Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 25
seet j'iíha .as auoAauraíUB araAiavnjDfioM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ARRIL 1992
25
EPTA-tónleikar:
Steinunn Birna í
Islensku óperunni
Píanóleikarinn á síðustu EPTA-i
unn Birna Ragnarsdóttir, en hún
óperunni mánudaginn 27. apríl kl
Steinunn Birna Ragnarsdóttir er
fædd í Reykjavík og stundaði nám
við Tónlistarskólann í Reykjavík frá
ellefu ára aldri. Þaðan lauk hún
píanókennaraprófi árið 1979 ogein-
leikaraprófi tveimur árum síðar. Þar
var kennari hennar síðara árið Árni
Kristjánsson. Hún fluttist til Boston
til frekara náms og lauk masters-
prófi frá New England Conservat-
ory árið 1987 undir handleiðslu Mr.
Leonard Shure. Hún starfaði á
Spáni um tíma sem einleikari og
þátttakandi í kammermúsík. Þar
hlaut hún Gran Podium-verðlaun
tónleikum þessa starfsárs er Stein-
heldur einleikstónleika í Islensku
. 20.30.
„Juventuts de Musicals" í Barcelona
og kom fram á ýmsum tónlistarhá-
tíðum. Hún hefur einnig komið fram
á tónleikum í Bandaríkjunum og á
íslandi og starfar nú við Tónlistar-
skólann í Reykjavík.
Á efnisskrá Steinunnar eru tvær
sónötur eftir Scarlatti, sónata í
a-moll op. 143 eftir Schubert,
Kinderszenen eftir Schumann og
Ballade nr. 1 í g-moll eftir Chopin.
Að venju verða tónleikarnir endur-
teknir viku síðar í Kirkjuhvoli,
Garðabæ, þ.e. laugardaginn 2. maí
kl. 17.
Alexander Makarov píanóleikari.
Alexander Makarov
með einleikstónleika
ALEXANDER Makorov Goldfeder heldur einleikstónleika í Norræna
húsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 17. Alexander Makarov hefur áður
haldið tónleika hér á landi, í Islensku óperunni í febrúar, og í mars
lék hann einleik við opnun sýningar á verkum Finns Jónssonar i
Listasafni íslands.
Alexander er fæddur 1946 í
Moskvu. Hann lauk einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Moskvu
1970 undir handleiðslu Yakov Fleh-
ar. Hann starfaði síðan i Moskvu
sem einleikari og kennari auk þess
sem hann hélt tónleika víða um
lönd. Alexander neyddist til að taka
sér listamannsnafnið Makarov í
Rússlandi til að fela gyðinglegan
uppruna sinn. En árið 1976 óskaði
Alexander eftir að fá að flytja frá
Rússlandi til ísraels en beiðni hans
var synjað, í kjölfar þessa var hon-
um hins vegar meinað að fara í
tónleikaferðir utan Rússlands. Það
var svo ekki fyrr en árið 1989 að
beiðni hans um að flytja úr landi
hlaut náð fyrir augum ráðamanna
í Moskvu og það sama ár fluttist
hann til ísraels ásamt fjölskyldu
sinni. Síðastliðið ár dvaldi Goldfeder
í Þýskalandi og Hollandi þar sem
hann hefur haldið fjölda tónleika.
Fyrir skemmstu var hann á tón-
leikaferðalagi um Holland, þar lék
hann meðal annars á tónleikum í
Amsterdam sem haldnir voru í
minningu hins þekkta píanóleikara
Glenn Gould.
Alexander Goldfeder hefur dvalið
á Islandi frá áramótum ásamt fjöl-
skyldu sinni, en kona hans, Ivegen-
ia, er listdansari og kennir hjá Is-
lenska dansflokknum og Listdans-
skólanum.
Á tónleikunum í Norræna húsinu
leikur Alexander verk eftir Beet-
hoven, Chopin, Debussy, Rachman-
inoff og Prokofiev. Miðaverð á tón-
leikana er kr. 1.000 og eru miðar
seldir í bókabúðinni Borg, Lækjar-
götu 2, og við innganginn.
(Fréttatilkynning)
Viðbygging við dval-
arheimilið boðin út
NÝLEGA voru opnuð tilboð í viðbyggingu við dvalarheimili aldr-
aðra, Sólvelli á Eyrarbakka. Viðbyggingin verður á tveimur hæð-
um, samtals 204 fermetrar.
Kostnaðaráætlun hljóðar upp á
9.602.116 kr. Þijú lægstu tilboðin
voru: Fróði Larsen 7.111.209 kr.,
G-verk sf. 7.634.263 kr., Björn
Sigurðsson og Guðmundur Magn-
ússon Eyrarbakka, 8.318.435 kr.
og hæsta tilboðið átti Sveinn Páls-
son í Hveragerði kr. 11.876.441.
Tilboðin miðast við uppsteypt hús,
fullfrágengið að utan og frá-
gengna lóð. Verkinu á að skila í
lok ágúst.
Félagsheimilið Staður
Hafin er vinna við stækkun fé-
lagsheimilisins Staður á Eyrar-
bakka. Verkið var boðið út og átti
Hreiðar Hermannsson á Selfossi
lægsta tilboðið, 19.800.800 kr.
