Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
Fornám við Háskóla íslands:
Líst á margan hátt
vel á hugmyndina
- segir Sveinbjöm Björnsson háskólarektor
Uppástunga Páls Skúlasonar, prófessors, um að taka upp fyrsta
árs nám í Háskóla íslands, sem veiti almenna þjálfun fyrir störf í
tæknivæddu upplýsingaþjóðfélagi, verður rædd í þróunarnefnd Há-
skólans. Ef hún mælir með að tillagan verði að veruleika er ekki
ólíklegt að svo verði raunin en í fyrsta lagi haustið 1993, að sögn
Sveinbjarnar Björnssonar háskólarektors.
Sveinbjörn sagði að sér litist á
margan hátt vel á hugmynd Páls.
Hún væri ein að þeim hugmyndum
sem nú væru á kreiki um hvernig
best væri að haga hlutum í byrjun
náms. Sjálfur sagði hann að sér
fyndist jákvætt að nemendur fengju
þarna ákveðinn undirbúning en
kennarar hefðu oft haft orð á því
að við upphaf náms væru nemendur
ekki nógu vel að sér í rökfræði,
aðferðarfræði og gagnrýninni hugs-
un.
ÁTVR hættir fram-
leiðslu áfengis:
Óskað eftir
kauptilboð-
um í tæki,
vöruheiti og
uppskriftir
ÁFENGIS- og tóbaksverslun rík-
isins hættir framleiðslu flestra
tegunda áfengra drykkja 30. júní
nk. og hefur verið óskað eftir
kauptilboðum í tæki sem notuð
hafa verið við framleiðsluna,
vöruheiti og uppskriftir að
Brennivíni, Oðalsbrennivíni,
Hvannarótarbrennivíni, Gömlu
brennivíni, Kláravíni, Tindavodka
og Dillons gini.
Að sögn Höskuldar Jónssonar,
forstjóra Á.T.V.R., var ákveðið að
bjóða framleiðsluna út þar sem óeðli-
legt þykir að fyrirtækið s'é með fram-
leiðslu á sínum vegum eftir að einka-
aðilum hefur verið heimiluð fram-
leiðsla áfengis.
„Þetta er meðal annars stutt þeirri
staðreynd að við höfum einkaleyfi á
dreifingu áfengis og núverandi
framleiðendur áfengis kynnu að
halda að þeir nytu verri söiumeðferð-
ar hjá okkur ef við værum samhliða
að selja okkar eigin vöru,“ segir
Höskuldur.
Þá segir hann að eftir að Eldurís
framleiðslan hætti hafi framleiðslu-
magnið dregist saman og nýmæli
þyrftu að koma til í framleiðslunni
svo hægt yrði að halda sama fram-
leiðslukostnaði og verið hefur.
Höskuldur segir að minjagripir
eins og Hekluglóð og Merkurdögg
verði framleiddir áfram.
íslenskt brennivín hefur verið
framleitt hjá ÁTVR í 57 ár og segir
Höskuldur að það sé með vissum
söknuði sem fyrirtækið skilji við þá
framleiðslu.
Hins vegar nefndi hann að hug-
myndin hefði fengið á sig þá gagn-
rýni að hún gæti orðið til að lengja
námstíma háskólastúdenta en nú
væri meira verið að hugsa um að
gera sérhæfinguna að eins konar
vali. Nemendur myndu velja hvort
þeir færu beint í fagnám eða fyrst
í eins árs námið.
„Mér fínnst að sá möguleiki
kæmi til greina,“ sagði Sveinbjörn,
„að bjóða upp á námið í byijun
fyrir þá sem væru ekki vissir hvað
þeir ætluðu sér að gera eða þá sem
vildu treysta sig með þessum hætti.
Líka er hugsanlegt að í sumum
greinum vildu menn taka námið
sem eðlilegan hluta af almennri
menntun. Það væri þá í þeim náms-
brautum þar sem menn væru ekki
beinlínis í starfsþjálfun heldur að
verða sér út um almenna menntun
t.d. innan heimspekideildar og fé-
lagsvísindadeildar. Og þar myndi
árið ekki vera hugsað sem fornám
heldur byijun á menntun.“ Hann
sagði að sumir hefðu haft á orði
að það ætti að gera þá kröfu til
stúdentanna að þeir væru komnir
með þessa þjálfun þegar þeir hæfu
nám. „Önnur hugmynd sem hefur
verið dálítið á lofti hér er að láta
nemendur, um leið og þeir taka
stúdentsprófið, taka könnunarpróf
sem reyndi á rökfimi, ályktunr-
hæfni og almenna námsgetu án
þess að verið væri að prófa beint
fagþekkingu," sagði Sveinbjörn og
benti á að slíkt próf gæti verið vís-
bending fyrir Háskólann ásamt
stúdentsprófi.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Það var vetrarlegt um að litast á Akureyri síðast í apríl þó hita-
stig væri yfir meðallagi þennan mánuð.
