Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ KVENNA Landslið kvenna verkefnalaust ínær 15mánuði ERLA Rafnsdóttirvar ráðin landsliðsþjálfari kvenna íhandknatt- leik í september s.l. og rennur samningurinn út í vikunni. Hún er fyrsta konan, sem gegnir þessu starfi, en athygli vekur að þrátt fyrir nær átta mánaða tímabil hefur Erla ekki enn stjórnað liðinu í landsleik — sfðasti kvennalandsleikurinn var í C-keppn- inni fyrir rúmu ári. Landsliðsþjálfarinn, sem veit ekki enn hvort samningurinn verður framlengdur, sagði við Morgunblaðið að með framtíðina í huga skipti miklu að gera áætlun til langs tíma en byggja ekki á skammtímalausnum eins og gert hefði verið hingað til. Stúikurnar væru tilbúnar að leggja mikið á sig, en konur yrðu að standa við bakið á þeim og gerðu það best með þvíað gefa kost á sér í stjórnir félaga og stjórn HSÍ og hafa þannig áhrif á ákvarðanir, sem teknar væru í sambandi við hand- knattleik kvenna í landinu. Morgunblaðiö/RAX Erla Rafnsdóttir hefur verið landsliðsþjálfari kvenna síðan í september. HSÍ hefur stutt vel við bakið á kvennalandsliðinu, þegar vel hefur árað hjá sambandinu, en ■■■■■I slæm fjárhagsstaða Eftir þess undanfarin Steinþór misseri hefur meðal Guðbjartsson annars iejtt til verk- efnaskorts hjá stúlkunum. Erla sagði við Morgun- blaðið að óvissan hefði oftar en ekki verið fylgifískur landsliðsins, þjálfarar hefðu verið ráðnir með eitt verkefni í huga og því hefði ávallt þurft að byrja á núlli. Langtímaáætlun hefur vantað „Landsliðsmál kvenna hafa gjarnan verið í miklum ólestri. Það hefur kannski verið farið af stað með fögrum orðum og æft yfir sum- artímann, en botninn síðan dottið úr öllu saman. Þessi óvissa er óþolandi, en við höfum reynt að sníða okkur stakk eftir vexti. Við höfum átt frambæri- lega einstaklinga, stelpur, sem hafa viljað leggja mikið á sig, en það er ekki endalaust hægt að gera kröfur til stúlknanna, þegar ekki er á neinu að byggja og engin ákveðin verk- efni liggja fyrir. Á undanförnum árum höfum við oft lent í því að leikir hafí verið ákveðnir á einhveij- um tilsettum tíma. Síðan hefur ver- ið hætt við og sumar stelpurnar þá ráðstafað tímanum í annað, til dæmis frí erlendis. Þá hefur aftur verið hætt við að hætta og fríið afturkallað. Loks hefur ekkert orðið úr viðkomandi leik eða leikjum, of seint hefur verið að nýta tímann í annað og stelpurnar setið eftir leið- ar og argar. Þegar ég var í landsliðinu lærði ég fljótt eins og fleiri að það gekk ekki að skipuleggja neitt fyrir sjálf- an sig, en karlmenn létu ekki bjóða sér svona og kvenfólk sættir sig ekki við þetta til frambúðar. Það gengur ekki að halda úti landsliði með skammtímaplan í huga heldur verður að byggja upp langtímaáætl- un og fara eftir henni. Slæm fjárhagsstaða HSÍ gerði það að verkum að samningur minn var aðeins til 1. maí með von um framlengingu. Verkefni á tímabil- inu voru óráðin, en ég gerði áætlun til 1994, en þá verður heimsmeist- arakeppnin með öðru sniði. Sett voru niður föst æfinga- og leikja- tímabil og ákveðið að landsliðið æfði saman um mánaðarmótin október nóvember ár hvert, aftur í desember fyrir keppni um áramót, æfíngar í mars og maí, og síðan