Morgunblaðið - 05.05.1992, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Undirritun EES-
samninga
Með undirritun samning-
anna um Evrópska efna-
hagssvæðið í Portúgal sl. laug-
ardag verða ákveðin kaflaskil.
Hingað til hafa þessir samning-
ar verið umræðuefni embættis-
manna og ráðherra og þá fyrst
og fremst á erlendri grund. Nú
hefjast umræður um samning-
ana eins og þeir liggja fyrir í
hveq'u aðildarríki EFTA og
þ.á m. hér heima. Framundan
eru mjög annasamir mánuðir á
Alþingi, sem væntanlega mun
starfa að töluverðu leyti í sum-
ar við að fara yfír samningana
og fylgiskjöl og leggja mat á
kosti og galla þeirra frá hags-
munasjónarmiði okkar Islend-
inga.
Þótt skipulegar umræður
hafi ekki farið fram hingað til
um þessa samningagerð liggja
allir helztu efnisþættir samn-
inganna fyrir. Ljóst er, að brýn-
ustu hagsmunir íslendinga eru
vel tryggðir með þessum samn-
ingum. Frá sjónarhóli þeirra,
sem telja aðild að Evrópubanda-
laginu ekki henta okkur íslend-
ingum hljóta þessir samningar
að teljast góður kostur. Miklar
umræður urðu um samningana
á miðstjórnarfundi Framsókn-
arfiokksins um helgina. Niður-
staða miðstjómarfundarins er
vísbending um, að Framsóknar-
flokkurinn hallist fremur að því
að styðja samningana. Þessa
ályktun verður að draga af þeim
fyrirvömm, sem settir eru í
ályktun fundarins. Efnislega
eru þeir ekki þess eðlis, að þeir
komi í veg fyrir stuðning
flokksins við samningana. Ekki
fer á milli mála, að töluverður
skoðanamunur er innan flokks-
ins um málið og þess vegna er
það sérstakt fagnaðarefni, að
forystumenn Framsóknar-
flokksins sýnast hafa beitt sér
til þess að milda þá andstöðu,
sem fyrir hendi er.
Afstaða Alþýðubandalagsins
virðist vera neikvæðari, en þó
segir Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður flokksins í samtali við
Morgunblaðið í dag, að endan-
leg afstaða hafa ekki verið tek-
in. Þetta mál hlýtur að vera
mikið umhugsunarefni fyrir
Alþýðubandalagsmenn. Þátt-
taka okkar í þessari samninga-
gerð hófst í tíð fyrri ríkisstjórn-
ar, sem Alþýðubandalagið átti
aðild að og flokkurinn stóð að
því á þeim tíma, að við yrðum
aðilar að samningaviðræðum
um Evrópska efnahagssvæðið.
Ætla mætti, að Alþýðubanda-
lagið teldi samningana kær-
komið tækifæri fyrir flokkinn
til þess að snúa baki við fortíð-
inni og taka í eitt skipti í bráð-
um hálfa öld þátt í jákvæðri
afgreiðslu samninga á alþjóða-
vettvangi, sem skipta máli fyrir
okkur Islendinga. Hingað til
hefur Alþýðubandalagið lagst
gegn öllum helztu alþjóðasamn-
ingum, sem við höfum gert og
fengin reynsla sýnir að hafa
reynzt þjóðinni til farsældar.
Ef Alþýðubandalagið fórnar
þessu tækifæri er það staðfest-
ing á því, að í grundvallaratrið-
um hefur engin sú breyting
orðið á flokknum, sem orð er á
gerandi. Með andstöðu við
þessa samningagerð mundi Al-
þýðubandalagið dæma sig enn
einu sinni úr leik.
Þingmenn Alþýðubandalags-
ins ættu að taka sér fyrir hend-
ur að lesa ræður þingmanna
flokksins frá því að umræður
fóru fram á Alþingi um aðild
íslands að EFTA fyrir rúmurp
tveimur áratugum eða umræð-
ur um samningana, sem gerðir
voru í Ósló 1976 um lyktir land-
helgisdeilunnar við Breta til
þess að rifja upp hve röng af-
staða flokksins hefur verið í
meginmálum á sviði utanríkis-
mála. Það er líka ástæða til að
benda á, að samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið er
öruggasta leiðin til þess að
koma í veg fyrir, að hér hefjist
hatrammar deilur um það,
hvort ísland eigi að sækja um
aðild að EB eins og aðrar Norð-
urlandaþjóðir eða ekki. Hefur
Alþýðubandalagið sérstakan
áhuga á slíkum umræðum eða
að það mál komist á dagskrá
yfirleitt? Nú^erandi formaður
Alþýðubandalagsins hefur haft
ákveðinn metnað til þess að
færa flokkinn inn í nútímann,
ef svo má að orði komast. Hér
er tækifærið og eftir því verður
tekið, hvernig Alþýðubandalag-
ið bregzt við.
