Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.03.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1992 55 Mm FOLK ■ BARCELONA er úr leik í Evr- ópukeppni meistaraliða í körfu- knattleik. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem spænska liðið kemst ekki í úrslit keppninnar. Barcelona tapaði mjög óvænt í fyrrakvöld fyr- ir Philips Mílan, 71:86, á heima- velli. Phillips vann fyrri leikinn á Ítalíu með einu stigi. ■ GUNDE Svan sænski skíða- göngumaðurinn, hefur lýst því formlega yfír að hann sé hættur keppni. Hann hafði ætlað sér að keppa á HM í Falun á næsta ári og hvíldi sig af því tilefni frá keppni á Ólympíuleikunum í AlbertviUe á dögunum en hefur snúist hugur. Á keppnisferlinum vann Svan 11 gull- verðlaun á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, þar af fern í boðgöngum, einnig fem silfurverð- laun, þar af ein í boðgöngu og tvenn bronsverðlaun. ■ SEPPO Raty, fínnski spjót- kastarinn, kastaði 80,44 metra á l vetrarkastmóti í borginni Kuopio í Finnlandi um síðustu helgi. Annar varð Harri Hakkarainen með | 77,82 og í kvennaflokki kastaði Paivi Alafrantti 60,32 metra. ■ SERGEJ Búbka, bíður sjaldan ósigur í stangarstökki en um síð- ustu helgi varð hann þó að láta í minnipokann á móti í Grenoble í Fr&kjklðiidi • ■ FRAKKINN Jean Galfione vann og stökk 5,84 en sömu hæð stökk Pjotr Potsjkarev frá Samveldi sjálfstæðra ríkja. Spánverjinn Javier Chico Garcia stökk 5,77 en síðan komu Búbka og Banda- ríkjamaðurinn Kory Tarpening með 5,70. Sömu hæð stukku reynd- ar líka Vasílíj bróðir Búbka og Frakkinn Philippe d’Encausse. ■ JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, hefur fengið stjórn sína til þess að veita 55 millj- ( ónir sterlingspunda, jafnvirði 5,5 milljarða ÍSK, til baráttu Manc- hester fyrir því að fá að halda ( Ólympíuleikana árið 2000. Af upp- hæðinni verða 53 milljónir punda notuð til að reisa íþróttamannvirki. MBORGINNI mistókst að fá leik- ana 1996 og keppir nú við Sydney, Brasilíu, Peking, Berlín, Mílanó og Istanbúl um leikana aldamóta- árið. Ákveðið verður eftir rúmt ár hver þessara borga hlýtur hnossið. H BORGIN Tashkent í Úzbek- ístan, áður Sovétríkjunum, íhugar að sækja um að fá að halda Ólymp- íuleikana árið 2000. Formleg um- sókn verður að hafa borist Alþjóða Ólympíunefndinni fyrir 15 apríl næstkomandi. I UROLAND Grahammer varnar- maður hjá Bayern Miinchen var í gær dæmdur í átta leikja bann 4 vegna fólskulegs brots á leikmanni Kaiserslautern þegar liðið tapaði 4:0 þann 7. mars. Bayem hefur I áfrýjað úrskurðinum. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri enska knattspyrnu- iiðsins Blackburn Rovers, sem er efst í 2. deild, keypti í gær pólska framherjann Andrej Jusowiak frá Lech Poznan á 500 þúsund pund. I LUTON vildi kaupa framheij- ann Tony Cottee frá Everton, bauð honum 3.000 pund í vikulaun — rúmar þrjár milljónir ÍSK — en hann afþakkaði. Vildi ekki fara til félagsins. H BRUCE Rioch hætti í gær sem framkvæmdastjóri enska 2. deild- arliðsins