Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 35

Morgunblaðið - 05.05.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ VmSHÖPTIJaVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ 1992 35 virðist einkunn við hæfi því ónógur vilji virðist standa honum nokkuð fyrir þrifum. Þess ber að sjálfsögðu að geta að hesturinn er aðeins 5 vetra gamall og í ljósi þeirrar staðreyndar að Náttfaraafkvæmi koma seint með viljann má gera ráð fyrir að hann eigi eftir að blómstra því ganghæfni og rými virðist fyrir hendi. Næstur kom Glæðir frá Hafsteinsstöðun und- an Feyki 962 og Glóð Sörladóttur 653 frá sama stað. í Morgunblaðinu á föstudag ar sagt að Farsæll og Glæðir hafi staðið jafnir og efstir sem ekki reyndist rétt en þó samkvæmt upplýsingum frá stóðhestastöðinni sem leiðrétt var svo á sýningunni á laugardag. Glæðir hlaut í einkunn 8,03, 7,88 fyrir byggingu og 8,33 fyrir hæfileika, m.a. 9,0 fyrir skeið. Þriðji varð Ernir frá Efri-Brú, undan Kjarval 1025 og Pamelu 5348, Hrafnsdóttir 802 frá sama stað. Hlaut hann fyrstu einkunn 8,03, 7,93 fyrir bygingu og 8,13 fyrir hæfileika. Hvað sem heildareinkunnum viðkem- ur var Ernir sá af eldri hesunum sem kom hvað best fyrir-enda með hæstu einkunn þeirra fyrir fegurð í reið. Léttir frá Grundarfirði hlaut 7,98 í aðaleinkunn, 7,98 og 7,99 fyrir bygg- ingu og hæfileika en hann á mögu- leika á að vinna sig upp í fyrstu ein- kunn á fjórðungsmótinu í sumar. Á sýningunni komu einnig fram folar sem hafa verið í tamningu og þjálfun á stöðinni án þess þó að telj- ast stöðvarhestar. Af þeim vakti mesta athygli Seimur frá Sveina- tungu sem náði þeim einstaka árangri að hljóta 8,5 fyrir öll atriði hæfileika og þykir mikill snillingur en svo vand- ast málið þegar að byggingunni kem- ur. Fyrir höfuð fær hann 6,5 sem að öllu jöfnu telst geldingardómur en það má horfa í gegnum fingur sér með það því í reið koma ekki fram áberandi sjáanlegir gallar hvorki varðandi eyrnastöðu eða annað en þetta er bara ekki allt. Fyrir fótagerð fær hann einnig 6,5 sem er öllu alvar- legra mál og ekki síður þegar við bætist einkunn fyrir réttleika 7,0. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur hafði mörg orð um þetta og þótti eins og öðrum leitt að staðreynd- irnar lægju fyrir með þessum hætti. Hvað á að gera? sagði ráðunauturinn og líklegt er að margir spyrji hins sama. Er ekki óhætt að nota svona undrabarn ef valdar eru eingöngu undir hann hryssur með góða fætur og dettur manni þá fyrst í hug hrýss- urnar á Laugavatni sem virðast gefa öðrum hrossum fremur góða fætur. Þá kom fram á sýningunni stóðhest- urinn Kveikur frá Miðsitju sem stóð efstur fjögurra hesta á Landsmótinu á Vinheimamelum 1990 og var eftir mótið talinn einn dýrasti stóðhestur landsins. Var hann dæmdur fyrr í vikunni og hlaut þá fyrir byggingu Einkunnir folanna sem dæmdir voru á stöðinni í ár bera þess greini- lega merki að farið er að nota ein- kunnaskalann víðar en gert var. Ein- kunnir eins og 6,5 og 7,0 sjást nú oftar en áður en kannski minna farið í háu tölurnar enda verið að dæma unga hesta og eiga sumir þeirra háu tölurnar til góða. Telja verður alla folana sem nú voru sýndir ágæt reið- hestsefni en það eitt dugar ekki leng- ur til, kynbótadómarar eru farnir að herða kröfumar sem telja verður sjálfsagt og eðlilegt með auknu fram- boði góðra hrossa. Eins og Þorkell sagði þá er hrossarækt alvörumál. hrossa vakti að venju nokkra at- hygli og virðist sem sýningargestir séu síhungraðir í að sjá ný og ný hross. Að þessu sinni komu mörg athyglisverð hross fram sem lítið eða ekki hafa sést á sýningarvöllunum. Hinrik Ragnarsson mætti með fjölskyldu sína vel ríðandi og vakti