Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 íslenskur útvarpsþátt- ur í fínnska útvarpinu FINNSKA ríkisútvarpið hefur keypt útvarpsþáttinn „Ljósið er týnt en vorið kemur, vorið kemur" sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson gerði fyrir íslenska ríkisútvarpið. Þátturinn var fluttur á sænskri rás finnska rikisútvarpsins sl. fimmtudagskvöld. Um er að ræða svokallaðan fléttuþátt sem tekur rúmar sjö mínútur í flutningi. Þorsteinn sagði að þátturinn hefði verið leikinn í þætti sem nefnist Skymnings Expressen þar sem fleiri fléttuþættir, sem á ensku eru nefndir montage-þættir, hefðu verið leiknir. Hann sagði að fléttuþættir væru ólíkir öðrum út- varpsþáttum, í þeim væru lausir endar sem hlustendum væri látið eftir að ráða í. Hann sagði að sömu grunnþættir væru í fléttuþáttum og í leikritum, þ.e.a.s. ris, flétta og lausn. „Ljósið er týnt... fjallar um samvistir manns og drengs í óveðri þegar rafmagn hefur slegið út. Efni þáttarins væri á mörkum draums og veruleika. Þorsteinn sagði að verið væri að gera tilraunir með slíka dag- skrárgerð hér á landi en hún hefði tíðkast í mörg ár erlendis. í byrjun maí yrði alþjóðleg ráðstefna fléttu- þáttagerðarmanna frá um 20 lönd- um í Kaupmannahöfn og legðu íslendingar þar í fyrsta sinn fram efni. Framlag íslands yrði ofan- nefndur þáttur auk þáttar um vegalaus börn. Þáttur Þorsteins verður fluttur á Rás 1 föstudaginn 1. maí að loknum kvöldfréttum. Akureyri: Snjókoma tefur Andr- ésarleikana SNJO kyngdi niður á Akur- eyri í gærmorgun og varð að fresta Andrésarleikunum í Hlíðarfjalli fram eftir degi, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Snjóinn festi ekki í byggð enda hiti yfir frostmarki en í Hlíðarfjalli varð að fresta skíða- mótinu. Var haft á orði að ann- ar eins snjór hefði ekki sést í fjallinu síðan í nóvember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingólfur Þór Tómasson, Friðþjófur Karlsson og María Ágústsdóttir afhenda Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra undirskriftir nemenda í MS, þar sem óskað er eftir auknu umferðaröryggi við Höfðabakka- brú. Endurbætur gerðar við Höfðabakkabrú í sumar Iron Maiden til Islands BRESKA þungarokk- sveitin Iron Maiden heldur tónleika hér á landi í júuí. Það verða upphafstónleikar hljómsveitarinnar á ferð hennar um heim- inn. Iron Maiden, sem álitin er vinsælasta þungarokk- hljómsveit Bretlands og ein sú vinsælasta í heimi, hefur starfað frá árinu 1977. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér smaskífu í Bretlandi sem fór beint í annað sæti breska smá- skífulistans, en væntanleg er breið- skífa eftir tvær vikur. Tónleikarnir Iron Maiden. hér á landi, sem haldnir verða 5. júní nk., verða fyrstu tónleikamir í heimsreisu sveitarinnar til að fylgja þeirri plötu eftir. BORGARYFIRVÖLD munu láta gera endurbætur á akbrautinni sunnan Höfðabakkabrúar í sumar að sögn Sigurðar Skarp- héðinssonar gatnamálastjóra. Tvö banaslys urðu við brúna í vetur auk fleiri slysa. Nemend- ur í Menntaskólanum við Sund afhentu nýlega Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra undir- skriftalista þar sem skorað er á borgarstjorn að hlutast til um úrbætur á þessum^ vegarkafla. Að sögn Maríu Ágústsdóttur nemanda í MS var ráðist í undir- skriftasöfnunina innan skólans eftir að piltur úr skólanum Iést í umferðarslysi við brúna. Sigurður Skarphéðinsson gat- namálastjóri sagði við Morgun- blaðið í gær að vegarhalli á kafla sunnan brúarinnar væri öfugur við það sem vera ætti. Þetta ætti sér þær skýringar að ráðgert hefði verið og væri enn að mót Höfða- bakka og Stekkjarbakka yrðu á öðrum stað en nú væri. Málið hefði komið til skoðunar í kjölfar all- margra slysa, sem orðið hefðu beggja vegna brúarinnar og ráðist yrði í úrbætur í sumar. Skoðað yrði hvort unnt væri að breikka götuna og koma fyrir vegriði á henni miðri. Kannað yrði hvort leyfðar yrðu breytingar á sam- þykktri tengingu Höfðabakka og Vatnsveituvegar, sunnan brúar- innar. KASK á Höfn í Hornafirði: Nýr kanpfélagsstjóri ráðinn - einnig nýr framkvæmdastjóri fyrir Borgey BÚIÐ er að ganga frá ráðningu nýs kaupfélagsstjóra hjá KASK á Höfn í Hornafirði. Sá sem ráðinn var heitir Pálmi Guðmundsson 32 ára