Kostnaðaráætlun var 24.700.000
kr. Miðað er við að húsinu verði
skilað fullfrágengnu að utan og
þak og gluggar gamla hússins
verði endurnýjað, enda fellur það
inn í heildarmynd byggingarinnar.
Húsið sem byggt er við er um 150
fermetrar, en stækkunin er 512
fermetrar. Húsið á að verða fjöl-
nota, þ.e. bæði til samkomuhalds
og íþróttaiðkana. Verkinu á að
vera lokið 1. október nk. Þegar
hafa verið steyptir sökklar og virð-
ist verkinu miða mjög vej.
Óskar
Borgarráð:
Tilboð í dælustöð 75%
af kostnaðaráætlun
BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu Innkaupastofnunar Reykjavíkur
um að taka 38,7 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda Skipasmíðastöðv-
arinnar Drafnar hf. í byggingu dælustöðvar fyrir Hitaveitu Reykjavik-
ur við Víkurveg. Tilboðið er 75,44% af kostnaðaráætlun, sem er rúmar
52 milljónir króna.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Tíu tilboð bárust í bygginguna og
átti Örn Úlfar Andrésson næstlægsta
boð en hann bauð rúmar 40,6 millj.
eða 78,10% af kostnaðaráætlun,
næstir komu Völur hf., sem bauð
41,8 millj. eða 80,44% af kostnaðar-
áætlun, Istak hf. bauð 43 millj. eða.
82,82% af kostnaðaráætlun, Ártún
hf. bauð rúmar 43,4 millj. eða 83,43%
af kostnaðaráætlun, Grétar Sveins-
son bauð 44,3 millj. eða 85,17% af
kostnaðaráætlun og Hagvirki-Klett-
ur hf. bauð 45,8 millj. eða 88,16%
af kostnaðaráætlun, en við yfirferð
tilboðsins kom í ljós að tvo liði vant-
aði í tilboðið. Þá bauð Einar Þór
Yngvason 46,2 millj. í verkið eða
88,88% af kostnaðaráætlun, Sigurð-
ur K. Eggertsson hf. bauð 49,8 millj.
eða 95,83% af kostnaðaráætlun og
Gunnar og Guðmundur sf. buðu 53,3
millj. eða 102,53% af áætlun.
Kaldársel eru sumarbúðir KFUM og KFUK í Hafnarfirði og reknar á kristilegum grundvelli. í hverj-
um flokki eru u.þ.b. 35 börn, sem dvelja 7-14 daga í senn. Starfsmenn eru 7 og sumir með langa
reynslu í.starfi meðal barna í sumarbúðum. Staðurinn er um 7 km fyrir austan Hafnarfjörð á falleg-
um stað, sem býður upp á skemmtilega náttúru, sem mikið er notuð til skoðunar og skemmtun-
ar. Farið í leiki, íþróttir stundaðar o.fl., o.fl. Á kvöldin eru kvöldvökur með fjölþreyttri dagskrá og
hugleiðingu um orð Guðs.
DVALARFLOKKAR SUMARIÐ 1992
Drengir:
4.-11. júní - 7 dagar
11.-25. júní - 14 dagar (hægt að fá viku)
1 -8. júlí - 7 dagar
8.-15. júlí - 7 dagar
15.-22. júlí - 7 dagar
Stúlkur:
22.-29. júlí - 7 dagar
4.-11. ágúst - 7 dagar
11.-18. ágúst - 7 dagar
18.-25. ágúst - 7 dagar
Allir flokkarnir eru fyrir börn 7-12 ára.
Innritun og nánari upplýsingar eru veittar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl.
17—19 eftir 21. apríl á Hverfisgötu 15 í Hafnarfirði, sími 91-53362 (símsvari á öðrum tímum).
Eftirfarandi fyrirtæki fá bestu þakkir fyrir veittan stuðning.
BÓNUS
býður betur
Reykjavikurvegi 72.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Strandgötu 33, Hafnarfirði
Ámaurhraun
ARNARHRAUNI 21 - SIMI 52999
VESTFJARÐALEIÐ
Jóhannes Ellertsson
Sæluni 4 -. 105 Reykjavík W .."l'iMi Kcnnil.; 22()bIB-421M VsL nr 10 **
OBBHBEll
HÚSGAGNAVERSLUN
Hl VKJAVÍKOHVUil bt. IIAI NAHI IRDI SÍMI S4 lOO
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Tryggvi filafsson,
úrsmiður,
Strandgötu 17, s. 53530
Bæjarbakarí,
Bæjarhrauni 2
opið alla daga
s. 50480
Allt til hreinlætis.
TANDUR sf.
Dugguvogi 1, Rvík
Sími 688855
Efnaverksmiðjan Sjöfn styrkir
sumarstarf í Kaldárseli
Samúel V. Jónsson
pípulagningameistari,
Skútahrauni 17a,
s. 54810,
bílas. 985-23512
Skóhöllin,
Reykjavíkurvegi 50,
Hafnarfirði, s. 54420
GUÐIYIUnÐUR flRflSOn
SKÚTUV0GI 4 - PÓSTHÓLF 385 - 121 REYKJAVÍK
Tryggingafélag bindindismanna
Lágmúla 5, sími679700.
MEISTARINN
Dugguvogi3
sími 34340