Hin pólitíska vígstaða í EES-
umræðunum er að færast í
þann farveg, að innan stjórnar-
flokkanna verði nokkuð almenn
samstaða um að samþykkja
samningana og innan Fram-
sóknarflokksins er verulegt
fylgi við samningana. Búast
má við, að eftir því sein umræð-
ur um samningana verða meiri,
eflist fylgi almennings við aðild
okkar að hinu Evrópska efna-
hagssvæði. Með aðild að því
t-ryggjurc1 við þá hagsmuni
gagnvart Evrópuþjóðunum,
sem máli skipta.
Samningur um Evrópska efnahagssvæðið undirritaður í Portúgal:
Hafið er viðamesta og
mikilvægasta efnahags-
samstarf í heiminum
Utanríkisráðherrar við undirritun samningsins í Portúgal á laugardag, frá vinstri: Hans Dietrich Genscher,
Þýskalandi, Konstantin Mitsotakis, Grikklandi, Francisco Oronez, Spáni, Roland Dumas, Frakklandi, og
Gianni di Michelis, Italíu.
„EES-samningurinn, sem skapa
mun Hið evrópska efnahagssvæði
og marka upphaf nýs fyrirkomu-
lags í Evrópu, var undirritaður í
Óportó í dag, 2. maí 1992. Hafið
er viðamesta og mikilvægasta efna-
hagssamstarf í heiminum. Grunnur
nýrrar Evrópu er byggist á friði,
lýðræði og mannréttindum," segir
í formála sameiginlegrar yfirlýs-
ingar ráðherra EFTA-ríkja, Evr-
ópubandalagsins og aðildarríkja
þess sem gefin var út í Portúgal á
laugardag að undirritun lokinni.
Undirritunin fór fram við formlega
athöfn í Óportó að viðstöddum Cavavo
Silva forsætisráðherra Portúgals og
forseta EB-ráðsins. Við sama tæki-
færi voru einnig undirritaðir eftirtald-
ir samningar: Erindaskipti um tvíhliða
samninga milli EB og Austurríkis,
Finnlands, íslands, Noregs, Svíþjóðar
og Sviss um landbúnað. Erindaskipti
um tvíhliða samninga um sjávarút-
vegsmál milli EB og Islands, Noregs
og Svíþjóðar. Tvíhliða samningar við
Austurríki og Sviss um gegnumflutn-
inga á vegum. Þessu til viðbótar sam-
þykktu fulltrúar aðildarríkja banda-
lagsins og EFTA-ríkjanna tvær yfir-
lýsingar um einföldun landamæraeft-
irlits og pólitískt samráð.
Fyrir hönd íslands undirrituðu Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra og Hannes Hafstein sendiherra,
fastafulltrúi íslands hjá EB, samning-
inn. Jón Baldvin er formaður EFTA-
ráðsins og í ávarpi við athöfnina þakk-
aði hann samningamönnum EB og
ráðherrum fyrir samstarfið, eins og
hann gerði á fundi EFTA-ráðherranna
fyrr um daginn. Hann sagði að nú
myndu EFTA-ráðherrarnir gefa þjóð-
um sínum og þingum lokaskýrslu sem
gæti verið í tveimur orðum: Verkinu
lokið.
„Með tilkomu Evrópska efnahags-
svæðisins hefst nýr kafli í samskiptum
Evrópubandalagsins og aðildarríkja
þess og EFTA-ríkjanna, samtímis því
sem það er mikilvægur þáttur í ný-
sköpun Evrópu,“ segir í yfírlýsingunni
sem gefin var út að undirrituninni
lokinni. Þar segir einnig:
„Evrópska efnahagssvæðinu er ætl-
að að vera nýr drifkraftur í samskipt-
um Evrópubandalagsins og EFTA-
ríkjanna, sem þegar voru nánari en
gengur og gerist um samskipti ríkja.
