Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
Borgin rekur ekki veitingastaði
í samkeppni við veitingamenn
- segir Markús Örn Antonsson borgarstjóri
MARKÚS ÖRN Antonsson borg-
arstjóri segir, að borgin reki
ekki veitingastaði í samkeppni
við veitingamenn, eins og fram
komi í bréfi Sambands veitinga-
Opinn fund-
ur SKOTVÍS
SKOTVEIÐIFÉLAG fslands
heldur fund mánudaginn 27.
apríl klukkan 20.30 í Norræna
húsinu. Umræðuefni fundarins
er „Frumvarp til laga um vernd,
friðun og veiðar á villtum fugl-
um og villtum spendýrum öðr-
um en hvölum“.
Umhverfisráðherra, Eiður Guðn-
ason, mætir á fundinn ásamt veiði-
stjóra, Páli Hersteinssyni, og öðrum
embættismönnum og sérfræðing-
um. Fundarstjóri verður dr. Vil-
hjálmur Lúðvíksson framkvæmda-
stjóri. '
r
og gistihúsa til borgarstjórnar.
Rekstur veitingastaða í eigu
borgarinnar, Viðeyjarstofu,
Perlunnar, Ráðhúskaffis, Hótel
Borgar og Kjarvalsstaða, er
ýmist boðinn út eða samið er við
veitingamenn um rekstur þeirra.
í bréfi veitingamanna er bent á
að hugsanlega verði komið upp
veitingaaðstöðu í Laugardal í
tengslum við Húsdýragarðinn og
væntanlegan Fjölskyldugarð. Sagði
Markús, að erindi veitingamann-
anna vegna þessa hafi verið vísað
til umhverfismálaráðs, sem taka
mun afstöðu til þess hvort ástæða
sé til að hverfa frá því að koma
upp veitingaaðstöðu í dalnum. „Ég
geri ráð fyrir því að tildrög bréfsins
séu þau að endanlega var ákveðið
að hafa veitingaaðstöðu í Ráðhús-
inu,“ sagði Markús. „Ég held að
menn sem leið eiga í Ráðhúsið
núna eftir opnun sannfærist mjög
fljótt um ágæti þeirrar ráðstöfun-
ar, að hafa þarna litla kaffistofu,
bar sem fólk getur sest niður og
notið þessa einstaklega fagra út-
sýnis yfir Tjörnina úr Ráðhúss kaff-
istofunni. Það er aftur á móti ekki
Reykjavíkurborg, sem stendur að
þeim rekstri heldur var hann boðinn
út og bárust nokkur tilboð og var
hagstæðasta tilboði fyrir borgina
tekið.“
Sagði hann, að uppbygging Við-
eyjarstofu og bygging Perlunnar
hafi alltaf miðast við að þar yrði
veitingaaðstaða. Reykjavíkurborg
væri hins vegar ekki í samkeppni
við veitingamenn í borginni um
rekstur veitingaaðstöðunnar. Gerð-
ir hafa verið samningar við veit-
ingamenn um reksturinn og hann
boðinn út. Það sama ætti við um
kaffisölu Kjarvalsstaða og á Korp-
úlfsstöðum yrði að sjálfsögðu kom-
ið upp veitingaaðstöðu í tengslum
við safn Errós, sem þar verður til
húsa. „Þeirri stefnu hefur hins veg-
ar verið fylgt að leita samvinnu við
veitingamenn sem gjarnan eru með
sín fyrirtæki á markaðinum," sagði
hann.
Umsóknir um
Sumardvöl í
Orlofshúsum VR
Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum VR sumarið 1992. Umsóknir á þar til gerðum
eyðublöðum sem fást á skrifstofu VR, þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8. hæð
í síðasta lagi fimmtudaginn 30. apríl 1992.
Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum:
Húsafelli í Borgarfirði
Svignaskarði í Borgarfirði
Stykkishólmi
Akureyri
lllugastöðum í Fnjóskadal
Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu
Kirkjubæjarklaustri
Flúðum, Hrunamannahreppi
Miðhúsaskógi í Biskupstungum
Ölfusborgum við Hveragerði
Húsin eru laus til umsóknar á tímabilinu 29. maí til 18. september.
BREYTTAR ÚTHLUTUNARREGLUR.
Fram að þessu hefur tölva dregið úr öllum fullgildum umsóknum. Við þessa úthlutun byggist réttur
til úthlutunar á félagsaldri í VR, að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.
Nánari upplýsingar um úthlutunarregiur fást á skrifstofu VR og er reglunum dreift með
umsóknareyðublaðinu.
Leigugjaldið er Kr. 8.500.- til 9.500.- á viku.
Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir verða að berast skrifstofu VR í síðasta lagi 30.
apríl n.k.
Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi munu liggja fyrir 8. maí n.k.
Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 8.
hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í
myndrita númer 678356.
V
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
J
^ .j, , . Morgunblaðið/Ámi Helgason
Bjartmar Guðlaugsson við eitt verka sinna.
Stykkishólmur;
Málverkasýmng hald-
in í Norska húsinu
Stykkishólmi.
MÁLVERKASÝNING var haldin í Norska húsinu í Stykkishólmi dag-
ana 12. og 13. apríl sl. Var hún mjög umfangsmikil og voru öll herbergi
á efri hæð hússins notuð til sýningarinnar. Þessi sýning var í sam-
bandi við og áframhald af vorvöku sem Emblurnar hér gengust fyrir.
