Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 IP^ \ f~^ er sunnudagur 26. apríl, sem er 117. dagur JLrxa.vW ársins 1992,1. sd. eftir páska. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 1.25 og síðdegisflóð kl. 14.07. Pjara kl. 7.49 og kl. 20.18. Sólarupprás í Rvík kl. 5.16 og sólarlag kl. 21.37. Myrkur kl. 22.41. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.25 ogtunglið er í suðri kl. 8.43. (Almanak Háskóla ís- lands). Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan stöðugan anda. (Sálm. 51,12.) ÁRNAÐ HEILLA pT /^ára afmæli. Á morgun, t) \J 27. apríl, er fimmtug- ur Anton S. Jónsson, Heið- arbrún 11, Keflavik, fram- kvæmdastjóri Húsagerðar- innar hf. Kona hans er Jór- unn Jónasdóttir. Hún varð fimmtug 12. mars sl. Þau taka á móti gestum í félags- heimili Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17 þar í bæ, næstkomandi laugardag, 2. maí, eftir kl. 20. FRÉTTIR/MANNAMÓT í DAG er fyrsti sunnudagur eftir páska. Þennan dag árið 1891 fæddist tónskáld- ið Björgvin Guðmundsson. FELAG eldri borgara. Fé- lagsvist verður spiluð í Risinu í dag eftir kl. 14 og dansað verður í Goðheimum kl. 20 í kvöld. Mánudag verður opið í Risinu kl. 13-17. Lögfræð- ingur félagsins hefur viðtals- tíma á þriðjudögum og þarf að panta viðtal í skrifstofu félagsins. FRÆÐSLUFUNDUR. Mánudaginn 27. apríl, annað kvöld, kl. 20.30 verður hald- inn fjórði fræðslufundur HÍN (Hið ísl. náttúrufræðifélag). Verður það síðasti fundur vetrarins. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi há- skólans. Á fundinum heldur KROSSGATAN Magnús Sigurgeirsson, jarðfræðingur, erindi, sem hann nefnir: Grjóskumynd- anir á Reykjanesi. í fyrir- lestri sínum segir Magnús frá rannsóknum sem hann hefur gert á gjóskulögum, sem myndast hafa við gos í sjó undan Reykjanesskaga, þar sem. hann rekur upptök þeirra, útbreiðslu og aldur. Alls fann hann þar 10 gjósku- lög og auk þess gígbrot við ströndina. Aldur elsta gos- skeiðsins er yngra en 4.000 ára gamalt en það yngsta frá sögulegum tíma á 12. og 13. öld, segir m.a. í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. L' -r 3 4 ¦ L' 6 7 ¦ ¦ ¦ ¦ 9 10 ¦ 11 12 13 ¦ ¦ 1 ! ¦ ¦ 15 ¦ 16 B:' 1 19 20 H M 23 24 ¦ 25 m 26 ¦ LÓÐRÉTT: - 2 lík, 3 ekki margir, 4 hagnaðinn, 5 eign- arjörðin, 6 mjúk, 7 eyða, 9 prúð, 10 myntar, 12 tarf, 13 askarnir, 18 fyrr, 20 fersk, 21 tónn, 23 gelt, 24 guð. LARETT: - 1 ósvinna, 5 opið, 8 þor, 9 vafasamt, 11 ilmur, 14 reið, 15 tamin, 16 líkamshlutann, 17 miskunn, 19 heimili, 21 túla, 22 tröjl- konan, 25 velur, 26 púka, 27 mergð. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU LÁRÉTT: —1 bólan, 5 ómynd, 8 kinda, 9 lakar, 11 æld- ir, 14 fólk, 15 taldi, 16 aurum, 17 lár, 19 agar, 21 unnu, 22^sálminn, 25 set, 26 auð, 27 agg. LÓÐRÉTT: - 2 óma, 3 aka, 4 nirfil, 5 ódælar, 6 mal, 7 nýi, 9 látlaus, 10 kaldast, 12 dáranna, 13 rummung, 18 álmu, 20 rá, 21 un, 23 la, 24 ið. BOKMENNTIR. Mennta- málaráðuneytið auglýsir í Lögbirtingablaðinu eftir um- sóknum um styrki og lán til þýðinga á erlendum bók- menntum úr þýðingarsjóði. Þar segir m.a. að verkið skuli þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. Að upplag bókar sé að jafnaði ekki minna en 1.000 eintök. Og að útgáfu- dagur sé ákveðinn. Umsókn- arfresturinn er að renna út einmitt núna um þessa helgi. LÆKJARTORG. Lögreglu- stjórinn í Rvík hefur tilk. í Lögbirtingi að samkv. tillögu borgarráðs hefur verið veitt leyfi fyrir leigubíla til að taka U-beygju við Lækjartorg- /Hafnarstræti. Er þetta leyft til reynslu, segir í tilk., fram til 1. júní næstkomandi. MIGRENISAMTÖKIN efna til fræðslufundar mánudags- kvöldið í Bjarkarási, Stjörnu- gróf 9, kl. 20.30. Ævar Jó- hannesson talar um heildræn- ar lækningaaðferðir og nátt- úrumeðöl. VOÐMÚLASTAÐAKAP- ELLA, Rangárvallaprófasts- dæmi. Kapellunefndin hefur samkv. tilk. í Lögbirtingi ákveðið endurbætur og lag- færingar á garðflöt, girðingu og minnismerki. Þeir sem telja sig þekkja þar ómerkta legstaði eða hafa eitthvað fram að færa í þessu sam- bandi skulu gera Guðlaugi Jónssyni, Voðmúlastöðum, viðvart. BARNADEILD Heilsu- verndarstöðvarinnar við Bar- ónsstíg hefur opið hús fyrir foreldra ungra barna nk. þriðjudagkl. 