Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 27

Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 27 Reuter Skæruliðaforinginn Gulbuddin Hekmatyar á tali við einn manna sinna í Logar-dal suður af Kabúl. Hann hefur hótað að ráðast gegn borg- inni verði ekki orðið við ýmsum kröfum hans. Afganistan: Atök við skæru- liða Hekmatyars Kabúl. Reuter. Búrma: Friðarverðlaunahafinn hittir eiginmann sinn Bangkok. Reuter. MICHAEL Aris, eiginmaður Aung San Suu Kyi, friðarverðlauna- hafa Nóbels 1991, heimsótti konu sína í fyrsta sinn í nærri tvö ár í Rangoon um síðustu helgi. Aung San Suu Kyi var leiðtogi helsta andstöðuflokksins í Búrma, Lýðræðisfylkingarinnar, sem vann yfir- burðarsigur í allsherjarkosningum 1990. Herforingjastjórnin í Búrma, sem neitar að leggja niður völd, hefur haldið Aung San Suu Kyi í stofufangelsi frá því 1989. LIÐSMENN skæruliðaforingj- ans Gulbuddins Hekmatyars létu eldflaugum rigna yfir Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær og felldu að minnsta kosti 13 manns og særðu 77. Svöruðu hermenn nýju valdhafanna í Kabúl árásinni með mikill fall- byssuskothríð en Hekmatyar hafði hótað að ráðast á borgina nema orðið yrði við ýmsum kröf- um hans, meðal annars að sumar sveitir núverandi sljórnar verði fluttir á brott. Najibullah Mojadidi, sem sæti á í öryggisráðinu í Kabúl og bróðir Sibghatullah Mojadidi, leiðtoga bráðabirgðastjórnarinnar, sagði, að yfirvöld hefðu neyðst til að veija hendur sínar gegn skæruliðum Hekmatyars. Við hann hefði verið reynt að semja en hann hefði svar- að sáttaumleitunum með skothríð. Var boðað til skyndifundar í örygg- isráði borgarinnar í gær og þá haft eftir Ahmad Shah Masood, varnar- málaráðherra og einum mesta vald- amanni í Afganistan nú, að verið væri að ræða ástandið og til hvaða ráða ætti að grípa. Tveimur ráðherrum í fyrri ríkis- stjóm var rænt um helgina og fannst lík annars þeirra, fyrrum dómsmálaráðherra, á sunnudag. Ekkert er vitað um hinn, Wadier Safie, fyrrum flugmálaráðherra, en fjölskylda hans telur, að hann sé enn á lífi. Hafa mannránin vakið ótta við frekari hefndaraðgerðir gegn embættismönnum fyrrverandi stjórnar. Aris, sem tók við friðarverðlaun- unum fyrir hönd eiginkonu sinnar í Ósló 1991, fékk síðast leyfi til að hitta hana í Búrma 1989. Fjöl- skyldan hefur ekki haft samband við hana síðan um mitt ár 1990. Orðrómur hefur reglulega komist á kreik um að hún eigi við heilsu- brest að stríða. Herforingjastjórnin í Búrma liefur mildast nokkuð í afstöðu sinni til stjórnarandstæðinga frá því að Than Shwe herforingi tók við völdum af harðlínumanninum Saw Maung í apríl sl. í tilkynningu frá stjórninni sagði að Aris og tveimur sonum þeirra hjóna væri heimilt að heimsækja Aung San Suu Kyi og eiga þar „fjölskyldu- fund“. Synirnir voru ekki í för með Aris. í tiikynningu herforingja- stjórnarinnar sagði ennfremur að hún myndi láta lausa alla pólitíska fanga nema þá sem taldir væru ógna þjóðaröryggi. Síðan þessi yfirlýsing var gefin hafa 58 póli- tískir fangar verið leystir úr haldi, þar á meðal margir • áhrifamenn innan Lýðræðisfylkingarinnar og persónulegir aðstoðarmenn Aung San Suu Kyi. Hins vegar var ekk- ert minnst á framtíð hennar í yfir- lýsingu stjórnarinnar. Stjórnar- erindrekar og mannréttinda- frömuðir telja að mörg þúsund stjórnarandstæðingar séu í fang- elsum landsins og pyntingar séu þar daglegt brauð. Herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að því aðeins verði Aung San Suu Kyi leyst úr haldi að hún láti af stjórnmálaafskiptum og fari úr landi. Sumir stjórnarerindrekar telja að herforingjastjórnin vonist til þess að Aris fái eiginkonu sína til að flytjast úr landi. Bardagar í Egyptalandi ÞRETTÁN manns biðu bana og fimm særðust í bardögum milli múslima og kristinna manna í Egyptalandi í gær. Bardagarnir blossuðu upp eftir að tvær íjöl- skyldur í þorpinu Manshiet Nass- er í Assiut-héraði tóku að deila um kaup á húsi. Skotvopnum var beitt í átökunum og yfirvöld sök- uðu „öfgamenn" um að hafa kynt undir úlfúð milli íjölskyldnanna. 