Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT seer jihia .as íiuoAaunvíua GiGAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 INNLENT Ný verð- bréf á upp- boðsmarkað Ríkið undirbýr útgáfu nýrra verðbréfa á uppboðsmarkað. Hafa viðræður staðið milli fjármála- ráðuneytisins og Seðlabankans um að ríkissjóður gefi út ný óverð- tryggð skammtímaverðbréf. Eiga vextir þeirra að ráðast af fram- boði og eftirspum á verðbréfa- markaði. Þrjú banaslys Tvö banaslys urðu í umferðinni í vikunni og maður beið bana í vélsleðaslysi á Fáskrúðsfírði á páskadag. Um páskahelgina var tilkynnt um 33 innbrot og 15 þjófnaði og var helgin erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík. Viðræður hafnar á ný Viðræður um nýja kjarasamn- inga hófust á ný eftir páska en viðræður höfðu þá legið niðri um tveggja vikna skeið. Davíð Odds- son forsætisráðherra sagði að nýir kjarasamningar og vaxtahækkun í kjölfar þeirra sé til þess fallið að styrkja atvinnulíf og auka at- vinnuöryggi til lengri tíma. Full- trúar Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaga gengu á fund ríkis- stjórnarinnar. Forsætisráðherra sagði að ríkisstjómin væri tilbúin til þess að setja á laggimar sam- starfshóp til að fara yfír stöðu atvinnumála. Halldór Laxness 90 ára Halldór Laxness varð níræður í vikunni og var afmælisins minnst Érlent Verður Afg- anistan ann- að Líbanon? Stjórnin í Kabúl í Afganistan hef- ur boðist til að víkja fyrir skæru- liðum en setur það skilyrði, að þeir komi sér saman um nýja stjóm. Litlar líkur eru taldar á því að slík stjóm verði langlíf enda eru þeir Ahmed Shash Masood og Gulbuddin Hek- matyar, leiðtogar helstu fylking- anna, svarnir óvinir. Eru Masood og menn fyrir norðan Kabúl en hafa heitið að ráðast ekki á borg- ina en liðsafli Hekmatyars er fyr- ir sunnan hana. Hefur hann fyrir- skipað árás hafí stjómin ekki far- ið frá nú um helgina. Svo virðist samt sem klofningur sé kominn upp meðal stuðningsmanna Hek- matyars og hafa fimm skæruliða- foringjar, sem barist hafa með honum, heitið borginni griðum. Jeltsín fagnar sigri Rússneska fulltrúaþingið lauk fundum sínum á þriðjudag en þingið einkennd- ist af átökum harðlínumanna og stuðnings- manna Borís Jeltsíns forseta. Jeltsín sagði í lokaræðu sinni á þinginu að harð- línumenn hefðu farið halloka; kommúnisminn yrði ekki endur- vakinn í Rússlandi. Andstæðingar forsetans höfðu lagt fram laga- frumvarp þess efnis að Jeltsín bæri að láta af forsætisráðherra- embætti innan þriggja mánaða en því gegnir hann ásamt forseta- embættinu. Forsetinn lagði hins vegar fram nýtt frumvarp sem kveður á um völd hans yfír ríkis- stjórninni og var litið svo á að hér á landi með heiðursgöngu frá Laxnesi að Gljúfrasteini á afmæl- isdaginn. í Þjóðleikhúsinu er efnt til fjögurra daga Laxness-veislu sem stendur fram á sunnudag. í útvarpi og sjónvarpi var sérstök dagskrá helguð skáldinu. Islenskur hjúkrunar- fræðingur skotinn til bana Jón Karlsson hjúkrunarfræð- ingur var skotinn til bana í Afgan- istan í vikunni. Hann var þar að störfum fyrir Rauða krossinn og var ásamt svissneskum lækni og öðrum hjúkrunarfræðingi að störf- um utan við Kabúl þegar maður réðist skyndilega að honum og skaut hann til bana. Tilræðismað- urinn var tekinn höndum. Þjóðartekjur dragast saman Samkvæmt nýrri áætlun Þjóð- hagsstofnunar um þjóðarbúskap 1991 og horfur árið 1992, snýst efnahagsþróunin til hins verra ef miðað er við síðasta ár. Þannig jókst landsframleiðslan um 1,4% á síðasta ári og þjóðartekjur um 2,8% en gert er ráð fyrir 2,8% samdrætti landsframleiðslu og 3,8% samdrætti þjóðartekna á þessu ári. Ungfrú Island kjörin María Rún Hafliðadóttir var valin fegurðardrottning íslands árið 1992. Hún var jafnframt valin besta Ijósmyndafyrirsætan. María Rún er 19 ára gömul, nemandi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, og hefur starfað í þtjú sumur við fyr- irsætustörf erlendis. honum hefði með þessu tekist að verjast atlögu harðlínumanna. Grimmilegir bardagar í Bosníu Ekki var staðið við vopnahléið, sem um samdist í Bosníu- Herzegovínu í vikunni, og hefur verið barist þar af meiri grimmd en áður. Er