Veður;
Aprílmánuður ná-
lægt meðallagi
FÓLK bíður nú með óþreyju eftir sumri og eflaust hefur mörg-
um fundist aprílmánuður í kaldara lagi. Engu að síður var veðr-
áttan nálægt meðallagi að flestu leyti. Þó gerði óvenju mikið
hvassviðri við suðurströndina í kringum sumardaginn fyrsta.
Meðalhiti í Reykjavík var 0,3 eyri (24 mm). Á Hveravöllum var
úrkoma í tæpu meðaltali (47 mm)
en í Hjarðarnesi var rúmlega
meðalúrkoma á þeim slóðum (104
mm).
í Reykjavík voru 147 sólskins-
stundir í aprílmánuði en 71 stund
á Akureyri sem er hið minnsta
frá 1956. Á Hveravöllum mæld-
ust 105 sólskinsstundir.
gráður undir meðallagi eða 2,6
gráður og hefur ekki verið hlýrra
í höfuðborginni frá þvi vorið
1986. Á Akureyri var meðalhiti
aftur á móti 0,3 gráður yfir með-
allagi eða 1,9 gráður. Á Hvera-
völlum var meðalhiti -3,8 gráður
en _2,7 gráður á Hjarðarnesi.
Urkoma var undir meðallagi í
Reykjavík (38 mm) og á Akur-
Vöruskiptajöfn-
uðurinn;
Hagstæður
um hálfan
milljarð
í febrúar
Vöruskiptajöfnuðurinn í
febrúar var hagstæður um hálf-
an milljarð króna en í sama
mánuði í fyrra var hann óhag-
stæður um 0,4 milljarða króna
á föstu gengi. Út voru fluttar
vörur fyrir 6,7 milljarða en inn
fyrir 6,2 milljarða króna að því
er fram kemur í frétt frá Hag-
stofu íslands.
Fyrstu tvo mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 11,5
milljarða en inn fyrir 11,6 millj-
arða. Vöruskiptajöfnuðurinn var
því óhagstæður um 0,1 milljarð
króna en sama tímabil í fyrra var
hann óhagstæður um 0,6 milljarða.
Verðmæti alls vöruútflutnings-
ins var 0,4% minna á föstu gengi
en á sama tíma í fyrra. Sjávaraf-
urðir voru 77% alls útflutningsins
og voru 1% meiri en á sama tíma
í fyrra. Útflutningur var 5% minni
og útflutningur kísiljárns var 13%
meiri en á síðasta ári. Útflutnings-
verðmæti annarrar vöru var 8%
minna fyrstu tvo mánuði síðasta
árs.
Verðmæti vöruinnflutningsins
fyrstu tvo mánuði ársins var 4%
minna en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju
var 1% meira en í fyrra og verð-
mæti olíuinnflutnings fyrstu tvo
mánuði ársins var 10% meira en á
sama tíma í fyrra reiknað á föstu
gengi. Þessir innflutningsliðir
ásamt innflutningi sérstakrar fjár-
festingai’vöru svo sem skipa og
flugvéla eru breytilegir frá einum
tíma til annars, en þegar þeir eru
frátaldir þá reyndist allur innflutn-
ingur hafa verið 6% minni en í
fyrra.
Samningur Tannlæknafélagsins og Tryggingastofnunar:
Reykvísk skólaböm greiða
minna en böm úti á landi
SKÓLABÖRN á aldrinum 6-15
ára sem búa utan Reykjavíkur,
þar sem ekki er völ á skólatann-
lækningum, munu eftir 1. maí
þurfa að greiða meira fyrir
tannlækningar en börn í Reykja-
vík sem geta notfært sér skóla-
tannlækningar. Reykvísk börn
þurfa aftur á móti að greiða
meira fyrir tannlæknaþjónustu
hjá einkatannlæknum en börn
utan Reykjavíkur, skv. samningi
Tannlæknafélags íslands og
Tryggingastofnunar um gjald-
skrár vegna endurgreiðslna
sjúkratrygginga, sem tekur
gildi 1. maí. Samningurinn er
byggður á breytingum á
greiðsluþátttöku almannatrygg-
inga sem gerðar voru með lög-
um um ráðstafanir í ríkisfjár-
málum í vetur, en með þeim var
stefnt að því að draga úr þátt-
töku almannatrygginga í tann-
lækningum annarra en skóla-
tannlækninga, en þær eru nú
eingöngu starfræktar í Reykja-
vík.