Samskipti ríkjanna byggjast á land-
fræðilegri nálægð, mikilvægi efna-
hagssamskipta, sameiginlegu gildis-
mati þeirra um mikilvægi Iýðræðis og
markaðshagkerfisins, auk samkennd-
ar þeirra sem Evrópubúa.
Við tilkomu Evrópska efnahags-
svæðisins mun Evrópubandalagið og
aðildarríki þess og EFTA-ríkin verða
stærsta og mikilvægasta efnahags-
svæði í heimi. Það nær til nítján ríkja
og gerir tæplega 380 milljónum borg-
urum álfunnar kleift, með auknu sam-
starfi, að öðlast betri lífskjör og hafa
aukin áhrif á alþjóðavettvangi, sér-
staklega í Evrópu.
Markmið samningsins um Evrópskt
efnahagssvæði er að koma á umfangs-
miklu og samræmdu fyrirkomulagi,
sem byggt er á sameiginlegum reglum
og jöfnum samkeppnisskilyrðum og
sem býr yfir nauðsynlegum leiðum,
þ.m.t. lagalegum, til að framfylgja
þeim. Það byggist á jafnræði, gagn-
kvæmni og heildaijafnvægi hags-
muna, réttindum og skyldum
samningsaðila. Samningurinn tryggir
fijáisa flutninga vöru, fjármagns,
fólks og þjónustu innan EES-svæðis-
ins (hið svonefnda fjórfrelsi) á grund-
velli núgildandi gerða Evrópubanda-
lagsins („acquis communautaire"),
sem mótast hafa á undanförnum þijá-
tíu árum, með nokkrum undanþágum
og aðlögunartíma í vissum tilvikum.
a) Frjáls vöruviðskipti: Tii við-
bótar algjöru afnámi tolla á iðnaðar-
vörum, sem náðist með fríverslunar-
samningunum 1972, hefur samning-
urinn í för með sér afnám næstum
allra annarra hindrana í vöruviðskipt-
um. Sérstaklega er mikils virði að
nefna: bann við magntakmörkunum
og öðrum aðgerðum, sem hafa sömu
áhrif, bættar upprunareglur með því
markmiði að koma á „EES-uppruna“,
hindrun mismununar af hálfu ein-
okunarfyrirtækja, mismununar milli
fyrirtækja og einstaklinga innan EES
og skilyrða til vöruframleiðslu- og
markaðssetningar. Ekki má grípa til
undirboðstolla innan EES, tæknilegar
viðskiptahindranir verða afnumdar,
landamæraeftirlit einfaldað sem og
eftirlit með vöruviðskiptum. Komið
verður á einum markaði um opinber
útboð og greitt fyrir viðskipti með
unnar landbúnaðarafurðir.
b) Fijálsir flutningar fólks: EES
opnar iaunþegum og sjálfstætt starf-
andi fólki nýja möguleika. Engin
mismunun verður leyfð á grundvelli
þjóðernis við ráðningu, þóknun eða
önnur starfsskilyrði. Ríkisborgurum
EES-ríkja verður fijálst að flytja milli
landa og leita sér að vinnu hvar sem
er á svæðinu. Hvað varðar almanna-
tryggingar verður öllu launafólki,
óháð því frá hvaða EES-ríki það kem-
ur, gert kleift að njóta almannatrygg-
inga á jafnréttisgrundvelli.
Réttur til staðfestu er sérstaklega
viðurkenndur í samningnum, þ.e. að
einstaklingur og fyrirtæki frá hvaða
EES-ríki sem er hefur rétt til að stofn-
setja fyrirtæki, umboðsskrifstofur,
útibú o.s.frv. og vera sjálfstætt starf-
andi hvar sem er innan EES. Prófskír-
teini og aðrar viðurkenningar munu
gilda jafnt hvar sem er á efnahags-
svæðinu og nemendur verða hvattir
til að stunda nám, hljóta þjáifun og
taka þátt í rannsóknum utan heima-
lands síns.