óttast, að Evrópu- bandalagið gefíst upp við friðartil- raunir sínar verði ekkert lát á en á fimmtudag hvöttu stjórnvöld í Þýskalandi og Hollandi til skyndi- fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um Bosníu og Banda- ríkjamenn og Austurríkismenn hafa tekið undir það. Hundruð farast í gassprengingum Talið er, að um 200 manns hafí farist í miklum gassprengingum í holræsakerfi borgarinnar Guad- alajara í Mexikó á miðvikudag. Jöfnuðust nokkur hverfi við jörðu í sprengingunum, 1.224 hús gjör- eyðilögðust og að minnsta kosti 1.500 manns slösuðust. Eru raun- ar allar tölur mjög á reiki og þyk- ir víst, að tala látinna eigi eftir að hækka. Carlos Salinas forseti hefur fyrirskipað tafarlausa rann- sókn á slysinu en augljóst virðist, að stórhættulegar gastegundir hafi komist niður í holræsin. Hafði fólk kvartað undan ólykt í nokkra daga áður en sprengingin varð. Umdeild aftaka Robert Alton Harris , Banda- ríkjamaður, sem dæmdur hafði verið fyrir morð á tveimur ungl- ingum og beðið dauða síns í 13 ár, var tekinn af Iífí á þriðjudag I gasklefa San Quentin-fangelsis- ins í Kalifomíu. Hefur aftakan og líflátsaðferðin vakið miklar deilur og fordæmingu, einkum í Evrópu og einnig í fjölmiðlum vestra, en samkvæmt skoðana- könnunum eru 75% Bandaríkja- manna hlynnt dauðarefsingu og hefur stuðningur við hana ekki verið meiri { langan tíma. Jeltsín Linnir ógnaröld ETA- samtakanna á Spáni? Spánverjar vona að handtökur leiðtoga ETA, hryðjuverkasamtaka Baska, verði til þess að draga úr þeirri öldu ofbeldis- og óhæfu- verka sem riðið hefur yfir á undanförnum árum. Á myndinni leita björgunarmenn að fórnarlömbum sprengjuárásar sem ETA stóð fyrir í Saragossa. HRYÐJUVERKASAMTÖK að- skilnaðarhreyfingar Baska, ETA, hafa varpað skugga á þær miklu vonir sem Spánverjar binda við árið 1992. Um það bil tíu þúsund hermenn koma til með að sinna öryggisgæslu við heimssýninguna í Sevilla og Ólympíuleikanna í Barcelona. Nú er þó talið að staðan sé trú- lega vænlegri en nokkru sinni fyrr og vera kunni að skugga hryðjuverka hafi verið létt af spænsku þjóðinni. Allir helstu foringjar ETA voru handteknir á dögunum, þeirra á meðal einn sem verið hefur eftirlýstur árum saman, Francisco Múgica Garmendia, kallaður „Pakito“ en betur þekktur sem „Artap- aIo“. Jafnt ríkisstjómin sem stjórn- arandstaðan hafa fagnað handtök- unum. Ber öllum saman um að þetta sé stærsti sigurinn sem unn- inn hafí verið á ETA, þótt jafn- framt sé varað við óhóflegri bjart- sýni þar eð ETA-meðlimir leiki enn lausum hala. Það sem ef til vill hefur komið mest á óvart er sú ánægja sem margir hinna 532 hryðjuverkamanna sem þegar sitja í spænskum fangelsum hafa látið í ljós yfír falli foringjans. Er jafn- vel talað um að stríð kunni að bijótast út í röðum ETA-manna. Mörgum þeirra hefur fundist starfsemin einkennast af mis- kunnarlausu ofbeldi. Hundruð hafa týnt lífi í tilræðum samtak- anna undanfarin ár. Lét myrða unnustu sína Sagan af Francisco Múgica Garmendia og handtöku hans lýsir baráttu yfírvalda gegn ETA vel og er einnig til vitnis um það fullkomna mis- kunnarleysi sem leiðtogar samtakanna hafa sýnt. Garmendia og unnusta hans, María Dolores, voru meðiimir I ETA en að því kom að María Dolores snerist gegn ofbeld- isverkunum og tók að hvetja til þess að unnið yrði að því að tryggja sjálfstæði Baskahérað- anna á pólitískum vettvangi. Garmendia sem var þá orðinn óumdeildur foringi ETA fyrirskip- aði að unnusta hans skyldi tekin af lífí. Hinn 10. desember 1986 skutu tveir byssumenn hana í höf- Bandaríkin: uðið að kornungum syni hennar viðstöddum. Þetta er aðeins eitt af þeim fjöl- mörgu ódæðisverkum sem Garm- endia eða „Artapalo“ ber ábyrgð á. Spænskir og franskir lögreglu- menn leituðu hans ákaft í fimm ár. Margoft töldu þeir að hann hefði verið umkringdur en ávallt tókst honum að komast undan. Hann hafði slíkt lag á að leika á lögregluna að margir embættis- menn tóku að efast um tilvist hans. Hinn 23. september 1990 höfðu yfirvöld loks heppnina með sér. Sameiginleg sveit spænskra og franskra lögreglumanna Iét til skarar skríða gegn tveimur hátt- settum ETA-mönnum, Baldo