Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 15
i£92 15 einu eldhúsi. Forstofa og gangur milli herbergja er undir beru lofti. Þegar ég kvaddi Amer úti á götu fyrir framan hjá honum í flóttamannabúðunum var ekki að sjá að hans miklu byrðar legðust þungt á sinni hans. Hann var kát- ur og hann þakkaði fjölskyldunni lífshamingju sína, sérstaklega dóttur sinni. Hann þurfti að skreppa í heimsókn eitthvert og vappað á undan mér, léttum, hröð- um skrefum. Það var ekki að sjá á honum að þar færi önnur kyn- slóð landleysingja, umsetin óvin- um, maður sem ef að líkum lætur lifir í bráðabirgðaflóttamannabúð- unum allt til æviloka. 10% fólksfjölgun á einu ári Fjórðungur íbúa Jórdaníu er á flótta. íbúar eru samtals um fjórar milljónir, þar af er ein milljón flóttamanna. Hefði fólksfjölgun í þessu landi sem er um 89 þúsund ferkílómetr- ar að flatarmáli, eða einum tíunda minna en ísland, verið eðlileg frá árinu 1966 til dagsins í dag þá mætti ætla að íbúar landsins hefu orðið 3,8 milljónir um næstu alda- mót. Tvær bylgjur flóttamanna, sú fyrri 1967 eftir sex daga stríð ísra- ela og araba og sú síðari í fyrra eftir Persaflóastríðið, valda því að íbúar landsins verða árið 2000 að. öllum líkindum 6 milljónir. Yfir 300 þúsund flóttamenn hafa komið frá Kúveit til Jórdaníu á síðustu 12 mánuðum. Það jafn- gildir um 10% fólksfjölgun í viðbót við_ eðlilega fjölgun íbúa landsins. í landinu voru fyrir um 700 þúsund flóttamenn sem áður bjuggu á svæðum sem nú tilheyra ísrael. Fjórðungur flóttamannanna býr í búðum eins og Bacca. Amer og fjölskylda eru í hópi þeirra 250 þúsund Palestínumanna sem eru svo lánsamir að fá inni í flótta- mannabúðum. Þar býður flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna upp á heilsugæslu og menntun en slíkrar þjónustu geta flóttamenn í Jórdaníu ekki alls staðar vænst. Bacca flóttamannabúðirnar eru sjálfstætt byggðarlag. Þar búa 90 þúsund Palestínumenn. Einungis Amman og tvær aðrar borgir í Norður-Jórdaníu, Irbid og Zarqa, eru fjölmennari. Dóttir Amers, systir og mágkona. Endalok stríðs — Áframhald erfiðleika Jórdönsk stjórnvöld hafa áætlað að á árunum 1990 og 1991 hafi þau tapað nærri 480 milljörðum íslenskra króna vegna stríðsins við Persaflóa. Utflutningstekjur minnkuðu, tekjur af ferðaþjónustu sömuleiðis. Viðskipti við Irak minnkuðu til muna svo og flutning- ar þangað en af þeim hafa Jórdan- ir haft mjög miklar tekjur. Banka- innistæður Jórdana og eignir þeirra í Kúveit eru einnig glatað fé sökum óvináttu Kúveita við þjóðir sem að þeirra mati voru Irökuiji þóknanlegar. Þar með er ekki öll sagan sögð. Hin óvænta fjölgun íbúa Jórdaníu hefur margvísleg vandamál í för sækjast lítið eftir atvinnu utan heimilis. Fyrir Persaflóastríðið settu stjórnvöld sér það háleita markmið að stefna að auknum hagvexti og aukinni velmegun í Jórdaníu. Nú þykir það enn háleitara að viðhalda þeim lífsgæðum sem fyrir voni. Þegar fólk sem getur allt nýtist ekki Það er margt hryggilegt við ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Blóðsúthellingar, stríð og skærur, sem eru hið daglega brauð á þess- um sögufrægu slóðum, eru svo skelfilegar að lýsingarorð ungs ís- lendings sem þekkir ekki annað en frið verða hjáróma og tilgerðar- leg. Ógnin er eina morgungjöf íbú- anna. búa við fjötrar eiginleika sem víð- ast hvar í heiminum eru mjög eftir- sóttir. Og þá varð mér aftur hugsað til Amers. Ungur maður sem er skynsamur og vel gerður. Hann er fullur lífsgleði þrátt fyrir mikla erfiðleika á stuttri ævi og hann er að auki hlaðinn starfsorku. Um- hverfið, samfélagið sem hann býr í, hefur ekki þörf fyrir hann. Hann er skrifaður inn í kafla í sögu þessa heimshluta þar sem fólk með hæfí- leika er vandamál en ekki auðlind. Að síðustu er það þá vonin. Mér varð oft hugsað til þess hvers vegna andúðin og hatrið réði ríkj- um í þessum heimshluta. Sundrað- ar eru þessar þjóðir sem þarna búa sjálfum sér verstar. Með hugvitið að vopni og olíuauðinn að bak- hjarli gætu þessar þjóðir lyft Grett- istaki. „Hugvitið eitt dygði aröbum og gyðingum til að ylja Evrópubú- um undir uggum, ef þeir sneru bökum saman,“ sagði palestínskur prófessor sem hrakinn var frá Kúveit. Hann var einn þeirra fáu sem ég hitti í heimsókinni til Bacca sem eygði von. Höfundar eru aðstoðarritstjórar Iceland Review. Palestínumenn eru annálaðir námsmenn. Stúlkur og drengir hafa jafnan aðgang að skólum Flóttamannahjálpar SÞ. með sér. Stjórnvöld áætla að nú þegar þurfi 240 milljarða króna stuðning til þess að geta sinnt brýnustu þörfum flóttamannanna. Þetta er upphæð sem nemur rúm- lega tvöföldum fjárlögum íslenska ríkisins. Mestu skiptir húsaskjólið og eins og gefur að skilja þá kostar það sitt. Hvaða áhrif hefði það á ís- lenskt efnahagslíf ef á einu ári þyrfti að koma þaki yfir 26 þúsund -aðflutta einstaklinga, en það er sú hlutfallsfjölgun hér á landi sem er sambærileg við fjölgun íbúa í Jórd- aníu á síðustu 12 mánuðum. Einnig skortir fé til uppbygging- ar fyrirtækja og atvinnulífs. At- vinnutækifæri flóttamanna í Jórd- aníu eru fá. Atvinnuleysi er 30% og þá skal hafa í huga að konur Verslað hjá kaupmanninum á horninu. Frímínútur í einum drengjaskóla Flóttamannaaðstoðar SÞ í Bacca. Þessi umgjörð elur af sér til- gangsleysi. Hæfileikar og kunn- átta nýtist ekki einstaklingum því þeirra er ekki þörf. Það er kunnara en frá þurfi að segja gyðingar eru miklir andans meistarar og það er einnig umtalað að þeir Palestínumenn sem til þess hafa fengið tækifæri eru miklir náms- og menntamenn. Menntunin nýtist ekki nema fáum. Umhverfið sem þessar þjóðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.