Millwall. Einn leikmanna félagsins, gamli varnaijaxlinn Mick McCarthy, tók við stjórninni til vors. á M HITT-húsið, veitingastaður í • Brautarholti 20 verður með 100 tommu tjald þar sem gestir geta Ifylgst með leikjum íslendinga í B-keppninni í handknattleik í Aust- urríki. Ætlunin er að vera með tjaldið uppi í a.m.k. fyrstu þremur leikjum Islendinga. KNATTSPYRNA / EVRÓPUMÓTIN Reuter ian Mölby leikur hér á Stefano Evanio hjá Genúa í seinni leik liðanna í UEFA-keppninni. Mölby lék vel en það dugði Liverpool ekki. Barcelona lík- lega á Wembley Tottenham og Liverpool eru úrleik Barcelona ætlar greinilega að taka forskot á Ólympíuleikana og'leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu á Wembley 20. maí. Liðið vann Dyn- amo Kiev 3:0 í átta liða úrslitum, er eina liðið, sem hefur ekki tapað leik og er með þriggja stiga forystu í B-riðli, þegar tvær umferðir eru eftir. Sparta Prag og Benfíca gerðu 1:1 jafntefli í riðlinum og er Sparta þremur stigum á eftir Barcelona, en Benfíca fjórum. Meiri keppni er í A-riðlinum, en þar er júgóslavneska liðið Rauða stjarnan, sem lék heimaleikinn gegn Panathinaikos að þessu sinni í Búlg- aríu og vann 1:0, stigi á undan Sampdoria. Guöni góöur Guðni Bergsson lék vel með Tott- enham, en liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli á White Hart Lane gegn Feyenoord og er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa. Feyenoord lagði áherslu á að halda fengnum hlut frá fyrri leiknum og tókst það þó oft hafi hurð skollið nærri hælum. Mónakó sló Roma, úrslitaliðið í fyrra, út úr keppninni og það vai»- - Rui Barros, minnsti maður vallar- ins, sem tryggði Frökkunum farseð- ilinn í undanúrslitin. Aquilera sá um Liverpool Carlos Aquilera gerði draum Liverpool að engu með því að gera bæði mörk Genúa í 2:1 sigri á An- field í Evrópukeppni félagsliða. Þá var Simone Braglia sem nær óyfír- stíganlegur þröskuldur í marki gestanna og ekki bætti úr skák fyrir heimamenn að Mark Wright varð að fara meiddur af velli eftir stundarfjórðung. Ajax lék fyrsta leikinn á heima- velli í keppninni að þessu sinni og átti ekki í erfíðleikum með að kom- " ast í undanúrslitin, vann Ghent 3:0. Brasilía í bann hjá FIFA? B/r nattspymusamband Brasilíu ■ fékk símbréf frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFÁ, í gær, þar sem sagði m.a. að kæra brasilíska liðsins Flamengo gegn FIFA gæti orðið til þess að landslið og félagslið Brasilíu yrði bannað að taka þátt í alþjóðlegri keppni. „Ef þetta gerist þýðir það enda- lok brasilískrar knattspyrnu,“ sagði Richardo Teixeira, formaður knatt- spyrnusambands Brasilíu, og bætti við að þátttaka í HM 1994 væri ið mjög alvarlegum augum,“ sagði úr sögunni, ef bann yrði að veru- m.a í faxi FIFA. leika og það stæði fram á næsta ár. Bann FIFA gegn Flamengo átti Á síðasta ári setti FIFA Fla- að standa þar til félagið drægi mengo í alþjóðlegt bann vegna þess kæruna vegna kosningarinnar til að félagið kærði endurkjör Teixeira baka, en það