Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 16
:eei jíína .as HuoAaumiue aiaAjavíuoaoM
TMOKGUNBLAÐIÐ SUNNIJDAGUR 26.APRÍL T992
KALLARA
SAMVINNU
KENNARA
OG
NEMENDA
Það var galsi í nemendum 10. bekkjar Grundaskóla.
eftir Kristínu Gunnarsdóttur, myndir/Emilía B. Björnsdóttir
VIÐ GRUNDASKÓLA á Akranesi hefur verið unnið þróun-
arstarf, sem miðar að breyttum kennsluháttum á unglinga-
stigi. Verkefnið hefur verið kallað Skárri skóli og þótti
forvitnilegt að kynna hvernig til hefur tekist en eins og
margir foreldrar og kennarar hafa rekið sig á eru unglings-
árin oft erfiður tími. Rauði þráðurinn er samvinna kennar-
anna og áhugi fyrir að reyna nýjar leiðir.
1 '*”***„ & -s—
WBm
Heimavinna er vinsæl valgrein og hér eru þeir Árni- Nemendur i 10. bekk sjá um gangbrautavörslu
R. Alfreðsson, Benedikt Helgason og Daði Birgisson í við skólann og hljóta að launum styrk í ferða-
tíma hjá Birgi Einarssyni kennara. sjóð frá Sjóvá-Almennum.
Ragnheiður Ásgeirsdóttir, Flosi Einarsson og Guðrún Géirsdóttir
Tveir kennarar við 10.
bekk skólans, þær
Guðrún Geirsdóttir og
Ragnheiður Ásgeirs-
dóttir, voru fengnar til
að segja frá tildrögum þess að ráð-
ist var í verkefnið og hvernig til
hefur tekist. Tilraunin hófst vetur-
inn 1989 til 1990 og reynslunni rík-
ari hafa kennarar komið sér niður
á þá þáetti sem gefið hafa góða
raun. „Skólastarf þessa skóla krefst
þess að kennarar vinni saman í mun
ríkara mæli en víða annarsstaðar,
bæði í yngr: deildum og nú áfram
á unglingastigi,“ sagði Guðrún.
„Það eru valkennarafundir, ár-
gangskennatafundir og oft fundir
um ákveðin viðfangsefni eins og til
dæmis þemaverkefnisfundir. Við
verðum því að vinna saman og við
fáum þjálfun til þess, en um leið
er nánast ómögulegt fyrir kennara
að einangrast.“
Óánægja kennara með kennslu-
fyrirkomulag og húsnæðisþrengsli
voru upphaf þróunarstarfsins.
Ákveðið var að fimm kennarar
tækju þátt í umræðuhópi um ný-
breytnistarf í eldri bekkjum grunn-
skólans, sem þá var í boði við End-
urmenntunardeild Kennaraháskóla
íslands. Stjórnandi hópsins var
Hannes Sveinbjörnsson kennari í
Æfingadeild KHÍ og í fyrstu tóku
fjórir skólar þátt í námskeiðipu, en
f tveir heltust fljótlega úr léstinni.
j Kennarar Grundaskóla ákváðu að
j taka sérstaklega fyrir með hvaða
\ hætti mætti breyta skipulagi skól-
ans og mótuðu drög að sex vikna
þemaverkefni um skóla og skóla-
starf. Meginmarkmiðið var að nem-
endur og kennarar ynnu saman að
því að gera skólann að betri og
þroskavænlegri vinnustað.
Vildum umturna öllu
Lesnar voru innlendar og erlend-
ar bækur, aðallega frá Norðurlönd-
um, um tilraunir, sem gerðar hafa
verið með kennslu á unglingastigi.
