ítal- íu, Atla Ingólfsson. Það má! Eitt atriði úr leikritinu Þrúgum reiðinnar. Hanna María Karlsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum. Góð aðsókn hefur ver- ið að Þrúgum reiðinnar SVIÐSETNINGU Kjarlans Ragnarssonar á Þrúgum reið- innar eftir sögu John Steinbeck í leikgerð Frank Galati hefur verið vel tekið af gagnrýnenduin og leikhúsgest- um. Níu sýningum er lokið á þessu viðamikla verki og hefur verið uppselt á þær allar. Uppselt er á tíu næstu sýningar og biðlistar eru farnir að myndast við marg- ar þeirra þar sem allt að fjörutíu leikhúsgestir bíða þess að ná í miða. Er útlit fyrir að Þrúgur reiðinnar verði sýnt fyrir fullu húsi næstu mánuði. Næstu sýningar á Þrúgum reiðinnar verða 19., 20. og 21. mars og er uppselt á þær allar. Karl J. Steingrímsson, gjaldkeri Ítalíu afhendir fyrsta menningarstyrk félagsins. Hann hlaut ungfrú Susanna Nocchi sem stundar nám við Háskóla íslands í íslensku og islenskum bókmenntum. Vegna veikinda Súsönnu við þetta tækifæri tók Diego Rossi við styrknum fyrir henn- ar liönd. nefna að Valur Pálsson, kontrabassaleikari við Stokk- hólms-fílhannoníuna kemur sérstaklega til landsins til að taka þátt í þessum tónleikum. „Les pas, les pemtes“ eftir Atla Ingólfspon verður nú frumflutt á íslandi en þetta tónverk var frumflutt í Mílanó 16. desember sl. af hinni heimsþekktu finnsku kammersveit Avanti. Flautu- sólóið „Halpith" eftir Davide Anzaghi hefur hins vegar hvergi heyrst áður. Þetta verður því heimsfrumflutn- ingur verksins. (Úr fréttætilkynningu.) Eigendaskipti á Torfunni FYRIR skömmu tók nýr ' aðili, Einil Sæmar, við rekstri veitingahússins Torfunnar við Lækjargötu. I tengslum við það eru fyr- irhugaðar ýmsar breyting- ar á rekstri staðarins. Og í samráði við Svein Lúðvík Björnsson tónskáld hefur meðal annars verið ákveðið að halda stutta vikulega- „stofutónleika" fyrir bók- aða matargesti þar sem ýmsir af okkar bestu tón- listarmönnum koma fram. Rauður þráður tónleikanna verður íslensk þjóðlaga- og samtímatónlist en einnig munu listamennirnir flytja tónlist frá fyrri tímum. Fyrstu tónleikarnir eru fyrirhugaðir 20. mars. Þar mun blásaratríó þeirra Kolbeins Bjamasonar flauturleikara, Guðna Franz- sonar klarinettleikara og Bijáns Ingasonar fagottleik- ara flytja tríó eftir Gaspard Kúmmez sem var þýskt tón- skáld og flautuleikari uppi á nítjándu öld. Einnig verður flutt úr örstefjum Atla Heimis Sveinssonar. Þann 27. mars verða svo tónleikar í höndum kontra- tenórsöngvarans Sverris Guð- jónssonar og Snorra Arnar Snorrasonar gítar og lútuleik- ara. Þriðju tónleikarnir verða þann þriðja apríl. Þá munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari sjá um dagskrána. Opið hús á Hótel Borg í kvöld SALI, samband listaskóla- nema verður með opið hús á Hótel Borg í kvöld. Þar koma fram nemendur frá Söngskólanum, Leiklistar- skólanum, Tónlistarskólan- um og Myndlistarskólanum. Skemmtun þessi er liður I menningarviku BÍSN. Meðal þess sem boðið verð- ur upp á er 20 manna söng- skemmtum frá óperudeild Söngskólans, Leiklistarskól- inn verður með stuttan leik- þátt, Myndlistarskólinn segir súrrealíska sögu. Auk þessa eru ýmsar aðrar uppákomur. Skemmtunin stendur frá kl. 21.00-01.00 og er að- gangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.