æfíngar allt sumarið með mótum í júni og ágúst. Það er í sjálfu sér auðvelt að skipuleggja hlutina, en hvað kvennalandsliðið varðar er erfiðara að framkvæma þá. Við byijuðum að æfa í nóvember og þá valdi ég 24 manna hóp, en ekkert varð úr landsleikjum í desember, þó reynt hafí verið að koma þeim á. Því skipulagði ég keppni með landslið- inu og félagsliðum um áramótin, þar sem allir léku við alla, en lands- liðsstúlkumar voru með félagsliðum sínum þegar þau spiluðu gegn landsliðinu. Þetta gekk vel, en þar sem úrslitakeppni Islandsmótsins var flýtt og ákveðið var að taka þátt í móti í Portúgal í júní voru ekki æfíngar í mars, en þær byija aftur á morgun, mánudag, og verða fram að keppninni. Annað er óráð- ið.“ Fordómar Erla sagði að þrátt fyrir augljós- an uppgang væri ljóst að kvenfólk næði ekki langt í íþróttum nema konur stæðu vörð um þær. Það gerðu þær best með því að starfa fyrir félögin, sækjast eftir stjórnar- störfum og sérstaklega væri mikil- vægt að konur væru í stjórn HSÍ. „Það er í raun skömm af því hvað fáar konur gefa kost á sér í stjórn íþróttafélaga og íþróttasam- banda. Viðkomandi stjórnir taka allar ákvarðanir og því er mikilvægt að konur séu með í ráðum varðandi framgang kvennaíþrótta og hafí áhrif. Eins er aðkallandi að auka fræðslu um kvennaíþróttir. Það er áberandi í yngri flokkun- um að foreldrar hvetja strákana mun meira en stelpurnar og oft er það svo að stelpurnar hætta vegna þess að þær halda að þær séu að fara illa með sig. Stelpur í 3. flokki sögðu einu sinni upp úr þurru við mig að þær ætluðu kannski að halda áfram í 2. flokki, en alls ekki að leika í meistaraflokki. Af hvetju ekki? Við viljum ekki vera með eins feit læri og þessi númer þetta eða fá síðan rass eða verða hjólbeinótt- ar, var svarið. Ég benti þeim þá á allar hinar, sem ekki voru með feit læri, síða rassa eða hjólbeinóttar og varð þá fátt um svör. Þess eru mörg dæmi að mæður hreinlega dragi úr dætrum sínum og reyni að beina þeim frá íþrótt- um, segi þær skaðlegar. Ég var einu sinni að boða stúlkur í knatt- spyrnuleik hjá UBK og hringdi þá í eina af bestu stelpunum. Móðir hennar svaraði og sagðist einmitt hafa ætlað að hringja í mig, því sér væri ekkert um það gefíð að dóttir sín væri í knattspyrnunni. Hún eyði- legði bara fæturna á sér og auk þess hefði hún nóg að gera í skólan- um. Ég sagði henni að dóttirin væri mjög mikilvæg fyrir liðið og hvatti hana til að koma og fylgjast með æfíngum og leikjum. Hjónin komu og kynntu sér málin og eru nú á kafí í félagsstarfí hjá Breiða- bliki. Þau létu sér segjast og með aukinni fræðslu og kynningu ætti að vera auðvelt að ná til flestra ef ekki allra sem hlut eiga að máli. Tilfellið er að enn eymir eftir af fordómum í garð kvennaíþrótta og þessa fordóma þarf að uppræta. Það verður best gert með því að virkja konur til starfa eins og Stjarnan í Garðabæ hefur gert með góðum árangri. Þar var komið á sérstakri fimm manna kvenna- nefnd, sem sér um allt varðandi kvennalið Sjörnunnar í handbolta. Konurnar sjá um að auglýsa heima- leikina og koma úrslitum til ljósvak- amiðla, starfa við þá ef á þarf að halda, sjá um kaffi og meðlæti, velja besta leikmann aðkomuliðs og heimaliðs