Öllum fróðleik var miðlað áfram til
annarra þátttakenda á námskeiðinu
á fundum einu sinni í mánuði í
Reykjavík, auk þess sem kennar-
arnir fimm á Akranesi hittust þess
á milli. „Við áttum að setja fram
okkar eigin hugmyndir um hvernig
við vildum breyta skólanum okkar,“
sagði Ragnheiður. „Við frá Akra-
nesi fengum mjög róttæka hug-
mynd, sem við kölluðum „Skárri
skóli“, og gekk afar langt, svo
vægt sé til orða tekið. Við vildum
umturna öllum skólanum og fá
nemendur í heils árs þemaverkefni
um til hvers fólk væri í skóla. Fimm
af tíu kennurum unglingadeildar-
innar voru á námskeiðinu og því
miður féllum við í þá gryfju að við
gleymdum samstarfskennurunum,
sem ekki sóttu námskeiðið og þuld-
um yfir þeim hugmyndir um hvern-
ig við hugsuðum okkur skólastarfið.
Þeir neituðu auðvitað að taka þátt
í þessari vitleysu og þar með hófst
eiginlegt þróunarstarf innan skól-
ans, með heljarinnar rimmu, sem
varð til þess að við fórum að ræða
hvaða drauma við ættum um skóla-
starf.“
Einhver hafði alltaf haft áhuga
á að vinna meira með dagblöð,
hlusta á fréttir og vinna út frá þeim,
svo dæmi sé tekið, en aðrar hug-
myndir voru umfangsminni og gátu
allir sætt sig við þær. „Við fórum
að vinna saman að styttri þema-
verkefnum og reyndum í fyrsta sinn
að vinna markvisst að þeim hug-
myndum, sem við höfðum um
hvernig viðyildum að skólinn væri,“
sagði Guðrún.
Sami umsjónarkennari
fylgi bekknum
Þessar nýjungar gáfu ágæta
raun og um sumarið fór fimm
manna' hópurinn í kynnisferð til
Danmerkur og kynnti sér skólastarf
í nokkrum skólum. Það sem ein-
kenndi dönsku skólana var sú
áhersla sem Iögð var á hlutverk
umsjónarkennara, til dæmis fylgdi
yfirleitt sami umsjónarkennarinn
bekknum nánast frá fyrsta og fram
til síðasta árs.
„Þessi þríheilaga tala sem við-
gengst hér og enginn veit af hveiju,
að sami kennarinn megi helst ekki
kenna bekknum nema í þrjú ár,
vakti mikla undrun,“ sagði Guðrún.
„Það eru engin rök fyrir þessari
skiptingu, nema ef kennara gengur
illa með bekkinn. Við erum ekki
hlynnt því að skipta um umsjónar-
kennara þegar kemur yfir á ungl-
ingastigið og viljum helst að kenn-
arar haldi sínum bekk. Það breytist
svo margt þegar þangað kemur,
nýtt námsefni, þau fermast og fé-
lagslíf verður meira, auk alls ann-
ars. Það er svo margt að breytast
í lífi nemandanna, að það besta sem
eru bekkjarkennarar í 10. bekk.
þeim er gert, er að gamli kennar-
inn, sem þekkir þau út og inn, fylgi
þeim og verði áfram fasti punturinn
í tilverunni. Svo undarlegt sem það
kann að virðast hefur reynst hvað
erfiðast að ná þessu fram og það
hefur leitt til þess að við höfum
einangrast í okkar þróunarstarfi frá
öðrum kennurum skólans. Sem bet-
ur fer sjáum við fram á breytingar
í haust þegar kennarar sjöundu-
bekkinga fylgja sínum nemendum
yfir í unglingadeildina."
Sumum líður aldrei vel í skóla
„Við erum alltaf að leita leiða til
að hjálpa nemendum og láta þeim
líða vel, en sumum líður aldrei vel
í skóla,“ sagði Ragnheiður. „Aðrar
breytingar sem við tókum upp eru
í raun mjög einfaldar. Bóklegar
greinar eru kenndar frá kl. 8 að
morgni til kl. 12.30. Við þijú sem
kennum 10. bekkjunum höldum
okkar bekk, erum bekkjarkennarar
og kennum allar greinar og berum