Ákvæði samningsins um frjálsa
flutninga fólks mun þ.a.l. gera ríkis-
borgurum EES kleift að færa sér í
nyt það tækifæri að geta sinnt flestöll-
um störfum á jafnréttisgrundvelli hvar
sem er innan EES-svæðisins.
c) Fijáls þjónustuviðskipti: EES-
samningurinn tryggir að heimilað
verður að bjóða fram þjónustu hvar
sem er innan svæðisins. Ríkin sem
undirrituðu samninginn hafa skuld-
bundið sig til að mismuna ekki ein-
staklingum eða fyrirtækjum frá öðr-
um ríkjum innan EES.
Hvað varðar íjármagnsþjónustu
sérstaklega er grundvallarreglan sú
að „eitt starfsleyfi" nægi fyrir lána-
stofnanir á öllu EES og grundvallar-
reglan um „heimastjórn" gerir heima-
ríkið ábyrgt fyrir því að fylgjast með
starfsemi lánastofnana frá sínu ríki
hvar sem þær hafa starfsemi sína
innan EES.
Samningurinn nær einnig til verð-
bréfaviðskipta og svo að vernda megi
hagsmuni þeirra sem fjárfesta felur
hann í sér strangar reglur um lág-
marksijárhæð og upplýsingaskyldu
fyrirtækja sem skráð eru á opinberu
verðbréfaþingi.
Samningurinn nær einnig til trygg-
inga, þ.m.t. líftrygginga, annarra
trygginga og bílatrygginga.
Samningurinn felur einnig í sér
ákvæði um fjarskipti og sjónvarps-
og upplýsingaþjónustu.
Ákvæði eru um að samgöngur skulu
byggðar á gagnkvæmni og gagn-
kvæmum markaðsaðgangi samnings-
aðila. Aukið frelsi í þjónustu á sviði
samgangna verður á marghliða
grundvelli, og tæknileg ákvæði og
vinnuskilyrði verða samræmd.
Ákvæðin ná tii allra samgangna, jafnt
innanlands, sem í lofti og á sjó. Sér-
stakir tvíhliða samningar hafa verið
gerðir við Austurríki og Sviss um
flutninga á vegum. Tilgangurinn með
þessum samningi er að efla samstarf
samningsaðila í að hvetja til aukinna
flutninga með lestum og til þess að
tengja samgöngukerfi lesta og vöru-
flutningabíla til að vernda umhverfið
og almannaheill á sama tíma og mark-
aðsaðgangur er bættur. í þessu sam-
hengi hafa samningsaðilar skilgreint
fjölda flutningsleyfa.
d) Frjálsar hreyfingar fjár-
magns: Samningurinn gerir ráð fyrir
umfangsmiklum ramma fyrir ljár-
magnshreyfíngar, beinar og óbeinar
fjárfestingar milli landa, lánastarf-
semi milli landa o.fl., án mismununar
vegna þjóðernis. Samningurinn gerir
ekki aðeins ráð fyrir afnámi gjaldeyr-
iseftirlits sem hefur bein áhrif á íjár-
magnshreyfmgar, heldur einnig af-
námi annarra óbeinna hindrana. Einn-
ig á þessu sviði munu landslög um
íjármagnshrejrfingar gilda jafnt um
aðila með erlent ríkisfang en eru bú-
settir í landinu, sem og ríkisborgara.
ísland og Noregur geta haldið eigin
löggjöf er varðar Ijárfestingu og stað-
festurétt í sjávarútvegi.
Samkeppnisreglur án mismununar
eru eitt af höfuðmarkmiðum EES-
samningsins. Þessu markmiði verður
náð með því að fella inn í samkomu-
lagið þær reglur er gilda í Evrópu-
bandalaginu og með því að EFTA-rík-
in setji á fót skilvirkt eftirlit, svipað
eftirliti Evrópubandalagsins. Þ.e.
EFTA-eftirlitsstofnun sem ber ábyrgð
á því að EES-reglur taki gildi innan
EFTA og EFTA-dómstól sem tryggi
dómseftirlit.
Með tvíhliða samningum náðist
samkomulag í landbúnaði og sjávar-
útvegi sem miðar að því að auka við-
skipti innan EES.