var ekki á þeim buxun- og lagði málið fyrir almennan dóm- um og kærði FIFA. Marcio Braga, stól, en slíkt brýtur í bága við lög forseti Flamengo, sagði að ekki FIFA. Félagið kærði úrskurð sam- undir neinum kringumstæðum bandsins og er það í fyrsta sinn, kæmi til greina að draga kæruna sem FIFA er kært. „Við lítum mál- til baka og þar við situr. HANDBOLTI Júlíus í B-keppnina Bidasoa án ljögurra lykilmanna, sem voru fjarri góðu gamni vegna meiðsla, átti aldrei möguleika gegn Teka í spænsku bikarkeppn- inni í gærkvöldi og tapaði 23:12. Júlíus Jónasson gerði þijú mörk fyrir Bidasoa. „Þetta var vonlaust allan tímann,“ sagði Júlíus við Morgunblaðið, en bætti við að þetta væri búið og nú væri ekkert annað að gera en snúa sér að B-keppninni. Júlíus flýgur snemma í dag til Munchen og fer þaðan akandi til Linz. „Það er undir Þorbergi komið hvort ég verð með gegn Hollend- ingum, en ég ætti að vera mættur tímanlega á staðinn.“ SKIÐI Daníel veikur Keppti ekki á HM unglinga í gær Stefanía hetja ÍBV ÍBV sigraði Val, 15:16, í 1. deild kvenna að Hlíðarenda í fyrra- kvöld. Stefanía Guðjónsdóttir var hetja ÍBV - gerði sigur- markið og var markahæst. Eyjastúlkur komu mun ákveðnari til leiks og höfðu yfír í hálf- leik, 7:9. Valur náði að saxa á for- skotið og jafna, 15:15, þegar 4 mínútur voru eftir. Þegar nokkrar sekúndur voru eftir fengu Vals- stúlkur tækifæri á að komast yfir en markvörður ÍBV varði og Stefán- ía tryggði liðinu síðan sigur er hún skoraði 16. mark ÍBV úr vítakasti. Mörk Vals: Kristín Arnþórsdóttir 5, Una Steinsdóttir 4, Arna Garð- arsdóttir 3, Soffía Hreinsdóttir 2, Lilja Sturludóttir 1. Mörk ÍBV: Stefánía Guðjónsdóttir 8, Judit Esztoral 4, Ingibjörg Jóns- dóttir 3, íris Sæmundsdóttir 1. Það er nú ljóst hvaða lið leika saman í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Eftirtalin lið mætast í 1. umferð: Stjaman - ÍBV, Víkingur - ÍBK, Fram - Valur og FH og Grótta. STAÐAN Fj. leikja U T Stig Stig STJARNAN 20 16 0 406: 287 36 VÍKINGUR 20 16 3 475: 352 33 FRAM 20 16 3 390: 293 33 FH 20 12 6 440: 384 26 GRÓTTA 20 10 9 351: 378 21 VALUR 20 8 9 359: 349 19 ÍBK 20 8 11 375: 400 17 ÍBV 19 7 11 358: 399 15 KR 19 3 14 328: 381 8 HAUKAR 19 4 15 301: 384 8 ÁRMANN 19 0 19 311: 487 0 DANÍEL Jakobsson, skíða- göngumaður frá ísafirði, tók ekki þátt í 15 km göngu á heimsmeistaramóti unglinga í Vuokatti í Finnlandi í gær vegna veikinda. „Ég fékk hita í gær og hálsbólgu og gat því ekki verið með. Þetta er aga- lega svekkjandi," sagði Daníel. Daníel, sem er 18 ára og á eftir eitt ár í unglingaflokki, hafði undirbúið sig S allan vetur fyrir heimsmeistaramót unglinga og staðráðinn í að standa sig vel. Það urðu honum því mikil vonbrigði að róttarar skelltu ÍS í gærkvöldi, öðru sinni á stuttum tíma og því verða Stúdentar að bíða eitthvað eftir Íslandsmeistaratitlinum. Þeir leggjast í flensu í gær er 15 km gangan fór fram. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ hita í heilt ár og því sárt að það skuli gerast á þess- um tíma. En ég vonast eftir að verða orðinn góður á sunnudaginn þegar 30 km gangan fer fram,“ sagði Daníel. 77 keppendur tóku þátt í 15 km göngunni, en sigurvegari var Matt- hias Fredrik frá Svíþjóð. Daníel sagði að þrír Svíar, sem hann hafi sigrað á móti fyrir viku, hafí verið á meðal átta fyrstu. „Ég hefði því átt góða möguleika á að ná góðum árangri hér í Vuokanti." eiga tvo leiki eftir, við HK og KA og verða að gera betur í þeim leikj- um en í gærkvöldi ætli þeir sér að sigra í mótinu. BLAK Þróttur vann ÍS aftur ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða A-riðill: Sofia, Búlgaríu: Rauða stjarnan - Panathinaikos........1:0 Sinisa Mihajlovic (53.). 30.000. Genúa, Ítalíu: Sampdoria - Anderlecht................2:0 Attilio Lombardo (33.), Roberto Mancirii (34.). 35.000. B-riðill: Prag, Tékkóslóvakíu: Sparta Prag - Benfica...............1:1 Jozef Chovanec (45.) - Vitor Paneira (30.). 30.000. Barcelona, Spáni: Barcelona - Dynamo Kiev (Úkraínu) ...3:0 Kristo Stoichkov (58. og 81.), Julio Salinas (87.). 78.000. Evrópukeppni bikarhafa Seinni leikir í átta liða úrslitum. Istanbúl, Tyrklandi: Galatasaray - Werder Bremen.........0:0 Áhorfendur: 27.500. Werder Bremen vann 2:1 samanlagt. Briigge, Belgíu: Club BrUgge - Atletico Madrid.......2:1 Alex Querter (vsp. 41.), Foeke Booy (64.) - Paulo Futre (11.). 21.000. Markatalan var 4:4 úr báðum leikjunum„.. . en Brugge fer áfram á fleiri mörkum gerð- um á útivelii. Mónakó, Frakklandi: Mðnakó - AS Roma.....................1:0 Rui Barros (45.). 20.000. Mónakó vann 1:0 samanlagt. London, Englandi: Tottenham - Feyenoord................0:0 29.834. Feyenoord vann 1:0 samanlagt. Evrópukeppni félagsliða Seinni leikir í átta liða úrslitum. Amsterdam, Hollandi: Ajax Amsterdam - Ghent.............3:0 Michel Kreek (7.), Dennis Bergkamp (10.) Wim Jonk (90.). 42.000. Ajax vann 3:0 samaniagt. Liverpool, Englandi: Liverpool - Genúa..................l;2 Ian Rush (49.) - Carlos Aguilera (27., 72.). 38.840. Genúa vann 4:1 samanlagt. Madríd, Spáni: 'm' Real Madríd - Sigma Olomouc (Tékk.).l:0 Hugo Sanchez (82.). 36.000. Real Madríd vann 2:1 samanlagt. BTórínó og BK 1903 leika í kvöld, en Tórínó vann fyrri leikinn 2:0. England Enska bikarkeppnin Átta liða úrslit (aukaleikir); Norwich - Southampton..............2:1 Newman 54., Sutton 115. - Ruddick 45. Eftir framlengingu. 1:1 eftir 90 mínútur. 21.000. Sunderland - Chelsea...............2:1 Davenport (20.), Atkinson (88.) - Wise 85.). ■Norwich - Sunderland ieika i undanúrslit- um á Hillsborough og Liverpool - Ports-^ mouth á Highbury 12. apríl. 1. deild Nottingham Forest - Man. United..1:0 Nigel Clough (58.). 28.062. 4. deild Lincoln-York....................0:0 Skoska úrvalsdeildin: Aberdeen - Hearts...............2:0 Körfuknattleikur 1. deild karla: UBK - Reynir.................101:87 Blak íslandsmót karla: ÍS-ÞrótturR.....................2:3 (15-13, 6-15, 5-15, 17:15, 15:17)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.