Samningurinn, sem var undirrit-
aður 15. apríl, hefur verið sam-
Vestmannaeyjar:
Óbreyttar tölur um atvinnuleysi
ATVINNULEYSI í Vestmannaeyjum var svipað í apríl og tvo mánuð-
ina á undan. Þannig höfðu 114 látið skrá sig atvinnulausa fyrir
síðustu helgi og 89 voru enn atvinnulausir, 46 karlar og 43 konur.
í febrúar og mars skráðu 128 og 124 sig atvinnulausa hvorn mán-
uð en samsvarandi tölur fyrir síðasta ár voru 79 í febrúar, 33 í
mars og 24 í apríl.
Stærstur hluti þeirra sem skráðu atvinnuleysisskrá, 10 vöru- og
sig atvinnulausa í aþríl var verka- sendubílstjórar og 6 verslunar-
fólk, eða 27, 19 sjómenn voru á menn, svo stærstu hóparnir séu
nefndir.
Að sögn Kristínar Jónu Guðjóns-
dóttur hjá Vinnumiðlun Vest-
mannaeyja hefur atvinnuleysi ekki
aukist merkjanlega eftir lok vetr-
arvertíðar. Þó hafa nokkrir loðnu-
sjómenn skráð sig atvinnulausa og
lausamenn í loðnubræðslunum.
þykktur í Tryggingaráði og á fé-
lagsfundi Tannlæknafélagsins sem
fram fór sl. þriðjudag.
Skv. samningnum hækkar
gjaldskrá sem tekur til allra tann-
lækninga sem Tryggingastofnun
tekur þátt í, nema vegna skóla-
tannlækninga og tannréttinga, um
0,16%. Einnig eru gerðar tilfærslur
á einstökum þáttum sem fela m.a.
í sér að forvarnarliðir vegna flúor-
meðferðar og skorufyllinga lækka
um 20% en tannfyllingar hækka
hins vegar um 10%.
Auk þeirrar gjaldskrár sem sam-
ið var um mun heilbrigðisráðherra
setja sérstaka gjaldskrá vegna
skólatannlækninga, skv. upplýs-
ingum Jóns Sæmundar Sigur-
jónssonar, deildarstjóra í heilbrigð-
isráðuneytinu. Tannlæknafélagið
og Tryggingastöfnun sömdu um
að gjaldskrá heilbrigðisráðherra
yrði 20% lægri en almenna gjald-
skráin. Þetta þýðir að börn sem
fara í skólatannlækningar í
Reykjavík fá endurgreiddan 85%
kostnaðarins miðað við gjaldskrá
ráðherra. Reykvísk börn sem fara
til einkatannlækna þurfa að greiða
15% af gjaldskrá ráðherra og auk
þess mismuninn sem á vantar til
að tannlæknirinn fái sína gjaldskrá
að fullu greidda. Börn utan
Reykjavíkur, sem eiga ekki mögu-
leika á skólatannlækningum,
greiða 15% af almennu gjald-
skránni sem Tryggingastofnun
samdi um við Tannlæknafélagið.
Skoðun, flúorpenslun, skorufyll-
ing og röntgengreining vegna
tannskoðunar verður ókeypis,
hvort sem er hjá einkatannlækni
eða skólatannlækni.
Að sögn Kristjáns Guðjónsson-
ar, deildarstjóra í Tryggingastofn-
un, nær samningurinn ekki til
greiðslna vegna tannréttinga og
þarf ráðherra væntanlega að setja
sérstaka gjaldskrá um endur-
greiðslur vegna þeirra,- að sögn
hans.
Það nýmæli er í samningnum
að Tryggingastofnun getur ákveð-
ið hversu stóran hlut sérfræðiálags
tryggingarnar endurgreiða, en í
samningnum er samið um að sér-
fræðingar megi leggja allt að 32%
á þá liði sem þeir eru sérfræðingar
í.
Launahluti gjaldskrárinnar mun
hækka í samræmi við hugsanlegar
launahækkanir sem verða í samn-
ingum BHMR og ríkisins. Samn-
ingurinn gildir til 15 mánaða.