Með þróunarákvæði er varðar land-
búnað skuldbinda samningsaðilar sig
tl að auka fijálsræði á þessu sviði í
áföngum, að því er varðar innlenda
löggjöf með tilliti til niðurstaðna Ur-
úgvæ-lotunnar í GATT. Tvíhliða ráð-
stafanir verða gerðar til að auka við-
skipti með ákveðna vöruflokka (ost,
ávexti, grænmetissafa, áfengi, kjöt
og garðyrkjuafurðir). I því augnamiði
að draga úr efnahagslegri og félags-
legri mismunun (jöfnunarákvæði til
handa Miðjarðarhafslöndunum og ír-
landi), verður ýtt undir markaðssetn-
ingu ýmissa afurða frá vanþróaðri
héruðum Evrópubandalagsins í
EFTA-ríkjunum. Samningurinn inni-
heldur jafnframt ákvæði sem ætlað
er að draga eins mikið og mögulegt
er úr tæknilegum hindrunum í við-
skiptum með landbúnaðarafurðir, sem
stafa af mismunandi reglugerðum um
heilbrigði dýra og plantna.
Viðskipti með sjávarafurðir innan
EES verða smám saman færð í ftjáls-
ræðisátt. Við gildistöku samningsins
munu EFTA-ríkin afnema alla tolla á
innfluttar sjávarafurðir frá Evrópu-
bandalaginu. Evrópubandalagið mun
fyrir sína parta ýmist fella niður, eða
lækka í áföngum, tolla á innfluttar
sjávarafurðir frá EFTA-ríkjunum, að
undanskildum nokkrum viðkvæmum
tegundum.
Að því er varðar aðgang að auðlind-
um, veita Noregur og Svíþjóð Evrópu-
bandalaginu auknar veiðiheimildir.
Tvíhliða samningur íslands og Evr-
ópubandalagsins gerir ráð fyrir gagn-
kvæmum skiptum á veiðiheimildum.
Auk ijórfrelsisins gerir EES-samn-
ingurinn jafnframt ráð fyrir víðtækri
samvinnu svo sem:
- Á sviðum er snerta samkeppn-
ishæfni fyrirtækja, að hluta að
minnsta kosti, og sem tengjast beint
fullgjörð íjórfrelsisins. Hér er um al-
tæk málefni að ræða og tiltekur samn-
ingurinn sérstaklega félagsmál, neyt-
endavemd, umhverfismál, tölfræði og
fyrirtækjalöggjöf.
- Jaðarmálefni Evrópubandalags-
ins, þar sem gert er ráð fyrir þátttöku
EFTA-ríkja í rammaáætlunum, verk-
efnum og öðrum aðgerðum Evrópu-
bandalagsins á sviði rannsókna og
tækniþróunar, menntunar og þjálfun-
ar, æskulýðsmála, málefna sem tengj-
ast umhverfisvemd, félagsmála og
neytendaverndar, lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja, ferðamannaþjón-
ustu, hljóðvarps og sjónvarps og al-
mannavama.
EFTA-ríkin hafa samþykkt til við-
bótar við það fyrirkomulag sem þegar
hefur verið samþykkt í landbúnaði og
sjávarútvegi að setja á stofn sjóð, sem
veitir Portúgal, írlandi, Grikklandi og
tilteknum héruðum Spánar §ár-
hagsstuðning á fimm ára tímabili, í
því augnamiði að draga úr efnahags-
legu og félagslegu ójafnvægi milli
svæða. Um er að ræða lán með lágum
vöxtum að upphæð 1.500 millj. ECU
og styrki að upphæð 500 millj. ECU.
Samningurinn miðar að því að
tryggja einsleitni þeirra reglna er
gilda á svæðinu án þess að draga úr
sjálfstæði samningsaðila til að taka
ákvörðun. Hann gerir því ráð fyrir
stöðugu upplýsingaflæði og samráði
samningsaðila á öllum stigum undir-
búnings lagasetningar Evrópubanda-
lagsins, í því markmiði að auðvelda
samræmda túlkun ákvæða. Loks inni-
heldur samningurinn reglur um eftir-
lit og fullnustu (og eins og áður hefur
verið minnst á stofnun sjálfstæðrar
eftirlitsstofnunar EFTA og EFTA-
dómstóls) og sérstakar reglur til að
setja niður ágreining, þ.m.t. beitingu
öryggisákvæða sem lokaúrræði og
gerðardóm snúist deilur ekki um túlk-
un atriða er efnislega samrýmast
gerðum Evrópubandalagsins.
