Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRIL 1992 Hagræðing ekki lausnarorðið iðleikum á yfírstandandi ári. Ríkis- stjórnin hefur markað þá stefnu að grípa ekki til neinna heildarbjörg- unaraðgerða eða efnahagsaðgerða, sem rétta af hag þessara fyrir- tækja. Það hefur svo leitt til þess að sveitarfélög hafa í stórauknum mæli verið að taka þátt í rekstri þessara sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt hafa lánastofnanir gripið til þess að sameina skuldsett fyrir- tæki til þess að reyna að ná fram hagræðingu, sem gæti snúið þess- ari þróun við. Gallinn við þessar aðgerðir er sá að í fæstum tilvikum rétta þessar ráðstafanir fyrirtækin nægilega vel af þannig að þau geti áhyggjulaust endurskipulagt sig og tryggt rekst- ur sinn í nánustu framtíð. Það er því áhyggjuefni að ef rekstrarskil- yrði og umhverfi sjávarútvegsins batna ekki verulega, munu ekki eingöngu sjávarútvegsfyrirtækin innan ekki langs tíma vera í vand- ræðum heldur einnig mðrg sveitar- félög og mjög hætt er við því að lánastofnanir lendi í verulegum erf- iðleikum með fyrirtæki, sem ráða ekki við mikla skuldsetningu. Lækkandi verð á mörkuðum og söluerfiðleikar munu ekki bæta þessa mynd og verði veruleg verð- lækkun, mun það flýta fyrír þessari þróun." - Og þá eru það íbúar sveitar- félaganna, sem verða að axla skuldabyrgðina, ekki satt? „Jú, það segir sig sjálft. Það eru íbúarnir, sem búa í viðkomandi sveitarfélagi." - Þér finnst það sem sagt ekki réttlætanlegt að bæjar- og sveitasjóðir leggi fram fé í rekstur sjávarútvegsfyrirtækjanna eða ábyrgist lán til þeirra? „Að mínu mati er það mikið umhugsunarefni hvort þetta sé rétt þróun sem þarna er að eiga sér stað. Samt sem áður er ofur eðli- legt að sveitarfélögin vilji halda uppi atvinnu fyrir sitt fólk. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að þegar farið er í björgunaraðgerðir fyrir fyrirtæki, sem.illa eru stödd, séu þær aðgerðir, sem framkvæmdar eru, nægilega öflugar svo að þær dugi til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar fyrirtækjanna. Ef að- gerðirnar duga ekki til þess, er aðeins tjaldað til einnar nætur og vandamálinu frestað um stund." - Er hægt að auka hagræð- inguna enn frekar í íslenskum sjáv- arútyegi? „Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að svo sé. Hinsvegar verður að skilgreina þau markmið, sem sett eru þegar rætt er um aukna hagræðingu í sjávarútvegi. Jafnframt verða menn að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þær aðgerðir hafa sem miða að því að ná þessum markmiðum. Það getur auðvitað verið erfitt við nú- verandi aðstæður að láta markmið, eins og hámarksarðsemi í sjávarút- veginum, jafnvægi í byggðum landsins og fulla atvinnu, vinna saman þegar til skamms tíma er litið. - Vilt þú sjá aukna samein- ingu sjávarútvegsfyrirtækja? „Já. Kostir stórreksturs eru gjarnanj' hávegum hafðir þegar lit- ið er til endurskipulagningar í sjáv- arútveginum. Sameiningu fyrir- tækja er ákaft fagnað enda sjá menn í því hagkvæmni og sparnað myndast. Menn eru hvattir til þess að halda áfram á þessari sameining- arbraut til þess að nýta sér kosti stórrekstrar. En á sama tíma eru ýmsir sem leggja í sama orðinu áherslu á að enginn verði of stór. Gæta verði vel að því að tilkoma stærri fyrirtækja í sjávarútvegi hafi á engan hátt áhrif á rekstur smærri fyrirtækja. Nú fer því fjarri að ég sé þeirrar skoðunar að stór og smá fyrirtæki geti ekki unnið saman í friði. Það er hinsvegar Ijóst að samkeppnin mun aukast og þá mun hagkvæmni stórrekstrar í ákveðnum þáttum skila sér í sterkari samkeppnisstöðu stærri fyrirtækjanna. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir þegar rætt er um kosti þess að sameina sjávarútvegsfyrirtækin. Rekstur smærri fyrirtækja í sjávarútvegi hefur jafnframt oft verið arðbær, en slíkur rekstur byggist oft á þrot- lausri vinnu þeirra, sem eiga fyrir- tækin. Sjávarútvegurinn verður að hag- ræða í sínum rekstri eins og kostur er. Á undanförnum mánuðum hafa fyrirtæki í sjávarútvegi verið að takast á við vandann og aukið veru- lega hagræðinguna innan greinar- innar. Þetta mun hinsvegar hafa þau áhrif að störfum í sjávarútvegi mun fækka og trúlega mun störfun- um fækka verulega á næstunni, nema til komi nýir möguleikar í aukinni hráefnisöflun, frekari vinnslu og markaðssetningu á meira magni af fiski. Ljóst ér á sama tíma að um leið og störfunum fækkar í sjávarútvegi mun það hafa margföldunaráhrif á störf í þjón- ustu í landi þannig að hagræðing í sjávarútveginum mun þegar litið er til skamms