Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1?92 M Nýtt gallerí opnar í Austurstræti SUNNUDAGINN, 26. apríl opnar nýr sýningarsalur, „Gallerí Emil" í kjallara Austurstrætis 6 klukkan 15,30 með frumflutningi tónverks- ins „Tveir" eftir Svein Lúðvík Björnsson. Tónverkið er sérstaklega samið af þessu tilefni og er flytj- andi þess Guðmundur Kristmunds- son víóluleikari. Galleríið fer af stað með sýningu ungs myndlistarmanns, Helga Val- geirssonar, sem sýnir þar verk sín næstu tvær vikurnar. Verkin eru unnin í olíu. Þetta er fimmta einka- sýning Helga, en hann hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Könnun á hög- um hjúkrun- arfræðinga ÁSTA St. Thoroddsen, Jóna Sig- geirsdóttir og Ragnheiður Har- aldsdóttir, hjúkrunarfræðingar halda fyrirlestur um „Könnun á högum hjúkrunarfræðinga . og viðhorfum þeirra til starfa og náms", í málstofu í hjúkrunar- fræði mánudaginn 27. apríl klukkan 12,15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Könnunin var styrkt af Rann- sóknasjóði Háskóla Islands, Hjúkr- unarfélagi íslkands og Félagi há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga. ? ? ? Gönguferð um Hafnarfjörð SUNNUDAGINN 26. apríl mun ferðamálaráð skátafélagsins Hraunbúa í Hafnarfirði bjóða al- menningi upp á stutta gönguferð um Hafnarfjörð. Ætlunin er að bjóða reglulega upp á slíkar göng- ur í sumar og er þetta sú fyrsta. Markmiðið er að vekja athygli á gönguleiðum og áhugaverðum stöð- um í bænum og nágrenni. Göngurnar leiða sérfróðir skátar, og göngustjóri á sunnudaginn verður Magnús Már Júlíusson kennari, og mun hann fara um norður- og vesturbæ. Gangan hefst við Skátavelli á Víðistaðatúni kl. 14 og mun standa yfir í um eina klukkustund. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ¦------------? ? ?------------ Raðganga Ferðafélags íslands RAÐGANGA Ferðafélagsins 1992 frá Kjalarnesi í Borgarnes hefst á sunnudaginn. Raðgöngur Ferðafélagsins hafa nqtið mikilla vinsælda síðustu árin, I fyrra var gengið í 12 áfðngum um gosbelti Reykjanesskagans, en í ár verður farið frá Kjalarnesi umhverfis Hvalfjörðinn og upp í Borgarnes. Sú nýjung er tekin upp að fólk getur valið um tvo kosti. A: fjalla- hring Hvalfjarðar eða B: Strönd og láglendi Hvalfjarðar. Gengið er í 10 áföngum. Viðurkenning verður veitt fyrir góða þátttöku og farmiði gildir sem happdrættismiði. Ferða- getraun verður í öllum ferðunum. Raðgangan ¦ hefst á sunnudaginn 26. apríl og síðan verður farið hálfs- mánaðarlega til 19. september. í sunnudágsferðinni er hægt að velja á milli göngu á Kerhólakamb Esju eða strandgöngu um Kjalarnesið. Brottför er frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin kl. 13 og höfð verður viðkoma hjá nýja Félags- heimili Ferðafélagsins í Mörkinni 6. (Fréttatilkynning) Frá vinstri: Emil Sæmundsson, Guðmundur Kristmundsson, Helgi Valgeirsson, Lúðvík Sveinn Björnsson og barnið: Anna Rannveig. Ráðstefna haldin um heimspekikennslu SUNNUDAGINN 26. apríl efnir Félag áhugamanna um heimspeki til ráðstefnu um heimspekikennslu á grunn- og framhaldsskóla- stigi. Ráðstefnan verður haldin í stofu 101 Odda, hugvísindahúsi Háskóla íslands við Suðurgötu, og hefst klukkan 14. Heimspekikennsla er í örum vexti hér á landi eins og víða í nágrannalöndunum. Þessi vöxtur helst í hendur við aukna þörf fyr- ir heimspekilega hugsun og víða sýn á mannlega tilveru til mótvæg- is við sérhæfingu og brotakenndan fróðleik. Á ráðstefnunni verður meðal annars fjallað um hvernig brugðist er við þessum aukna áhuga og hvernig heimspeki getur fléttast inn í almennt skólastarf. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða Hreinn Pálsson, skólastjóri Heimspekiskólans, Kristján Krist- jánsson, heimspekingur og kenn- ari, Þorsteinn Hilmarsson, heim- spekingur og kennari, Þorsteinn Hjartarson skólastjóri og Atli Harðarson, heimspekingur og kennari. Á eftir fyrirlestrum verða pallborðsumræður. Allt áhugafólk um heimspeki- kennslu og nýbreytni í skólastarfi er velkomið. Jón Ragnarsson w marglaltíup íslaadsmeistapi í rallý. "Þegar þú velur þér sumardekkin hafðu þetta íhuga" Soluð dekk eru endupunnin dekk! Soluð dekk eru slerk OQ öpugg. Ég þekki |rao úp pallinu. OG... þsu epu allt að 50% odýpapi. VERTU UMHVERFISVÆM! ..... "^ffi^ :"-; .;.V' ": VERTU HMsmn VELDU ENDmUNNIN ÍSLENSKDEKK! ÍSLENSKIR HJÓLBARBASÚLEHIDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.