Stofnanir EES-samningsins eru
eftirfarandi:
- EES-ráðið. Æðsta stofnun EES-
samningsins verður EES-ráð sem
samanstendur af fulltrúum EB-ráðs-
ins og framkvæmdastjórnar EB og
einum fulltrúa frá hverri ríkisstjórn
EFTA-ríkjanna. Hlutverk ráðsins
verður að móta pólitíska stefnu í fram-
kvæmd samningsins og leggja línurn-
ar fyrir sameiginlegu nefndina.
- Sameiginlega EES-nefndin. í
henni munu eiga sæti fulltrúar samn-
ingsaðila og er hlutverk hennar í
fyrsta lagi að vera vettvangur fyrir
skoðanaskipti og skipti á upplýsing-
um, í öðru lagi að taka ákvarðanir
(sér í lagi þær sem varða samþykkt
nýrra gerða) og stjórnun framkvæmd-
ar samningsins. í þriðja lagi er hlut-
verk hennar að leitast við að samræma
túlkun samningsins eins og kostur er
og í Ijórða lagi að kanna og leita
lausna á ágreiningsmálum sem upp
kunna að koma á milli samningsaðila
varðandi túlkun og framkvæmd samn-
ingsins.
- Sameiginlega þingmannanefnd-
in. Hana munu sitja 66 þingmenn (33
frá Evrópuþinginu og 33 frá þjóðþing-
um EFTA-ríkjanna) og er hlutverk
hennar að auka skilning milli Evrópu-
bandalagsins og EFTA-ríkja. Nefndin
mun skila áliti sínu og koma skoðun-
um sínum á framfæri í sérstökum
skýrslum og ályktunum.
- Ráðgjafanefnd EES. Hún verður
vettvangur fyrir tengsl fulltrúa aðila
vinnumarkaðarins.
Sviss:
Baráttan fyrir
samþykkt
EES hafin
ZUrich. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunblaðsins.
S AMNIN GURINN um evrópskt
efnahagssvæði, EES, hafði ekki
fyrr verið undirritaður í Portúgal
á laugardag en svissnesku ráðherr-
arnir tveir sem voru í Porto hófu
kosningabaráttu fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna um samninginn
og þjóðaratkvæðagreiðslu um nýtt
járnbrautanet í Sviss sem verður
haldin í september. Enn er óákveð-
ið hvort atkvæðagreiðslan um EES
verður haldin í byrjun desember
eða á næsta ári. Jean-Pascal Dela-
muraz, viðskiptaráðherra, sagði að
Svisslendingar myndu ekki láta
Svía, Finna og íslendinga reka á
eftir sér þótt ríkisstjórnir þeirra
vildu að samningurinn tæki gildi
um næstu áramót.
Adolf Ogi, samgöngumálaráðherra,
undirritaði samgöngusamning Sviss
við Evrópubandalagið (EB) á laugar-
dag. Svisslendingar skuldbinda sig þar
til að byggja ný járnbrautagöng í
gegnum Alpana til að auðvelda vöru-
flutninga með lestum í stað flutninga-
bíla í gegnum landið. Þjóðin mun taka
ákvörðun um framkvæmdirnar í at-
kvæðagreiðslu í september og búist
er við að þær verði samþykktar.
Rétt rúmur meirhluti svissnesku
þjóðarinnar er nú hlynntur EES sam-
kvæmt skoðanakönnunum. Þingið
mun fjalla um samninginn í sumar
og umræðan þar og baráttan fyrir
þjóðaratkvæðagreiðsluna mun hafa
áhrif á afstöðu fólks. Ríkisstjórnin
þarf að sannfæra þjóðina um að hún
græði meira á aðild en hún tapar.
Delamuraz sagði á laugardag að and-
stæðingar samningsins einblíndu í
bakspegilinn í stað þess að horfa fram
á við. Svisslendingar eru íhaldssamir
þannig að baráttan verður hörð. Þeim
gæti litist betur á það sem þeir sjá í
þakspeglinum en framundan.
Svissneska ríkisstjórnin stefnir á
aðild að EB, en hefur ekki ákveðið
hvort hún sækir um hana fyrir eða
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um
EES. Nágrannaríkið Liechtenstein er
bundið Sviss með tollasamningum en
Roland Búchel, talsmaður ríkisstjórn-
arinnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að Liechtenstein myndi
ekki endilega sækja um EB-aðild þótt
Sviss gerði það. Hann sagði að EES
hefði verið takmark sem ríkisstjórn
Liechtenstein væri ánægð með að
væri náð. Enn er óvíst hvort þjóðarat-
kvæðagreiðsla verður haldin um
samninginn í smáríkinu.
