Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 40
•mmmmmmm mmmm mtm mm ^mmm^ mm M’ IiÖÍ^MMLuIMuM Grunnur ^ mmmm mm m mm 'mmmr FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINOASÍMI 63 71 90 m Landsbanki Mk íslands mi 5L iAu Banki allra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Þormóður rammi á hlutabréfamarkað: Heimild fyr- -*ir allt að 100 milljóna kr. nýju hlutafé AÐALFUNDUR Þormóðs ramma á Siglufirði verður haldinn 2. maí nþ. Fyrir fundinum liggur að ósk- að verður eftir heimild til útgáfu á allt að 100 milljónum króna í nýju hlutafé en ætlunin er að skrá hlutafé fyrirtækisins á almennum markaði. Róbert Guðfinnsson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að unnið hafi verið y^p-að undirbúningi málsins að und- anförnu og að útboð á nýju hlut- afé á bilinu 50-100 milljónir kr. verði skráð á hlutafjármarkaði. Róbert segir að grundvöllur að þessari skráningu sé mjög góð af- koma fyrirtækisins á síðasta ári, en ríflega 85 milljón króna hagnaður var af rekstri Þormóðs ramma en útflutningsverðmætið nam um 890 milljónum kr. Sökum þessa mun verða lagt til á aðalfundinum að greiddur verði 10% arður af hlutafé en það mun í fyrsta sinn í sögu fyrir- ~ 'v*tækisins sem það er gert. Nafnverð hlutafjár í Þormóði ramma er nú 240 milljónir króna þannig að arðgreiðsl- ur kunna að nema 24 milljónum króna. Hinn nýi frystitogari Þormóðs ramma, Sunna, kom úr sinni fyrstu veiðiferð nú fyrir helgi með um 95 tonn af rækju. Aflaverðmætið nemur 23-25 milljónum króna. Róbert segir að þessi fyrsta veiðiferð hefði geng- ið mun betur en menn áttu von á og ekki annað hægt að segja en að bjartsýni ríkti um framtíð fyrirtækis- ins. -----♦ ♦ ♦---- Islenska óperan: • • Oryggis okkar Maríönnu er mjög vel gætt héma í Kabúl SKIPIÐ MALAÐ Morgunblaðið/Þorkell ‘Lucia di Lammermoor flutt í haust ÁKVEÐIÐ hefur verið að íslenska óperan flytji i haust óperuna Luc- ia di Lammermoor eftir Donizetti og á listahátíð í sumar verður flutt óperan Rigoletto eftir Verdi. Ólöf Kolbrún Harðardóttir óperu- stjóri, segir að enn hafi ekki verið tekin ákvörðun um hvaða verkefni verði tekið fyrir hjá óperunni eftir áramót. í viðtali við Morgunblaðið, >3egir Ólöf, að staða óperustjóra sé eingöngu titill, „Ég breyti engum aðferðum, stend aðeins í forsvari." Sjá viðtal bls. C6 segir Elín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur í Afganistan „VIÐ Maríanna erum við góða heilsu og öryggis okkar er mjög vel gætt. Það er rólegt hér, þó spenna sé í lofti. Ef ástandið helst svip- að verðum við báðar hérna okkar fyrirfram ákveðna starfstíma, ég til loka maí og Maríanna fram í miðjan júní,“ sagði Elín Guðmunds- dóttir, hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi alþjóðaráðs Rauða krossins í Kabúl, höfuðborg Afganistan, þegar Morgunblaðið hafði tal af henni í gærmorgun. Elín sagði að þær Maríanna væru auðvitað mjög slegnar eftir að fé- lagi þeirra, Jón Karlsson, var skot- inn til bana á miðvikudag. „Það eru allir hérna miður sín að missa svo góðan félaga úr hópnum. Við lítum hins vegar svo á, að þessi hræðilegi atburður tengist ekki endilega ástandinu hér í dag. Þetta hefði eins getað gerst fyrir nokkrum mánuðum eða vikum og við lítum á þetta sem einangrað tilfelli." Elín sagði að flestir starfsmenn Rauða krossins á sjúkrahúsinu yrðu áfram í Kabúl, en einhvetjir væru þegar farnir til