Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 39 19.32 Rokkþátlur Andreu Jónsdóttur. (Einnig út- varpað aðfaranótt laugardags kl. 02.00.) 21.00 Smiðjan. FrankZappa. Fimmti þátturaf sex. ' Umsjón: Kolbeinn Árnason og Jón Atli Benedikts- son. 22.10 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson leikur islenska tónlist, fluttaaí íslendingum. (Úr- vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.) 0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur Ijúfa kvöldtónlist. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests. (Endurtekinn þáttur.) 2.00 Fréttir. Þáttur Svavars heldur áfram. 3.00 [ dagsins önn. Skólastefna í Þingeyjarsýslu. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. (Frá Akureyri.) 3.30 Glefsur. Úrdægurmálaútvarpimánudagsins. 4.00 Næturtög. 4.30 Veðurfregnir. Næturlögin halda áfram. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgóngum. 6.05 Landið og miðin. Sigurður Pétur Harðarson. (Endurtekið úrval frá kvöldinu áður.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 6.01 Morguntónar. Ljúf lög i morgunsárið. LANDSHLUTAUTVARP A RAS 2 8.10-8.30 og 18.35-19.00 Útvarp Norðurland. AÐALSTOÐIN FM 90,9/ 103,2 7.00 Morgunútvarp i umsjón Eriu Friðgeirsdóttur. 9.00 Fram að hádegi með Þuríði Sigurðardóttur. Is'enskt mál.'hollustu-, neytenda- og heilbrigðis- mál, matargerð, stjórnuspeki o.fl. Opin lína ísíma 626060. 12.00 Hitt og þetta í hádeginu. Guðmundur Bene- diktsson og Þuriður Sigurðardóttir. Fréttapistill kl. 12.45 í umsjón Jóns Ásgeirssonar. 13.00 Músík um miðjan dag. Umsjón Guðmundur Benediktsson. 16.00 [ kaffi með Ólafi Þóraðrsyni. 16.00 [slendingafélagið í umsjón Jóns Ásgeirssonar og Ólafs Þórðarsonar. 19.00 Kvöldverðartónlist. 20.00 „Lunga unga fólksins". Umsjón Jón Atli Jón- asson. 21.00 Undir yfirborðinu. Umsjón Ingibjörg Gunnars- dóttir. 22.00 Blár mánudagur. Umsjón PéturTyrfingsson. 24.00 Ljúf tónlist. STJARNAN FM 102,2 7.00 Morgunþáttur. Umsjón Erlingur og Óskar. 9.00 Jódis Konráðsdóttir. 13.00 Ásgeir Páll. 17.00 Ólafur Haukur 19.05 Ævintýraferð í Odyssey. 19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin. 20.35 Richard Perinchief prédikar. 21.05 Vinsældalistinn ... framhald. 22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr. James Dobson. 24.00 Dagskrárlok. Bænastund kl. 9.30, 13.30, 17.30, 22.45 og 23.50. Bænalinan s. 675320. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson, Guðrún Þóra og Inger Schiöt. Fréttir kl. 7 og 8. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30. 9.00 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. Hlustendalina er 671111. Fréttir kl. 9 og 12. Mannamál kl. 10 og 11, fréttapakki í umsjón Steingríms Ólafssonar og Eiríks Jónssonar. Frétt- irkl. 12.00. 13.00 Sigurður Ragnarsson. Iþróttafréttir kl. 13.00. Mannamál kl. 14. Fréttir kl. 15. 16.00 Reykjavik siðdegis. HallgrímurThorsteinsson og Steingrimur Ólafsson. Mannamál kl. 16. Frétt- irkl. 17 og 18. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. Siminn er 671111, myndriti 680064. 19.19 Fréttir. v 20.00 Knstófer Helgason. Óskalög i s. 671111. 