EES líklega
varanlegra
fyrir Svía
en talið var
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgnnblaðsins.
ULF Dinkelspiel, utanríkisvið-
skiptaráðherra Svíþjóðar, sem
undirritaði fyrir hönd Svía samn-
inginn um Evrópska efnahags-
svæðið, EES, segist trúa því, að
Svíar verði orðnir aðilar að Evr-
ópubandaiaginu, EB, árið 1995 en
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra íslands og formaður
EFTA-ráðsins, er á öðru máli.
Hann telur, að EB muni ekki taka
við nýjum aðildarríkjum fyrr en
1997 í fyrsta lagi og er undir það
tekið í mörgum, sænskum fjöl-
miðlum.
„Samningarnir um Evrópska efna-
hagssvæðið tóku miklu lengri tíma
en nokkurn óraði fyrir og það er
meira en sennilegt, að viðræður EB
og þeirra ríkja, sem sótt hafa um
aðild, dragist mjög á langinn. Það
er því mitt mat, að aðildarríkjum EB
muni ekki verða fjölgað fyrr enn
1997,“ segir Jón Baldvin Hannibals-
son.
I leiðurum sænsku blaðanna er
samningunum um Evrópska efna-
hagssvæði almennt fagnað þótt í
sumum gæti nokkurra efasemda um
væntanlega aðild Svía að Evrópu-
bandalaginu. Margir eru einnig sam-
mála íslenska utanríkisráðherranum
og benda á, að eftir Maastricht-
samninginn hafi komið í ljós, að leið-
in í átt til pólitískrar einingar í Evr-
ópu sé grýttari en menn hugðu og
því geti verið, að EES-samningurinn
muni standa lengur hvað Svía varðar
en nokkur bjóst við fyrir aðeins miss-
eri síðan. Pertti Salolainen, utanríkis-
ráðherra Finna, er einnig sammála
Jóni Baldvin um að aðild að EB komi
ekki til fyrr en 1997 eða seinna.
Ulf Dinkelspiel leggur áherslu á,
að fyrir Svía sé EES mikilvægur
áfangi að EB-aðild og geri hana
miklu auðveldari en ella vegna þess,
að þegar þar að komi verði búið að
vinna mestalla undirbúningsvinnuna.
Hann segist líka vera viss um, að
tímasetningar muni standast þrátt
fyrir allt og Evrópska efnahagssvæð-
ið verði að veruleika 1. janúar 1993.
Einn af þremur þýðingarmestu atburð-
um í utanríkissögu Islands eftir stríð
segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
„ÉG HEF alla tíð haft sannfæringu fyrir því að þetta væri ómet-
anlegt hagsmunamál íslensku þjóðarinnar. Ég tel að þessi samning-
ur verði að teljast sem einn af þremur þýðingarmestu atburðum í
utanríkissögu Islands eftir stríð, í framhaldi af aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu og útfærslu landhelginnar," sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær
um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið sem undirritaður var
í Oportó í Portúgal á Iaugardag.
„Ég átti alltaf von á því að menn
yrðu tortryggnir og fullir efasemda
til að byija méð en ég hef gert ráð
fyrir því að þeim efasemdum verði
eytt, alveg eins og gerðist þegar
við gerðumst aðilar að EFTA 1970.
Þá voru höfð uppi stór orð um að
þetta væru endalok íslensks sjálf-
stæðis en það var að sjálfsögðu
allt á misskilningi byggt. Það mun
einnig koma á daginn hvað varðar
þennan samning. Ég má ekki til
þess hugsa hvað hefði gérst ef þessi
samningur hefði farið forgörðum.
Þá hefðum við verið í alvarlegri
kreppu,“ sagði Jón Baldvin.
Óvíst hvenær Svisslendingar
geta staðfest
Utanríkisráðherra sagði að með
undirritun samningsins yrði að vera
hægt að treysta því að óvissu um
staðfestingu hans hafi að verulegu
leyti verið eytt. „Ráðherrar undir-
rita fyrir hönd ríkisstjórna sinna
með fyrirvara um samþykki þjóð-
þinga. Þeir gera það í trausti þess
að meirihluti sé í þjóðþingum og
sá meirihluti ætti einnig að endur-
speglast í Evrópuþinginu í Strass-
borg.