og veita þeim verðlaun í leikslok og þar fram eftir götunum. Ég vildi sjá svona meistaraflokks- ráð hjá hveiju félagi, sem tengdist síðan landsliðsnefndinni, því þannig geta félögin best unnið saman sem ein heild að eflingu landsliðsins. Ég kynnti þessa hugmynd, en þetta gekk reyndar ekki nógu vel í vetur og ég átti svo sem ekki von á kraftaverki í fyrstu tilraun. Félögin hljóta samt að sjá að til að efla og bæta félgsliðin og þar með landslið- ið verður að halda utan um alla þætti og þó margir karlmenn vinni vel í þágu kvenfólksins er það í verkahring kvenna að sjá til þess að það sé gert.“ Meiri breidd Erla sagði að íslenskum stúlkum færi stöðugt fram í handknattleik og þakkaði það bættri þjálfun og markvissari kennslu í yngri flokk- unum. „Efniviðurinn er mun meiri nú en oft áður. Það vildi brenna við að bara einhveijir voru settir sem þjálfarar hjá yngri flokkunum og ekkert var lagt upp úr því að kenna undirstöðuatriðin. Nú eru þjálfarar almennt betur að sér, meiri kröfur eru gerðar til þeirra og þetta skilar sér í betri og færari einstaklingum. Það eru ekki mörg ár síðan konur byijuðu að þjálfa, en við erum stöð- ugt að sækja í okkur veðrið. Það skiptir miklu máli fyrir stelpurnar að konur þjálfi, því þá sjá þær að konur eru ekki síður metnaðarfullir þjálfrar en karlar og stefna alltaf að því að ná árangri. í þessu sam- bandi má minna á að Islandsmeist- arar kvenna í 4., 3. og 2. flokki í handboltanum í vetur voru þjálfaðir af konum. Konur sem þjálfarar hafa á fáum árum lagt sitt af mörkum og hafa átt þátt í því að mjög fjölhæfar stúlkur eru að skila sér upp í meist- araflokk, sem gerir það að verkum að breiddin er mun meiri og hún kemur sér til góða fyrir landsliðið. Sú var tíðin að landsliðið byggðist kannski á tveimur manneskjum og var því brothætt, ekkert mátti út af bregða. Nú skiptir ekki öllu, þó einhver forfallist og við getum loks með sanni sagt að maður komi í manns stað.“ Byggja upp lið fyrir 1994 Ekki liggur fyrir hvort Erla verð- ur endurráðin, en vilji er fyrir því og talið sanngirnismál að hún verði alla vega með liðið fram yfir mótið í Portúgal. Svo getur farið að ísland fái sæti í B-keppninni í haust, þar sem nokkrar þjóðir hafa hætt við þátttöku, og stjórn HSÍ hefur hug á að leggja meiri pening í þjálfun og undirbúning kvennalandsliðsins en verið hefur. Er þetta ekki spor í rétta átt? „Allt, sem gert er, er af hinu góða og það skiptir miklu máli að fá verkefni, en ég legg á það áherslu að byggja upp sterkt lið fyrir HM 1994. Því hugsa ég ekki um árang- ur liðsins sem slíkan á einstökum mótum næstu tvö árin, heldur lít á undirbúninginn í heild, sem miðar að því að stúlkurnar öðlist nauðsyn- lega reynslu til að geta staðið sig þegar þar að kemur. Ég vil hugsa til 1994, þó annar taki við liðinu, og því er hvorki hægt að leggja áherslu á árangur í Portúgal eða í B-keppninni, ef af þátttöku okkar þar verður. Við æfum í sjö vikur fyrir mótið í Portúgal og stefnt er að fimm til sex æfíngum vikulega, en mótið verður síðan fyrsta skref- ið í langri göngu. Við erum með ungt lið og það er mikilvægt að það fái mörg verkefni til að öðlast reynslu. Strákarnir fóru í B-keppn- ina með