23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 24.00 Næturvaktin. EFFEMM FM95.7 7.00 í morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson. ¦ 9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir. 15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason. 19.00 Halldór Baokman. Kvöldmatartónlistin. 22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson. 1.05 Haraldur Jóhannsson. 5.00 Náttfari. HUÓÐBYLGJAN Akureyri FM 101,8 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson. Tekið á móti óskalögum og afmæliskveðjum í síma 27711. Fréttirfráfréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. SÓLIN FM 100,6 7.00 Morgunþáttur, Haraldur Kristjánsson. 9.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl. 12.00 Karl Lúðvíksson. 16.00 Siðdegislestin. 19.00 Hvað er að gerast? 21.00 Hallgrímur Kristinsson. ÚTRÁS FM97.7 16.00 Iðnskólinn i Reykjavik. 18.00 FB. 20.00 Kvennaskólinn. 22.00 I öftustu röð. Ottó Geir Borg og Isak Jónsson. 1.00 Dagskrárlok. KATALOG 349, ISLANDICA, ARTICA, o.fl. íþvíer: „Þorláks biblía", Hólar 1644. Allar 5 Skálholtssögurnar, 1688-89. Bækur um ísland skrifaðaraf Anderson, Gaimard, Horrebow, MacKenzie, Mohr, von Troil o.fl. Listinn sendist beim sem óska. J.W. CAPPELENS ANTIKVARIAT, Kirkegaten 15. N-0153 Oslo. Sími +47 2 4215 70. TIL SOLUISUZUIMPR ;,^"'......-sr-------~— ..............~mm------------:---------------:^':!":.'-"M:1" , •^¦•"I.WHilBai m I -** * ¦ '" :: M 1 vj,~.~ 'llllliij"^ ::':;;'::|j^J ' . L I •|É- '**-,.. ,,:::v':::^jjíjjj^H . fefc^^ ¦¦~$BÉI^^^.' *' l*"-r""jfij{M árgerð '87. Ekinn aðeins 87.000 km. Upplýsingar í símum 91-674886 og 985-27068. SNYRTIVORU KYNNÍNG" Herve Bonneau förounarmeistari frá París veitir faglega ráögjöf um föroun og liti á eftirfarandi stöoum: 27/4 kl. 12.00-18.00 Sigurboginn, Laugavegi 80 28/4 kl. 11.00-14.30 Bylgjan, Kópavogi 28/4 kl. 15.00-18.00 Kaupstaður, Mjódd 29/4 kl. 11.00-14.30 Snyrtihöllin, Garðatorgi 3 29/4 kl. 15.00-18.30 Hagkaup, Kringlunni 30/4 kl. 11.00-14.30 Mikligarður, Holtavegi 30/4 kl. 15.00-18.00 Sautján, Laugavegi Athugið að hægt er að panta tíma í förðun í öllum ofantoldum verslunum. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTAINN. Gárur eftir Elínu Pálmadóttur LétttUgóarstreyma Lækir snjóaleifum frá létt til sjóar streyma. Vorið nógar nægtir á. Nú fer að gróa heima. Þessi laglega staka hagyrð- ingsins Ólínu Jónasdóttur átti svo dæmalaust vel við árstím- ann er hún varð á vegi mínum nú um páskana. Var að glugga í ritið Emblu, sem mér hafði nýlega verið fært. Þetta er býsna gott rit, sem þær Valdís Halldórsdóttir, Valborg Bentsdóttir og Karólína Ei- ríksdóttir réðust í að gefa út á árunum 1945-47. Tilgang- ur Emblu var að birta sem fjölbreyttastar ritsmíðar kvenna, fornar og nýjar, og segjast ritstjórarnir einkum ætla að gera sér far um að ná til þeirra sem annars mundu eícki koma verkum sín- um á framfæri. Hefur eflaust ekki veitt af. Og framtakið ¦ hefur vissulega skilað sér. Þarna er í myndarlegu ársriti safnað saman býsna fjöl- breyttu og góðu efni. Þar eru ljóð og óbundið mál eftir okk- ar bestu skáldkonur, sem hafa þarna fengið tækifæri og hvatningu. í öðru heftinu frá 1946 yrkir Ólína enn um Lækinn. Það ljóð er kannski ekkert síður tímabært og tilefni hug- leiðinga nú, þegar