Nokkur óvissa ríkir þó í einu til-
viki, það er að segja hvað varðar
Sviss vegna þess að samkvæmt
sérstökum stjórnskipunarreglum og
hefðum þar í landi verður að leggja
málið fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu
og þarf að fást meirihlutafylgi þjóð-
arinnar og þeirra 22 héraðsstjórna
sem mynda sambandsríkið Sviss til
staðfestingar samningnum. Óviss-
an hefur þó einkum verið um það
hvort Svisslendingum tækist að fá
samninginn staðfestan að fullu og
öllu fyrir áramót þannig að hann
gæti tekið gildi þá, eins og stefnt
er að. Það hafa heyrst fréttir um
að þetta sé ólíklegt en utanríkisráð-
herra Sviss fullvissaði okkur ráð-
herra annarra EFTA-landa um að
þeir myndu gera allt sem í þeirra
valdi stæði til að koma þessu í
kring. Þeir þurfa að leita afbrigða
í báðum deildum svissneska þings-
ins til að hraða afgreiðslu í þinginu
því einungis með því móti ná þeir
að uppfylla skilyrði um tímamörk
í aðdragana þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar. Þeir stefna ákveðið að þessu
en viðurkenna að það geti brugðið
til beggja vona. í versta falli getur
það dregist einhveija mánuði fram
yflr áramótin," sagði utanríkisráð-
herra.
Til að samningurinn um Evr-
ópskt efnahagssvæði taki gildi um
áramót, eins og stefnt er að, þurfa
allir aðilar hans, það er Evrópu-
bandalagið og aðildarríkin tólf og
fimm aðildarríki EFTA, að vera
búnir að staðfesta hann fyrir þann
tíma.
Áhrif aðildarumsókna
EFTA-ríkja að EB
Hugsanlegt er að sex af þeim
sjö ríkjum sem nú mynda EFTA
verði búin að sækja um aðild að
Evrópubandalaginu innan fárra
mánaða. Aðspurður um áhrif þess
á Evrópska efnahagssvæðið og
stöðu íslands sagði Jón Baldvin:
„Það er viðurkennt að ákvarðan-
ir um að Svíþjóð og Finnland fylgi
í kjölfar Austurríkis, á meðan
samningarnir voru á viðkvæmu
stigi, veikti samningsstöðu EFTA.
Nú þegar samningunum er lokið
breytir þetta ekki öðru en því að
samningurinn hefur tímabundið
gildi fyrir þau ríki sem ganga í EB.
Það breytir engu um að þau lögðu
öll jafn mikla áherslu á mikilvægi
og nauðsyn þess að ná þessum
samningum núna vegna þess að það
líða þónokkur ár þar til þau geta
gert sér vonir um að verða fullgild-
ir aðilar EB. Þar að auki er þessi
samningur svo víðtækur að hann
auðveldar ríkjunum samningsgerð
um það sem eftir er við EB. Fyrir
þau EFTA-lönd sem ekki gerast
aðilar, við vitum ekki á þessari
stundu hvað mörg þau verða, hefur
samningurinn ómetanlega og var-
anlega þýðingu."
- Fari svo að Island verði eina
EFTA-landið sem ekki gengur í EB
áttu þá von á að EES-samningnum
verði breytt í beinan samning okkar
og EB?
„Fari svo, sem ekki verður þá
fyrr en á seinni hluta þessa áratug-
ar, geri ég ráð fyrir að þeir kaflar
samningsins sem fjalla um eftirlit
með framkvæmd og lausn deilu-
mála verði teknir upp og einfaldað-
ir. Eðlilegast virðist að álykta að
framkvæmdin verði svipuð því sem
verið liefur í þeim tvíhliða fríversl-
unarsamningum sem EB gerði við
EFTA-löndin á áttunda áratugnum.
Það þýðir að sameiginleg nefnd líti
eftir framkvæmdinni. Að öðru leyti
hljótum við að gera ráð fyrir því
að samningurinn með réttindum
sínum og skuldbindingum standi,"
sagði Jón Baldvin.