Pakistan. „Öryggis okkar er mjög vel gætt. Það er til dæmis séð fyrir því að við söfn- umst saman í eins konar loftvarnar- byrgi við hliðina á sjúkrahúsinu, ef eitthvað fer úr böndunum. Það eru allir búnir að pakka niður og eru Biskup situr Skálholt á ný eftir tæp 200 ár JÓNAS Gíslason vígslubiskup í Skálholtsstifti mun flytjast búferl- um og setjast að í Skálholti um miðjan maí. Tæp 200 ár eru þá liðin síðan Hannes Finnsson biskup féll frá, en hann sat síðastur biskupa í Skálholti. Hannes Finnsson biskup tók við biskupsdómi í Skálholti af föður sínum árið 1785, en árið 1784 gengu jarðskjálftar yfir Suðurland og féllu hús niður á staðnum. Var þá ákveðið samkvæmt beiðni bisk- ups að flytja stólinn burt af staðn- um og til Reykjavíkur. Hannes sat Skálholt á sumrum og þegar Skál- holt var selt keypti hann jörðina og bjó þar til dauðadags 1796. „Dvöl vígslubiskups á staðnum breytir einhverju en hvað það verður kemur í ljós síðar,“ sagði Jónas. Fyrir Alþingi liggur frum- varp um Skálholtsskóla og starf- andi er Skálholtsnefnd, sem fjallar um framtíð staðarins. Skálholtskirkja Marianna Csillag Elín Guðmundsdóttir tilbúnir að fara með stuttum fyrir- vara. Okkur var einnig ráðlagt að birgja okkur upp af matvælum til nokkurra daga. Við búum mjög nálægt sjúkrahúsinu og sum á sjúkrahúslóðinni sjálfri. Flugvöllur- inn er opinn og flugvél Rauða kross- ins flýgur þaðan tvær ferðir á dag núna og er til taks ef flytja þarf starfsmenn á brott.“ Elín er í sinni annarri för sem sendifulltrúi Rauða kross íslands, en hún starfaði í Thailandi árið 1990. Maríanna Csillag er í fyrstu ferð sinni. „Það gilda strangar regl- ur um það, hveijir fara út fyrir borgarmörkin og við Maríanna ger- um það aldrei. Nú hafa allar ferðir hjúkrunarfólks út fyrir borgar- mörkin verið stöðvaðar, en áður var farið daglega að ná í særða. Það er ómögulegt að segja til um hvern- ig þetta þróast. Eins og horfurnar eru í dag þá gildir þetta bann áfram.“ Elín og Maríanna starfa á barna- deild sjúkrahússins. „Ástandið þar er svipað og síðustu mánuði," sagði Elín. „Tilvikum, þar sem fólk slas- ast við að stíga á jarðsprengjur, fjölgar á vorin, enda engin furða að börn, sem hlaupa út um allar trissur, verði fyrir slíkum meiðslum. Það er viða ótrúlega þétt net af jarðsprengjum." Í lok samtalsins sagði Elín, að hún yrði að verða sér úti um slæðu fyrir andlitið og karlmann til fylgd- ar, áður en hún sneri aftur heim í hinn enda borgarinnar. „Ég var á næturvakt og missti af fundi í morgun, þar sem skýrt var frá því, að við mættum ekki ferðast einar um borgina. Ég fór þess vegna ein hingað í höfuðstöðvarnar til að fara í símann, en þeir sleppa mér ekki aftur slæðu- og karlmannslausri. En mig langar að lokum til að senda bestu kveðjur frá mér og Maríönnu til allra ættingja og vina á íslandi. Það amar ekkert að okkur.“ --------------♦ ♦ ♦-------- Brotist inn í Víðistaðaskóla BROTIST var inn í Víðistaða- skóla við Hrauntungu í Hafnar- firði aðfararnótt laugardagsins. Töluvert var stolið af tækjum úr kennarastofu skólans en farið var inn í hann með því að sparka upp hurð á bakhlið. Rannsóknarlögreglan hefur mál- ið til rannsóknar en samkvæmt upplýsingum frá henni var m.a. stolið úr skólanum tveimur tölvum, myndbandstökuvél og sjónvarps- skermi. Ljóst er að um mikið tjón er að ræða fyrir skólann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.