15-16. Umræðu- efnið að þessu sinni verður hreyfiþroski barna. NESSÓKN. Kvenfélagið heldur fund mánudagskvöldið kl. 20.30._________________ KÓPAVOGUR, félagsstarf aldraðra. Næstkomandi mið- vikudag verður opið hús í fé- lagsheimilinu kl. 13-17. Rætt verður um fyrirhugaðan bas- ar og ferðalögin sem ráðgerð eru á þessu sumri. Þá verður upplestur. Kaffiveitingar. ITC-DEILDIN Eik heldur fund á Hallveigarstöðum mánudagskvöldið kl. 20.30 og er fundurinn öllum opinn. SAMVERKAMENN Móður Teresu halda mánaðarlegan fund sinn mánudag kl. 16 á Hávallagötu 16. HAFNARFJÖRÐUR. Dans- leikur aldraðra sem vera átti á vegum æskulýðs- og tóm- stundaráðs Hafnarfjarðar í kvöld fellur niður. KVENFÉLAG Hreyfils heldur fund fyrir félagsmenn og gesti þeirra nk. þriðju- dagskvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Hallgrímur Magnússon læknir. KVENFÉLAGIÐ Freyja, Kópavogi. í dag kl. 15 verður spiluð félagsvist á Digranes- vegi 12. Spilaverðlaun og kaffiveitingar. SÉRFRÆÐINGAR. Heil- brigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur að því er segir í tilk. í Lögbirtingi veitt Ásgeiri Haraldssyni lækni leyfi til að starfa sem sér- fræðingur í ónæmisfræði, sem undirgrein við almennar barnalækningar, og veitt Páli Níels Þorsteinssyni lækni leyfi til að starfa sem sér- fræðingur í heimilislækning- um. ARBÆJARSÓKN, starf aldraðra. Nk. þriðjudag er leikfími kl. 13.30 og á mið- vikudag opið hús á sama tíma. KIRKJUSTARF HALLGRÍMSKIRKJA. Fundur í Æskulýðsfélaginu Örk mánudagskvöld kl. 20. HÁTEIGSKIRKJA. Biblíu- lestur mánudagskvöld kl. 21. ÁRBÆJARKIRKJA. Fund- ur hjá Æskulýðsfélaginu í kvöld kl. 20. Foreldramorg- unn þriðjudag kl. 10-12. FELLA- OG HÓLA- KIRKJA. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 18 mánudag og fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Söngur, leikir, helgi- stund. KÁRSNESPRESTAKALL. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu Borgum þriðjudag kl. 10-12._________________ SELJAKIRKJA. Fundur hjá Æskulýðsfélaginu Seiá mánudag kl. 20, helgistund. SKIPIIM REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fór togarinn Jón Bald- vinsson til veiða. Togarinh Engey var væntanlegur inn. Þá var olíuskipið Rita Mærsk væntanlegt með olíufarm og norskur togari var væntan- legur. í dag er Kyndill vænt- anlegur og kemur hann frá útlöndum. Á morgun er Brú- arfoss væntanlegur að utan. ORÐABOKIN Spónn - spænir Fyrir nokkrum árum var ég í verzlun að huga að því veiðarfæri, sem heitir á ensku spoon og margir íslenzkir veiðimenn nefna spún eftir framburði enska orðsins. Þá rak ég augun í það, að á umbúð- unum stóð spónar. Vita- skuld hefur mörgum fundizt tökuþýðingin spún óíslenzkuleg. Þá kom upp orðmyndin spónn, sem er einungis viðbótarmerking við gamalt íslenzkt orð um allt annan hlut en veiðarfærið. En spónn fer vel í þessu sambandi, enda minnir það á allan hátt vel á erlenda heitið. Það hlýtur því að vera vel til þess fallið að útrýma spún-nafninu. En um leið og tekið er að tala um spón um veiðarfærið, hvíl- ir sú skylda á mönnum að beygja það eftir ís- lenzkum reglum. Þá verð- ur það í et. spónn - spón - spæni - spóns og í ft. spænir - spæni - spónum — spóna. Því átti að standa á umbúðunum spænir, ekki spónar, ann- að er málleysa. Ég hélt, að þessi málleysa værr bundin veiðimönnum, því að ég taldi víst, að menn segðu jafnan spænir í ft., þegar um matspón væri að ræða, sem var undan- fari skeiðanna. En hvað sést í Mbl. 21. marz sl.? Þar segir á 2. bls. með fyrirsagnarletri: „Silfur- spónarog gamall útskurð- ur á uppboði." Að sjálf- sögðu átti að segja hér: Silfurspæn/r o.s.frv. Þetta skyldu menn festa í minni sér. - JAJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.