og Josu Mondragón. Mondragón komst undan og var lögreglah sökuð um að hafa staðið klaufalega að aðgerð þess- ari. Þessi und- ankoma hryðjuverkamannsins hafði á hinn bóginn verið skipu- lögð fyrirfram og var honum veitt eftirför. Lögreglan fylgdist grannt með öllum athöfnum Mondragóns í sex mánuði og veitti þeim sem hann hitti einnig eftirför. Svo fór að lokum að Mondragón hafði samband við franskan starfsmann ETA, Philippe Lasalle. Hann átti hins vegar fund með Luis Alvarez Santacristina, sem kallaður er „Txelis“ og var næst æðsti foringi hryðjuverkasamtakanna. Fundað í Suður-Frakklandi I lok febrúar á þessu ári fór „Txelis“ til Bidart í Suður-Frakk- landi til fundar við aðra háttsetta ETA-meðlimi. Fundurinn fór fram í stóru einbýlishúsi en þar sem yfírmenn lögreglunnar voru ekki vissir um að foringinn sjálfur „Artapalo“ væri viðstaddur var ákveðið að fresta aðgerðum. Þeim var einnig frestað þann 15. mars en tveimur vikum" síðar héldu ETA-mennirnir enn einn fundinn í þessu sama húsi. Vitað var að „Aratapalo" væri viðstaddur. I upphafí stóð til að endurtaka bragðið og leyfa „Txelis“ að kom- ast undan en það var talið of áhættusamt. Var því ráðist til at- lögu. Hryðjuverkamennirnir voru vopnaðir en veittu enga mót- spyrnu. Þess í stað flúðu þeir inn í herbergi eitt og hófu að eyði- leggja skjöl er höfðu að geyma ýmsar upplýsingar um samtökin. Lögreglu tókst að stöðva þá áður en þeir höfðu náð að ljúka þessu verki. Alls voru tíu manns teknir höndum. Talið er að enginn einn Ieiðtoga ETA sé óumdeilanlegur eftirmaður „Artapalos“ og þótt búist sé við því að samtökin standi fyrir sprengjutilræðum í hefndar- skyni þykir líklegt að ETA hafí orðið fyrir slíku áfalli að þau muni seint ná fyrri styrk. Baksvió Ragnar Bragason skrifarfrá Madrid Leigja rússneska glæpa- menn til ódæðisverka Ncw York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á undanförnu ári hafa rússneskir borgarar verið staðnir að verki við fjársvik og jafnvel morð í Bandaríkjunum. Talið er að glæpafé- lög rússneskra innflyljenda notfæri sér aukið ferðafrelsi á milli landanna til að leigja fanta frá samveldisríkjunum, sem horfið geta sporlaust til síns heima að verki loknu. I janúar stóð lögregla í borginní West-Hollywood í Kaliforníu tvo menn að verki þar sem þeir voru að reyna að fela lík tveggja rúss- neskra innflytjenda. Þeir reyndust vera rússneskir ríkisborgarar sem voru leigðir til verksins. Við rann- sókn málsins komst upp um fjár- svikahring innflytjenda sem höfðu fengið rússneska „ferðamenn" til að kaupa tölvur með fölsuðum ávís- unum. í fyrra sluppu tveir menn til Rússlands eftir að hafa rænt skartgripaverslun í New York og skotið eigandann til bana. Svokölluð rússnesk mafía hefur látið nokkuð á sér kræta hin síð- ustu ár í Bandaríkjunum á meðal 200.000 innflytjenda sem hafa flust þangað frá Sovétríkjunum sálugu síðan 1970. Miðstöð hennar er í Brighton Beach-hverfi í New York sem hýsir um fímmtung innflytj- endanna og telst stærsta nýlenda rússneskumælandi fólks utan sam- veldisríkjanna. Mafíufélagar senda fyrrum samlöndum sínum fölsuð heimboð, sem eru nauðsynleg til að rússnesk yfirvöld leyfi þegnum sínum að fara úr landi og senda þá heim að verki loknu með 2.000 til 3.000 dollara í vasanum. Þessi óvenjulega samvinna und- irheimanna í óvinaríkjunum fyrr- verandi hefur kallað á samvinnu lögregluyfírvalda. Rússlandsstjórn bað nýlega um aðstoð til að lög- sækja bandarískan borgara af rúss- nesku kyni, sem tók þátt í meintu fjármálasvindli í Rússlandi. Eins og það mál sýnir er glæpasamvinn- an gagnkvæm. Rússnesk glæpasamtök hafa notið góðs af því að vegur ítölsku mafíunnar, sem lengi hefur ráðið mestu í bandarískum undirheimum, hefur farið mjög hnignandi á síðari árum. Hún varð fyrir enn einu áfall- inu í aprílbyrjun þegar John Gotti, foringi stærsta mafíuhópsins, var fundinn sekur um morð og fleiri misyndisverk í New York. Lögregla segir þó að starfsemi rússnesku mafíunnar sé smá í sniðutn miðað við samtök innflytjenda frá Asíu og Suður-Ameríku, sem flyja inn heróín og kókaín í stórum stíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.