tíma fækka atvinnu- tækifærum verulega. Ljóst er jafn- framt að þegar menn meta arðsemi veiða og vinnslu er að eiga sér stað ákveðin grundvallarbreyting á eðli veiða og vinnslu. Það er að menn vega nú og meta enn frekar en áður kosti þess að færa hluta af vinnslunni út á sjó. Jafnframt er ljóst að með aukinni samþjöppun fyrirtækja í sjávarútveginum mun byggðaþróunin breytast hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Þótt þessi mynd,.sem ég dreg upp núna, sé nokkuð dökk er það skoðun mín að til þess að geta hámarkað arðinn Frábær verð PANTANASIMI 52866 Eg vil ekki sjá fyrirtæk- in verða gjaldþrota upp á það að þeim verði haldið áfram í rekstri. Þessi gjaldþrotaleið, sem menn hafa verið að boða, gengur ekki upp ef lánastofnanir og sveitarfélög koma til bjargar aðeins til þess eins að lengja í henging- arólinni. Staðan er nú þannig að greinin skuldar um 95 milljarða króna, en heildartekjur sjávarút- vegsins á síðasta ári voru um 75 milljarðar. Til þess að geta há- markað arðinn af auð- lindinni og byggt upp alþjóðlegan samkeppn- isfæran sjávarútveg, er óumflýjanlegt að ís- lenskur sjávarútvegur gangi í gegnum þann sársauka og þær breyt- ingar, sem svona end- urskipulagningu er samfara. af auðlindinni og byggt upp alþjóð- Iegan samkeppnisfæran sjávarút- veg, er óumflýjanlegt að íslenskur sjávarútvegur gangi í gegnum þann sársauka og þær breytingar sem eru svona endurskipulagningu er samfara. Ég er líka sannfærður um það að þótt ýmsar af þeim breyting- um, sem eiga sér stað í kjölfar svona umróta séu sársaukafullar, muni þær, ef vel er á haldið, verða grein- inni, starfsfólkinu, byggðarlögun- um og þá um leið þjóðarbúinu öllu til heilla þegar til lengri tíma er litið. - En nú eru ekki allir á eitt sáttir um þær leiðir, sem greiðastar eru í endurskipulagningunni í átt að hagræðingunni? „Eðlilega greinir menn á þegar verið er að ræða svo mikla grund- vallarendurskipulagningu á megin atvinnugrein þjóðarinnar. Menn deila um það hvernig þessi upp- stokkun og endurskipulagning eigi að fara fram. Ýmsir leggja áherslu á að nauðsynlegt sé að fara svokall- aða gjaldþrotaleið, sem þýðir að sjávarútvegurinn yrði grisjaður með gjaldþrotum þeirra fyrirtækja, sem verst eru sett. Reynslan sýnir hins- vegar að gjaldþrotaleiðin verður ekki til þess að auka hagræðinguna í sjávarútveginum. Bankar og sveit- arfélög keppast við að grípa inn í þá þróun til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækjanna. Vel má vera að sh'kar björgunaráðgerð- ir séu aðeins skammgóður vermir „gjaldþrota" og að þau muni áfram verða í miklum erfiðleikum eftir stuttan tíma. Jafnframt má benda á að þar sem menn hafa farið hina svokölluðu gjaldþrotaleið, hefur sá banki, sem staðið hefur uppi með eignirnar að loknu gjaldþroti, reynt að koma þessum eignum strax í gang aftur, oft með skelfilegum afleiðingum fyrir þá sém starfa umhverfis þessi endurreistu fyrir- tæki. Þessi „nýju" fyrirtæki koma þannig oft inn í reksturinn með lægri skuldir og fjárhagslega end- urskipulagningu og geta þess vegna, tímabundið, verið sterkir samkeppnisaðilar um hráefnið. Þannig geta þau skapað verulega erfiðleika fyrir þá aðila, sem hafa þó staðið í skilum og haldið sér á floti þar til hinn nýi samkeppnisað- ili bætist í hópinn, en þá um leið bætist á erfiðleika þeirra, sem fyrir voru í greininni. Menn eiga því að leggja áherslu á að það verði sem minnst af gjaldþrotum, en ekki sem mest af þeim. Dæmin sanna að gjaldþrotaleiðin, eins og hún hefur verið farin, skapar ekkert hagræði í sjávarútveginum. Ég leyfi mér að nefna uppgjörið í Ólafsvík og rækju- iðnaðinn á ísafirði sem dæmi í því sambandi," segir Magnús Gunnars- son. Flensborgarar - f. 1950 Allir sem voru í Flensborg og eru fæddir 1950: Nú hitt- umst við og rifjum upp gamla daga laugardaginn 23. maí. Hringið strax í Auðun s. 50723, Harald s. 53338, Guð- mund s. 50351 eða Gunnlaug s. 98-22051. Nefndin. Garðahær Fundur um öldrunarmál í Garðabæ verður haldinn í sam- komusal aldraðra í Kirkjulundi 6-8 hk. miðvikudag, 29. apríl, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kynntar niðurstöður starfshóps Sjálfstæðisfélags Garðabæjar um öldrunarmál. Stutt inngangserindi. Jón Bjarni Þorsteinsson læknir. Laufey Jóhannsdóttir forseti bæjarstjórnar. Bryndís Benediktsdóttir læknir. Eyjólfur Bergsson arkitekt. Eysteinn Haraldsson verkfræðingur 2. Sjónarmið aldraðra í Garðabæ. 3. Önnur mál. Fundurinn er öllum opinn. Aldraðir sérstáklega velkomnir á fundinn. Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.