gamall hagfræðinemi við háskólann í Álaborg í Dan- mörku. Pálmi lýkur hagfræðináminu um miðjan júní nk. og tekur þá við stöðunni. Eftir að Pálmi lauk námi við Samvinnuskólann á Bifröst vann hann hjá Kaupfélagi Borgfírðinga um skeið og síðan hjá Vöruhúsi Kaupfélags Ámesinga á Selfossi. Hann hefur stundað hagfræðinám í Álaborg undanfarin 3 ár. Einnig hefur verið gengið frá ráðningu á framkvæmdastjóra hjá Borgey, hinu nýja sjávarútvegs- Vergar þjóðartekjur 1987-1992 Breyting frá fyrra ári Verg landsframleiðsla 1987-1992 Breyting frá fyrra ári 9,2% Viðskiptajöfnuður 1987-1992 Hlutfali af landsframleiðslu Verðbólguleiðréttur jöfnuður (hefðbundið uppgjör I svigum) Kaupmáttur ráðstöfunar- Atvinnuleysi tekna 1987-1992 1987-1992 Breyting frá fyrra ári Hlutfall af heildarvinnuafli 22,6% 2J& 198? '88 '83 '90 ¦ '9; ¦ ¦*« 1,4 -1,4 -M 1 -3,8% '38 JW wm WH '92 !^3 '89 W '91 !-<.3j 1-2,2) ' « Mi 0,0 '91 t '89;: '90; 2£ 1987 jiam '91 m Iii jjg »|g -z,e% m wa -2fi m T? -3,0% 1987 '88 '89 '91 "92; Tölurnar fyrir 1992 aru áætjaðar Þróun hagstærða frá 1987 ÞJÓÐHAGSSTOFNUN kynntí í vikunni skýrslu um þjóðarbúskai*- inn, framvinduna á síðasta ári og horfur á yfirstandandi ári. Á súluritunum hér að ofan sést þróun nokkurra hagstærða á árunum 1987 til 1992, samkvæmt skýrslunni. Þróun viðskiptajafnaðar við útlönd er sýnd þegar jöfnuðurinn hefur veríð leiðréttur vegna verðbólgunnar í heiminum, en það hefur Þjóðhagsstofnun gert fyrir Morgunblaðið. Viðskiptajöfnuður samkvæmt hefðbundnu upp- gjðri er hafður til hliðsjónar innan sviga en á þessum aðferðum munar-nm 2%, eins og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar gerir nánar grein fyrir hér á eftir: „Samkvæmt alþjóðlegum stöðl- um um þjóðhagsreikninga er ekki tekið tillit til verðbólgu við mat á vaxtagreiðslum milli landa. Þetta felur meðal annars í sér að víð- skíptahalli skuldugra ríkja mælíst meiri en væri hallinn verðbólgu- leiðréttur. Þetta stafar af því að nafnvextir af erlendum lánum eru allir færðir tii útgfalda þótt aðeins hluti þeirra séu raunvextir vegna þess að verðbólga er í heiminum. Sé miðað við 4-5% verðbólgu að jafnaði á ári í heiminum er raun- halli á viðskiptum íslendinga við önnur lðnd um það bil 2% minni en samkvæmt hefðbundnum að- ferðum. Þar sem Islendingar eru mjög skuldugir erlendis, líklega skuld- ugasta þjóð Vestur-Evrópu, er lág- mark að ná raunjöfnuði í viðskipt- um við önnur lönd á næstu árum. í þessu felst að hallinn verði að jafnaði innan við 2% af landsfram- Ieiðslu samkvæmt hefðbundnum uppgjörsaðferðum, að minnsta kosti ef ekki verður ráðist í stór- fellda nýja fjárfestingu á borð við álver. Slíkur halli svarar til þess að erlendar skuldir standi nokkurn veginn í stað að raungildi. Það er hins vegar hættuleg hugmynd að setja þetta sjónarmið þannig fram að engin ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af 2% halla á við- skiptum við önnur lönd, því það hlýtur að vera markmiðið að grynnka á erlendum skuldum þjóð- arinnar í framtíðinni," se'gir Þórð- ur. fyrirtæki sem stofnað var út frá KASK í ár. Halldór Árnason, framkvæmdastjóri hjá Fiskmati ríkisins, var ráðinn í stöðuna. Sam- kvæmt upplýsingum frá Ingólfi Björnssyni, formanni stjórnar KASK, er nú verið að vinna að því að sameina fískvinnslu KASK við Borgey og á því verki að verða lokið um miðjan júm'. Húsavík: Unnið að samein- ingnsjáv- arútveg's- © fyrirtækja • Húsavík. TIL UMRÆÐU hefur verið að sameina þrjú útgerðar- og fisk- I vinnslufyrirtæki á Húsavík, Höfða hf., fshaf hf. og Fiskiðju- samlag Húsavíkur, og ná með því hagkvæmari rekstri fyrirtækj- anna. Fyrsta skrefið í sameiningarátt \ hefur verið stigið, með því að nú skipa sömu menn stjórnir allra fyr- irtækjanna, en stjórnirnar skipa nú * Einar Njálsson bæjarstjóri, formað- ur, Örlygur Hnefill Jónsson, vara- formaður, Katrín Eymundsdóttir, ^ Ragnar Jóhann Jónsson og Þorgeir W B. Hlöðversson. Unnið er að frekari sameiningu, ^ en ekki gert ráð fyrir að því verki • Ijúki fyrr en þá um næstu áramót og enn eru framkvæmdastjórarnir ^ tveir, Kristján Ásgeirsson fyrir W Höfða og íshaf og Tryggvi Finnsson fyrir Fiskiðjusamlag Húsavíkur. Fréttaritari. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.