því eina markmiði að ná einu af fjórum efstu sætunum, en við getum ekki hugsað þannig, ef við fáum að vera með í haust, sem ég vona svo sannarlega. Við verðum að hugsa um framtíðina og taka eitt skref í einu að settu rnarki." Kvennalands- liðshópur Erlu Eftirtaldar stúlkur hafa verið valdar til landsliðsæfinga, sem hefjast á morgun, mánu- dag, til undirbúnings alþjóð- legu móti í Portúgal um miðj- an júní. Svava Sigurðardóttir, Víkingi, gaf ekki kost á sér vegna þess að hún verður í vinnu erlendis í sumar og Hafdís Guðjónsdóttir, Fram, á von á barni og getur því ekki tekið þátt í undirbúningnum að þessu sinni. Markvcrðir: Sigrún Ólafsdóttir........Víkingi Sunneva Sigurðardóttir........IBK Arnheiður Hreggviðsdóttir.....Val Fanney Rúnarsdóttir........Gróttu Aðrir lcikmcnn: Inga Lára Þórisdóttir.....Vfkingi Halia Helgadóttir.........Víkingi Andrea Atladóttir.........Víkingi Svava Baldvinsdóttir......Víkingi Heiða Erlingsdóttir.......Vfkingi Valdís Birgisdóttir.......Víkingi Harpa Magnúsdóttir....Stjömunni Herdís SigurbergsdóttirStjömunni Guðný GunnsteinsdóttirStjörnunni Ragnheiður StephensenStjörnunni Auður Hermannsdóttir.........Fram Hulda Bjarnadóttir...........Fram Ósk Víðisdóttir..............Fram Una Steinsdóttir..............Val Laufey Sigvaldadóttir......Gróttu Rut Baldursdóttir..............FH Eria Rafnsdóttir Fædd: 13. mars 1964. Menntun og starf: Viðskiptafræðingur iij.t Össur hf, stoðtækjasmíði, og landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik. Fjölskylduhagir. Gift Magnúsi Teitssyni, íþrúttakennara og þjálfara meistaraflokks kvenna í handknattleik hjá Stjömunni. Þjálfaraferill: Byijaði ferilinn hjá UBK 1984 og var með 3. flokk kvenna í knatt- spymu í þrjú ár. Hún þjálfaði meistaraflokk kvenna ! knattspymu hjá Stjöm- unni 1987. Hún hefur þjálfað hina ýmsu yngri flokka í handknattleik hjá Stjömunni og sfðustu tvö ár verið með 2. flokk kvenna. Helsti ánuigur: íslandsmeistari í ár og silfurhafi í fyrra, en áður annað sæti f ís- landsmóti með 5. og 6. flokk og þriðja sæti þrisvar sinnurn. Keppnisferill: Byijaði að leika með meistaraflokki Breiðabliks i knattspyrnu 11 ára og varð 12 sinnum íslandsmeistari (úti og inni) og þrísvar bikarmeistari. Byijaði 14 ára í handknattleik og þá með 3. flokki UBK. Þaðan lá leiðin til ÍR, þar sem hún varð íslands-, hikar- og Reykjavíkurmeistari með 2. flokki. Lðk með Fram 1985-86 og varð Islands- og bikarmeistari og hefur sfðan verið með Stjömunni. Með liðinu hefur hún tvisvar orðið bikarmeistari og einu sinni íslandsmeistari. Landsleikir: I/ék fyrsta handknattleikslandsleikinn 25,4. 1980, þegar ísland mætti Færeyjum I Reykjavfk, þá 16 ára göinul, og hætti eftir C-keppnina í fyrra. Á um 75 landsieiki að baki. I knattspymu lék hún 12 landsleiki, var (jórum sinnum fyririiði og gcrði samtals fjögur mörk. Hún varð að hætta í knatt- spymu 1987, þegar hún sleit krosbond í hné. Helatu viðurkenningar: íþróttamaður Garðabsejar 1986 og 1987. Var markadrottn- ing á Islandsmótinu í handknattleik 1988 og 1989 og seinna tímabilið var hún jafnframt kjörin bcsti sóknarleikmaðurinn og lcikmaður íslandsmótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.