Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 13 „Hver er sá sem um síðir kemst alla leið?" Bókmenntir Skafii Þ. Halldórsson Solveig von Schoultz og Gösta Ágren: Voraldir. Ljóðaþýðingar. Lárus Már Björnsson þýddi. Hringskuggar. 1992. Þýðingar á Ijóðum hafa margvís- legt gildi. Umfram allt annað tengja þær þó saman menningarheima. Islendingum veitir ekki af að opna sem flesta glugga að umheiminum til að gefa lífsandanum loft. Menn- ingu okkar hættir nefnilega til að vera fábreytileg og einsleit enda varla við öðru að búast í fámenn- inu. Vandaðar þýðingar eru því vel þegnar og ber að fagna þeim. Voraldir nefnist bók með þýðing- um á ljóðum eftir þau Solveigu von Schoultz og Gösta Ágren, sem bæði eru fulltrúar finnsk-sænskrar ljóða- gerðar á nútíma. Þýðingarnar gerði Lárus Már Björnsson með tilstyrk Norræna þýðingarsjóðsins. Solveig von Schoultz fæddist árið 1907 og starfaði lengstan hluta starfsævi sinnar við barnakennslu. Eiginlegan rithöfundarferil sinn tel- ur hún hefjast 1940 þegar fyrsta ljóðabók heniiar kom út. Kvæði hennar eru ort í anda finnsk- sænska módernismans en Edith Södergran og Elmer Diktonius eru hvað kunnastir fulltrúar hans. Áður hafa ýmis ljóð hennar birst á ís- lensku, m.a. í þýðingum Hannesar Sigfússonar. Ljóðin sem Lárus velur til þýðingar eru frá seinni hluta ferils hennar, þau elstu komu út 1963 og þau yngstu 1989. Von Schoultz kemur víða við í þeim kvæðum sem hér eru birt. Þó tengjast meginviðfangsefnin sam- lífi fólks, örlögum þess og einstak- lingsveru og miríningar gerast æ ásæknara viðfangsefni. Náttúran er henni hugleikin, einkum það stór- brotna í hinu smágerva en hún er einnig notuð til að vekja fólki sýn inn í mannlegan veruleika. Myndsýn Solveigar von Schoultz er fáguð og einkennist af hlýju, mannkærleika og næmu auga sem sér inn í innsta kjarna mannlegrar veru. „Ótakmarkað er vald elsk- enda/ til að særa" segir í kvæðinu Hellinum. En von Schoultz lýsir ekki hvernig elskendurnir beita þessu valdi. Þegar þeir koma að hellismunnanum að einsemd hvors annars forðast þeir að traðka á gróðrinum og þegar innar dregur vita þeir hvar lífsvatnið er að fá: Þau lutu varlega yfir lindina við hellismunnann, teyguðu heiðskíra hugsýn úr íhvolfum lófa, drógu af fótum sér harða skóna og gengu berfætt inn. Almenn sannindi tjáir von Schoultz gjarnan í gegnum lýsingu á persónum og atburðum. Að þessu leytinu til minnir hún um margt á Hannes Pétursson. Það er t.a.m. enginn óravegur frá Gömlum þul Hannesar úr Kvæðabók að kvæðinu Greninu eftir Schoultz. Þar segir frá gömlu skáldi sem kvatt hefur heim hinna logandi orða enda er það nú orðið létt sem aska og tekur í hendur sér „örsmá orð/ loðin og hlý eins og laufblöð/ við ármynni gleymskunnar". Athyglisvert er einnig að bera saman myndbygg- ingu og val á sjónarhorni í kvæði Hannesar, Kóperníkus, úr Kvæða- Lárus Már Björnsson bók og kvæði von Schoultz, Assisi. í kvæði Hannesar mæta óupplýstir bændur manninum sem „hjó þessa jörð af feyskinni rót" á förnum vegi án þess að hafa grun um mikilvægi hans en von Schoultz lætur bænda- konu verða vitni að undri: Við sólarlag þegar bóndakonan gekk heim á leið af engjunum um lundinn varð hún sem steini lostin: úr hljóðlátum trjánum spratt fram ský flðgrandi, tístandi fugla yfir engjunum greindist skýið í fjóra vængi, sem stefndu til fögurra átta, lýsandi kross samt sá hún ekkert óvænt í þyrpingu trjánna aðeins einn af fátækum munkum sveitarinnar. Miklu harðneskjulegri er heihis- sýn Gösta Ágrens. Ágren er fæddur 1936. Hann er bókmenntafræði- og leikstjórnarmenntaður ' og hefur starfað víða um Finnland, leikstýrt kvikmyndum, stundað blaða- mennsku og samið fræðileg rit um nútímasögu. Hann á margvíslegar menningarlegar rætur en í þeim ljóðum sem hér birtast setur heima- byggðin, Lippjárv, nálægt þorpinu Nýkarlabæ í Austurbotni, sterkast' mark sitt. í kvæðunum er Ágren býsna nærgöngull við sjálfan sig og sína nánustu. Ljóðin tengjast með ýmsum hætti