Þar sýndu verk sín Bjartmar Guð-
laugsson vísnasöngvari með meiru
og voru það bæði landslagsmyndir
og eins andlitsmyndir af sérkennileg-
um mönnum.
Þá sýndi Ingi Hans Jónsson,
Grundarfirði, myndir úr athafnalíf-
inu. Ein sú ágætasta var af bátum
hlið við hlið í höfninni.
Gunnar Gunnarsson, myndlistar-
kennari við Grunnskólann í Stykkis-
hólmi átti einnig á sýningu þessari
fjölda mynda af húsum, götum og
gróðri hér í Hólminum og af hestum,
hesthúsum o.fl.
Þetta voru allt sölusýningar.
Margir nýttu sér að skoða sýningúna
þótt góða veðrið kallaði fólkið út í
ríki náttúrunnar. Þess má geta að
fengnar voru að láni á þessa sýningu
myndir eftir Halldór Pétursson og
Steinþór Sigurðsson listmálara.
- Árni.
KiTstján Guðmundsson
Rjyndlist
Eiríkur Þorláksson
Það hefur oft verið erfitt að
standa fýrir listsýningum á helgi-
dögum, þegar fólki er meira um-
hugað að njóta frídaganna en að
fylgjast með því sem er að gerast
á listasviðinu; væntanlega hefur
nýliðin páskavika ekki verið nein
undantekning frá þessu.
SI. fimmtudag lauk lítilli sýn-
ingu á verkum Kristjáns Guð-
mundssonar í Galleríi einn einn
við Skólavörðustíg.
Kristján er meðal þekktustu
myndlistarmanna Islendinga, þó
ekki fari mikið fyrir honum í fjöl-
miðlum. Síðasta einkasýning hans
hér á landi var haldin í Slunkaríki
á ísafirði fyrir kosningar á síðasta
ári, en slíkar „kosningaárssýning-
ar á þeim stað hafa verið regluleg-
ur þáttur í sýningarhaldi Kristjáns
um árabil. Annars hefur hann
mest sýnt erlendis undanfarið, t.d.
í Galerie Nordenhake í Stokkhólmi
síðastliðið haust og svo í Galerie
Anhava í Helsinki nú í vetur. í
sambandi við fyrri sýninguna var
gefin út verkleg sýningarskrá,
sem einnig liggur frammi á sýn-
ingimni í Galleríi einn einn.
Á sýningunni nú getur að líta
fjögur verk, sem öll eru nefnd
teikningar. Tvö verk frá 1990 eru
af sömu gerð og Kristján hefur
verið að vinna með um nokkurra
ára skeið. Þessi verk, sem eru
gerð úr grafítlengjum og pappírs-
rúlíum, má frekar líta á sem upp-
setningar en teikningar, þar sem
hráefni teikningarinnar eru ein-
faldlega lögð fram og síðan er það
áhorfandans að vinna úr mögu-
leikunum; áreitið er fólgið í efn-
inu, sem listamaðurinn hefur lagt
fram.
Hin tvö verkin, sem eru frá
þessu ári og hinu síðasta, eru ann-
arrar gerðar; þau minna að nokkru
á framlag Kristjáns á Listahátíð
í Hafnarfirði síðasta sumar, þó að
þar hafi önnur efni verið á ferð-
inni. Á meðan fyrmefndu verkin
fjalla um efni teikningarinnar, má
segja að þessi tvö reyni að af-
marka rýmið, þann flöt sem teikn-
ing nær yfir. Þetta gerir Kristján
með því að afmarka stóra vegg-
fleti skilmerkilega með venjulegu
ritblýi, sem hann límir upp sem
Kristján Guðmundsson.
markalínur, í stað þess að draga
þær; þannig er það enn hráefnið,
sem Kristján leggur fram, en ekki
notkun þess, t.d. með því að
„teikna línurnar". Þessi upplíming
er mikil nákvæmnisvinna, og mis-
munandi skarpleiki flatanna kem-
ur fram í misjafnri þykkt ritblýs-
ins, sem samt er allt innan við
millimetri á þykkt.
Kristján heldur þannig áfram
að fjalla um listina í sínum verk-
um, og að gefa áhorfendum tæki-
færi til að taka að sér hina endan-
legu sköpun listaverkanna en
dregur um leið í efa að hugtakið
„endanlegt" getur nokkurn tíma
átt við í myndlist. Því er ávallt
'forvitnilegt að fylgjast með á
hvem hátt listamaðurinn tekst á
við viðfangsefnið, og finnur sífellt
ný atriði til að fjalla um.
Þó óvíst sé hversu margir komi
*á sýninguna í Galleríi einn einn,
má telja víst að fleiri landsmenn
hafi séð listaverk Kristjáns Guð-
mundssonar síðustu daga en
nokkru sinni fyrr. Verk hans,
„Vatn - Silfur" prýðir fundarsal
borgarstjórnar í hinu nýja Ráðhúsi
Reykjavíkur. Vai verksins hefur
verið umdeilt, en ætla má að hinir
fjölmörgu gestir salarins undan-
farna daga séu flestir sammála
um að það tekur sig afar vel út á
þessum stað í allri sinni hófsemi.