Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 16

Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAI 1992 EVROPSKA VINNUVERNDARARIÐ 1992-1993: Vinnuvemd á íslandi eftir Eyjólf Sæmundsson Vorið 1991 ákvað Evrópuband- alagið að tímabilið frá mars 1992 til febrúar 1993 skyldi helgað vinnuvernd í aðildarlöndunum og nefnt „Evrópskt vinnuverndarár". Síðar var ákveðið að EFTA-ríkin (Austurríki, Finnland, ísland, Lic- htenstein, Noregur, Sviss og Sví- þjóð) héldu einnig vinnuverndarár. Af þessu tilefni er í þessari grein reynt að gera í stuttu máli grein fyrir þróun og stöðu vinnuverndar á íslandi og setja hana í alþjóðlegt samhengi. Hvað er vinnuvernd? Með hugtakinu vinnuvernd er átt við viðleitni til að koma í veg fyrir vinnuslys og atvinnusjúk- dóma og stuðla að góðri líðan starfsmanna á vinnustöðum. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna hvers kyns slysavarnir á vinnu- stöðum, varnir gegn heyrnar- skerðingu vegna meðhöndlunar hættulegra efna við vinnu. Góður aðbúnaður starfsmanna er einnig mikilvægur þáttur vinnuverndar. Á undanförnum árum hefur at- hyglin beinst mjög að tíðum sjúk- <1? Vinnuvernd í verki dómum í stoð- og hreyfikerfi lík- amans, en röng beiting líkamans við vinnu og óheppilegar vinnuað- stæður eru taldar meðal áhættu- þátta slíkra sjúkdóma. Athyglin hefur einnig beinst í vaxandi mæli að sálrænum og félagslegum þáttum í vinnustað sem geta haft mikil áhrif á líðan manna. Á því sviði skipta samskipti stjórnenda og starfsmanna einna mestu máli. Löggjöf um vinnuvernd Lög um eftirlit með vélum og verksmiðjum munu vera fyrstu íslensku rammalögin um vinnu- vernd. Þau voru sett árið 1928 og tóku gildi 1. júní 1929. Áður höfðu verið sett lög um einstök atriði (hin umdeildu „vökulög" 1922) og einnig voru ákvæði sem lutu að vinnuvernd í öðrum lögum (t.d. hjúalögum frá 1866). Lögin frá 1928 voru endurskoðuð með lög- um um öryggisráðstafanir á vinn- ustöðum sem tóku gildi 1952, en einnig komu inn ákvæði um vinnu- vernd í löggjöf um heilbrigðismál, t.d. í lög um heilbrigðiseftirlit og hollustuhætti 1969. Vorið 1980 voru sett lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og tóku þau gildi 1. janúar 1981. Þau leystu af hólmi flest eldri lagaákvæði og eru í daglegu tali þeirra sem um þessi mál fjalla nefnd „Vinnuverndar- lögin“. Sjómenn og flugáhafnir eru þó undanskildar í þessum lögum, en ákvæði um vinnuvernd þessara stétta er að finna í öðrum lögum. Lögin frá 1980 eru að flestu leyti hliðstæð þeim lögum sem gilda á hinum Norðurlöndunum. Vinnuvernd á alþjóðavettvangi ísland er aðili að Alþjóðavinnu- málaskrifstofunni (ILO) í Genf, en hún er ein af sérstofnunum Sam- einuðu þjóðanna. Vinnuvernd er eitt af mikilvægustu viðfangsefn- um þeirrar stofnunar og á vegum hennar hafa verið gerðar allmarg- ar alþjóðasamþykktir um þessi mál. Vorið 1991 samþykkti Al- þingi að fuligilda tvær þeirra, þ.e. JACOBS freiíJtandi renna Ekki bam tekex beldur JACOB'S . ; ' r tekex. 1 Eyjólfur Sæmundsson „Vinnuslys og atvinnu- sjúkdómar leiða til mannlegrar þjáningar sem allir eru sammála um að forðast beri með tiltækum ráðum.“ nr. 155 um öryggi og heilbrigði við vinnu og nr. 139 um varnir gegn krabbameinsmyndandi efn- um á vinnustöðum. Annars hafa íslendingar staðfest fremur fáar samþykktir ILO enn sem komið er. ísland hefur staðfest félagsmál- asáttmála Evrópu, en í honum er að finna ákvæði um vinnuvernd sem skuldbinda aðildarþjóðirnar til að gera vissar ráðstafanir til að vernda verkafólk gegn vinnu- slysum og atvinnusjúkdómum. Evrópubandalagið hefur unnið talsvert mikið starf í vinnuvernd- armálum og reyndar gefið út fleiri tilskipanir um þau mál en nokkurt annað svið félags-og heilbrigðis- mála. Hreinar vinnuverndartil- skipanir