Morgunblaðið - 05.05.1992, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992
15
Ekið var á
þrjú hross
TVENNT slasaðist þegar ekið
var á þrjú hross og þau særð til
ólífis á Suðurlandvegi, skammt
ofan við borgina aðfaranótt 1.
maí. Ekið var á hesta konu sem
hafði tvo til reiðar við Lögbergs-
brekku. Konan slapp ómeidd en
annar hesturinn drapst sam-
stundis en hinn varð að aflífa.
Konan mun hafa verið ölvuð að
sögn lögreglu og var hún færð
á lögreglustöð. Farþegi úr bíln-
um sem ók á hrossin ætlaði sjálf-
ur á slysadeild vegna minnihátt-
ar áverka.
Við Gunnarshólma varð hross
fyrir bíl og drapst. Flytja varð far-
þega úr bílnum sem ók á það á
slysadeild með sjúkrabifreið.
í báðum fyrrgreindum tilvikum
urðu bílarnir óökufærir.
-----♦ ♦ ♦
Húsavík:
Nýr vígslubisk-
up til áramóta
SR. SIGURÐUR Guðmundsson
vígslubiskup mun þjóna Húsavik-
urprestakalli fram til áramóta í
forföllum sr. Sighvats Karlsson-
ar, sem fer í námsleyfi til Banda-
ríkjanna í rúmt ár.
Akveðið hefur verið að sr. Björn
H. Jónsson, sem áður þjónaði á
Húsavík, taki við um áramótin og
verði þar til sr. Sighvatur kemur
heim frá námi. Að sögn hr. Ólafs
Skúlasonar biskups, mun sr. Sig-
hvatur kynna sér störf sjúkrahúss-
prests við háskólann í Minnapolis í
Minnisota.
Reiðhjól hvarf
LÍTIÐ bleikt og hvítt Barbie-stúlkn-
areiðhjól með hjálpardekkjum hvarf
frá Laugarnesveg 48 eða þar í
grennd á sunnudag á tímabilinu frá
klukkan 14.30 til klukkan 18.30.
Þeir sem einhverjar upplýsingar
geta gefíð um hvarf hjólsins eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band í síma 687028.
Safnahúsið er safnahús
Ódýr og spennandi
lúxusferð til Tælands
fyrir aðeins 99.900 kr.
eftirÞórarin Eldjárn
Merkilegt er það hvað íslending-
um er illa við að opinberar bygg-
ingar séu reistar beint og milliliða-
laust til sinna nota. Hvenær sem
uppi eru ráðagerðir um slíkt rís
alda mótmæla um gervallt þjóð-
félagið: Seðlabankinn átti aldrei
að fá 'að reisa sér bankahús, Ríkis-
útvarpið skyldi aldrei komast í út-
varphús. Hitaveitan mátti ekki
reisa sér sitt mónúment af því að
það var frá upphafi hugsað sem
slíkt, ekki átti Reykjavíkurborg að
fá að leyfa sér þá ósvinnu að
byggja sér ráðhús. Og allir ættu
að vita hvernig gengið hefur að
koma upp Þjóðarbókhlöðunni, enda
var hún teiknuð sem Þjóðarbók-
hlaða.
Standi hins vegar til að þreyta
húsi sem fyrir er, ríkir ánægjan
ein. Ef ákveðið er að gera ís-
hús/danshús/brunarústir/ að lista-
safni, bíó að óperu, vélsmiðju að
leiklistarskóla, banka að dómhúsi,
mjólkurstöð að skjalasafni, pylsu-
gerð að listaháskóla — og þannig
mætti lengi telja — þá fagnar allur
almenningur og fer viður-
kenningarorðum um ráðdeildar-
semi og nýtni stjórnvalda, og eng-
inn hugleiðir það, að iðulega verða
slíkar breytingar jafnvel kostnað-
arsamari en nýbygging, auk þess
sem útkoman verður af eðlilegum
ástæðum mjög oft í skötulíki bæði
hvað útlit og notagildi húsanna
varðar.
Eg kann ekki skýringu á þess-
ari einkennilegu áráttu, en kannski
Verö miöast viö einstakling I tveggia manna herbergi. 1250 kr. flugvallarskattur er ekki innifalinn í veröi.
er þetta arfur frá liðinni tíð, þegar
í fá hús var að venda, frá þeim
tíma þegar fangelsi varð Stjórnar-
ráð.
í ljósi þessa ber að fagna því,
að ríkisstjórnin skuli nú nýverið
afdráttarlaust hafa hafnað einni
slíkri fyrirhugaðri hústöku. Hæsti-
réttur hefur lengi búið þröngt og
þarf nýtt hús. Og þá var eins og
við manninn mælt, menn vildu
endilega hrifsa hús Landsbóka-
safnsins, Safnahúsið við Hverfis-
götu og nauðga því í nýtt hlut-
verk. Þessu hefur ríkisstjórnin
góðu heilli vísað á bug og ákveðið
að reist skuli nýtt hús gagngert
með þarfir Hæstaréttar í huga.
Framtíð Safnahússins er þó enn í
óvissu.
Þórarinn Eldjárn
Nú er tækifæriö til aö
hverfa á vit framandi menn-
ingar og ævintýra í Tæiandi.
Royai Cliff hóteliö er dval-
arstaöur sem er þekktur fyrir
þægindi og glæsileika.
Fjögur ár í röö hefur hóteliö
veriö kosiö besti hótelstaður-
inn í allri suö-austur Asíu.
Hvergi er auðveldara að lifa
í vellystingum en einmitt
þarna. Á hótelsvæðinu er t.d.
aö finna sundlaugar, fjóra 18
holu golfvelli, glæsilegar versl-
anir, spennandi námskeiö í
tælenskri matargerð auk bestu
þjónustu og aðbúnaðar sem
hægt er aö hugsa sér. Stutt er
í iðandi mannlífið á Pattaya
ströndinni og aðeins tveggja
tíma akstur til Bangkok.
SAS býður ferö og lúxus-
dvöl á Royal Cliff hótelinu í
tvær vikur á aðeins 99.900 kr.
Tekið er á móti farþegum á
flugvellinum í Bangkok við
komu ef óskað er og ekið aftur
við brottför.
Láttu draumaferðina til
Tælands verða aö veruleika -
það er mögulegt meö SAS!
Hafðu samband við SAS eöa
feröaskrifstofuna þína.
/////SÆr
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Safnahúsið er eitt fegursta hús
landsins, ein af örfáum opinberum
byggingum hér á landi þar sem
upprunalegt andrúmsloft hefur
varðveist. Lestrarsalur Landsbóka-
safnsins er helgidómur. Húsið er
og á að vera Safnahús, ætlað fyrir
bókasafn og sýningar og aðra
skylda menningarstarfsemi.
Dómstofnanir, ráðuneyti, há
embætti og samkvæmishald eiga
þangað ekkert erindi, ekkert frekar
en bankar, diskótek, sólbaðsstofur
eða myndbandaleigur.
Þessi grein er rituð til að hvetja
alla, jafnt stjórnvöld sem almenn-
ing, til að taka undir hugmyndir
sem fram hafa komið um að Stofn-
un Arna Magnússonar og e.t.v.
ýmis smærri sérsöfn fái inni í
Safnahúsinu þegar (og ef) smíði
Þjóðarbókhlöðunnar lýkur.
Höfundur er rithöfundur.
Færíbönd -
færíbanémímr
Allt til viÖgerða
á færiböndum
Gott verð
G. Pálmason,
Súðarvogi 9,
sími 685099,
fax 685456.