12 dæmdir til dauða í Alsír HERRÉTTUR í Alsír kvað í gær upp dauðadóma yfir tólf heittrú- uðum múslimum, félögum í íslömsku hjálpræðisfylkingunni, sem hefur verið bönnuð. Þeir voru sakfelldir fyrir árás á landa- mæravarðstöð þar sem þrír verð- ir voru drepnir. Ráðgert er að 50 múslimar til viðbótar verði dregnir fyrir rétt síðar, meðal annars fyrir samsæri og undir- róður gegn ríkinu, stofnun vopn- aðra sveita og stuld á vopnum er óeirðir blossuðu upp á meðal múslima fyrr á árinu. Nýr yfirmað- ur NATO í Evrópu BANDARÍSKI hershöfðinginn John Shalikashvili hefur verið skipaður eftirmaður John Galvins sem yfirmaður herja Atlantshafs- bandalagsins, NATO, í Evrópu. Fær hann það erfiða verk ásamt öðrum að endurskilgreina hernaðarhlutverk bandalagsins í álfunni að kalda stríðinu loknu og á tímum mikils niðurskurðar í útgjöldum til varnarmála. Shal- ikashvili er fæddur í Varsjá fyrir 55 árum og var móðir hans pólsk en faðir hans Georgíumaður. Talar hann pólsku og þýsku reip- rennandi. Lið Jeltsíns tapaði Borís Jeltsín Rússlandsforseti, sem er vanur að ná sínu fram í rússneska þinginu og innan ríkisstjórnarinnar, varð að játa sig sigraðan er knattspyrnulið ríkisstjórnarinnar beið lægri hlut í leik gegn borgarráði Moskvu- borgar á laugardag. Lið stjórnarinnar, sem Jeltsín stjórnaði af hliðarlínunni, tapaði með einu marki gegn engu að viðstöddum 3.000 áhorfendum á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu. Áhorfendur skemmtu sér konunglega við að sjá frammámenn borgarinnar, sem margir hvetjir hafa komið sér upp myndarlegri ístru, velta um koll og rekast hver á annan í kapphlaupi utn knöttinn. Garríj Kasparov, heimsmeistari í skák og þingmaður í Rússlandi, lék í liði Rússlands. „Skák er mun auðveldari en fótbolti," sagði hann andstuttur að leik loknum. PUmn> SKÓR - GÆÐASKÓR Á GÆÐAVERÐI Teg. 6310 Raider Low. Sterkir leðurskór Litur: Hvítt/svart. Staerðir: 36-45. Verð kr. 4.980,- Teg. 2019 Mercuny. Joggingskór m/riflás. Litur: Grátt/blátt. Stærðir: 41-47. Verð kr. 3.190,- Teg. 5519 King Junior. Gervigrasskór Litur: Svart/hvitt. Stærðir: 28-39. Verð kr. 3.165,- Teg. 2053 Lady Trinomic. Topp hlaupa- skór m/dempara i hæl. Litur: Hvítt/bleikt. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.790,- Teg. 5309 King Junior. Fótboltaskór Litur: svart/hvítt. Stærðir: 28-39. Verð kr. 2.980,- —^ Teg. 1910 Mirage. Joggingskór Teg. 1903 Skipper. Joggingskór Litur: Ljósgrátt/lilla. Stærðir: 36-47. m/riflás. Litur: Ljósgrátt/bleikt/lilla. Teg. 4333 Max Q Hicut. Uppháir leður- skór. Litur: Hvítt/bleikt. Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.780,- Teg. 6330 Raider Hi. Uppháir leðurskór Utur: Hvitt/svart. Stærðir: 36-47. Verð kr. 5.290,- Teg. 6331 Unlimited High. Uppháir leður- Verð kr. 2.480,- skór. Litur: Svart/hvítt. Stærðir: 39-46. Verð kr. 5.290,- Stærðir: 28-41. Verð kr. 2.195,- »hu(!srnel^ Sendum I póstkröfu, símar 813555 og 813655. Opið laugard. frá kl. 10-14 sportbúðin ÁRMÚLA 40 • símar 813555 og 813655.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.