eru nú 16 talsins og nokkrar eru í smíðum. í þeim flest- um eru sett lágmarksákvæði um forvarnir gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum, en einstökum löndum er heimilt að gera strang- ari kröfur. Auk þessa hefur EB gefið út tilskipanir um öi-yggi véla og tækja sem notuð eru á vinnu- stöðum og um flokkun og merk- ingu varasamra efna. Hundruðir staðla sem varða þessi mál hafa verið samdir eða eru í smíðum. Ákvörðun EB um sérstakt vinnu- verndarár er reyndar til marks um áhei'Slu bandaiagsins á vinnu- vernd. Hitt er ljóst að verulega skortir á að farið sé eftir tilskipun- um þessum í öllum aðildarlöndun- um, einkum í löndum Suður-Evr- ópu. Staða vinnuverndar á Islandi Ekki er svigrúm til þess að gera í þessari grein úttekt á stöðu vinnuverndar á íslandi. í fjöltnörg- um fyrirtækjum er búið vel að starfsmönnum, en ljóst er þó að við stöndum nokkuð að baki þeim sem lengst eru komnir í þessum málum. Þetta gildir t.d. um fyrir- byggjandi starfsmannaheilsu- vernd sem er umfangsmikill þáttur vinnuvemdar á hinum Norður- löndunum og víða í Evrópu og Bandaríkjum Norður-Ameríku. Innra starf að þessum málum er einnig minna í fyriitækjum hér á landi en t.d. hjá grönnum okkar á Norðurlöndum. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á tíðni vinnuslysa og atvinnusjúkdóma hér á landi. Áætlað hefur verið að vinnuslys sem koma til meðferðar á sjúkra- húsum og heilsugæslustöðvum séu að minnsta kosti 12.000 á ári hveiju. Lítið er vitað um tíðni at- vinnusjúkdóma nema helst heyrn- E4 EGGERT KRISTJANSSON H/F SIMI 685300 eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Það er af sem áður var þegar nýmjólk, súrmjólk, skyr og tjómi voru nánast einu mjólkurvörurnar í verslunum landsins, að ógleymd- um ostinum með rauðu skorpunni. Nú er fjölbreytnin orðin slík að margir þekkja vart allar þær vörur sem fylla mjólkurkæla stórmarkað- anna. Þar er þykkmjólk og létt- mjólk, biomjólk og AB-mjólk, engjaþykkni og eðaljógúrt, léttjóg- úrt og þykkjógúrt, svo eitthvað sé nefnt. Listinn er langur og vörurnar hver annarri bragðbetri svo ekki ætti að vera erfitt að finna eitthvað við hæfi hvers-og eins. Vandinn er aðeins að kunna að velja. Því er ekki að neita að eftir því sem fjölbreytnin eykst á matvöru- markaðnum verður sífellt vanda- samara og flóknara að velja rétt í matarkörfuna. í stað þess að ganga rakleitt að einni gamalkunnri teg- und þarf neytandinn að gera upp á milli ljölda vörutegunda sem oft virðast fremur sambærilegar en hafa þó við nánari athugun gjör- ólíkt hollustugildi. Það sem öðru fremur gerir gæfu- muninn hvað varðar hollustu mjólk- urvara er fitumagn þeirra. Mjólkin er eins og allir vita mikill og góður næringargjafi, ekki síst vegna kalks og B-vítamína. En hún er líka feit Af léttum vör- um og þykkum „Þær fituskertu mjólk- urvörur sem nú eru á boðstólum gera okkur kleift að njóta hollustu mjólkurinnar án þess að fæðið verði óhóflega feitt. Léttmjólk og sýrð léttmjólk eru þannig frábærar hollustuvörur sem nú þegar hafa haft veruleg áhrif til að minnka fituneyslu hér á landi.“ og orkurík, enda ætluð ungviði í örum vexti. Þær fituskertu mjólkur- vörur sem nú eru á boðstólum gera okkur kleift að njóta hollustu mjólk- urinnar án þess að fæðið verði óhóf- lega feitt. Léttmjólk og sýrð létt- mjólk eru þannig frábærar hollustu- vörur sem nú þegar hafa haft veru- leg áhrif til að minnka fituneyslu hér á landi. En nýjungarnar eru ekki allar í hollustuátt. Rjóminn sem til fellur við Iéttmjólkurframleiðsluna virðist nú hafna í fjölbreyttu úrvali sýrðra mjólkurvara, til dæmis þykkmjólk, þykkjógúrt og nú síðast engja- þykkni. Þessar vörur eru allar blandaðar tjóma þótt í mismiklum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.