íslendingar eru að reyna að átta sig á því hvort betra sé að búa við sinn litla sælureit úr alfaraleið eða blandast öðrum í hafinu mikla. Hvað er i fréttum, litli lækur? Langt er sunnan af bröttum heiðum. • Veit ég, að gamla heimahaga hefurðu séð á þínum leiðum. Segðu mér eitthvað framan af fjöllum. Fannstu þar ekki blómaangan? Var ekki loftið hreint og heiður himinninn daginn sumarlangan? Virtist þér ekki lóan litla leika þar ennþá fagra tóna? Sástu ekki horfnar hetjur reika á heiðarbýlinu mosagróna? Skyldir þú geta gleymt að fullu gömlu slóðunum upp við fjöllin? Er mér sem heyrist óljós kvíði ómi í gegn um báruföllin? Samleið við eigum út að sænum. - Unn mér að hlusta á léttu kvæðin, sem að þú flytur fögrum rómi. Farðu nú hægt. - Eg er svo mæðin. Líttu á, þarna út við ósinn eftir þér kallar hafið breiða. Getur verið,----ég veit það ekki —, þú verðir þar sælli en fram til heiða. Varla fer á milli mála að hafið og stóri heimurinn kalla og við erum á leiðinni f blönd- una miklu, svolítið treglega og með eftirsjá eftir hinu ein- falda og gamalkunna. Obbo- pínulítið farin að fmna fyrir hömlunum sem fylgja gömlu slóðunum og heiðarbýlinu mosagróna. Strax á flugvöll- um Evrópu fljúga þeir sem eru í sameiginlega hafínu hindrunarlaust gegnum EB- hliðin meðan við bíðum í röð eftir afgreiðslu með Afríku- og Asíuþjóðum. Nýlega kom svo fram að Bretar séu að setja í forgang sjúklinga til líffæraskipta í sjúkrahúsum sínum frá þjóðunum í band- alagi með þeim. Hinir, og þarmeð við, komum þá á eft- ir. Þannig verður það sjálfsagt smám saman í flestu með for- gangsröðina, þeir sem eru saman í púlíu ganga fyrir. Hinir koma á eftir. Ekki óvel- komnir, en þurfa bara að bíða meðan aðrir eru afgreiddir. Hvernig sem það á eftir að koma út í skólum, á sjúkra- húsum og annars staðar. Get- ur það verið — ég yeit það ekki fremur en hún Ólína -r að við verðum þar sælli en á gamla góða heiðarbýlinu með sínum ljúfu gæðum. ? Á meðan heldur lækurinn" bara áfram vegferð sinni í heimshafið breiða. Hafíð kall- ar út við ósinn. Við óshólmana er tækifærið til að hafa stjórn á því hvernig hann blandast heimshafinu, gusast í það með boðaföllum eða seitlar hægt í mörgum lænum. Má segja rétt sí svona með orðum 01- ínu: Farðu nú hægt. Ég er svo mæðin! Semsagt ekki hvort heldur hvernig allt fram streymir ... Nú um helgina, þegar við höfum verið í Laxnessrús og litið með stolti til baka á merk- um tímamótum í lífi skálds- ins, er gagnlegt að skoða hvernig Halldór fór að á ámóta vegamótum. Kaus læk- jci inn heima sem rann út í heimshafið, þótt hann segði ungur um takmark sitt í lífi og verkum, eins og bent var á í leiðara Mbl.: „Það starf sem ég gæti hugsað mér væri að leita að upptökum Nílar." Eða eins og Gylfi Þ. Gíslason seg- ir m.a. í grein um Halldór á afmælisdaginn: „Halldór Lax- ness er heimsmaður og hefur alltaf verið. En flestar sögu- hetjur hans eru (íslenskt) al- þýðufólk, sem hann lýsir af djúpum skilningi og einlægri samúð." Líklega er það lóðið, að renna fram sinn óhjá- kvæmilega veg, og hafa í far- teskinu úr túninu heima það sem ryð fær ekki grandað til að leggja í púkkið í heimshaf- ið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.