reynslu kynslóð- anna í byggðinni og ekki síst fjöl- skyldu- og uppvaxtarsögu hans sjálfs. Ljóðin eru einkum úr tveimur ljóðasöfnum, Jartein (1988) og Borgum (1990) en báðar voru þær tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. = Viðfangsefni Ágrens eru oftar en ekki lífsbarátta, forgengileiki og dauði. Lífið er grimmt og tekur sína tolla. í kvæðinu Að vera ungur er lögð áhersla á að einsemdina verði að rjúfa, samsama sig öðrum og læra að lifa því að hið augnvana andlit lífsins sé nefnt veruleiki „enda þótt það^ sé/ aðeins helber vonska". Ljóð Ágrens eru full af sársauka og dálítið beiskri lífssýn en hvort tveggja á sér sína skýr- ingu, bæði í bernskureynslu og ekki síður í fjölskylduharmleik. Tvö systkini Ágrens glötuðu lífinu, Leó bróðir hans vegna drykkjusýki en Inga missti geðheilsuna og lést fyr- ir aldur fram. Um lífsbaráttu beggja yrkir Agren. Hann yrkir einnig um föður í kvæðinu Faðir, deyjandi: „Dag/ nokkurn ber þreytan okkur ofurliði og við/ glötum grimmdinni sem gerir okkur kleift/ að lifa." Þrátt fyrir dimmleita lífssýn og þann skilning á veruleikanum að lífið sé að ýmsu leyti fangelsi og annað bjóðist ekki örlar þó á ann- ars konar viðhorfum. í kvæðinu Nei er neitunin sem áður var ósætti við lífið orðin „ópersónuleg líkt og hljóður þytur/ skógarins, líkt og allur/ læknisdómur". Og í athyglis- verðu kvæði, Hver?, er frelsis- og lífsbarátta einstaklingsins sett í víð- ara samhengi: Sérhverri öld ber nauðsyn til að mála sólina að nýju. Slík er vegferðin. Einhver er sá sem ferðast. Frá með- aumkun til samkenndar, frá visku til andófs, og veginn fram og veginn fram. Hver er sá sem um síðir kemst alla leið? Það er sannarlega fengur í þýð- ingum Lárusar Más Björnssonar. Ljóðheimar þeirra Solveigar von Schoultz og Gösta Ágrens eiga fullt erindi við okur. Þýðingarnar eru á skáldlegu hversdagsmáli, dálítið bóklegu en sjaldnast mjög upphöfnu og stundum eru þær með þeim ágætum að lesanda finnst Ijóðin vera frumort á íslensku. Ég nefni sem dæmi kvæðið Assisi sem hér birtist að framan. Þýðandi getur þess í Inngangsorðum að þýðingar séu í senn nákvæmnisvinna ogþurfi auk þess liðsstyrk ímyndunarafls- ins. Eg fæ ekki betur séð en honum hafi tekist vel að flétta þetta tvennt saman. Lækningastofa Hef opnoð lækningastofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6, Mjódd. Tímapantanir í síma 677700. Þorvaldur Jónsson. Sérgrein: Almennar skurðlækningar. AFMÆLISDAGAR BILANAUSTS 21.-TIL 30. APRIL Vaáááááá....! *Orðatiltæki sem fólk notar gjarnan um eitthvað athyglisvert KJARAPALLAR Samkvœmtkönnun Gallups eru varahlutirhjá Bílanaustiað meöal- tali20% ódýrarien ínágrannalöndunum. Afmœlisdagana bjóðum við þérsérstakt afmœlistilboð á eftirfarandi vörum: Verð áður Tilboð 1. Barnabílstólar 8.944,- 5.998,- 2. Verkfœrasett m/85 hlutum 8.359,- 5.851,- 3. Hellal2vloftdœla 3.790,- 2.653,- 4. Hemlaliós í afturqluaaa 1.683,- 1.178,- 5. Þokuliósasett í sporttösku 6.048,- 4.234,- 6. Þvottakústur 652,- 456,- 7. Vandaðbón 996,- 598,- 8. Monroe höaadevfar f, Lödu 1.465,- 1.000,- GUESILEGIR VINNINGAR í LÉTTRIGETRAUN Þú finnur bessar vörur ( og fleiri) á sérstökum kjarapöllum íverslun okkar að Borgartúni 26, svo lengi sem þaar seljast ekki upp á tímabilinu. Afmœlistilboö sem enginn œtti oð aka framhjá! Eina sem þú þarft að gera er að giska á sem nœst réttri tölu, og senda okkur í pósti, á myndriti eða koma við i verslun okkar að Borgartúni 26, fyrir 30. apríl ncestkomandi. ÍVERÐLAUNERU: 1. Gelhard hljómtœki í bílinn fyrir allt að kr. 100.000. 2. Vöruúttekt t Bílanaust fyrir allt að 50 þúsund. 3. Kvöldverðurf. tvoíPerlunnifyriralltað 15þúsund. Getraunaseðlar tdst einnig í verslun okkar. Spurt er: Hvað eru mörg vörunúmer á lager hjó Bílanaust h/f ? Nefnið einhver)a tölu á bilinu 40000 til 50000, og sd/súsemkemstnœstréttritöluvinnurfsilegverðlaun. riáúst BORGARTUNI26 105 REYKJAVÍK SÍMI62 22 62 MYNDRITI 62 23 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.