það óneitanlega kátínu og athygli er þulur tilkynnti að Hinrik yrði í húsnotkun í Skipasundi 9 í allt sum- ar. Alexander Hrafnkelsson rataði réttu leiðina í sýningu sinni þar sem hann hleypti á fullri ferð á skeið með bundið fyrir augun. Hestadagar í Reiðhöllinni að þessu sinni voru eins og aðrar sýningar vetrarins ágæt skemmtun þótt ekki byðu þær upp á neina nýja spenn- andi hluti þar sem fagmennskan var höfð í fyrirrúmi heldur er boðið upp frekar hraðsoðinn atriði að undaskil- inni sýningu Sigurbjörns og Höfða. Er ekki orðið tímabært að bjóða upp á eina verulega vandaða sýningu næsta vetur ef Reiðhallarinnnar nýt- ur við þá? CORDIS Skrifstofa Rannsókna- ráðs tengi- liður gagnabanka VIÐURKENNING ■— Handhafar viðurkenningar Lagnafélags íslands. í aftari röð eru frá vinstri: Ellert Ingvarsson, Þorgeir og Ellert hf., Reynir Valgeirsson, Vökvalagnir Guðjón Jónsson, Harka hf., Krist- ján Magnússon, Vélsmiðja KM, Valdimar og Garðar, Blikk & Stál hf. í fremri röð sitja frá vinstri: Gunnar Ingi Gunnarsson, Rafteikning hf., Hreinn Frímannsson, Hitaveita Reykjavíkur og Jóhann Þór Magnússon, Rafhönnun hf. Á myndina vantar fulltrúa frá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. og Teiknistofunni hf. Viðurkenning Viðurkenning vegna orku- vers á Nesjavöllum FORRÁÐAMENN orkuvers Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum ásamt þeim sem hönnuðu og settu upp lagnakerfin í hús orkuvers- ins fengu viðurkenningu á nýafstöðnum aðalfundi Lagnafélags ís- lands. Viðurkenningin tekur til vélbúnaðar, blikksmíði og stjórnkerf- Viðurkenningarnefnd Lagnafé- lags íslands var sammála um að mæla með loftræstikerfi og öllum vatns- og gufulögnum í orkuveri Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöll- um til viðurkenningar fyrir vel hannað og vel unnið verk. í frétta- skýringu frá Lagnafélagi íslands segir að þarna sé um að ræða eitt af fáum loftræstikerfum hér á landi þar sem skápar séu að mestu leyti smíðaðir innanlands. Viðurkenning- arnefndinni hafi þótt kerfin lýtalaus og bera vott um gott handverk. Eftirtaldir aðilar hafa hlotið við- urkenningu Lagnafélags íslands fyrir árið 1991. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf., Reykjavík, Blikk & Stál hf., Reykja- vík, Vökvalagnir, Selfossi, Vél- smiðja Kristjáns Magnússonar, Ytri-Njarðvík, Harka hf., Reykja- vík, Rafhönnun hf., Reykjavík, Raf- teikning hf., Reykjavík, Þorgeir og Ellert hf., Akranesi, Teiknistofan hf., Reykjavík, Hitaveita Reykjavík- ur. SKRIFSTOFA Rannsóknaráðs ríkisins hefur nýlega gerst tengi- liður fyrir CORDIS-gagnabank- ann (The Community Research and Development Information Service) í Lúxemborg. í gegnum þennan gagnabanka geta íslensk- ir aðiiar, sem eru að vinna að rannsóknum eða markaðssetn- ingu, leitað að samstarfsaðilum í Evrópu og fengið birtar niður- stöður verkefna sem gætu leitt til samstarfs. Markmið bankans er að veita upplýsingar og auka vitneskju manna um rannsóknir og tæknilega þróunarstarfsemi í Evrópu, koma á samstarfi milli aðila á þessu sviði og stuðla að samræmingu á verk- efnum og stefnumótun. En bankinn á að vera gagnlegur bæði fyrirtækj- um sem stunda nýsköpun og rann- sóknastofnunum sem stuðla að ný- sköpun. í frétt frá skrifstofu Rannsókna- ráðs ríkisins segir að talið sé að heppileg leið til að bæta samkeppn- isstöðu fyrirtækja sé að auka upp- lýsingastreymi til þeirra um niður- stöður verkefna, auðvelda nýtingu þeirra og beita sér fyrir auknu sam- starfí milli landa Evrópu. í þessu skyni standi til að stækka CORDIS- gagnabankann verulega og auka notagildi hans. Öll samskipti við gagnabankann eru án endurgjalds. Nú er í undirbúningi að auk skrif- stofu Rannsóknaráðs geti Útfiutn- ingsráð, Rannsóknaþjónusta há- skólans, Félag íslenskra iðnrekenda og Iðntæknistofnun veitt aðstoð við tengingu CORDIS og leit upplýs- inga. Danir flytja ú t tæknikunnáttu Þekking Dana á uppsetningu og rekstri fjarvarmaveitna er Fundur Virk samkeppni í viðskiptum FRUMVARP til samkeppnislaga verður efni morgunverðarfundar Verslunarráðs (VÍ) nk. föstudag, en lögunum er ætlað að koma í staðinn fyrir gildandi lög um verð- lags- og samkeppniseftirlit. Ætl- unin er að skerpa samkeppnisregl- ur, auka upplýsingamiðlun og draga úr opinberum samkeppnis- höinlum. Með lögunum er auk þess ætlunin að treysta samkeppnishæfni ís- lenskra viðskipta með samræmingu við gildandi reglur annars staðar í Evrópu. Framsögumenn verða Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri VÍ. Ásamt þeim situr Georg Ólafsson verðlagsstjóri fyrir svörum. Fundar- stjóri verður Einar Sveinsson, for- maður VI. Fundurinn verður í hlið- arsal Súlnasalar Hótel Sögu, frá kl.8.00-9.30. Þáttaka er opin en mjög áríðandi er að tilkynna hana fyrir- fram til Verslunarráðs. að verða að traustri útflutnings- grein, sem fer vaxandi með ári hverju. Er markaðurinn aðal- lega í Austur-Evrópu, Ungverj- alandi og Tékkóslóvakíu, og einnig í Austurríki en útflutn- ingsverðmætið á þessu ári er áætlað um 2,5 milljarðar ÍSK. Aðeins á þremur árum hefur útflutningur DEG, Dansk Energi Gruppe, fímmfaldað útflutninginn til áðurnefndra landa og samtökin, sem 11 fyrirtæki standa að, þakka það fyrst og fremst ötulu starfí sérstaks viðskiptafulltrúa síns, Steens Hansens, en hann hefur aðsetur í Vín. Auk þessu hefur yfirstjórn orkumála í Danmörku, Anne Birgitte Lundholdt orku- málaráðherra og ýmsar danskar stofnanir lagst á eitt um að greiða götu dönsku fyrirtækjanna. Útflutningur DEG felst meðal annars í endurnýjun fjarvarma- veitna og fræðslu- og þjálfunar- námskeiðum en auk þess er mikil áhersla lögð á samstarfsverkefni ýmiss konar. Eru þá jafnan skoð- aðir ofan í kjölinn allir möguleikar á aðstoð frá Evrópubandalaginu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Auk Ungveijalands og Tékkóslóvakíu eru að koma til verkefni í Póllandi og farið er að hilla undir þau í Eystrasaltslöndunum. Grindavík: HUIIIII.II.I.IIIf Bókhalds- og fasteigna- þjónusta stofnsett TÖLVÍK sf. er nafn á fyrirtæki í Grindavík sem hóf nýlega starf- semi sína á nýjum stað, í nýju húsnæði Verkalýðsfélags Grindavíkur við Víkurbraut. Hlutverk fyrirtækisins er að sjá um bókhald fyrirtækja, launaút- reikninga, uppgjör virðisaukaskatts og gerð skattskýrslna. Auk þess verður fyrirtækið með fasteigna- þjónustu en slík þjónusta hefur ekki staðið Grindvíkingum til boða í nokkuð mörg ár. Halldór Halldórsson rekur og á Tölvík sf. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að góð- ur rekstrargrundvöllur væri fyrir fyrirtæki af þessu tagi í Grindavík því hér væru mörg smáfyrirtæki sem sæktu eftir slíkri þjónustu og svo væri náttúrlega hugsunin að geta sótt þessa þjónustu á heima- slóðum en ekki að leita út fyrir bæinn að henni. „Ég sé fyrst og fremst um að færa bókhald fyrirtækja en býð einnig úpp á hvaða aðra þjónustu sem lýtur að rekstri þeirra. Þá mun einnig vera rekin fasteignaþjónusta og hús verða tekin á skrá og aug- lýst með því að leggja fram auglýs- ingar í verslunum á svæðinu og mun ég ekki endilega einskorða mig við Grindavík. Ég er bjartsýnn á þetta fyrirtæki, annars hefði ég ekki farið út í þetta,“ sagði Halldór að lokum. FÓ Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Halldór Halldórsson — í bjartri og rúmgóðri skrifstofu Tölvíkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.